Austurland


Austurland - 24.06.1966, Blaðsíða 1

Austurland - 24.06.1966, Blaðsíða 1
Amlurlanú 4* Málgagn sósíalista á Austurlandi 16. árgangur. Neskaupstað, 24. júní 1966. 30. tölublað. Bœndur mótmœla Krefjast þess, að mjólkurskatturinn verði felldur niður Mikill þytur hsfur verið í bændum landsins síðustu vikurn- ar. Hver stórfundurinn hefur rekið' annan og nú hafa fulltrúar bænda úr öllum landshéruðum komið saman í Reykjavík til þess að fylgja eftir kröfum bænda. Tildrög þeirrar miklu og al- mennu gremju, sem gripið hefur mn sig meðal bænda eru þau, að í \or ákvað Framleiðsluráð land- búnaðarins að notfæra sér nýja heimild í lögum og innheimta sér- stakt gjald af allri innveginni mjólk í mjólkurbúin sem næmi 50 aurum á lítra í maí-mánuði, en síðan 1.00 krónu á lítra næstu þrjá mínuði, þ. e. júní, júlí og ágúst. (íjald þetta átti að nota til verðmiðlunar á mjólkurvörum og þó fyrst og fremst til þess að greiða uppbætur á þær mjólkur- vörur sem seldar yrðu úr landi og útflutningsuppbætur fengjust ekki á frá ríkinu. Auk þessa nýja innvigtunar- gjalds var svo gamla verðjöfnun- argjaldið hækkað nokkuð frá því sem áður var. Hér var því um mjög verulega skattlagninj';u á mjólkurframleið- endur að ræða og þótti einsýnt, að þessi ráostöfun leiddi til stór- lækkaðra t.'kna bænda frá því sem ráð hafði verið íyrir gert. Þegar bær.dum varð ljóst hvað í rauninni var að gerast, brugð- ust þeir ilhr við og töldu ráðstaf- anir Framleiðsluráðs hinar sví- virðilegustu og mótmæltu þeim kröftuglega. Mótmæli bænda voru augljós- lega af öðrom toga spunnin en venjulegt aðfinnslunudd eða óánægja út í pólitíska andstæð- inga. Það fór tkki á milli mála, að bændastéttin sem heild, án tillits til mismunandi pólitískra skoð- ana, reis nú upp og var ákveðin í að þola e!:ki þessa nýju skatt- lagningu. Bi aaur voru greinilega að átta sig á því, að forustumenn þeirra, sérstaklega ýmsir af póli- tískum forustumönnum þeirra, höfðu brugðizt þeim, ekki aðeins í þessari ';kattlagningarsamþykkt, heldmr í landbúnaðarmálunum al- mennt séb. Það ej athyglisvert í Jæssu máli, að það voru nokkrir for- ustumenn í Framsóknarflokknum og í Sjálístæðisflokknum sem samþykktu ákvæðin um nýja mjólkurskattinn í Framleíðslu- ráði landbúnaðarins í bróðurlegri einingtj og algjörlega án samráðs við bændastéttina. I Framleiðsluráði landbúnaðar- ins eru m. a. Vilhjálmur Hjálm- arsson á Brekku, varaþingmaður FramsóknSrflokksins á Auistur- landi og Gunnar Guðbjartsson, form. Stéttarsambands bænda, varaþingm. Framsóknarflokksins í Vesturlandskjördæmi. Báðir þessir varaþingmenn Framsóknarflokksins áttu sæti á Alþingi í vetur, þegar samþykkt var sú breyting á lögunum um Framsleiðsluráð landbúnaðarins og um verðlagningu landbúnaðar- vara, sem gerði ráð fyrir þeirri heimild til þess að leggja gjald á innvegna mjólk, sem nú hefur verið notuð. Nokkurs uggs gætir nú meðal síldarverksmiðjueigenda vegna fregna um lækkandi verð á fram- leiðsluvörum verksmiðjanna, síld- armjöli og síldarlýsi. Verð á síldarmjöli hefur lækk- að talsvert og mun nú vera kom- ið nokkuð niður fyrir það sem miðað var við, þegar verðið á síld til verksmiðjanna var ákveð- ið í vor. Fregnir berast af ó- venjulega miklum birgðum af síldarmjöli í Perú og er búizt við, að Perúmenn muni lækka verðið á Evrópumarkaði verulega frá því sem verið hefur. Erfitt mun þó vera að segja nokkuð með vissu um hvað ger- ist í þessum efnum. Þá hefur verð á sílaarlýsi einn- ig farið lækkandi og er nú orðið miklum mun lægra en það var á sl. ári. Fréttir þessar eru sagðar hafa orðið til þess að verksmiðjueig- endur í Reykjavík hafi rætt um Við þessa lagasetningu kom í ljós, að báðir þessir varaþing- menn Framsóknarflokksins höfðu ásamt öðrum flokksbræðrum sín- um gert bindandi samkomulag við þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins um þá breytingu á lögunum um verðlagningu land- búnaðarvara, sem samþykkt var á Alþingi í vetur. Það fer ekki á milli mála, að samkomulag Framsóknar þá við stjórnarflokkana um þessi mál var einnig um Jtennan mjólkur- skatt, sem bændastéttin nú rís upp gegn. Aljiýðubandalagsmenn á AI- þtngi voru á móti þessari laga- setningu og vöraðu við ýmsum ákvæðum hennar. En hvað skyldi hafa komið til þess, að Framsóknarmenn á Al- þingi gengu til samkomulags við ríkisstjórnarflokkana í vetur og Framh. á 2. síðu. það að hætta kaupum á síld og dýrum flutningum að minnsta kosti í bili. Ekki hefur þó komið. til slíkra ráðstafana ennþá. Þá mun einnig hafa komið nokkuð hik á suma þeirra, sem nú hafa í undirbúningi miklar fram- kvæmdir í síldarvinnslumálum. Markaðsverð á síldarverk- smiðjuafurðum hefur verið mjög hagstætt undanfarin tvö ár. Af- koma síldarverksmiðja hefur því yfirleitt verið mjög góð, enda mikið unnið að byggingu, nýrra verksmiðja og stækkun þeirra eldri. Lagður hefur verið sérstak- ur skattur á framleiðsluvörur verksmiðjanna m. a. til stuðnings annarri fiskvinnslu. Fari svo, að verð á síldarmjöli og síldarlýsi lækki verulega, er hætt við því, að mikil og alvar- leg breyting geti orðið í rekstri verksmiðjanna og þá um leið í síldariðnaðinum almennt. 17. júní Hátíðarhöldin hófust með víða- vangshlaupi, hinu fyrsta hér í bæ. Sigurvegari í flokki eldri drengja varð Örn Agnarsson, en í flokki yngri drengja Einar Sig- urjónsson. Klukkan tvö hófst skrúðganga. Lagt var af stað frá félagsheim- ilinu og lá leiðin um Egilsbraut, Nesgötu, Mýrargötu, Sverristún og Miðstræti að sundlauginni þar sem útisamkoma var. Lúðrasveit Neskaupstaðar var í fararbroddi skrúðgöngunnar og staðnæmdist hún við sjúkrahúsið og lék þar nokkur lög. Einnig lék hún við sundlaugina. Stjórnandi hennar var enn sem fyrr Harald- ur Guðmundsson. Sævar Steingrímsson setti sam- komuna og kynnti dagskráratriði, en Magnús Guðmundsson flutti athyglisverða og snjalla hátíðar- ræðu. Auk þessa fóru fram ýmsir leik- ir. Rigning var um daginn og dró það úr þátttöku í hátíðarhöldun- um og varð1 einnig þess valdandi, að ekkerrt varð úr útidansleik. Þess í stað var dansað í félags- heimilinu. Síldarbrœðsla seld Snemma í þessum mánuði var síldarverksmiðjan á Bakkafirði seld á nauðungaruppboði og varð Stofnlánadeild sjávarútvegsins eigandi hennar. Hefur verksmiðj- an nú verið auglýst til sölu, en engar horfur eru á því taldar, að hún verði rekin í sumar. Gestakoma Deild Norræna félagsins hér í bæ á von á tignum gesti frá vina- bænum Esbjerg. Heitir hann Brochorst og gegnir embætti, sem svarar nokkurn veginn til emb- ættis borgarritara. Þar að auki er hann yfirmaður þeirrar deild- ar bæjarmálanna, er annast vina- bæjartengsli. Hann er væntanlegur hingað föstudaginn 1. júlí og dvelur fram á mánudag. Gert er ráð fyr- ir, að efna til almenns félags- fundar laugardagskvöldið 2. júlí og þar mun gesturinn segja frá heimabæ sínum Esbjerg og sýna skuggamyndir. Er þess að vænta, að félagsmenn og gestir þeirra, svo og aðrir áhugamenn noti þetta tækifæri til þess að fá frá fyrstu hendi hina traustustu fræðslu um þann merkilega bæ, Esbjerg. Fundur þessi verður nánar auglýstur síðar. (Fréttatilkynning frá stjórn Norræna félagsins). Lækkandi verð á síldarmjöli og lýsi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.