Austurland


Austurland - 19.11.1965, Blaðsíða 4

Austurland - 19.11.1965, Blaðsíða 4
4 ÁUSTURLANÖ Neskaupstað, 19. nóvember 1965. Garðar Eymundsson, Seyðisíirði: Oæskileg þróun Þá er liðið eitt kaldasta sumar sem menn hér í firðinum muna, með þrálátri norðan- og ‘ norð- austanátt, sem iðuléga fylgdi snjókoma í fjöll. Við1 það bættist, að óvenju mikið hefur verið u.n þokur, sólskinsdagár teljandi. Við höfum tvær síldarverk- smiðjur, sem eru staðsettar .af sérlegri smekkvísi við sinn hvorn enda byggðarinnar, eins og á áð- vera á síldarvertíð sem er. orðin ein hin gjöfulasta. Hafa þær mal- að mikið gull, og mökkurinn staðið upp af þeim svo til lát- laust, þegar lognkyrrðin hér milli þröngra fjallanna. heíur ríkt.. má segja, að' 'oft' ’háfi' ve’rið myrkur um miðjan dag, svo e.kki hafa þær aukið sólekinsstundirnar, sem við höfum notið. Léttklædd börn og sólbrún, sem á góðu sumri settu svip sinn á bæinn, verða nú að klæðast dag hvern stígvélum og öðru eftir því, eigi þau að haldast þurr í forinni, því gott síldarsumar er ekki þeirra sumar, mú; ,er það ’forin' ög -sóðái "kapur sem setur sinn svip á bæ- inn okkar, aðalgatan oftast ó- fær gangandi fólki, og þar sem öll verzlun fer fram við hana, verða húsmæðurnar á ferð til innkaupa, flestar með1 börn í eft- irdragi að vaða svaðið. Afgreiðsl- unni á kosti til bátaílotans fylgir rnikil umferð, þar við bætist mik- ill fjöldi ferðamanna, að ógleymd- um flutningi á úrgangi frá plön- unum. Að ekkert alvarlegt slys skuli hafa orðið, er sönnun þess, að tími kraftaverkanna er ekki liðinn. Sí'.darplönin beggja megin fjarðarinr' keyra úrgangi aftur og fram um bæinn í síldarverksmiðj- urnar á bílum sem ekki eru bet- ■ur útbúnir til slíkra flutninga en svo, aö1 ekki fullnægir einu sinni lágmarkskröfum, rennur út af þei:m síldin alls staðar, og er við- eigandi krydd saman við forina þar sem hún fær mjúkan legstað. Ástandið með sorphreinsunina er þannig, að tunnurnar standa ó- tæmdar langtímum saman. Stoð- ar lítið', þó fóik noti hina miður geðslegu aðferð að brenna í þeim. Astandið á sorphaugnum er orð- ið það slæmt, aö illmögulegt er að .korna að bíl til losunar á rusli. 1 öllú saiiian dansar rottan sinn striðsdan"). Er mál að röggsemi bæjarstjórnarinnar komi í leitirn- ar áður en Seyðisfjörður verður notaður sem viðmiðun í stað svínastíu og er það krafa okkar allra sem eigum heimili okkar hér, að bæjaryfirvöldin taki í taumana og stöðvi síldarflutning- ana í gegnum bæinn, þar sem ekki verður séð, að þeir séu nauð- synlegir af því að komin er bíla- vigt við síldarverksmiðju Haf- síldar, eða að1 öðrum kosti geri síldarsaltendum skylt að fara að eins og siðuðum mönnum sæmir og flytji úrganginn' á bílum, sem eru með heila kassa eins o.g ger'c er t. d. á Siglufirði, og framfylgja af festu að ekki verði flutt meira en leyfilegt hámark í hverjum kassa. Fyrri kosturinn er tvímælalaust betri þar sem létt yrði af veginum, sem er mjög lá- legur, þungaflutriingum sem eru langt fram yfir það sem hann þolir auk liinnar gífurlegu slysa- hættu sem þeim fylgir. Vissulega er þungur róður fámennu plássi sem taka verður við öllum þeim fjölda manns sem vinnur við þá miklu sköpun verðmæta fyrir þjóoarbúið sem fram fer hér á síldarvertíðinni, að veita þjónustu sem skyldi staðarmönnum og öðrum, þegar bæjarsjóður er svo til rúinn öllum tekjumöguleikum öðrum en álögðum gjöldum á sína fáu gjaldendur og bætti ekki úr þegar í Ijós kom við niður- jöfnun almennra gjalda síðast, að stór hluti gjaldenda hefur haft svo rýrar tekjur, að vakti undrun manna, og hefði enginn trúað að óreyndu. Sannast þar að ekki er allt sem sýnist. Efast nokkur um, að ekki sé rétt tíund- að? Af 258 skattskyldum einstak- lingum eru um 60 sem greiða 5000 krónur og minna í útsvar. Þar í eru atvinnurekendur, útgerðar- menn, bílstjórar og iðnaðarmenn. Er ekki annað að sjá, en þessir vesalings menn hafi orðið fyrir búsifjum af því flóði síldar og atvinnu, sem hér hefur flætt yf- ir, að jafnist á við áföll bænda hér fyrir austan af völdum kal- skemmdanna. Sýnist sízt minni ástæða að hefjast handa þeim til bjargar með samskotum. Ráð virðist þó atvinnurekendum og útgerðarmönnum, sem eru í Sjálf- stæðisflokknum, að segja sig úr þeim flokki hallærisins, eigi þeir að geta gert sér vonir um að hafa efni á því að greiða sóma- samlegt útsvar, eins og dæmin sanna á þeim einstaklingi, sem hæst útsvar greiðir. Síldarplönin koma líka hart niður. Þó að saltað sé hjá þeim í 10—20 þúsund tunnur er því, sern skásta útkomu hefur, elcki treyst til að greiða meira útsvar en eins og t. d. þrír vélstjórar á bátum sem afla vel. Síldarverksmiðjan var áður í eign b.æjarina, ..en kjarklítill og ráðþrota bæjarstjórnarmeirihluti lét þvinga sig til að selja hana ríkinu, í stað þess að halda rekstri hennar áfram, svo hún væri samskonar lyftistöng fyrir bæjaríélagið eins og t. d. verk- smiðjurnar á Vopnafirði og Norð- firði eru þeim plássum. Verður þetta tvímælalaust að teljast mesta ógæfuspor sem stigið hef- ur verio í sögu bæjarfélagsins. Má segja með sanni, að ekki hef- ur ríkið gert það endasleppt við okkur, áður búið að yfirtaka fiskiðjuverio1 og er bæjarsjóður enn að greiða skuldir af því. Við Seyðfirðingar stöndum ekki í mikilli þakkarskuld við ríkið. Hlutur bæjarsjóðs af lands- útsvari verksmiojunnar mun vera í kringum 600 þúsund krónur; lítið vænkast hagur strympu við slíka smámuni. Forráðamenn kaupstaðarins mættu vita það, að slíkt ásig- komulag og verið hefur á bænum í sumar og haust, þegar ósóminn æpir á menn alls staðar, laðar ekki að fólk til búsetu. Fátt eða ekkert væri honum þó meiri styrkur. Vantar fólk til alls og ekki sízt til staðaruppbyggingar- innar sjálfrar. Svo erum við heillum horfnir, að í stað sóknarprestsins sem fékk lausn frá embætti í júlí sl. hefur enginn af þjónum drottins fengizt ennþá til þess að taka að sér söfnuðinn. Er undarlegt, þó að sá grunur læðist að manni, að sólin, sem er aflgjafi fegurðarinn- ar, flýti sér að hverfa á bak við ský, verði henni á að skína á þessa Klondike síldarinnar. Garðar Eymundsson. Úr bœnum Kirkjan. Sunnudagur 21. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 f. h. Messa kl. 2 e. h. Afmæli Stefán Pétursson, vélstjóri, Þiljuvöllum 31, varð 50 ára 13. nóv. — Hann fæddist að Hall- ormsstað í Vallahreppi, en hefur átt hér heima síðan 1919, að und- anteknum nokkrum árum, sem hann var búsettur í Vestmanna- eyjum. Jón Finnsson, bílstjóri, Mela- götu 15 varð 50 ára 17. nóv. — Hann fæddist hér í bæ og hefur jafnan átt hér heima. Sesselja Sveinsdóttir, húsmóðir, Hafnarbraut 2A varð 60 ára í gær — 18. nóv. — Hún fæddist í Firði í Mjóafirði, en hefur átt hér heima síðan 1956. Gjöf til sjómannastofunnar Frú Ragnheiður Sverrisdóttir hefur afhent sjómannastofunni að gjöf til minningar um foreldra sina og látin systkini, stórt mál- verk gert af Sveini Vilhjálms- syni. Sýnir það báta á leið inn til Norðfjarðar, fjallahringinn og annað umhverfi fjarðarins. Svörl á brún og brá .v v ; 'f V V. V ’ ’* * • ’ Framhald a'f 1. síðií ' Birgir er á okkar mælikvarða orðinn mjög traustur og góður leikari. , ■ . • Magnús, Guðmundsspn lék nú á ný eftir langt hlé. Við, sem áður minnumst Magnúsar hér á sviði, áttum von á góðum leik frá hon-: um, enda brást hann ekki vonum okkar, því leikur hans var í einu orði sagt afbragð. Vilfríður Eðvaldsdóttir lék tit- ilhlutverkið ; ,-j£}vö'E.t. á;vbriúri :Óg, brá“. Vilfríour iriuri vera nýfiði á leiksviði, en svo sannarlega var enginn viðvaningsbragur á henni. Framsögn skýr, frjáislég og .ör- ugg, sem sagt afbragðs frammi- staða. Álfhildur Sigurðardóttir, sem einnig er nýliði, Ter ’meí allstórt hlutverk. Hún er frjálsleg og ör- ugg og leikur af miklu fjöri og tilþrifum. v - Þuríður Haraldsdóttir skilaði sínu hlutverki sérstaklega vel og skemmtilega svo að fátt var bet- ur gert á þessari leiksýriirigu.' Sævar Steingrímsson komst ágætlega frá sínu hlutverki. Guðrún Jónsdóttir er einnig alveg nýliði á sviðinu. Hún gérði sumt snoturlega, en talaði ekki nógu skýrt. Hún hefur þó hljóm- mikla rödd, eins og fram kom þegar liún. söng. Þcrður Flosason var helzt til unglegur í þann lífsnautnamann, sem manni virtist hann ætti að túlka. og var leikur hans óörugg- ur fyrst í stað, en seinna í leik- ritinu jafnaði hann .sig nokkuð. Hér voru sem sé flest hlutverk skipuð ungu fólki með tiltölulega litla sviðsreynslu, en árangur þess lofar svo góðu, að mér finnst mHjdu. bjajptari liprfur um fram- tíð|ristarfsémi Leikfelagsins nú éftir að hafa séð þessa sýningu. Éig er sannfærður um, að allt það unga fólk sem þarna fór með hlutverk og raunar einnig hinir eldri og reyndari, á eftir að þroskast og vaxa mikið1 með framtíðaEhlutverkum sínum. í leikskrá er þess getið, að nú um þessar mundir sé Leikfélagið 15 ára'. Éig er þess fullviss, að bæjarbúar eiga þá ósk bezta til handa félaginu, að það megi jafnan hafa á að skipa góðum 'slferfskröftum, svo að það geti með vaxandi árangri gegnt sínu þýðingarmikla hlutverki í menn- ingar- og skemmtanalífi bæjar- riúa. Formaður Leikfélagsins er Birgir Stefánsson. S.Þ.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.