Austurland


Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 02.02.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 2. fetrúar 1968. I Valtýr ií grœnni treyju sýndur í Valoshjdlf Þjóðsagan um Valtý á grænni treyju er ein af kyngimögnuðustu þjóðsögum, sem sagðar hafa ver- ið af Austurlandi og líklega ein hin frægasta. Hún mun fyrst hafa verið skráð af Magnúsi Bjarnasyni á Hnappavöllum árið 1868 og birtist í Þjóðsagnakveri hans, er út kom 1950. Ennfrem- ur er sagan prentuð í IV. bindi af hinni miklu útgáfu af Þjóð- sögum Jóns Árnasonar (útg. 1956) á bls. 79. Þar eru einnig tvær aðrar útgáfur af sögunni, en báðar miklu síðri. Jón Björnsson rithöfundur hefur samið skáldsögu út af þjóð- sögunni og ber hún sama nafn. 1 nóvember 1953 var leikgerð sögunnar sett á svið Þjóðléik- hússins og hlaut þá reyndar mis- jafna dóma. Nú hefur Leikfélag Fljótsdals- héraðs sett leikinn á svið í Vala- skjálf á Egilsstöðum og var hann frumsýndur við húsfylli 13. jan. sl. Jón Björnsson rithöfundur hefur nú gert verulegar breyting- ar á leikritinu frá því það var sýnt í Þjóðleikhúsinu, fækkað at- riðum og gert það umfangsminna fyrir svið. Honum til aðstoðar var Valur Gíslason leikari, sem einnig var leikstjóri og leikur mesta hlutverkið í leiknum. Það er fyrir frumkvæði Sveins Jónssonar bónda á Egilsstöðum, að Valtýr á grænni treyju er kominn á svið í Valaskjálf. Þetta er eina leikrit, sem vitað er um, þar sem vettvangur sögunnar er Fljótsdalshérað og þjóðsagan hef- ur lifað manna á meðal hér á Héraði. Sveini Jónssyni fannst því, að ekki mætti dragast að sýna verkið, eftir að Valaskjálf var tekin til starfa með sitt góða leiksvið. Á sl. hausti komst Sveinn í samband við Val Gíslason leik- ara, sem lék aðalhlutverkið í leik- ritinu í Þjóðleikhúsinu á sinni tíð. Fór Sveinn þess á leit við Val, að hann tæki að sér leik- stjórn og aðalhlutverk og urðu þau lok málsins, að Valur tók þetta að sér. Þetta verður að teljast fágætt happ fyrir Leikfé- lag Fljótsdalshéraðs. Er það hvort tveggja, að ómetanlegt var að fá svo þrautþjálfaðan leik- hússmann til þess að annast leik- stjórn og leiðbeina hinum óreyndu áhugamönnum og -konum, sem eru að byrja starfsemi á vegum þessa unga leikfélags, og svo hitt, að hlutverk Jóns sýslu- manns Arngeirssonar í leiknum er svo viðamikið og erfitt, að hæpið er, að meðferð þess hefði heppnazt í höndum óreynds leik- ara. Það var mikil eftirvænting hinna 450 áhorfenda, sem fylltu Valaskjálf lau^ardagskvöldið 13. jan. og hin gamalkunna og fræga þjóðsaga skyldi birtast á sviðinu. Skemmst er frá að segja, að sýningin varð mikill sigur fyrir hið unga Leikfélag Fljótsdalshér- aðs. Hún heppnaðist ótrúlega vel og yfir henni heildarsvipur svo góður, að merk'legt má teljast, þegar ekki færri en 20 óreyndir leikendur koma fram á sviðið. Það er auðvitað Val Gíslasyni að þakka öðrum fremur, að svo vel tókst. Leikstjórn hans hlýtur að hafa verið framúrskarandi góð, svo snurðulítið sem allt gekk á sviðinu. Og hlutverk Jóns sýslu- manns á Egilsstöðum leikur hann af sönnum tilþrifum. Þetta er mikið hlutverk. Sýslumaður er mestan le;kinn á sviðinu og á í mikilli baráttu við sjálfan sig. Valur leikur þetta glæsilega. Af hlutverkum heimamanna er Valtýr bóndi á Eyjólfsstöðum mest. Hann er leikinn af Vilberg Láru'ssyni á Egilsstöðum. Að öðrum heimamönnum ólöstuðum, þá ber leikur Vilbergs af. Hann skilur hlutverk sitt til hlítar og bregst hvergi, og er verulega til- þrifamikill, þar sem á reynir. Það er hinu unga leikfélagi ómetan- legt að eiga innan vébanda sinna svo góðan kraft sem Vilberg. Önnur mestu hlutverkin í leiknum verður að telja séra Jón í Vallanesi og Ingibjörgu, konu Valtýs á Eyjólfsstöðum. HaLIdór Sigurðsson á Miðhúsum, formað- ur leikfélagsins, leikur séra Jón og gerir það með prýði og sama er að segja um Kristrúnu Jóns- dóttur á Egilsstöðum, sem leikur Ingibjörgu. Þetta mun vera frum- raun hennar á leiksviði og hún kemur skemmtilega á óvart, því að allmikið reynir á hana í þessu hlutverki. Hér er ekki tækifæri til að geta allra hinna mörgu smærri hlut- verka í leiknum, en nokkurs þó. Minnisstæðast er, að Sveinn Jóns- son á Egilsstöðum leikur hlut- verk Wíums sýslumanns á Skriðu- klaustri. Þetta er vafalaust eins- dæmi, að maður, sem nýlega hef- ur fyllt 75 ár, skuli koma fram á leiksvið í fyrsta sinn. Sýnir þetta, hve ungur í anda Sveinn á Egilsstöðum er. Hann er búinn forkunnlega góðu gerfi og skilar hlutverki Wíums sýslumanns með sóma og sann. Annað minnisstætt aukahlut- verk er Guðmundur gamli um- renningur, sem Brynjólfur Berg- steinsson á Hafrafelli leikur svo skemmtilega, að ekki verður á betra .kosið. Enginn bregst skyldu sinni í þessum fjölmenna hópi og fyrir því e.r heildarsvipur sýningarinn- ar svo góður sem raun ber vitni. Steinþór Eiríksson á Egilsstöð- um málaði leiktjöldin og leysir sitt verk af hendi með prýði, eins og hans var von og vísa. Það er leikfélaginu ómetanlegt. að njóta krafta Steinþórs. Þessi sýning á Valtý á grænni treyju má vera Leikfélagi Fljóts- dalshéraðs hvatning til stórra á- taka á leiksviðinu. Hún sannar, að efnivið og áhuga skortir ekki. Og ekki skorti á viðtökur áhorf- enda, því að hvert sæti í hinum Alls höfðu í gær 12 manns ver- ið skráðir atvinnulausir í Nes- kaupstað, 9 verkamenn og 3 verkakonur. I hópi verkamann- anna eru 5 netavinnumenn og hefur enginn þeirra haft vinnu síðan um jól. Athyglisvert er hve fáa.r konur hafa látið skrá sig, því vitað er, að þær eru margar atvinnulitlar og atvinnulausar. Sumt af þessu fólki hefur ver- ið atvinnulaust það lengi, að það á rétt á bótum nú þegar. Aðra vantar ekki nema fáa daga upp á. En ekki er þar með sagt, að þeir eigi rétt á bótum. Eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu og gagnrýnt, er það eitt skilyrði bótaréttar, að um- sækjendur hafi ekki á síðustu sex mánuðum haft í kaup meira en svarar 75% af dagvinnukaupi. Þetta ákvæði gerir mörgum leið- ina til atvinnuleysisbóta torsótta og geta þeir orðið atvinnulausir lengi án þess að eiga bótarétt. Þetta ákvæðl hefur vafalaust átt fullan rétt á sér á meðan at- vinnuleysissjóðurinn var þess ekki umkominn að taka á sig stórfelld- ar bætur, en er nú algjörlega úr- elt. — Verklýðssamtökin ættu að hlutast til um, að þetta ákvæði verði fellt niður. Menn eiga að fá rétt til bóta án nokkurt til- lits til fyrri tekna, að líðnum hóflegum b;ðtíma. Atvinnuleysi herjar nú um land allt að heita má og víða munu greiðslur atvinnuleysisbóta hafn- ar. Hvergi munu hlutfallslega fleiri hafa látið skrá sig en á Siglufirði, hátt í tvö hundruð Úr bœnum Afmæli. ( Jónas Valdórsson, netagerðar- maður, Hlíðargötu 33, varð 60 ára í gær, 1. febrúar. Hann fædd- ist á Stuðlum í Reyðarfirði, en hefur verið hér búsettur síðan 1930. stóra sal var skipað á tveimur fyrstu sýningunum. Á frumsýningunni var Jón Bjömsson, höfundur verksins, viðstaddur og hylltur ásamt leik- stjóra og leikendum. Þjóðleikhúsið á miklar þakkir skildar fyrir að lána búningana í leikritið og að gefa Val Gísla- syni orlof til þess að koma aust- ur og setja leikinn á svið og leika með. Hugmyndin er að sýna leikinn aftur í júní í vor, þegar samgöng- ur verða orðnar greiðar í allar áttir á Austurlandi. Sig. Blöndal. manns, og þa.r hafa nokkuð á annað hundrað manns notið bóta í nokkrar vikur. Hýr pófitíshor flóttamaður Sá atburður varð í Reykjavík nýlega, að bandarískur maður gaf sig fram við útlendingaeftir- litið og bað um hæli sem póli- tískur flóttamaður, þar sem hann væri andvígur stefnu lands síns í Vietnam og vildi ekki fara þang- að, en hann hafði þá nýlega ver- ið kvaddur til herþjónustu öðru sinni og átti að sendast í slátur- hús Bandaríkjamanna í Vietnam. Skrifstofustjór.inn í dómsmála- ráðuneytinu lét hafa það eftir sér, að vafalaust fengi maðurinn landvistarleyfi, ekki sem póli- tískur flóttamaður, heldur af mannúðarástæðum. Því er greint frá þessum at- burði hér, að hann leiðir hugann að öðrum flóttamanni. Fyrr í vetur gekk ungur sjó- maður af austur-þýzku skipi hér í Neskaupstað og baðst hælis sem pólitískur flóttamaður. Var honum tekið fegins hendi og þess vandlega gætt, að skipstjóri hans næði ekki tali af honum. Og hon- um var umsvifalaust veitt hæli. Og íhaldsblöðin töldu sig heldur betur hafa komizt í feitt og birtu dag eftir dag langar, mynd- skreyttar frásagnir um málið, og viðtöl við þann brotthlaupna. Ekkert kom þó fram um það, að pilturinn liefði sætt ofsóknum, lieldur langaði hann einfaldlega að skipta um aðsetur. Nú eru hinsvegar engar æsi- fregnir birtar, myndir eða viðtöl, heldur sagt frá málinu á einfald- an hátt. — Hefði þó mátt ætla, að það væru meiri tíðindi þegar maður flýr land til að komast hjá því að taka þátt í þjóðar- morðinu, sem Bandaríkin eru að fremja í Vietnam, heldur en þótt sjómaður strjúki af skipi sínu með þeirri afsökun einni, að hann laægað' að hafa vistaskipti. Atvinnuleysisskráningin

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.