Austurland


Austurland - 27.10.1967, Page 1

Austurland - 27.10.1967, Page 1
MALGAGN ALÞÝGIÍ8ANDALAGSINS A AUSTURLANDI 17. árgangur. Neskaupstað, 27. október 1967. 39. tölublað. Hvað er að gcrast í efiahags- idiii hjóðarinnar! Um fátt er meira talað um þessar mundir en ástandið í efna- hagsmálunum og tillögur ríkis- stjórnarinnar um stórfelldar álög- ur og kjaraskerðingu. í hverju eru þessar tillögur rík- isstjórnarinnar fólgnar í aðalat- riðum ? Samkvæmt þeim gerir ríkis- stjórnin ráð fyrir að afla rikis- sjóði nýrra tekna, sem nema 750 millj. kr. með nýjum sköttum og hækkuðu vöruverði. Helztu álögurnar sem hér er um að ræða, eru þessar: í fyrsta lagi: Ríkissjóður minnk ar niðurgreiðslur á landbúnaðar- vörum, sem nemur 410 milljónum króna. Afleiðingar þess verða stórfelld hækkun á verði búvara og kemur það því þyngra niður á heimilin sem þau eru fjölmennari, I öðru lagi: Fasteignaskattur mun stórhækka, þar sem ákveð- ið er að tólffalda fasteignamat, nema í sveitum, þar sem það verður sexfaldað. Afleiðingar þess verða þær, að allir, sem eiga sæmilegar íbúðir, verða að greiða verulega hækkun á eignaskatti. I þriðja lagi: Sjúkrasamlags- gjöld eiga að hækka og önnur gjöld til Almannatrygginga. 1 fjórða lagi: Lagður verður á sérstakur farmiðaskattur, kr. 3.000,00 á hvern farmlða til út- landa. í fimmta lagi: Tóbak og áfengi hækkar í verði um 13%. I sjötta lagi: Síma-, póst- og útvarpsgjöld eiga að hækka. I sjöunda lagi: Daggjöld á sjúkrahúsum hækka. Samkvæmt upplýsingum ríkis- stjórnarinnar munu verðhækkan- ir vegna þessara ráðstafana valda 14 stiga hækkun á vísitölunni. 1 frumvarpi ríkisstjómarinnar er lagt til, að þessi 14 vísitölustig verði látin falla niður úr kaup- gjaldsvísitölunni. Launafólkið á að kunna önnur ráð en a.ð lækka um- bótalaust. Þannig væri allt kaup lækkað um 7 Vz %- með lögum. Ráðstafanir þessar telur ríkis- stjórnin að gera þurfi til þess að rétta við fjárhag ríkissjóðs, en skýrt er tekið fram, að enginn eyrir af þessum nýju álögum eigi að ganga til atvinnuveganna. Þegar að ríkisstjórnin er krafin sagna um hvað hún ætli að géra til stuðnings atvinnuvegunum, segir hún, að um það getí hún ekkert sagt að svo stöddu. Ástand atvinnuveganna er þó orðið hið ískyggilegasta og má nefna eftir- farandi dæmi um það: 1 fyrsta lagi: Frystihúsin hafa tilkynnt stöðvun á Öllum rekstri sínum frá næstu áramótum, fái þau ekki aukna aðstoð. í öðru lagi: Síldárverksmiðjur á Suðvesturlandi hafa stöðvað alla síldarmóttöku. 1 þriðja lagi: Fundur Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna hefur krafizt stóraukins stuðnings við bátaflotann og talið er, að bátaflotinn verði stöðvaður innan skamms. I fjórða lagi: Síldarverksmiðjur á Austurlandi hafa rætt um að stöðva vegna mikils tapreksturs. Ástandið er því orðið uggvæn- legt og ríkisstjórnin virðist ekki kunna önnur ráð en að lækki um- samið kaup þeirra, sem þegar hafa tekið á sig störfellda launa- skerðingu vegna minnkandi at- vinnu. Samtök launastéttanna hafa mótmælt fyrirætlunum ríkisstjórn- arinnar í efnahagsmálum og lýst yfir því, að þau muni ekki sætta sig við fölsun vísitölunnar. Ríkisstjórnin hefur þegar neyðzt til að stöðva frumvarp sitt í þinginu um vísitölufölsunina og hafið viðræður við fulltrúa 1 Framh. á 2, síðu. í fyrravor var hafizt handa um byggingu flugstöðvarhúss á Eg- ilsstaðaflugvelli og var ekki van- þörf á, því þar hafði frá upphafi verið algjörlega óviðunandi að*- staða fyrir farþega og eins til þess að taka á móti vörum, en vöruflutningar með flugvélum hafa vaxið jafnt og þétt. En fjárráð Flugráðs hafa jafn- an verið lítil miðað við hina miklu þörf, sem að hefur kallað á öllum sviðum flugmála og í september hafði verkið stöðvazt sökum fjár- skorts. Skömmu eftir að verkið hafði stöðvazt, hélt Samband sveitarfé- laga á Austurlandi aðalfuna sinn. Að frumkvæði formanns þess, Sveins á Egiisstöðum, fól fundur- inn sambandsstjórn að reyna að hlaupa hér undir bagga með því ao útvega lán til þess að unnt væri að gera bygginguna nothæfa fyrir veturinn. Það tókst. Banka- útibúin þrjú lánuðu samtals hálfa milljón króna og eru nú fram- kv^mdir hafnar að nýju. Þó bygg- ingunni verði ekki að fullu lokið fyrir það fé, nægir það þó til þess að skapa góða aðstöðu fyrir far- þsga og eins fyrir vöruflutninga. Byggingafélagið Brúnás í Eg- ilsstaðakauptúni annast þessar framkvæmdir. Frestað Ekki varð úr aðalfundi Kjör- dæmisráðs Alþýðubandalagsins, sem boðað hafði verið til um síð- ustu helgi á Höfn í Hornafirði. Ákvað stjórnin með fyrirvara að fresta fundinum, þar eð fyrirsjá- anlegt var, að ekki gæti nema helmingur fulltrúa í ráðinu mætt, en í því eiga nú sæti 30 fulltrú- ar. Verður varla hægt að boða til slíks fundar fyrr en með vordög- um, eins og vetrarsamgöngum er háttað hér á Austurlandi, Ógæitir Miklar ógæftir hafa verið að undanförnu og því lítið borizt á land, bæði af síld og öðrum fiski. Öðru hvoru hafa síldveiðiskipin þó getað verið að og hef.ur þá stundum fengizt góð veiði. Síld- arsöltun hefur því verið allmikil suma daga. Ekkert lát virðist á ógæftun- um. 1 morgun var norðaustan stormur og ausandi rigning, en spáð er norðanátt og snjókomu. Ýmsir fjallvegir á Norðurlandi eru nú ófærir vegna snjóa og eins á Austurlandi. Þannig hafa veg- irnir um Fjarðarheiði og Odds- skarð lokazt, og sömuleiðis veg- urinn um Möðrudalsöræfi. Þingmúli í Skriðdal Þingmúli í Skriðdal er 508 m á hæð, og blasir f jallið víða við af Héraði utanverðu. Eflaust er Múlinn Ieifar af gömlu eldfjalli, gerð- ar bæði úr móbergi og basaltlögum liið efra. Þar er víða að finna steingerfinga, sem eru leifar af forniun skógi. Ofan af Múlanum er víðsýnt suður til jökla og út um allt Fljótsdalshérað. Undir Þingmúlanum stendur samnefndur bær, ldrkjustaðlar og fornt liöfuðból, og þar var fyrrum fjérðung'sþingstaður fyrir Aust- fi rðingafjórðung. Af þingstað þessum er svo nafn Múlasýslna dregið.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.