Austurland


Austurland - 24.06.1966, Blaðsíða 4

Austurland - 24.06.1966, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAWÐ Neskaupstað, 24. júní 1966. ---------——------------------------ - - ■ ■ -■# Sundmeistaramót íslands 1966 Erlingur Pálsson, formað>ur Sundsambands íslands. Aðalfundur Á morgun kl. 2 hefst hér í sundlauginni Sundmeistaramót Is- lands. Eins og nafnið felur í sér, er hér um mikinn og merkan íþróttaviðburð að ræða. Þetta sundmeistaramót er hið 36. í röðinni. Síðan 1952 hefur sá háttur ver- ið á hafður, að annað hvert ár hefur mótið verið haldið utan Reykjavíkur. Þetta er þó í fyrsta sinn sem mótið hefur verið hald- ið á Austurlandi og verður þetta tvímælalaust stærsta og merkasta sundmót sem hér hefur verið haldið og einn mesti íþróttavið- burður sem farið hefur fram á Austurlandi. Að sjálfsögðu eru þátttakendur flestir úr Reykjavík, eða alls 27, frá Hafnarfirði eru skráðir 5 keppendur, frá Keflavík 4, frá Selfossi 5. Þannig verða keppendur af Suð- urlandi 41. Frá Isafirði verða keppendur 5. Frá öðrum stöðum á landinu koma keppendur ekki, utan 5 héðan úr bæ. Alls eru 51 kepp- andi skráður í móti þessu. Það vekur nokkra furðu, að engir keppendur skuli koma frá Norðurlandi. Aðstaða til sundiðk- ana er þar þó víða ágæt, einkum þó á Akureyri. 1 hópi skráðra keppenda eru margar fræknustu sundstjörnur landsins, með mikla keppnis- reynslu að baki á innlendum og erlendum sundmótum. Fyrst skal frægan telja Guð- mund Gíslason, margfaldan ís- landsmethafa í fjölmörgum sund- greinum. , Þá má nefna sundkappana og Islandsmethafana Hörð B. Finns- son, Davíð Valgarðsson og Fylki Ágústsson. I hópi kvennanna er fræknust Hrafnhildur Guðmundsdóttir, sem nú á orðið flest öll Islandsmet í sundgreinum kvenna. I hópi kvennaliðsins verða einn- ig margar aðrar þekktar sundkon- ur svo sem þær Matthildur Guð- mundsdóttir, Eygló Hauksdóttir, Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Þur- íður Jónsdóttir og Kolbrún Leifs- dóttir. —o— Fararstjóri Sunnlendinganna er formaður Sundsambands Islands, hinn aldni sundkappi Erlingur Pálsson, sem fyrstur manna lék þá sundraun eftir Gretti Ásmund- arsyni að synda frá Drangey og til lands. Með sundfólkinu koma og ýmsir af leiðandi mönnum í sundíþróttinni og er reiknað með, að hópurinn verði um 60 manns. Allt kemur þetta fólk hingað með flugvélum. Þannig munu Is-. firðingarnir fljúga hingað í kvöld beint frá Isafirði. Sunnlendingarnir munu koma með Douglasvél Flugsýnar í tveim ferðum. Mun fyrri hópurinn koma hingað í kvöld, en hinn síðari í fyrramálið., , Eins og auglýst er hér í blað- inu í dag, hefst mótið kl. 2 á morgun. Þá verður keppt í um helming sundgreinanna, en alls eru sundgreinar mótsins 20. Síðari hluti mótsins fer sva fram á sunnudag og hefst einnig kl. 2. Það er von okkar, sem að mót- inu stöndum, að Norðfirðingar sýni þessum merka íþróttaviðburði verðskuldaða athygli og ræktar- semi, og fjölmenni að sundlaug- inni báða mótsdagana. Stefán Þorleifsson. Skógræktarfélag Neskaupstað- ar hélt aðalfund sinn mánudaginn 20. júní. I skýrslu stjórnarinnar kom það fram, að sl. vetur hafði orðið mikið tjón af völdum snjóþyngsla og snjóflóða á girðingum skóg- ræktarinnar. Girðing sú, sem gerð var í fyrrasumar, um 1150 m' á lengd og 8 ha. að stærð, má heita ónýt, eða verri en það, þar sem víra- flækjurnar liggja út um allt og mikið verk að hirða það' upp. Ytri lína gömlu girðingarinna - eyðilagðist alveg en gert hefur verið við hana. Ekki er að sjá að gróðurii n hafi beðið neitt verulegt tjón af þessum ósköpum. Hinni nýju stjórn var falið1 að ráða fram úr girðingamálum.m. 1 reikningum kom það fram, að skuldlaus eign félagsins er nú kr. 133.116.83. I stjórn voru kosin: Eyþór Þórðarson, Gunnar Ólafsson, Hjörleifur Guttormsson, Jón L. Baldursson, Sveinhildur Vilhjálmsdóttir.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.