Austurland


Austurland - 15.03.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 15.03.1968, Blaðsíða 1
AUSTURLAND MÁLGAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS Á AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 15. marz 1968. 11. tölublað. Ríhisstjórnín jeröi útdf vií vínnu- friðínn í londinu Með einu pennastrihí jetur hún leyst verkföllin Með því að fella niður úr lögum ákvæði um skyldu launagreið- enda til þess að greiða vísitölu- bætur á kaup, hefur ríkisstjórn- in skapað það ófremdarástand, sem nú ríkir í landinu. Allt logar í verkföllum og þau verðmæti, sem forgörðum fara daglega, eru geysileg. En ríkisstjórnin horfir ekki í það, þó að hún sói hundr- uðum milljóna úr þjóðarbúinu til þess að geta níðzt á launþegum. Frá hennar sjónarmiði er hér um að ræða óhjákvæmileg hernaðar- útgjöld í stríði hennar við alþýð- una. Hvenær sem er getur ríkis- stjórnin aflétt verkföllunum. Hún þarf ekkí annað en að lögfesta að nýju vísitölubætur á kaup. Erfitt er að trúa því, að ríkis- stjórnin hafi ekki vitað hvað hún var að gera þegar hún afnam vísitölubæturnar. Ef til vill hefur hún þó verið búin svo oft að vega í hinn sama knérunn, án þess verklýðssamtökin risu upp, að hún hafi talið sér óhætt að halda því áfram. En að því hlaut að koma, að út af flóði. Hógværar kröfur í þessum verkföllum stendur baráttan ekki um það hvort kjör ¦launþega skuli bætt eða ekki. Nú er barizt um það hvort vérkalýð- urinii skuli halda hlut sírium eða hvort hann skuli stórskertur. Verkföllin eru nauðvörn verka- íýðsins, gerð í þeim tilgangi ein- um, að standa gegn kjaraskerð- ingu. Á hinum tíðu og löngu samn- ingafundum hafa fulltrúar verka- fólksins boðið nokkra tilslökun. Þeir hafa boðizt til að láta verka- lýðinn, þegar á heildina er litið, taka á sig nokkra kjaraskerð- ingu, því að allar tilslakanir frá kröfunni lun fullar vísrtöhreipp- bætur jafngilda kjaraskerðingu. Harka í verkfallinu Það gefur að skilja, að al- menningur verður fyrir miklum óþægindum í verkfalli. Það er einkum í Reykjavík og næsta ná- grenni höfuðborgarinnar svo og á Suðurlandsundirlendi, sem vand- ræði og beint tjón hefur orðið af verkföllunum. Reykjavík er nær mjólkurlaus, olíu- og benzínlaus, skólum hefur verið lokað, fjöldi sjúklinga fluttur af sjúkrahúsun- um, sorphreinsun hætt og svona mætti lengi telja. Og bændur á Suðurlandi hella niður mjólkinni, af því að verkfall er á Selfossi. En allt þetta og miklu meira lætur ríkisstjórnin sér sæma að leggja á landsmenn, ef verða mætti, að henni tækist að knýja verkafólkið til þess að fallast á kjaraskerðingu. Syðra er nú mikil harka komin í verkfallið og herða verkfalls- menn stöðugt þau tök, sem þeir l hafa. ÖLVER GUÐNASON: Síðastliðinn sunnudag tókust samningar í vinnudeilu þeirri, sem staðið hafði eina viku hér á Eski- firði. Þar sem ég hygg að samn- ingar þessir hafi farið fram með nokkuð undarlegum hætti — sér- staklega finnst mér afskipti hreppsnefndar okkar með oddvita í broddi fylkingar all furðuleg — þá hef ég hugsað mér að fara hér nokkrum orðum um þetta mál og reyna að sýna fram á hve vel starfhæf þessi hreppsnefnd okkar er. Éig býst við því að allir þeir, sem þetta lesa, viti á hvaða grundvelli samningarnir á Eski- firði voru gerðir, þ. e. að sveitar- sjóður skuldbatt sig til þess að greiða vinnuveitendum mismuninn á því kaupi, sem hér er greitt í dag, þ. e. full vísitöluuppbót á eldra kaup, og kaupi því, sem Dagsbrún nær í sínum samning- um og eru þessir samningar bundnir í einn mánuð, en þá tæki væntanlegt Dagsbrúnarkaup gildi hér. Annars er forsaga þessa máls sú, að á laugardag boðar oddviti til fundar í eigin nafni eða sem oddviti, með samninganefndum deiluaðila og leggur fyrir þær málamiðlunartillögu, sem gerði ráð fyrir þeirri lausn mála, sem á undan er lýst. Það skal tekið fram, að mér vitanlega hafði odd- viti eigi samráð við hreppsnefnd- armenn og svéitarstjóra áður en hann bar þessa tiliögu fram, held- ur var þetta hans eigið uppátæki. Nú þarf ekki að orðlengja það meira, en bezt að fara fljótt yfir sögu. i Samninganefndirnar tóku þessa tillögu til umræðu og komust mál- in á það stig, að boðaður var al- mennur verklýðsfélagsfundur seinni part sunnudags með tveggja stunda fyrirvara, til þess að greiða atkvæði um þessa tillögu. Að vísu var hreppsnefndarákvæð- ið fellt úr samningi vinnuveit- enda og verklýðsfélaganna, en í staðinn gerður baksamningur milli hreppsnefndar og atvinnu- rekenda um greiðslu sveitarsjóðs til atvinnurekenda. Nú kemur að því, sem mér finnst mjög athugavert, en það er afgreiðslan á málinu í hrepps- nefnd, eftir því sem ég bezt veit. Það var aldrei boðaður hrepps- nefndarfundur út af máli þessu, heldur sást oddviti hlaupa hér á milli húsa á sunnudaginn til þess að ná tali af hreppsnefndarmönn- um og fá þá til að skrifa nöfn sín trúlega undir skjal þess efnis, að þeir hétu stuðningi við þetta mál, er það yrði tekið fyrir á fundi. Nú vil ég spyrja: Af hverju lá svona mikið á því að hespa þetta af, áður en boðað- ur var fundur í hreppsnefnd? Fannst háttvirtum hreppsnefnd- armönnum virkilega ekkert at- Framh. á 2. síðu. nun Strax og verkföllin hófust, hófst BSRB handa um fjársöfnun til styrktar verkfallsmönnum. Og nú hefur Alþýðusambandið hafið söfnun og munu verklýðsfélögin annast hana. Vill blaðið hvetja velunnara þeirra, sem í verkföll- unum standa, til þess að leggja fé af mörkum til styrktar þeim. Og sérstök ástæða er fyrir laun- þega, sem ekki hafa lent í verk- falli, til þess að leggja fé af mörkum, og þá ekki síður það verkafólk, sem þegar hefur náð samningum, eins og í Neskaup- stað og á Eskifirði. Lágmarks- framlag hvers launþega til styrktar þeim, sem í eldlinunni eru, ætti að vera ein daglaun. 'I - •* i fl • #• *• tfl Kaupfélag Austfjarða á Seyð- isfirði hefur verið tekið til skipta- meðferðar sem gjaldþrota. Er það annað kaupfélagið á Austur- landi, sem á skömmum tíma verð- ur gjaldþrota. Það hefur lengi verið á al- mannavitorði, að hagur kaupfé- lagsins á Seyðisfirði væri mjög þröngur. Fá menn þó illa skilið hvernig það má vera, að slík verzlun fær ekki þrifizt á helztu síldveiðihöfn landsins. En hvað um það, staðreynd er að kaupfé- lagið er gjaldþrota. Það má vera samvinnumönnum áhyggjuefni, ef kaupfélögin fara á hausinn eitt af öðru. Kaupfé- lögin eru í eðli sínu hagsmuna- samtök almennings og er full ástæða til þess, að taka stjórn og skipulag samvinnuhreyfingar- Framh. á 2. siðu. Greiddn 6 drn /roflilöð til sjirasjis Verkamannafélagið Fram á Seyðisfirði hefur jafnan átt í erf- iðleikum með að innheimta það 1% af launum verkafólks, sem renna skal í sjúkrasjóð félagsins. Nokkuð lagaðist þetta þó í fyrra. Og í fyrradag hljóp heldur bet- ur á snærið hjá verkamannafélag- inu. Þá greiddu tveir stórir at- vinnurekendur, Hafsíld hf. og Sunnuver hf., framlög til sjóðs- ins fyrir 6 ár. Sjálfsagt hefur það verið til- viljunin einber, að þessir atvinnu- rekendur skyldu greiða skuld sína rúmum sólarhring áður en verk- fall skyldi hefjast og skömmu áður en trúnaðarráð verkamanna- félagsins kom saman til fundar, sem vitað var að f jalla mundi um tillögu þess efnis að fresta verk- fallinu. i

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.