Austurland


Austurland - 18.03.1966, Side 4

Austurland - 18.03.1966, Side 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 18. marz 1966. Framhaldssagan - Jéðlíf - Porií Eins og sagt hefur verið frá áður hér í blaðinu, er Leikfélag Neskaupstaðar að æfa þrjá .leik- þætti eftir Odd Björnsson. Hafa æfingar staðið u.þ.b. þrjár vikur og er ráðgert, að frumsýning verði eftir viku eða á föstudaginn 25. marz. Þessir leikþættir Odds Björns- sonar eru vissulega nýstárleg verkefni og forvitnileg, enda hef- Framsóknar- menn og í- þróttafélagið Það sér nú á ýmsum viðbrögð- um bæjarfulltrúa Pramsókn- armanna, að kosningar eru fram- undan. Sækir nú á hug þeirra samvizkubit vegna afstöðu þeirra til ýmissa mála. Fyrir þá væri auðvitað æskilegt, að þetta lægi kyrrt, en svo eru þeir áfram um að afsaka breytni sína, að þeir vekja máls á þessu að fyrra bragði. Þetta átti sér stað á síð- asta bæjarstjórnarfundi hvað snerti afstöðu þeirra til íþrótta- húss og íþróttafélags og gefa þeir þannig tilefni til að fram- koma þeirra sé rifjuð upp. Iþróttafélagið Þróttur hefur áratugum saman haft lítilshátt- ar styrk úr bæjarsjóði, kr. 5000 á ári hin síðari ár. Á ýmsu hef- ur oltið um starfsemi félagsins, eins og annarra félaga. Stundum hefur starfsemin verið fjörug, stundum dauf. Ekki vissi ég að neinn teldi þennan lítilfjörlega styrk eftir fyrr en við samningu fjárhags- áætlunarinnar 1964. Þá lögðu Framsóknarmenn til að hann yrði felldur niður. Líður nú og bíður þar til 4. marz 1966. Þá fer fram önnur umræða um fjárhagsáætlun árs- ins 1966. Á þeirri áætlun er gert ráð fyrr að styrkurinn til íþrótta- félagsins sé fimmfaldaður og hækkaður í 25 þúsund krónur. Bregður þá svo við, að upp stend- ur annar af bæjarfulltrúum Framsóknarmanna og lýsir sér- staklegri velþóknun á þessari hækkun sem gjarnan hefði mátt vera meiri. Og síðan rifjar hann það upp, er Framsóknarmenn lögðu til 1964, að fella niður styrkinn til íþróttafélagsins og kemst að þeirri frumlegu og bráðsnjöllu niðurstöðu, að hækk- un styrksins nú sé bein afleiðing af tillögu þeirra 1964 um að fella hann niður! Það er ekki á allra færi að fylgjast með Framsóknarmönn- um á hinu furðulega hugmynda- flugi þeirra. ur það vakið nokkra athygli, að leikfélagið skyldi velja sér þá að viðfangsefni. Það hefur sýnt þá djörfung að leggja hér á nýja braut. Vissulega verður fróðlegt að sjá, hvernig til tekst. Leikstjórinn Erlingur E. Hall- dórsson, er viðurkenndur, hug- myndaríkur leikstjóri, vandvirkur og óragur við að fara ótroðnar slóðir. Oddlur Björnsson. Hér má því nokkurs af vænta. Leikritin, sem eru þrjú, eru ef- laust lítið þekkt, m.a. vegna þess að þau eru stutt, en einþáttungar munu ekki hátt skrifaðir í margra augum. Þess má þó geta, að bæði leikhúsin í Reykjavík svo og Gríma hafa sýnt einþáttunga í allan vetur við góðar undirtektir. Leikþættirnir, sem leikfélagið æfir nú heita: FramhaldSsaga, Jóðlíf og Partí. Þeir eru ólíkir að efni, en öllum er þeim það sam- eiginlegt, að þeir eru nýstárlegir að efni og formi, einstakri hug- kvæmni og kímni. Það er því næsta ótrúlegt, að fólk noti sér ekki það tækifæri, sem nú býðst til að sjá með eigin augum sviðs- verk þessa unga höfundar, þó í höndum áhugamanna sé. I Framhaldssögu eru tveir leik- endur og einn „statisti." Leikur- inn gerist í klefa kyndaranna á skipi nokkru og sést einnig hluti af þilfarinu, skemmtilegt svið. Jóðlíf gerist í móðurkviði. Leik- endur eru tveir, tvíburar að sjálf- sögðu. Hugkvæmni höfundarins lætur ekki að sér hæða. Sem vænta má er sviðið nýstárlegt. Partí gerist í nýrri íbúð á 17. hæð í húsi. Leikendur eru alls 11. Ungu hjónin í íbúðinni fá ýmsa óvænta og óboðna gesti. Suma kostuglega. Og sem vænta má, gerast ýmsir undarlegir hlutir í slíku partíi. Meðal gestanna er hestur, og önnur skepna kemur og við sögu. 1 þessum þrem leikþáttum ber sem sagt margt við, en þar endur- speglast hins vegar fátt, sem við sjáum oftast á leiksviði. Lengd sýningar er hin sama og oftast tíðkast eða u.þ.b. 2 klst. Höfundurinn, Oddur Björnsson, er fæddur í Skaftártungu 1932. Hann lauk stúdentsprófi frá menntaskólanum á Akuieyri 1953. Síðan stundaði hann nám í leikhússfræðum í Vínarborg í tvo vetur. Plann er nú kennari við Iðnskólann í Reykjavík og enn- fremur ritstjóri Leikskrár Þjóð- leikhússins. Oddur hefur skrifað allmörg stutt leikrit, fjölbreytileg að efni og hugmyndum. Hafa þau vakið allmikla athygli og mörg þeirra verið sýnd. Leikfélagið Gr'ma sýndi Kóngu- lóna, Framhaldsiögu og Partí 19S3 um páskaleytið. Sumarið eftir '■ýndi Leikhús æskunnar Einkennilegan r.iann víðs vsgar um land. Það leikrit hafði verið leikið í útvavp áður. Á listahátíð- inni í Reykjavík 1964 var leik- þátturinn Amalía frr.msýndur, og um þessa.r mundir er Gríma að sýna Amalíu ásamt öðrum ein- þáttungi. Jóðlíf var frumsýnt vorið 1965 á menningarviku her- námsandstæðinga, og var svo sýnt í Þjóðleikhúsinu fyrr í vet- ur. Síðastliðið sumar var leikþátt- urinn Kirkjuferð — eða heima er bezt leikið í útvarpið. Erlingur E. Halldórsson. Þá hafa flestir leikþættir Odds Björnssonar birzt á prenti, m.a. fjórir í einni bók. Leikfélagið hefur reynt að vanda nokkuð til sviðsbúnaðar. Teikningar að sviðsmynd hefur Þorgrímur Einarsson gert, og Þórður Sveinsson smíðað leik- tjöld. Leiktjaldamálun er sem fyrr í höndum Jóhanns Jónsson- ar. Leifur Þórarinsson, tónskáld hefur samið leikhljóð. Sem fyrr er sagt verður frum- sýning nic. föstudag, og sýningar þá helgi. Síðan er ætlun félagsins að sýna á fleiri stöðum, eftir því sem við verður við komið. Skíðamót gagnfrœðask. Fysta skíðamót vetrarins hér í bæ hófst um síðustu helgi. Var þar um að ræða fyrri hluta skíða- móts Gagnfræðaskóla Neskaup- staðar. Keppt var í svigi og voru þátttakendur 14. Úrslit urðu þessi: Benedikt Sigurjónsson, Lands- prófsdeild, 57,0 sek. 2. Rúnar Jóhannsson, 3. bekk A 61,6 sek. 3. Ómar Björgólfsson, 4. bekk 63,3 sek. 4. Jón R. Árnason, 2. bekk 69.8 sek. 5. Sigurður Ragnarsson, 2. bekk 71.9 sek. Auk þess að vera keppni ein- staklinga, var þetta svigmót þriggja manna sveitarkeppni, þ.e. þrír beztu tímar úr hverjum bekk voru teknir til útreiknings. Þar urðu úrslit: 1. 2. likkur (Jón R. Árnason, Sig. Ragnarsson, og Eir. Ólafs son) 224,6 sek. 2. 3. bekkur A (Rúnar Jóh., Þorst. Kristjánsson, Karl J. Birg- isson) 229,8 sek. 3. 4. bekkur (Ómar Björgólfs- son, Örn Agnarsson og Hólmg. Hreggviðsson) 232,8 sek. Nokkrir gestir tóku þátt í keppninni og var árangur þeirra þessi: 1. Vífill Þorfinnsson 55,5 sek. 2. Ólafur Gunnarsson, 55,9 sek. 3. Kristinn Ivarsson 59,9 sek. 4. Gísli Þorvaidsson, 61,9 sek. Mótstjórinn var Norðmaðurinn Gjisle Espolin Johnson, sem einn- ig lagði brautina, en honum til aðstoðar voru Gunnar Ólafsson, og Stefán Þorleifsson og Eiríkur Karlsson. Skíðafæri var gott, en veður óhagstætt vegna suðvest- an vindstrekkings. Næstkomandi sunnudag heldur mótið áfram með keppni í stórsvigi. Frá Þrótti Ákveðið er að skíðaimót Þróttar fari fram helgina 26. og 27. marz. Keppt verður í eftirtöldum grein- um: Svigi og stórsvigi karla, —• Svigi og stórsvigi drengja 13—16 ára. — Svigi og bruni drengja 10—12 ára. Þátttökutilkynningar berist Ei- ríki Karlssyni í síðasta lagi 23. marz, nk. Til sölu Fjögurra ára gömul Hoover Matic þvottavél með þeytivindu. Upplýsingar í síma 12.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.