Austurland


Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 21.05.1965, Blaðsíða 4
4 r AUSTURLAND Neskaupstað, 21. maí 1965. Skólaslit Barnaskólanum var sagt upp laugard. 15. maí. I skólanurn'voru 198 börn í 8 bekkjardeildum. Fastir kennarar 6, stundak. 3. í raun og veru vantar einn fastan kennara, en hann hefur ekki fengizt undanfarin tvö ár. Nemendafjöldinn er mjög svip- aður ár eftir ár þrátt fyrir það, að nokkuð fjölgar í bænum. Vorskóli hófst 17. maí og inn- rituðust þá 32 nem. eða nákvæm- lega jafnmargir og útskrifuðust. Árgangarnir í fyrra og hitteð- fyrra voru nokkuð fjölmennari eða um 40, svo að á þessu eru nokkrar sveiflur. Þrátt fyrir það, að engir um- ferðakvillar gerðu vart við sig og heilsufar mætti teljast gott, urðu veikindafjarverur nokkru meiri en í fyrra. Mun það stafa af því, að slysasamt var framan af vetri. Ekki færri en 6 börn hlutu bein- brot og var hálku um kennt. Öll eru þau nú löngu orðin heil og vel gróin. Próf hófust 4. maá og tóku alls 195 börn próf, þar af útskrifuð- ust 32. Vert er að minna á, að sama prófverkefni í lestri og reikningi er lagt fyrir öll börn og í stafsetningu fyrir 10 ára og eldri. Y.firlit um einkunnir: I. bekkur, 7 ára börn: 1. Þorbjörg Þorfinnsdóttir 4.8 2. Óskar Axeisson 4.7 3. Jóhanna Magnúsdóttir 4.5 Meðaleinkunn bekkjarins 2.80 II. bekkur, 8 ára börn: 1. Anna Marín Sveinbjörnsd. 6 2. Emrna Jónína Axelsd. 5.9 3. Herbert Jónasson 5.8 Meðaleink. bekkjarins 4.16. III. bekkur, 9 ára börn: 1. Ásdís Geirsdóttir 6.9 2. Harpa Sigríður Höskuldsd. 6.7 3. Brynja Garðarsdóttir, ' Heimir Ásgeirsson, Ragna Halldórsdóttir 6.3 Meðaleink. bekkjarins 5.32. IV. bekkur, 10 ára börn: 1. Ragnh. Steina Arad. 8.00 2.—3. Sig. Þorsteinn Birgiss. 7.6 Smári Björgvinsson . 7.6 Meðaleink. bekkjarins 6.55. V. bekkur, 11 ára börn: 1. Vilhjálmur Árnason- 9.1 2. Ólöf Zoega 8.6 3. Pétur Sævar Hallgrímsson 8.4 4. Klara Ívarsdóttir 8.3 Meðaleink. bekkjarins 6.60. VI. bekkur, 12 ára börn, barna- próf. Eins og áður er sagt voru 32 börn í 12 ára bekk og luku öll prófi, eitt burtfaraprófi með und- anþágu og tveir piltar eiga eftir stmdpróf, en taka það væntanlega í sumar. Þessi börn hlutu yfir 8 í aðal- einkunn: 1. Arnór Árnason 8.79 (vantar sundpr., ekki loka- eink.unn). 2. Solveig S. Einarsd. 8.75 3. Pétur G. Óskarsson 8.66 4. Guðrún Kristj. Sigurðard. 8.62 5. Jóhanna Björnsdóttir 8.38 6. Soffía Þorfinnsd. 8.08 Meðaleink. bekkjarins 7.25. Öí bæníi! K.irkjan Sunnudagurinn 23. maí. Hinn almenni bænadagur þjóð- kirkjunnar. Messa í Neskaupstað kl. 2 síðd. Messa í Norðfjarðarsveit kl. 5. Uppstigningardagur 27. maí. Ferming í Norðfjarðarkirkju kl. 10 árd. og 2 síðd. Andiát Sigríður Arnadóttir, kona Páls Magnússonar í Hrauni, andaðist 14. maí. Hún fæddist í Grænanesi í Norðfjarðarhreppi 10. nóv. 1890, en hefur átt hér heima síðan 1918. Afmæli Björg Sigurðairdóttár, húsmóðir, Hlíðargötu 12, varð 50 ára 15. maí. Hún fæddist hér í bæ og hef- ur jafnan átt hér heima. Sigurlaug Gísladóttir, bústýra, Kvíabólsstíg 3, varð 65 ára 17. maí. Hún fæddist hér í bæ og hef- ur átt hér heima alla ævi. Eva'.d Christensen, lögreglu- þjónn, Þiljuvöllum 33 er 60 ára í aag, 21. maí. Hann fæddist í Dan- mörku, en fluttist hingað 1934. Hann dvelst í dag að Mávahlíð 5, Reykjavík. Verðlaun hlutu: Solveig S. Ein- arsdóttir fyrir hæstu eink. á barnapr., Dagrún Ársælsd. fram- faraverðlaun í 6. bekk og Vil- hjálmur Árnason framfaraverð- laiun í 5. bekk. G. Ó. Fermingarbörn í Neskaupstað 27. maí (uppstigningairdag): Drengir: Aðalsteinn Isfjörð Jónsson. Bjarni Jónsson. Björn Ævar Steinarsson. Einar Þór Rafnsson. Eiríkur Ólafsson. Heimir Sigurðsson. Jón Baldursson. Jón Einar Jónsson. Jón Rúnar Árnason. Kolbeinn Ingi Arason. Sigurður Rúnar Ragnarsson. Smári Geirsson. Sæmundur Stefánsson. Þormóður Sveinsson. Stúlkur: Anna Hjálmarsdóttir. Anna Margrét Björnsdóttir. Brynhildur Margrét Njálsdóttir. Elín Kristjana Sigfúsdóttir. Hugrún Helga Ólafsdóttir. ' Jóhanna Stsfánsdóttir Jóna Sigurborg Sigurjónsdótt ,. Kristjana Sigríður Ólafsdóttir. Liana Manda Guðnadóttir. Margrét Jónsdóttir. Rut Ófeigsdóttir. Sigfríður Steingrímsdóttir. Sigríður Þorvaldsdóttir. Sólveig Matthildur Baldursd. Sveinbjörg Sesselja Sveinbj.d. Hús haft að skotmarki í haust var reist lítið hús úti á Bakkabökkum á gamla í- þróttavellinum. Hús þetta var ætlað fyrir radíóvita til leið- beiningar flugvélum. Ekkert varð af því þá þegar, að radíóvit- anum væri komið fyrir, en nú er hann kominn á sinn stað og er hið mikilvægasta leiðbeiningar- og öryggistæki fyrir Norð- fjarðarflugið. Þegar sendimaður flugráðs kom til að ganga frá tækinu kom í ljós, að húsið hafði verið haft að skotmarki og var gegnum- borað af mörgum kúlum. Hafði maðurinn við orð, að fyrir slíku hefðu þeir aldrei orðið áður. Blaðið vill benda hinum skotglöðu unglingum á, að þetta er hættulegt athæfi. Skot, sem hæfir tækið, eyðileggur það eða gerir það óvirkt og getur það valdið slysi, auk þess sem það kostar mdkið. Ég eíast ekki um, að þegar unglingunum er bent á hvað af þessu athæfi geti hlotizt, muni þeir láta af því og velja sér önnur skotmörk. Skrúður skemmist Rétt fyrir kl. 4 síðdegis á laugardag kom upp eldur í félags- heimilinu Skrúð á Fáskrúðsfirði. Enginn maður var í húsinu þegar eldurinn kom upp, en börn voru nýlega farin þaðan, en þau höfðu verið þar að leikæfingu. Slökkvistarfið tók hálfa klukkustund. Miklar skemmdir urðu á samkomaisal hússins, leiksviði og húsbúnaði. Skrifstofur hreppsins eru á neðstu hæð og urðu þar nokkrar skemmdir af vatni. FélagSheimilið Skrúður er þriggja ára gamalt, þrílyft hús. Er það mikið áfall fyrir Fáskrúðsfirðinga, ef það verður lengi ónothæft, en viðgerð er þegar hafin. wW\/WWV^A/V\A^A/VWWVW\AA/W\A/VWW/S/VAA<V\/WV'AA/WWWWS/WVWV\/NAA/\A/WWWSA/W‘ BLIKFAXI ÁAAAAAAAA/WW\AAAAAAAAAAA/VWVWWW\AAAAAAAA/\AAA<VW\A/\AAAAA/W\AAAAAAA/V\AAAAAAAA<\ Fyrir viku kom ný flugvél ' Flugfélags Islands til Reykjavík- ur. Hefur lienni verið gefið nafn- ið Blikfaxi og verður hún notuð í innanlandsferðum og mun hafa áætlunarferðir milli Reykjavíkur og eftirtalinna staða: Akureyri, Vestmannaeyjar, ísafjörður og Egilsstaðir. Flugvélin er af tegundinni Fokker Friendship, tveggja hreyfla skrúfuþota. Hvor hreyfill er 1850 hestöfl. Farþegasæti eru 48. Flugvélin kom í fyrsta sinn til Egilsstaða sl. þriðjudag. Hafði Flugfélagið boðið mörgum gestum þangað í tilefni þessa atburðar. Sveinn Jónsson, bóndi á Egils- stöðum bauð hina nýju flugvél velkomna með ræðu. Einnig talaði Einar Helgason, yfirmaður innan- landsflugsins. Gestum var boðið í hálftíma flugferð, svo þeir gætu af eigin raun kynnzt hvernig væri að fljúga með Blikfaxa. Sæti í flug- vélinni eru góð og þægileg og fer mjög vel um farþegana. Útsýni er líka ágætt. Flughraði vélarinnar er 450 km á klukkustund. Er hún allmiklu fljótari í förum en vélar þær, er Flugfélagið hefur til þessa haft í förum á innanlandsleiðum. Með komu Blikfaxa er stigið drjúgt spor framávið í bættri flugþjónustu á helztu flugleiðum landsins. Flugfélag Islands hefur samið um kaup á annarri vél samskon- ar og er hún væntanleg að ári. BLIK Vestmannaeyjaritið Blik er nýlega komið út og er útgefandi Þorsteinn Þ. Víglundsson. Þetta er mikil bók 271 lesmáls- og myndasíður. Þetta er 25. árg. ritsins. Blik hefur inni að halda marg- háttaðan fróðieik um Eyjarnar, gamlan og nýjan. Eru höfundar margir og efnið fjölskrúðugt. Verður það ekki nánar rakið hér, aðeins á það minnzt, að einn frá- söguþátturinn nefnist „Sína í Vesturhúsum“ og segir þar nokk- uð frá uppruna og lífshlaupi Magnúsínu Magnúsdóttur, sem mörg síðustu ár ævi sinnar átti heima hér í bæ. Nokkur eintök af bókinni fást í Verzluninni Vík.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.