Austurland


Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 23. febrúar 1968. Hvab er í fréttum? Frá Eiðum Eiðum, 21. febr. — ÁH/HG Frostavetar Fé hefur verið á fullri gjöf síð- an snemma í nóvember, snjór jafnan lítill en allt svellað, sam- felldur glerungur yfir hæðir jafnt sem dældir, nema þar sem fannir eru frá því fyrripartinn í vetur. Nú um tíma hefur legið þunnt snjóiag yfir svellunum. Tíðin hef- ur verið ákaflega umhleypinga- söm, hörkufrost og smá þíður öðru hverju, einkum í janúar. Stórviðri hafa komið upp á síð- kastið, en bæriiegt veður undan- farna daga, þótt oftast sé frost. Aldraðir menn eru farnir að jafna þessu við frostaveturinn 1918. Ef ekki fer að leysa klakann, óttast menn mjög kal í túnum í vor einu sinni enn. Mínnkar stabbinn ininn I haust voru menn yfirleitt vel heyjaðir í Eiðaþinghá, en útlit fer að verða ískyggilegt, ef svo heldur fram sem nú horfir. Fóð- urbætiseyðsia er mjög mikil, og fóðrun því reynzt dýr í vetur. Mjólkurframleiðsla hefur dregizt töluvert saman á sl. ári í Eiða- þinghá og Hjaltastaðaþinghá, en sauðfé fjölgað nokkuð. Mjólkur- flutningar eru þrisvar í viku og hafa yfirleitt gengið vel. Hreindýr eru á dreif hér og þar, en ekki í flokkum hér í Eiða- þinghá, víða eitt og eitt dýr. Voru þau í stórum breiðum úti á Eyj- um um skeið og eru þar ef til vill enn. Þar er snjór hins vegar dýpri, en líklega eitthvað minni svell. Þorrablót var haldið í Eiða- þinghá 10. febrúar, góð skemmt- un með söng, skaupi, frumortum ljóðum, annálum og skopþáttum, flest um náungann og flutt undir borðum. Skólabygging Byrjað var að vinna í nýja skólahúsinu við Alþýðuskólann um áramótin síðustu, og er áætl- að að ljúka byggingunni að fullu í þessari lotu, væntanlega fyrir næsta vetur. Þar verða fimm kennslustofur, kennarastofa, setu- stofa fyrir heimavist og fleira, að ógleymdum allstórum samkomu- sal með leiksviði, sem mun leysa margan vanda meðal annars varð- andi félagslíf í skólanum. Frá Hornafirði Hornafirði, 21. febr. — BÞ/SÞ Hér úr Hornafirði er það helzt að frétta, að allt byggist hér á sjávarafla og vertíð hófst hér unp úr áraœótum og byriuðu þá tveir bátar að róa með línu og hafa þeir fiskað ágætlega, enda gæft:r verið með betra móti á þessum tíma árs. 1 gær var Gissur hvíti búinn að fá 250 tonn í 27 róðrum og Hvann- ey 240 tonn í 27 róðrum. Auðbjörg frá Seyðisfirði byrjaði hér róðra með línu seint í janúar og hefur feíigið 40 tonn í 12 róðrum. Á henni róa 2 menn. Á trolli hafa verið 5 bátar, en afli hefur verið mjög tregur. Afla- hæstur af þeim er Ólafur Tryggva son með um 100 tonn, en hann er nú nýbyrjaður með net, en lítið hefur fengizt í þau til þessa. Þó hafa einhverjir bátar feng- ið allgóða ufsaveiði í einstakh trossu við Ingólfshöfða. Það má því segja, að línubátarnir, þó fáir séu, hafi bjargað við því atvinnu- lífi, sem hér hefur verið síðan um áramót og sýnir það bezt hve dýr- mætt það er að hlúð sé að línu- útgerðinni. Ekki kom hér til verkfalls í verkfalli frystihúsanna í vetur, því stjórn kaupfélagsins neitaði að hlýða kalli í því máli. Aftur á móti lofaði stjórn verkalýðsfé- lagsins fyrir sitt leyti, að gera ekki verkfall á meðan á vetrar- vertíð stæði og stöndum við í því efni illa að vígi, ef til átaka kem- ur nú í byrjun marz. Þetta var gert á þeim forsendum, að ef tvö verkföll yrðu á vertíðinni þá myndi af því leiða óbætanlegt tjón fyrir verkafólk og atvinnu- fyrirtæki og flestir sárir yfir því að ekki skyldi gengið lengra í vístölumálinu í haust, þegar flest- ir voru tilbúnir til þess að heyja harða baráttu fyrir vísitöiuupp- bótinni. Okkur til málsbótar í verkfalls- málinu má segja það, að hagur kaupfélagsins er okkar hagur, að minnsta kosti fjöiskyldumanna. Margir fjölskyldumenn munu á sl. ári hafa fengið 8—10 þúsund krónur í ágóða af sínum viðskipt- um og mun það aðallega vera af fiskvinnslunni og þetta mun vega á móti nokkrum vísitölustigum. Að sjálfsögðu munum við krefj- ast okkar vísitölustiga líka. Hér vinnur allmargt aðkomu- fólk, aöallega hjá frystihúsinu og á bátunum. Fyrir nokkrum dögum byrjaði sanddælupramminn Hákur að dæla hér upp úr höfninni og gerir ráð fyrir að vera hér í 4—5 mán- uði. Var þetta orðið aðkallandi, þar sem erfitt var orðið að kom- ast hér inn að bryggju á mikilli fjöru. Síðastliðinn sunnudag var hald- inn fundur í Verkalýðsfélaginu Jökli og var formanni félagsins, Benedikt Þorsteinssyni, veitt þnr viðurkenning fyrir störí' sín fyrir félagið, en hann hefur verið for- maður frá stofnun þess 1942. Var honum gefinn áletraður bréfhníf- ur úr silfri og afhenti gjaldkeri félagsins, Einar Hálfdánarson, gjöfina. Af öðrum félagsmálum er það heizt að segja, að Leikfélag Hafn- arkauptúns lék „Kjarnorku og kvenhylli" hér í vetur við góðar undirtektir og hafði einnig tvær sýn:ngar á Fáskrúðsfirði. Þorrablót var haldið hér í hefð- bundnum Hornafjarðarstíl annan dag þorra, eins og undanfarin ár, með púnsdrykkju og allskonar ís- lenzkum mat og til bragðbætis flutt gamanmál um helztu spé- fugla staðarins bæði í bundnu máli og óbundnu, en lielztu þorra- blóts-háðfuglarnir hafa verið á síðustu árum Aðalheiður Geirs- dóttir, Unnur Jónsdóttir, Benedikt Þorsteinsson og Aðalsteinn Aðal- steinsson og svo stýrir Eyjólfur Stefánsson söngnum, sem oft verður mikið innlegg í skemmti- atriðin. Stjórnandi þessa blóts var Eymundur Sigurðsson. L'ons-klúbbur er hér starfandi, en ekki veit ég fyrir víst hvað þar gerist innan veggja, en ef- laust mun þar eitthvað rætt til gagns og gamans. Bíó er í Sindrabæ, 5 fastar sýn- ingar í v ku og oft fleiri. Hér stendur yfir námskeið vegna meiraprófs bifreiðastjóra og eru þátttakendur 36. Allmikið hefur verið um íbúð- arhúsabyggmgar hér á sl. ári, og hefur kauptúnið stækkað allmik- ið á sl. 2—3 árum og kemur fljótlega að því, að fullbyggt verður það svæði, sem þegar hef- ur verið skipulagt, og er byrjað á að undirbúa viðbótarskipulag. Allmiklir kuldar hafa verið hér í vetur, en lítið um snjó og eng- inn snjór er hér á Höfn núna og ekki í byggð 1 Nesjahreppi. Skídi handa 7 ára óskast keypt. Uppl. í síma 78, Neskaupstað. Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Fundur Verkalýðsfélag Norðfirðinga heldur fund föstudaginn 23. febrúar kl. 21.00 í sjómannastofunni. DAGSKRÁ: 1. Kjaramálin. 2. Önnur mál. Stjórnln. i>VAAAAAAMWMVWUWV\AAlVVVVWVWW\AnAAAAAAAAAA^^VVWVWVyVV\A^WVWWWWVVW«A/VWWV^ Frá bœjarsíma Neskaupstaðar Ný og breytt símanúmer í Néskaupstað frá útgáfu bæjar- Ísímaskrár 1967: 22 Steingrímur Kolbeinsson Strandgötu 22 : 53 Ægir Ármannsson Hlíðargötu 31 77 Guðmundur Ásgeirsson Melagötu 2 105 Þórður Jóhannsson Kvíabólsstíg 1 278 Óskar Björnsson Barnaskólanum 291 Anna Jóhannsdóttir Þiljuvöllum 34 j 294 Otto Clausen Egilsbraut 9 326 Sigurður Björnsson Hafnarbraut 34 348 Ragnhildur Jónasdóttir Miðstræti 4 351 Árni Vilhjálmsson Urðarteigi 5 352 Steindór Önundarson Hólsgötu 4 354 Ágúst Jónsson Blómsturvöllum 1 : 356 Einar Ármannsson Urðarteigi i 357 Sveinn Þorgrímsson Þiljuvöllum 29 359 Ljósmóðirin Nesgötu 32 j 360 Ársæll Júlíusson Hafnarbraut 16 Símnotendur eru vinsamlega beðnir að klippa þessa skrá út úr blaðinu og líma hana inn í bæjarsímaskrána. Biðjið jEifnan um númer, en ekki nafn. Einkum er þetta brýnt þá tíma dagsins, sem álag er mikið. Símstjóriim.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.