Austurland


Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 23.02.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 23. febrúar 1968. AUSTURLAND 3 Leynimelur 13 Framhald af 1. síðu. eitthvað sé nefnt. Það er mitt álit, að Fáskrúðsfirðingar hafi þarna átt góðan leik. Mörg hlutverkin voru mjög vel og trúverðuglega leikin. Get ég ekki stillt mig um að geta þar sérstaklega Sveins Jóns Jónssonar, skósmiðs, en hann lék Jón Erlingur Guðmunds- son á einkar skemmtilegan hátt. Eru þá aðrir leikendur með öllu ólastaðir, en margir fleiri skiluðu sínum hlutverkum vel. I einstaka hlutverki bar þó á nokkru hiki og ofleik mátti og kenna í öðrum. En eins og ég gat um áður, ligg- ur þar 'einmitt hættan í túlkun leikrits sem þessa, þó að ofleikur- inn framkalli gjarnan örari hlát- ur í sal. Leikendur voru alls 13 og voru þessir: Ingi Helgason, Árný Arn- þórsdótt’r, Margrét Jónsdóttir, Albert Kemp, Sjöfn Traustadótt- ir, Jón E. Guðmundsson, Kristín Halldórsdóttir, Jónína Árnadótt- ir, Snjólaug Kristinsdóttir, Gísli Jónatansson, Sölvi Kjerúlf, Þór- ólfur Friðgeirsson og Geir Helga- son. Sumir þessara leikenda eru orðnir nokkuð sviðsvanir á okk- ar vísu, en aðrir byrjendur. Er vissulega ekki ástæða fyrir Fá- skrúðsfirðinga að örvænta, þar sem þeir hafa á að skipa mörgu hæfu fólki og efnilegum byrjend- um. Og viljinn til að vinna að þessum málum er fyrir hendi, og er það kannski það þýðingar- mesta — þjálfunin fæst aðeins með því að vinna ötullega. Leikstjóri var Kristján Jóns- son, sem getið hefur sér gott orð sem leikstjóri og hefur starfað með áhugamannafélögum víða um land auk starfs hjá Þjóðleikhús- inu og Ríkisútvarpinu. Hefur hann auðsjáanlega sett leikritið upp með það fyrir augum, að öll skrípalæti yrðu utan dyra sem vera ber. Varð mér þetta ljósara vegna samanburðar við aðra svið- setningu þessa leikrits, er ég sá hér fyrir nokkrum árum. Leikmynd gerði Páll Gunnars- son. Eins og fram kemur í smekk- legri leikskrá, er þetta 5. starfsár Leikfélags Fáskrúðsfjarðar og Leynimelur 13. 4. leikritið, sem það sýnir, og er þá ótalið það leikrit, er sýnt var, aður en fé- lagið var stofnað — Græna lyft- an — en sú sýning var undan- fari félagsstofnunar. Þetta er ungt félag, en hefur sýnt dugnað í starfi og skal sú ósk borin fram hér félaginu til handa, að starfsemi þess megi áfram blómgast og vaxa. Leynimel 13 hefur Leikfélag Fáskrúðsfjarðar sýnt alls sjö sinnum; fjórum sinnum á Fá- skrúðsfirði, einu sinhi á Eskifirði og tvisvar í Neskaupstað. Ætlun- in mun vera að sýna leikritið víð- ar um Austurland, ef aðstæður leyfa. Stjórn Leikfélags Fáskrúðs- fjarðar er nú þannig skipuð: Magnús Stefánsson, formaður; Einar Jónsson, féhirðir; Arnfríð- ur Guðjónsdóttir, ritari og Ólafur Bergþórsson varaformaður. Að lokum vil ég þakka leik- flokki Leikfélags Fáskrúðsfjarðar komuna hingað og góða skemmt- Um „Múlaþing" Framh. af 4. síðu. að kaupa þetta rit Sögufélagsins, eina ársritið sem nú er gefið út í fjórðungnum. Tímarit eru mis- jöfn, einstök hefti sama rits hljóta að verða ólík að gæðum, og getur slíkt mat auðvitað verið smekksatriði. En það sem máli skiptir öðru fremur er sá andi, sem að baki slíkri útgáfu stend- ur, sá tilgangur sem ritið þjónar. Múlaþing á sér tvímælaiausan til- verurétt, útgáfa þess er nauðsyn, og því eiga sem flestir er aifst- firzku unna að styrkja það með áskrift sinni. Og svo er einnig um fleiri hugðarefni Sögufélags Alust- urlands, sem fyrr en síðar þurfa að verða að veruleika, á sama hátt og Múlaþing nú hefur unnið sér öruggan þegnrétt. Hjörleifur Guttormsson. Símnotendur eru minntir á eindaga símagjalda nú um helgina. Þeir, sem eiga ógoldna áfallna símareikninga eftir þann tíma, mega bú- ; ; ast við símalokun án frekari viðvörunar. Símstjóri. Þróttarfélagar Hlöðuball verður í Skíðaskálanum nk. laugardagskvöld, 24. þ. m. Aldurstakmark 14 ár. 4 í íirði leika. SVARTI TLJLIPANINN Frönsk skylmingamynd eftir samnefndri sögu Alexanders Dumas. Aðalhlutverk: Alain Delon. —■ íslenzkur texti. — Sýnd í kvöld, föstudag kl. 9. Barnásýning á sunuudag kl. 3 verður auglýst nánar í út- sti’lingarglugga. NJÓSNARI I MISGRIPUM Sýnd sunnudag kl. 5. — Bönnuð innan 12 ára. 8V2 Stórmynd eftir Fellini. Aðalhlutverk: Marcello Mastroianni, Claudia Cardihale, Sandra Milo. Sýnd sunnudag kl. 9. BANANAR ALLABÚÐ REYKTUR LAX KAUPFÉLAGIÐ FRAM Rít Sögufélags Austurlands Múlaþing 2. hefti er nýlega komið út. Umboðsmenn í Múlasýslum: Vopnafjörður: Guðríður Jónsdóttir, Snæfelli Jökulsárhlíð: Bragi Björnsson, Surtsstöðum IJökuldalur: Skjöldur Eiríksson, Skjöidólfsstöðum Hróarstunga: Gísli Hallgrímscon, Hallfreðarstöðum Fell: Helgi Gíslason, Helgafelli Fljótsdalur: Rögnvaldur Erlingsson, Víðivöllum Vallahreppur: Sveinn Einarsson, Hallormsstað Skriðdalur: Friðrik Jónsson, Þorvaldsstöðum Egilsstaðir: Björn Sveinsson, Selási 31 Eiðaþinghá: Ármann Halldórsson, Eiðum Hjaltastaðaþinghá: Björn Guttormsson, Ketilsstöðum Borgarfjörður: Sigurður Ó. Pálsson, Skriðubóli Seyðisfjörður: Séra Heimir Steinsson Norðfjörður: Birgir Stefánsson, Þiljuvöllum 31 Eskifjörður: Maren Jónsdóttir, Sólheimum Reyðarfjörður: Marinó Sigurbjörnsson Fáskrúðsfjörður: Benedikt Björnsson Breiðdalur: Heimir Þór Gíslason, Staðarborg Djúpavogur: Valgeir Vilhjálmsson Sölustaðir víðar, m. a.: Höfn í Hornafirði: Verzlun Kristjáns Imsland Reykjavík: Bókin, Skólavörðustíg 6 Austfirðingar! Múlaþing flytur fjölbreytilegt og fræðandi austfirzkt efni frá þjóðveldistíma til þessa dags. Styðjið útgáfu ritsins. Heftið kostar aðeins 200.00 kr. Um- boðsmenn taka við áskrift ykkar. SOGUFÉLAG AUSTURLANDS. _____________________________________ 1 ‘~WW><W>,WVWVWWWWWWVwwwVwwVVVVVVVVVVVVVVVVWWW----.....,vvvvwww

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.