Austurland


Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 2

Austurland - 28.05.1965, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 28 maí 1965 : @11^ Um síldarflutninga Framh. af 4. síðu. smiðjur hér fyrir austan hæfu sjálfar dæluskipaútgerð þegar fram líða stundir, ef reynslan yrði sú, að skipstjórar mætu mjög mikils að losna við aflann á mið- um úti og það kannski án þess hann kæmi um borð í þeirra eigin skip. [ Þá sýnist sjálfsagt að vinna að því, að verksmiðjur verði fluttar hingað austur úr öðrum lands- hlutum. Benda má á, að það var upphaf umtalsverðrar síldar- bræðslu á Austfjörðum, að hing- að voru fluttar nokkrar verk- smiðjur að norðan og hafa þær síðan malað þjóðinni gull í stað þess að grotna niður. Þessi flutn- ingur á verksmiðjum gafst vel og því þá ekki að halda áfram á sömu braut? Flest frystihús á Austfjörðum eru í beinum eða óbeinum tengsl- u:m; við síldarbræðslur og söltun- arstöðvar. Þessi mikilsverðu at- vinnutæki búa við það ástand að vera með öllu verkefnalaus, eða hafa hráefni af skornum skammti mestan hluta vetrar. Ég tel að þessi frystihús eigi að taka til gaumgæfilegrar athugunar, að flytja vertíðarfisk að sunnan til vinnslu hér eystra. Fari svo, að síldarverð verði jafnað, fæ ég ekki séð hvernig stætt er á því, að neita samskonar verðjöfnun á þorski og ýsu. Mundu þá frysti- húsin syðra greiða flutnings- kostnað á fiski hingað austur, á sama hátt og Austfirðingar greiddu fyrir flutning á síld suð- ur, og væri það í fyllsta máta réttlátt. En auðvitað bitnaði það á hráefnisverðinu, eins og síldar- flutningarnir. Sjómenn og útgerð- armenn fá að borga brúsann. Ef í hart fer kæmi einnig til at- hugunar, að fyrirtæki þau, sem við erum fulltrúar fyrir, gerðu með sér samtök um að veita þeim skips.tjórum, sem aldrei afhentu síld í flutningaskipin, þegar lönd- unarmöguleikar eru fyrir hendi hér eystra, forgang til löndunar, og að leitað yrði samvinnu við þjónustufyrirtæki flotans, svo sem veiðarfæragerðir og önnur viðgerðaverkstæði um sams konar aðgerðir. Einnig sýnist liggja beint við, að leita samstarfs við sveitastjórnirnar. Ég tei, að við eigum að fara að öllu með stillingu, en lá,ta hvergi undan síga, þvi mér er ljóst hve geysimikið hagsmuna- mál hér er um að ræða, ekki að- eins fyrir þau fyrirtæki, sem við erum fulltrúar fyrir, heldur og alla Austfirðinga. Á því hvernig þessi mál leysast, getur það oltið, hvort við höldum hlut okkar gagnvart öðrum landshlutum og þá fyrst og fremst gagnvaxt Reykjavík. Fermingarbarn Fyrir mistök féll niður úr skrá um fermingarbörn, sem birtist í síðasta blaði, nafn Lilju Aðal- steinsdóttur, en hún var eitt } eirra barna, sem fermdust í gær Eru hlutaðeigendur hér með beðn- ir velvirðingar á mistökunum. Davíðssöfnun Fjársöfnuninni til kaupa á húsi Davíðs Stefánssonar er nú að Ijúka og eru nú seinustu forvöð fyrir menn að leggja fram sinn skerf. Söfnunarlisti liggur frammi í Sparisjóði Norðfjarðar. Afmæli Matthildur Bjarnadóttir, ekkja, Urðarteigi 1, varð 75 ára 25. maí. Hún fæddist á Kálfafelli í Suð- ursveit, en hefur átt hér heima síðan 1930. Unnur Zoéga, póstmær, Sverr- istúni 4, varð 50 ára 25. maí. Hún fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Justurlmd Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. j NESPRENT jj S AMNIN G AVIÐRÆÐUR Framhald af 1. síðu. ekki boðað verkfall, en hörmu- legt væri, ef víðtæk verkföll skyllu á í byrjun síldarvertíðar, vegna ósanngimi atvinnurekenda og ríkisvaldsins og vegna þeirrar ósvífni þeirra, að ætlast til, að launþegar uni því, að kjör þeirra séu rýrð í sífellu á sama tíma og þjóðartekjur vaxa hröðum skref- um. F er ðahandbókin Fjórða útgáfa Ferðahandbókar- innar er nýlega komin út, og hef- ur inni að halda margvíslegan fróðleik og leiðbeiningar fyrir ferðamenn. Á það skal bent, að í bókinni eru leiðarlýsingar, m. a. um Austurland, eftir Gísla Guð- mundsson, leiðsögumann. Vegakort fylgir handbókinni, ennfremur bæklingur eftir Sig- urjón Rist. Sá nefnist Gönguleið- ir og greinir þar frá helztu gönguleiðum um land allt, bæði í byggðum og óbyggðum. w%AAA/WV\AA/WWVNAAA/W\A/VWNAAAAAAAA/VV' Til sölu 5 tonna Ford-vörubifreið, ár- gerð 1957, ný uppgerð og í góðu lagi, til sölu. Uppl. í síma 62, Neskaupstað. ALYKTUN fundar fulltrúa síidarverksmiðja og söltunarstöðva í eigu Aust- firðinga, sem haklinn var á Reyðarfirði 13. maí 1965 Þess vegna ber að takmarka þá svo sem kostur er, en leggja í þess stað áherzlu á öra uppbyggingu fjölbreytts síldariðnaðar á Austurlandi. Þá telur fundurinn, að þá síld, sem flutt verður af Aust- fjarðamiðum til vinnslu í öðr- um landshlutum, eigi að flytja til norðlenzku verk- smiðjubæjanna, en ekki til Suðurlandsins, þar sem hrá- efnisflutningar þangað utan af landi hljóta að auka á jafn- vægisleysið í .byggð landsins. 3. Fundurinn tekur fram og leggur á það ríka áherzlu, að síldarverksmiðjur og söltunar- stöðvar á Austurlandi og í eigu Austfirðinga, taka undir engum kringUmstæðum þátt í kostnaði við flutning síldar af Austfjarðamiðum til annarra landshhita, hvorki með verð- jöfnunargjaldi né á annan hátt. Fundurinn beinir þeirri ein- dregnu ósk til þingmanna kjör- dæmisins, að þeir séu vel á verði um allt, er að þessum málum lýt- ur, og standi vörð um hagsmuni Austfirðinga. I tilefni af fyrirætlunum, sem uppi eru, um stórfellda síldar- flutninga frá Austfjarðamiðum til vinnslu í öðrum landshlutum, vill fundurinn leggja áherzlu á eftir- talin meginatriði: 1. Síldarflutningar að vissu marki eru eðlilegir og sjálf- sagðir. Þá síld, sem ekki er hægt að veita viðtöku til vinnslu á Austfjarðahöfnum, er eðlilegt að flytja til vinnslu annars staðar. Jafnframt bendir fundurinn á, að svo getur farið, að síldarvinnslu- stöðvar á Austfjörðum skorti hráefní, þótt góð veiði sé á Austfjarðamiðum, ef um stór- fellda flutninga verður að ræða. Þess vegna ber að tak- marka flutningana þannig, að hagur austfirzkra síldariðju- fyrirtækja sé tryggður í hví- vetna. 2. Síldarflutningar í stórum stíl hljóta að hafa áhrif á hráefn- isverð til lækkunar, vegna mikils stofnkostnaðar við flutningaskip og umhleðslu- stöðvar, svo og vegna rekst- urskostnaðar og afskrifta.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.