Austurland


Austurland - 18.03.1966, Side 1

Austurland - 18.03.1966, Side 1
Amlurland Málgagn sósíalista á Austurlandi 16. árgangur. Neskaupstað, 18. marz 1966. 11. tölubl. Ný verðhœkku n a ra Ida Ríkisstjórnin hefur nýlega til- ^ynnt á Alþingi, að hún muni draga úr niðurgreiðslum á nokkr- um vörutegundum, all verulega frá því sem verið hefur. Talið er að niðurgreiðslurnar muni minnka um 60—'70 milljónir króna á ári. Þær vörutegundir, sem hér er einkum um að ræða eru fiskur og smjörlíki. Rætt hefur þó einnig verið umi minnkun á niðurgreiðsl- um á kjöti. Afleiðingar af þessum ráðstöf- unum verða að sjálfsögðu all- miklar verðhækkanir á þessum vörum og hækkun framfærslu- vísitölunnar. Ráðgert er að vísi- talan muni hækka um 4 stig af þessum ástæðum, en það leiðir aftur af sér hækkun kaupgjalds um rúm 2%. Hækkanir þessar munu svo aftur leiða af sér nýj- ar verohækkanir og þannig koll af kolli. Ríkisstjórnin tilkynnti þessar ráðstafanir um leið og hún lagði fram frumvarp um sérstakan stuðning við sjávarútveginn. í því frumvarpi er gert ráð fyrir 50 millj. króna styrk til skreið- arframleiðenda og 20 milljón kr. styrk vegna verðhækkunar á línu og færafiski, eða samtals 80 millj. króna styrk. Greiðslur þessar eru mjög svip- aðar hliðstæðum framlögum á sl. ári og því varla um ný útgjöld að ræða. Augljóst er þó, að ríkisstjórnin ætlar að réttlæta þessar gerðir sínar með stuðningi við sjávarút- veginn, en auðvitað er ríkissjóður búin að fá tekjur áður vegna slíks stuðnings. Ráðstafanir þessar eru næsta furðulegar. Allir viðurkenna, að eitt mesta vandamál íslenzkra efnahagsmála í dag sé einmitt sívaxandi dýrtið. Þó er eins og ríkisstjórnininni þyki vöxtur dýr- tíðarinnar elcki nægilega mikill. Vitað er að kaupgjaldssamningar flestra verkalýðsfélaga renna út í maí og júní nk. Samningar um ný launakjör munu þá hefjast við stærstu verkalýðsfélögin í landinu í aprílmánuði. Verðhækkun sú, sem af þessu leiðir kemur fljótlega fram í kauphækkun samkvæmt vísitölu. 2% kauphækkun mun strax kosta fiskiðnaðinn í landinu um 10—12 milljónir og ríkissjóð um 18—20 milljónir króna. Þessir nýju baggar draga að sjálfsögðu úr getu atvinnuveg- anna til að mæta kröfum verkalýðsfélaganna um sann- gjarna kauphækkun. Vandinn í launasamningunum næsta sumar mun því vaxa við þessar aðgerðir. Hækkun verðlagsins er mikið alvörumál eins og nú er komið. Ýmsar greinar framleiðslunnar eiga orðið í vök að verjast vegna sífellt hækkandi framleiðslukostn- aðar. Ibúðarlán hafa nú verið tengd vísitölunni og verða þyngri og erfiðari, viðfangs með hækk- andi verðlagi. Hækkuð útgjöld, sem þannig skella á launþegum verða auðvitað til þess að gerðar verða ennþá hærri launakröfur en annars hefði verið. Það er von að almenningur spyrji, hvað fyrir stjórnarherr- unum vaki með þannig ráðstöf- Breytingar á hreppamörkum Nýlega hefur hreppsnefndin á Eskifirði óskað eftir því að mörk- um Eskifjarðarhrepps verði breytt og hreppurinn stækkaður. Beiðni hreppsnefndarinnar er sú að jörðin Svínaskáli í Helgu- staðarhreppi verði talin til Eski- fjarðarhrepps og verði þá hreppa- mörkin á milli Svínaskála og Svínaskálastekks. Þá er það einn- ig beiðni hreppsnefndar Eski- fjarðarhrepps að jarðirnar fyrir botni fjarðarins og ríkisjörðin Hólmar í Reyðarfirði verði taldar til Eskifjarðarhrepps, en þær til- heyra nú Reyðarfjarðarhreppi. Þá hefur hreppsnefnd Hafnar- hrepps í Hornarfirði óskað eftir því að Öslandið, sem nú er orðið tengt Hafnarkauptúni með eiði sem vegur liggur eftir, verði talið til Hafnarhrepps, en .það tilheyr- ir nú Nesjahreppi. Hreppsnefnd- in á Höfn leggur áherzlu á að fá þessa breytingu fram, þar sem uppi eru ráðagerðir um miklar hafnarframkvæmdir fyrir kaup- túnið, en þær mundu að nokkru leyti verða í Óslandinu. Þá er einnig ætlunin að síldarverksmiðja verði byggð í Óslandinu. unum. Getur það verið að þeir stefni vitandi vits á gengislækk un ? Afsakanir um bágan hag ríkis- sjóðs verða ekki teknar gildar, því vitað er, að auðvelt hefði ver- ið að lækka ýmsar eyðslur ríkis- ins. sem þessari fjárhæð nemur. Þá vita allir einnig, að auðvelt væri fyrir ríkisstjórnina að ná þessari upphæð, sem hér er um að ræða, með örlítið strangari, eða heiðarlegri framkvæmd á g'.ldandi skattalögum og sölu- skattsreglum. Það er á allra vit- orði að mörg hundruð milljónir af þeim söluskatti, sem almenn- ingur er látinn greiða í vöruverði, koma aldrei i ríkissjóð. Ef vilji væri fyrir hendi hjá stjórnarherr- unum, mætti auka tekjur ríkis- ins samkvæmt þeim tekjustofna- lögum sem í gildi eru og væri þá að sjálfsögðu létt fyrir ríkissjóð að -tanda áfrarn undir þeim út- gjöidum, sem hann hefur borið t.d. í sambandi við niðurgreiðslur á vöruverði. En ríkisstjórnin sannar það nú, eins og oft áður að hún hefur lítinn áhuga á að berjast gegn dýrtíð og verðþenslu þegar laun- þegar reyna að verja sig mestum áföílum með hækkun kaupsins. Sjóskrímsli Klukkan um hálf ellefu í fyrradag sáu börnin á Flateyri í Reyðarfirði, sem voru að leika sér niðri í fjöru, einhverja torkenni- lega skepnu skammt und- an landi eða um 30—40 metra. Fóru þau heim og sögðu tíðindin. Sá þá annað heimilisfólk á Flat- eyri, hvar einhver skepna, að því er virtist, maraði í sjónum og hreyfðist aðeins undan straumi. Bóndinn á Flateyri, Hallsteinn Larsson tók þá riffil sinn, hélt til sjávar og hugðist skjóta skepnu þessa. Hitti hann í öðru skoti, og hvarf þá skrímslið, en korn von bráðar upp aftur og þá fjær landi. Hvarf það síðan alveg um kl. hálf eitt og hafði þá sézt í tvær klst. Meðan Hallsteinn var niðri við sjóinn, sá húsfreyjan Hlíf Guð- mundsdóttir, og börn þeirra hjóna annað dýr enn fjær landi en hið fyrra, út og suður frá Hólma- bænum. Var það miklu stærra að sjá, hvít- og svartflekkótt að lit. Sást það í u.þ.b. 4—5 mínútur. Hallsteinn sagði í viðtali við blaðið í gærkvöldi, að minni skepnan hefði verið móleit að lit, en grá rönd niðri við sjávarborð. Hæð upp úr sjó áleit hann 60—70 cm. Virtist það, sem sást, vera jafngilt efst og neðst, en tvö eyru virtust standa upp úr u.þ.b. 10 cm. há. Ekki taldi hann, að hægt sé að segja, hvort þetta hafi ver- ið haus á dýri eða e.t.v. hluti hans. Þetta hafi verið ólíkt öllum skepnui.n sem hann hafi séð eða "áð myndir af. Hvað var hér á ferð? Voru þetta e.t.v. sjóskrímsli? Ein- hvern tíma hefði ekki verið ef- ast um það. En fróðlegt er að vita, hvort nokkurn tíma fæst viðhlítandi skýring á þessum fyr- irbærum. Alþýðusambandið 50 ára Hinn 12. marz, voru liðin 50 ár frá því íslenzkir verkamenn og sjómenn og annað fátækt alþýðu- fólk stofnuðu landssamtök sín, Alþýðusamband Islands og sýndi þannig skilning sinn á gildi sem víðtækastra og öflugastra sam- taka. Alþýðusambandið á að baki mikla og merkilega sögu, sem spennir yfir það tímabil Islands- sögunnar, er þjóðin braust úr ör- birgð og áþján til bjargálna og .sjálfræði". Og það var einmitt ís’enzk alþýða — meðlimir Al- þýðusambands íslands, sem var aflvaki og driffjöður þessarar þróunar. Að sjálfsögðu hefur hin beina hagsmunabarátta, baráttan fyrir hækkuðu kaupi, styttum vinnu- tíma, atvinnuöryggi o.s.frv., verið rauði þráðurinn í baráttu A. S. I. — En jafnframt hefur mannrétt- indabaráttan skipað háan sess í samtökunum s.s. baráttan fyrir lýðréttindum, hverskonar trygg- ingum, orlofsrétti, húsnæðismál- um o.s.frv. Sá þáttur í starfi verklýðssamtakanna hefur á síð- ari árum verið mjög áberandi og í þeim efnum hafa þau náð undraverðum árangri. Og nú er svo komið, að Alþýðusambandið er sjálft farið að beita sér bein- línis fyrir , framkvæmd ýmissa þátta menningarmála. Má þar til nefna orlofsheimili verklýðssam- takanna og Listasafn Alþýðusam- bandsins, svo og Bréfaskóla SlS og ASl. Alþýðu",ambandinu var marg- víslegur sórni sýndur í tilefni af- mælisins, en aðalafmælishátíðar- höldunum var frestað til hausts cg verða þá í tengslum við þing Alþýðusambandsins. Austurland færir Alþýðusam- bandínu árnaðaróskir austfirzkrar alþýðu á fimmtugsafmælinu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.