Austurland


Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 3

Austurland - 05.11.1965, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 5. nóvember lð65. AUSTURLAND / 3 Smíði íþróttahússins Framhald af 1. síðu. stöð verði hægt að leiða fjarhit- unarkerfi og kynda báða skólana og sjúkrahúsið. —o— Eins og áður er sagt, verður húsið byggt í tveim áföngum. 1 fyrri áfanga er íþróttasalur, 21x18.60 m, ásamt tilheyrandi hluta af áhaldageymslum og á- horfendasvölum. Þá verða byggð- ir tveir búningsklefar af fjórum og einn baðklefi. Gufubaðstofan, ásamt því sem henni fylgir, er einnig í fyrri áfanga, bakanddyri og aðalanddyri og forsalur ásamt fatageymslum og snyrtiherbergj- um og svo kyndistöðin. Þetta lætur nærri að vera um % hlutar hússins. Það, sem bíður síðari áfanga, er 13x18.60 m af íþróttasal, ásamt áhaldageymslum og svöl- irm, sem liggja að þessum hluta salarins, svo og tveir búningsklef- ar og baðklefi. Við breytingu sem gerð var á fyrirhugaðri staðsetningu hússins, hefur komið í ijós, að grunnurinn undir 2. áfanga, þ. e. suðurhluta hússins, verður all hár. Hefur því komið til álita að gera þá breyt- ingu, að þar yrði komið fyrir kennslusölum til verklegrar kennslu fyrir báða skólana, en hana vantar mjög tilfinnanlega. Salarkynni þessi gætu orðið um 360 ferm. að flatarmáli og mundu trúlega nægja báðum skólunum. Margir spyrja um það, einkum yngra fólkið, hve langan tíma það muni taka að ljúka byggingunni. Byggingarhraðinn fer að sjálf- sögðu mjög eftir þvi, hve há fjár- framlög verða frá ríki og bæ á hverjum tíma. Mjög er sennilegt, að byggingartími fyrri áfanga verði allt að 5 árum. Ef ríkisvald- ið synjar okkur þá ekki um leyfi til framhaldsframkvæmda lengur en orðið er. Hvað íþróttaaðstöðuna snertir, þá munum við fyrst um sinn geta unað allvel við það sem fæst út úr fyrri áfanga. En verði horfið að því ráði að byggja yfir verk- Hungurvofan Framhald af 4. síðu. þess margvíslegar hættur og erf- iðleikar í samskiptum beggja þessara helfta. Einnig þeim verð- ur bezt mætt með óeigingjarni aðstoð þeirra, sem aflögufærir eru. Islenzka þjóðin hefur vissu- lega í mörg horn að líta heima fyrir og tgetur ekki talizt rík á mælikvarða ýmissa nágranna- þjóða. En þrátt fyrir það, hljót- um við að styðja eftir fremsta megni þá baráttu, sem háð er undir merkjum Herferðar gegn hungri. , . H.G. lega námið í skólum, í sambandi við annan áfanga íþróttahússbygg- ingarinnar, þá verðum við’ að hefjast handa mjög fljótlega. Einnig gæti svo farið, að skóla- nemendum fjölgi svo hér á næstu árum, að ekki verði hægt að koma kennslunni fyrir í einum venju- legum sal, en eins og áður segir, verður hægt að skipta salnum með hreyfanlegu skilrúmi þegar hann er fullbyggður og geta þá tveir kennarar kennt samtímis í húsinu. Verði þessi þróun, mundi hún einnig ýta á eftir fram- kvæmdum. Það er orðin knýjandi nauðsyn að koma hér upp íþróttahúsi. Ennþá er notazt við bráða- birgðahúsnæði í barnaskólanum og hefur sú ráðstöfun staðið frá 1932. Upphaflega var gert ráð fyrir, að þetta húsnæði yrði venjulegar kennslustofur, enda eru annmarkarnir margir. Það er einnig orðin knýjandi nauðsyn fyrir barnaskóiann, að fá þetta húsnæði til þeirra nota, sem það var upphaflega ætlað til og þótt meira hefði verið. Eg er sannfærður um, að til- koma íþróttahússins á eftir að hafa meiri og heilladrýgri áhrif á bæjarlífið en við gerum okkur grein fyrir. Slíkt íþróttahús, eins og það sem við nú erum byrjaðir að byggja, býður upp á svo marg- þætta möguleika í íþróttalífinu, að það á eftir að gjörbylta og umskapa alla íþróttastarfsemi í bænum. Það verður ekki einungis æskan sem kemur til með að notfæra sér þá möguleika sem íþróttahús- io mun hafa upp á að bjóða, held- ur einnig hinir fullorðnu. Það er trúa mín, að í framtíð- inni muni allir bæjarbúar fagna því, að ráðizt var í byggingu þessa mannvirkis. Bæjarlífið mun breytast mikið til hins betra. Við munum eignast hraustari og í alla staði heilbrigð- ari æsku. Við munum með sóma geta tekið á móti íþróttafólki inn- lendu sem útlendu og mætt því við góðar aðstæður í hverskyns íþróttakeppni. Vegna alls þessa skulum við sameinast um að koma þessu mannvirki upp á sem stytztum tíma. Stefán Þorleifsson. Ný höfn Á fundi bæjarstjórnar Neskaup- staðar í fyrradag var samþykkt að gera nýja höfn eftir tillöguupp- drætti Daníels Gestssonar, verk' fræðings vitamálaskrifstofunnar. Höfn þessi á að vera í fjarðar- botni og að mestu grafin inn í landið. Er hér um mikið mann- virki að ræða og mun það gjör- breyta allri útgerðaraðstöðu hér. Frá þessum fyrirætlunum verð- ur nánar sagt í næsta blaði. ^vwwv»aa/www\^/www\^a/wwSaa<wvw»a/vwwwww\/wwvwww<a^wwmv»« DANSLEIKUR verour haldinn í Egilsbúð laugardagskvöld kl. 10. FÓNAR Ieika og syngja. Ath.: Ágóðinn rennur til „Herferðar gegn hungri“. Iðnnemafélag Norðfjarðar. »-WVWW\A»^AAAA/^/W%A/W>AAA/VWWWWWW\AAAA/WWWVWWW\AAAAA/W\AAAAAAAAAAAAA. Egilsbúð SÆLUVIKA Amerísk kvikmynd með Prestiey. — Sýnd föstudag kl. 8 og á barnasýningu sunnudag kl. 5. 55 DAGAR I PEKING Sýnd laugardag kl. 4. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — ís- lenzkur texti. Hækkað verð. LÆKNIRINN FRÁ SAN MICHELE Þýzk-ítölsk kvikmynd. — Aðalhlutverk: O. W. Fischer, Ros- anna Schiaffino. — Sýnd sunnudag kl. 9. ^^^j^^yyyyy^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ Fundur Verkalýðsfélag Norðfirðinga heldur fund í Egilsbúð föstu- daginn 5. nóv. 1965 kl. 8.30. DAGSKRÁ: 1. Kosnir 2 aðalfulltrúar og 2 varafulltrúar á annað þing Verkamannasambands Islands. 2. Önnur mál. Stjórnin. ^^^MVyyy^VAAWAAAAAAAWAAAAAAWAAA^AAAAAAAAAAAWAAíWI /WWWWVAAA^AAAAAAAAAAAAA Til sölu Tilboð óskast í húseignina Hafnarbraut 12 í Neskaupstað | (Bíóhúsið). Tilboðum sé skilað fyrir 27. nóv. n. k. til undirrit- | aðs, sem gefur nánari upplýsingar. Neskaupstað, 2. nóv. 1965. F. h. Skilanefndar Norðfjarðarbíós hf. Jóhannes Stefánsson. ^xrLAjvu^yu-u-u-innnn!— .......^aaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa/ HREFNUKJÖT ALLABÚÐ. ^y^^^AAAAAAAAAAAAA Til sölu Rafha-þvottapottur í góðu lagi til sölu. Uppl. í síma 89. ^^^^y^yyy^AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAl WW\AAAAAAAAAAAAAAA/WWWW^WWSAAA~ Jmturlmd Lausasala kr. 5.00 Ritstjóri: Bjarni Þórflarson. NESPRENT i;

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.