Austurland


Austurland - 27.10.1967, Síða 4

Austurland - 27.10.1967, Síða 4
ATJSTURL'ANÐ 4 t r Neskaupstað, 27. október 1967. Hvaö er í fréttum? Frá Breiðdai Breiðdal, 26. okt. — H.G./G.Ö. Héðan eru engin stórtíðindi, lieldur dauft yfir atvinnulífinu og peningar með minna móti. Þó hefur töluvert borizt hingað af síld og búið að salta í nær 3000 tunnur. Bátarnir héðan voru með þeim fyrstu sem fóru út með tunnur og gafst það vel, síldin reyndist góð og mest af henni farið. Heyöflun var sæmileg og nýt- ing heyja góð. Kal var hér mjög lítið, eitthvað þó á tveim bæjum. Haustveðrátta var sérlega mild. Ber voru týnd fram í miðjan október. 1 fyrra voru sett 2000 laxa- seiði í Breiðdalsá og munu þau eitthvað hafa skilað sér aftur í sumar, að minnsta kosti töldu veiðimenn að svo væri, en áin er leigð stangveiðimönnum. Rjúpnaveiði er engin enn, því að rjúpa hefur varla sézt. Ekki var heldur mikið um gæsir í haust, en þann fugl veiða menn af meiri ánægju en aðra fugla. Ber tvennt til. Gæsir eru skað- valdar í allri ræktun og einnig ágætur matur. Umferð var hér allmikið í sum- ar en færri leituðu til gistístaða en áður, sennilega af sparnaðar- ástæður. Vegurinn suður af Breiðdals- heiði að sunnan var undirbyggður i sumar, en eftir er að yfirkeyra hann. Er að þessari vegagerð mikil samgöngubót og öruggt að Breiðdalsheiði verður oftar fær að vetrinum en áður. Hins vegar eru vegir í byggð með allra versta móti. Lítið er um framkvæmdir í byggðariaginu. Það er helzt í sambandi við síldarsöltunina, byggð verbúð og skemma til að salta í innanhúss. Haustslátrun er að ljúka. Gekk mjög vel, slátrað um 400 á dag. Frá Egilsstöðum Egilsstöðum, 25. okt. SG/HG. Djúpt á heita vatnið Eins og greint var frá í blað- inu fyrir þremur vikum, var gerð tilraun til að bora eftir heitu vatni á Ullartanga gegnt Egils- stöðum. Þar var borað niður á 100 metra dýpi, en árangurslaust. Fluttu bormenn sig þá yfir að Urriðavatni og tóku til við gamla holu á bakka vatnsins, þar sem borað hafði verið niður á 114 metra í hitteðfyrra og hiti þá reynzt 37 °C, en hafði síðan hækkað um tvær gráður. I þessari sömu holu er nú kom- ið niður á 190 metra og hitinn hækkað í 44° C, og er það vonum minna. Þó stendur til að halda þarna áfram niður í 240 metra, en eins og stendur er borinn í lamasessi. Einnig er í bígerð að bora aðra holu sunnar með vatn- inu. Frá Borgafirði eystra Borgarfirði, 26. okt. GE/HG. Atvinnulíf Á Borgarfirði var mjög lítið um atvinnu framan af sumri, en helzt vinna við byggingu símstöðvar- húss, sem nú er komið undir þak. 1 ágúst rættist nokkuð úr, því að þá fiskaðist ágætlega á smá- báta, og voru um tíma gerðir út 5—6 bátar. Fékk sá hæsti, Skjótanes, yfir 60 skippund. Afl- inn var verkaður hjá annarri sölt- unarstöðinni og fór allur i salt. Skapaði þetta talsverða atvinnu. Síld sáum við ekki fyrr en síð- asta hálfan mánuðinn, og munu nú komin um 200 tonn í bræðslu og 1000 tunnur verið saltaðar á tveimur söltunarstöðvum. Síðustu Ur bœmim Hjónaband t Ungfrú Matthildur Sigursveins- dóttir, Urðarteigí 1 og Haraldur Jörgensen, bílstjóri, Sverristúni 2, voru gefin saman í hjónaband í Norðfjarðarkirkju 21. október. Séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað framkvæmdi at- höfnina. AfmæM Þorleifur Árnason, verkamaður, Miðstræti 8A, varð 75 ára í gær, 26. okt. Hann fæddist í Græna- nesi í Norðfjarðarhreppi, en hef- ur verið búsettur hér í bænum síðan 1933. daga höfum við þó ekkert fengið vegna þess, hve slæmt hefur ver- ið í sjó. Byggt hefur verið yfir aðra söltunarstöðina og tjaldað með plasti yfir 'hina, þannig að aðstaða er sæmileg. Búskapur hér í sveitinni mun hafa gengið sæmilega, þrátt fyrir kalt vor og nokkrar kalskemmd- ir. Slátrun er nýlega lokið hjá Kaupfélaginu. Verzlunarhættir Það má ti'l tíðinda teljast, að Kaupfélag Borgfirðinga varð að hætta störfum nú í haust sökum rekstrarörðugleika, og til að forða skuldaskilum yfirtók Kaupfélag Héraðsbúa starfsemi félagsins með leigusamningi um óákveðinn tíma. Eríiðleikar Ýmsir erfiðleikar blasa hér við nema verulega rætist úr með síldveiðarnar og rekstrargrund- völl síldarverksmiðjunnar. Fyrir- hugaðar ráðstafanir ríkisstjórnar- innar eru ekki til þess fallnar að vekja bjartsýni með fólki og bæt- ast þær álögur ofan á þann mikla tekjumissi, sem þegar er orðinn. Þórarinn Sveinsson, verkstjóri, Blómsturv. 8, varð 50 ára í gær, 26. október. Hann fæddist í Sand- vík í Norðfjarðarhreppi, en hefur átt heima hér í bænum síðan 1919. Minningargjöf til Kvennaddildar- innar Nýlega hefur Jón Kerúlf frá Norðfirði, nú búsettur í Reykja- vík gefið' Kvennadeild Slysavarn- arfélagsins hér í bæ 10 þúsund krónur til minningar um konu sína, Hjálmfríði Hjálmarsdóttur, og foreldra sína, Guðrúnu Frið- rikku Þórarinsdóttur og Guð- mund Guðmundsson, sem lengi bjuggu að Mel hér í bæ. Kvennadéildin færir Jóni alúð- arþakkir fyrir gjöfina. Skínfaxí Blaðinu hefur borizt tímaritið Skinfaxi, 2.-3. hefti 1967. Heftið hefst á greininni „Vormenn Is- lands! — yðar bíða...“, eftir Eirík J. Eiríksson, form. UMFl, þá er viðtal við Stefán Magnús- son, íþróttakennara, sem var framkvæmdastjóri samtakanna í sumar, greinin Að stækka Island, segir frá landgræðslu á afréttum, Starfað austanlands, nefnist við- tal við Kristján Ingólfsson form. UÍA og segir þar frá undirbún- ingi landsmótsins að Eiðum næsta sumar, birt er ræða eftir Guðm. Böðvarsson, skáld, grein er um Sigurð Greipsson og Haukadals- skólann, Gísli Sigurðsson skrifar 40 ára íþróttaminningu, blrt er greinin Glíman fyrr og nú, og loks er þátturinn Af vettvangi ungmennafélaganna. Heftið er skreytt mörgum myndum og vandað að allri gerð. Ritstjórar eru Eiríkur J. Eiríks- son og Eysteinn Þorvaldsson. I fjárlagafrumvarpinu fyrir ár- ið 1967 er að finna fjárveitingu til menntaskóla á Austurlandi, kr. 1.350.000,00. Sama upphæð er veitt til menntaskóla á Isafirði. Þetta gæti bent til þess, að ein- hver hreyfing væri að komast á menntaskólamálið. Þó mun ekki að vænta framkvæmda við sjálfa skólabygginguna á næsta ári, til þess er fjárveitingin of lítil, en eitthvað mætti vinna að undir- búningi verksins, svo sem teikn- ingum. En fyrst af öllu þarf að ákveða hvar skólinn skal rísa. Það er >sem sé orðið tímabært, að menntamálaráðuneytið ákvarði hvar reisa skuli menntaskóla Austurlands. Vonandi vefst það ekki eins lengi fyrir menntamála- ráðherra og ákvörðun staðar fyr- ir iðnskóla Austurlands. Dálítið er það einkennilegt, að í fjárlagafrumvarpinu eru þessi útgjöld kölluð byggingarstyrkur, rétt eins og einhver annar en ríkissjóður byggði skólann. iUSTURLAND Útgefandi: Kjördæmisráð Alþýðubanda- lagsins á Austurlandi. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT AuglýsiB i Ausfurlandi >/wvwvwwww Frá Borgarfirði eystra. Síldarverksmíðjan, Áifaborgin og Staðarfja,li í baksýn. — Ljósm. H.G.

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.