Austurland - 22.09.1967, Page 2
AUSTURLAND
Neskaupstað, 22. septerriUer 1967.
2 ' n
Austfirshir sveitarstjérnarmenn þinga
Aðalfundur Sambands sveitar-
félaga í Austurlandskjördæmi var
haldinn á Höfn í Hornafirði 16.
og 17. september. Fundurinn var
ágætlega sóttur og tók til með-
ferðar mörg hagsmuna- og fram-
faramál fjórðungsins. Gestir
fundarins voru Magnús E. Guð-
jónsson, framkvæmdastjóri Sam-
bands íslenzkra sveitarfélaga, sem
flutti erindi um Lánasjóð sveit-
arfélaga, Torfi Ásgeirsson, hag-
fræðingur, sem flutti erindi um
vissa þætti skólamála, og allir
þingmenn kjördæmisins, en tveir
þeirra voru jafnframt fulltrúar.
1 þessu blaði er ekki rúm til að
birta ályktanir fundarins, en
þær munu birtar síðar, eftir því,
sem tækifæri gefst.
Fundarstjórar voru Óskar
Helgason, stöðvarstjóri, Höfn,
oddviti Hafnarhrepps og Egill
Benediktsson, bóndi Þórisdal, odd-
viti Bæjarhrepps. Fundarritarar
voru Stefán Sigurðsson, Ártúni,
oddviti Hjaltastaðahrepps, og
Þórður Benediktsson, bankastjóri,
Egilsstaðakauptúni.
Stjórnin var endurkosin, en
hana skipa: Bjarni Þórðarson,
Neskaupstað, Hrólfur Ingólfsson,
Seyðisfirði, Jóhann Klausen, Eski-
firði og Sveinn Jónsson, Egils-
stöðum. Stjói’nin hefur enn ekki
skipt með sér verkum.
1 varastjórn eru: Kristján Ing-
ólfsson, Eskifirði, Reynir Zoega,
Neskaupstað, Sigurður Hjaltason,
Höfn, Theódór Blöndal, Seyðis-
firði og Vilhjálmur Sigurbjörns-
son, Egilsstaðakauptúni. Voru
þeir allir endurkosnir, nema hvað
Sigurður Hjaltason var kosinn í
stað Axels Jónssonar, sem andað-
ist skömmu eftir að stofnfundur-
;inn var haldinn. Þótt rétt hafi
verið talið að endurkjósa stjórn-
ina að þessu sinni, er meining
fulltrúa að mannaskipti verði tíð
í stjórninni og var jafnvel um
það rætt, að setja ákvæði þar að
iútandi í lög sambandsins, en þau
verða endurskoðuð á næsta þingi
samtakanna og var kosin milli-
þinganefnd til þess að hugleiða
það mál.
Það var almannamál á íundin-
■um, að þetta fyrsta starfsár sam-
bandsins hafi sannað tilverurétt
þess og virtust fulltrúar mjög
ánægðir með störf þess.
Á Höfn var fulltrúunum tekið
með miklum ágætum og nutu
þeir hins bezta atlætis á hinu nýja
og glæsilega hóteli staðarins. Það
eru ekki margir staðir utan höf-
uðborgarinnar, sem státað geta
af jafn ágætu gistihúsi.
Fundurinn var haldinn í
Sindrabæ, félagsheimili Hafnar-
búa og er þar liin ágætasta að-
staða til að halda ráðstefnur sem
þessa. Undirbúningur þingsins
þar á staðnum og fyrirgreiðsla í
sambandi við þinghaldið, hvíldi
einkum á herðum sveitarstjórans,
Sigurðar Hjaltasonar, og verður
þar ekki að fundið.
Eftir að félagsheimili var reist
á Hornafirði, og sér í lagi þó eft-
ir að hótelið tók til starfa, er
Höfn hinn ákjósanlegasti staður
Síldveiðar í sumar hafa verið
með eindæmum erfiðar. Síldin
hefur haldið sig lengst norður í
höfum í grennd við Svalbarða og
var lengi a. m. k. fjögurra sólar-
hringa sigling þaðan til íslenzkr-
ar hafnar. Þetta hafa því verið
ákaflega erfiðar veiðar og þreyt-
andi fyrir sjómennina, en kostn-
aðarsamar fyrir útgerðina.
Síldarflutningaskipin Síldin og
Haförnin hafa verið í stanzlaus-
um síldarflutningum af miðunum
til Siglufjarðar og Reykjavíkur,
en meirihluta aflans hafa veiði-
skipin sjálf flutt að landi um all-
an þennan veg.
Síðustu vikurnar hefur síldin
mjög nálgazt ísland og mun nú
um tveggja sólarhringa sigling af
miðunum til íslenzkrar hafnar. Er
þess vænzt, að hún verði komin á
miðin hér fyrir Austurlandi eftir
2—3 vikur.
Eins og gefur að skilja hefur
ekki verið unnt að salta eða
frysta síld eftir svona langa sigl-
ingu. Því hefur engin síld verið
söltuð í sumar, nema hvað síðustu
dagana hefur verið saltað eitthvað
af síld, sem flutt hefur verið ís-
varin eða í pækli í land. Hér í bæ
var fyrsta síldin á þessu ári solt-
uð á miðvikudaginn í þessari
viku. Munu engin dæmi þess, að
síldarsöltun hafi hafizt svo seint
á landi hér, eftir að þessi atvinnu-
vegur hófst.
Síldarverksmiðjurnar hafa skilj-
anlega haft takmörkuð verkefni í
sumar, og minni bræðslurnar hafa
ýmist fengið mjög lítið eða alls
ekkert af síld. Ástæða er til að
æitla, að þær verði afskipta í
haust, vegna þess, að sjómenn og
útgerðarmenn munu óttast, að
þær geti ekki greitt hráefnið. Er
því áríðandi að þeim verði gert
kleift að setja tryggingu fyrir
verði hráefnisins.
Þessí hegðun síldarinnar hefur
auðvitað skapað mikil og marg-
þætt vandamál. Þar sem smærri
verksmiðjurnar eru, hefur at-
vinnuástandið verið mjög slæmt
og hvergi hefur verið nein spenna
í líkingu við það, sem verið lief-
ur undanfarin ár. Víðast hvar
fyrir allskonar ráðstefnur og
fundi og má búast við að mjög
færist í vöxt, að menn komi þar
saman. Og ekki spillir, að jafn-
framt eiga menn þess kost að
komast í nokkur kynni við hina
tignarlegu og sérkennilegu nátt-
úrufegurð Skaftafellssýslu.
hefur smábátaútgerð lagzt niður
að mestu eða öllu leyti. Menn
hafa treyst á síldina og ekki
tryggt sér neinar bakstöðvar.
Svipur löndunarhafnanna hefur
verið allt annar en áður, þegar
göturnar voru oft fullar af sjó-
mönnum og hafnirnar af fiski- og
flutningaskipum. í sumar hefur
hvílt miklu meiri ró yfir þessu
öllu og alger friður ríkt á söltun-
arstöðvunum. Og mönnum hafa
brugðizt tekjuvonir og hætt er
við, að margur æskumaðurinn,
sem hugði á nám í vetur og
treysti á síldina, eigi nú erfitt um
vik.
En nú nálgast síldin lengst
norðan úr Dumbshafi. Enginn
þarf að efa, að rösklega verði
tekið á móti þeim afla, sem sjó-
mennirnir flytja að landi, saltað,
fryst og brætt af kappi í haust
og vetur.
Úr bœnum
Afmæli.
Á meðan Austurland var í
sumarfríi áttu þessir bæjarbúar
merkisafmæli, svo blaðinu sé
kunnugt:
Guðný Pétursdóttir, húsmóðir,
Hlíðargötu 7, varð 50 ára 31.
júlí. Hún fæddist að Höfða í
Vallahreppi, en hefur átt hér
heima síðan 1919.
Jóhann Sigmundsson, efnalaug-
areigandi, Miðstræti 1, varð 50
ára 1. ágúst. Hann fæddist hér í
bæ og hefur átt hér heima mest-
an hluta ævinnar.
Rósaniunda Eiríksdóttir, hús-
móðir, Nesgötu 32, varð 60 ára
11. ágúst. Hún fæddist á Krossa-
nesi, Helgustaðahreppi, en hefur
átt hér heima síðan 1914.
Guðrún Eiríksdóttir, húsmóðir,
Kvíabólsstíg 4, varð 70 ára 9.
september. Hún fæddist í Sand-
vík í Norðfjarðarhreppi, en hef-
ur átt hér heima síðan 1904.
Gísli Bjarnason, verkamaður,
Strandgötu 24, varð 50 ára 14.
september. Hann fæddist í Seldal
í Noi'ðfjarðarhreppi, en flutti
liingað 1942. :
Thailand...
Framh. af 4. síðu.
Yfir „veturinn" er loftslag á-
þekkt heitu sumri á meginlandi
Evrópu. Þetta er um áramótin og
stendur dýrðin ekki nema um sex
til átta vikur, en komið getur
fyrir að kalda tímans verði alls
ekki vart og að hann hverfi al-
gerlega í hitamolluna. Á hinn
bóginn getur hitinn farið allt nið-
ur í 12°C til 15° C að nóttu til
um þetta leyti árs og svara slík-
ar náttúruhamfarir til ísavetra
hjá okkur en gamalt og lasburða
fólk deyr þá unnvörpum. Veldur
þessu, að híbýli manna eru byggð
með það fyrir augum að láta loít
leilra sem mest um þau, en skjól-
föt eru álíka sjaldséð og bikini
var á íslandi á árunum fyrir
stóð- . .. I ! I i
Thailenzkur almenningur getur
ekki veitt sér þann íburð að kæla
íbúðir sínar og fá þarlend fyrir-
tæki eru svo efnum búin að skrif-
stofur þeirra séu loftkældar. Þó
seljum við (þ.e. fyrirtæki það, er
ég vinn fyrir) um og yfir eitt
hundrað loftræstivélar (room air-
conditioners) á mánuði og erum
við eitt af fimm stærstu fyrir-
tækjum landsins á þessu sviði.
Mun yfir helmingur þessara við-
skipta vera við vesturlenzkt fólk.
Ennfremur gerum við stór loft-
ræstikerfi og þó einkum frysti-
hús og stórar ísverksmiðjur í
mjög stórum stíl fyrir innlent at-
vinnulíf og virðist ekkert lát á
þorsta Thailendinga eftir ís og
kælingu. Það er ekki til sú aum-
asta „sjoppa“ eða sá söluvagn,
en slík fyrirbæri eru fleiri en
götuhornin, að ekki megi fá þar
ískaffi, íste eða hvað það nú
heitir, með ís út í fyrir einn baht
(tvær krónur).
Fyrir tveimur árum gerði ég
lauslega áætlun yfir þessa ís-
neyzlu og komst að raun um, að
framleiðslugetan í Bangkok og
nágrenni nam þá um 3000 tonnum
á dag. Heildarísframleiðslugetan
úti á landi nam um 5000 itil 7000
tonnum á dag, sem þýðir, að hægt
er að framleiða um 8000 til 10000
tonn af is í landinu á dag. Um
70% þessarar framleiðslu mun
vera nýtt ef reiknað er meðaltal
yfir allt árið, en af því magni
fara um 60% til 70% til fisk-
iðnaðarins.
Framhald.
Segja upp
störfum
Helena Ottósdóttir, Ijósmóðir í
Neskaupstað, hefur sagt lausu
starfi sínu frá 15. desember nk.
Bæjargjaldkerinn í Neskaup-
stað, Birgir Stefánsson, hefur
sagt starfi sinu lausu frá nk. ára-
mótum að telja.
Síldin nálgasí