Austurland


Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 2
2 r AUSTURLAND Neskaupstað, 2. felirúar 1968. Björn G. Eiríksson, Reyðarfirði Ævinlýri í Ausiurlöndum Framhalcl. Drottningin hafði látið skreyta veggina með myndum, og m. a. voru þar myndir af sjálfri drottningunni, en þegar bróðir hennar kom >til valda, var bróð- urkærleikurinn ekki meiri en það, að hann lét alls staðar afmá myndirnar af systur sinni og jafnvel setja mynd af sjálfum sér í staðinn, — þessi, sagði Pet- er, að væri skýringin á auðu blettunum á veggnum, en þar hafði auðsjáanlega verið máð brottu mynd. Þó er til stytta af þessari drottningu, þar sem hún er með skegg eins og Faraóarnir — og hún mun jafnvel sjálf hafa látið gera sér gerviskegg. Hins vegar sagði Peter, að þegnunum muni hafa líkað vel við drottninguna, þeir hafi ekki gert neina tilraun til að „stúta“ henni — þó hafi þeir vitað, að Faraóinn þeirra var kvenmaður, þrátt fyrir að hún klæddi sig sem Faraó. En sam- kvæmt lögum Egypta á þeim tima, sagði Peter, mátti engin kona sitja á stóli Faraós. Peter sagði, að bróðir drottningar muni hafa látið ráða hana af dögum, er hann kom til vits og ára, en hann var mikið yngri en hún. Upphaflega hefur musterið ver- ið þrjár hæðir a. m. k., en efsta hæðin er mikið eydd. Rómverjar byggðu einhver mannvirki í námunda við drottn- ingarmusterið, lítið sér nú eftir af þeim mannvirkjum. Þarna voru hermenn á verði og auðvitað kaupmenn, er selja vildu forna muni og ýmislegt, að því er þeir sögðu sjálfir. Auðvit- að voru munir þessir ný fram- leiðsla. i j Við kveðjum nú Hatshepsut drottningu og musteri hennar og höldum því næst með bíLnum aft- ur í áttina til Nílar og á leiðinni . sjáum við tilsýndar húsakynni þessara gistivina okkur. Heldur þótti okkur híbýli íbú- anna Léleg og fátækleg að sjá. Peter sagði, að stjórnin hefði Látið byggja handa þeim ágætis hús og með vatni, en íbúarnir vildu alls ekki flytja í íbúðirnar, þeim þætti þeir vera frjálsari með sína gömlu lifnaðarhætti, og því frelsi vildu þeir ekki glata. Brátt vorum við aftur komin um borð í bátinn sem flutti okk- ur yfir NíL. Er komið var yfir, vildi Peter leiðsögumaður fara með okkur í minjagripaverzlun, er þar var skammt frá, er bát- urinn Lagðist upp að. Lítið var keypt þar, auk þess reyndist hærra verð á ýmsu þarna en 'annars staðar mátti fá fyrir lægra verð =zr yjð þessa sörnu götu. Er komið var heim á liótelið, fengu flestir sér steypibað, áður en setzt var að miðdegisverðar- borðinu. Markaðsferðin Eftir matinn var hvílzt um stund í öllum sólarhitanum um miðjan daginn — enda orðið býsna lieitt, um og yfir 38°C. Þeir sem vildu, áttu kost á því að fara á markaðinn — auð- vitað akandi á hestvögnum og kusu flestir að notfæra sér það. Þessi fer var að mörgu leyti athyglisverð og margt bar fyrir augu, sem kom okkur Vestur- landabúum á óvart. Það sem fyrst og fremst vek- ur athygli er sú fátækt er allir virtust búa við, þó sögðu þeir, sem við töluðum við, að nú væru allir ríkir. Hvernig Iiefur þá á- standið verið áður? Þarna á markaðnum, eins og yfirleitt alls staðar í Austurlönd- um, og ég hef áður rætt um, ægði öllu saman, mönnum, dýr- um og alls konar varningi og myndaði eins og eina allsherjar kös. Vínsalar, ávaxtasalar, skran- kaupmenn, bakarar og ýmsir fleiri, sátu hlið við hlið í rykinu á götunni. Sumir voru berfættir og hvíldu þunga sinn á teppi eða dúk, sem þeir höfðu breitt á jörðina. Aðrir sátu flötum bein- um og snæddu mat sinn. Menn með asna eða úlfalda, jafnvel uxa eða þá hesta, settu svip sinn á umhverfið, einnig voru þarna gangandi menn. Göturnar eru mjóar og húsin lágreist. Einhvern sérkennilegan þef, sem ekki er nokkur leið að lýsa, lagði fyrir vitin. Þarna blandað- ist saman rotnunarþefur, lykt af húsdýrum eins og t. d. af ösnum, úlföldum, uxum o. fl. Stundum mátti gæta sín að stíga ekki niður í það, sem þessi dýr höfðu lagt af sér. Dálítið sérkennilegur hávaði fylgir ávallt austurlenzkum markaði — e. t. v. er það málið, sem þetta fólk talar, er á sinn þátt í að skapa þennan sérkennilega blæ. Við erum komin út úr mark- aðsgötunni. Ekillinn ekur yfir götuslóða er Liggur meðfram ökr- unum. Það brakar þægilega í fjöðrunum á fornlegum vagnin- um og það er eins og við séum komin langt aftur í aldir — þegar engir bílar og engar flug- vélar voru til. — Þetta er Lítill vagn, sætin eru leðurbólstruð og er leðrið víða orðið slitið. Þótt vagninn sé lítill eru þó sæti fyrir fjóra, og hægt er að spenna sól- skýli yfir hann, hér rignir aldrei og þarf því ekki að óttast regn. Ekillinn er ungur og okkur finnst hesturinn magur. Á ökrunum er fólk við vinnu sín. Á aðra hönd var skurður fullur af vatni — skólplitu vatni, sennilega frá Níl. 1 þessu vatni voru uxi og nokkur Arababörn að baða sig. Þá bar fyrir augu sýn — gamaldags þreskingu. Það er heitt um miðjan dag- inn í Luxor og margir hvíla sig, sofa á jörðunni úti undir berum himni á þeim tíma dagsins. Hvíld um miðjan dag, virðist vera venja hjá Arabaþjóðum. Oft dóu þeir furðu fljótt, sem unnu á ökrunum vegna einhverr- ar ormategundar er Lifði í leðj- unni á blautum ökrunum. Það var hér áður fyrr. Þega stígvél- in komust I notkun í þessu landi fækkaði dauðsföllunum, og þessi mannskæði ormur gat ekki leng- ur étið sig inn í bert holdið. Karnak liofið Eftir markaðsferðina hvíldum við okkur og flestir fengu sér steypibað að nýju — ekki veitti af því í öllum hitanum. Síðar um daginn (líklega um fimm Leytið) kom Pétur 'leið- sögumaður til okkar. Var nú haldið af stað og ekið eins og áður í hestvögnum til hins fræga Karnak hofs, sem heyrði til hinni fornu borg Þebu, er var fyrr meir liöfuðborg liins forna ríkis Egypta — Efra-Egypta- lands. Karnak hofið er talið fyrst byggt af Amenhotep III. og end- urbyggt af Ramses II. og Ptole- mis. Hofrústirnar voru góðan spöl frá gistihúsinu, sem við dvöldum á, og tók því nokkra stund að aka þangað á hestvögnunum. Numið var staðar skammt frá hofrústunum og stigið þar úr vögnunum. Fyrst lá leiðin eftir beinu stræti „Sjónastrætinu“ þar sem „svingsarnir“ (sphinx) eða mey- ljónin stóðu vörð beggja vegna strætisins. Inngangurinn til musteris- garðsins lá í gegnum lilið á milli tveggja turnlaga bygginga, en „hornstein“ að þessum bygging- um lagði að sögn, Ramses kon- ungur I. Einnig kom þar við sögu Setos I. og Ramses II. Þarna var m. ö. o. andyri hins mikla Amons hofs í Karnak, og er þessi bygg- ing talin ganga næst sjálfum pýramídunum. I þeim hluta hofsins sem sagt er að Setos I. (um 1330 f. Kr.) hafi látið byggja eru um 122 myndskreyttar súlur 13 m háar og 8.40 m í ummál. Miðsúlur eru 12 að tölu 21 m að liæð og 10 m í ummál. Samtals 134 súlur, skipt niður í 16 súlnaraðir. Gólf- flöturinn er u. þ. b. 5000 fer- metrar að stærð. Fleiri konungar, eins og t. d. Setos II. og Ramses III. juku svo við hofið. Talið er, að byrjað hafi verið á þessari risabyggingu um 2000 f. Kr. Við þetta mikla Amonshof voru byggð tvö önnur hof. Annað hof- ið var helgað gyðjunni Mut, var byggt sunnan við Amonshofið um 1400 f. Kr., en hitt sem helg- að var guðinum Ptah var byggt um 700 f. Kr norðan við hofið mikla og voru hofin tengd sam- an með ,,ljónastrætum“. Á musteris- eða liofsvæðinu er geysistór laug. Ekki man ég nú, er þetta er ritað, hvað Pétur sagði um stærð laugarinnar, en stór var hún. Laugarbarmarnir eru gerðir af hlöðnum steinum og lágu tröppur niður í laugina á all mörgum stöðum. Eigi veit ég hversu djúp hún var, en all- mikið af candi laafði fokið niður í laugina, þó var þar enn vatn í. Pétur leiðsögumaður sagði, að laug þessa hefðu hofprestarnir látið gera. Ekki mun þetta samt hafa verið laug byggð í þeim til- gangi sem almennt gerist í dag í okkar „velferðar" þjóðfélagi, þ. e. til sundiðkana, heldur mun liitt sjónarmið málsins liafa hér um ráðið mestu, þ. e. a. s. notkun vatnsins í sambandi við hofið og þær athafnir er þar voru við hafðar. Firamhald. Þorrablót Um þessar mundir standa þorrablótin sem hæst. Um síð- ustu helgi voru þorrablót á þess- um stöðum, svo blaðinu sé kunn- ugt, en vafalaust hafa þau víðar verið: Neskaupstaður, Eskifjörð- ur, Reyðarfjörður, Egilsstaðir og Fljótsdalur. Alls staðar, þar sem blaðið hafði spurnir af, var að- sókn að blótunum mikil og fóru þau vel fram og mikil ánægja með þau. ÓlHtystieðiir um 5 miljurðu Útvarpið skýrði frá því í gær- kvöld, að á árinu 1967 hefði við- skiptajöfnuðurinn, samkvæmt skýrslu Hagstofunnar numið 2 milljörðum 819 milljónum króna, en árið áður var liann 805 millj- ónir króna. Þetta eru uggvænlegar tölur. Hinum stóraukna viðskiptahalla veldur minnkandi framleiðsla, lækkað verð á framleiðsluvörum okkar og heimskulegt og þjóð- hættulegt frelsi í innflutnings- málum og annarri meðferð gjald- eyris. i Það er sagt, að neyðin kenni noktri konu að spinna. Ef til vill kenna þessar staðreyndir stjórn- arvöldunum að setja einhverjar hömlur á óþarfa innflutning.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.