Austurland


Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 22.03.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 22. marz 1968. t Hvaö er í fréttum? Frá Reyðarfirði Reyðarfirði, 19. marz. — HS/HG KHB opnar kjörbúð Þann 13. marz sl. fór fram formleg opnun kjörbúðar sem kaupfélagið opnar, en sem kunn- ugt er hefur félagið rekið hér verzlun um 60 ára skeið, á Egils- stöðum í 20 ár og útibú á Borg- arfirði sl. ár. Kaupfélagsstjórinn, Þorsteinn Sveinsson, opnaði hina nýju kjörbúð með ræðu, þar sem hann lýsti framkvæmdum. Við- staddir voru auk starfsmanna kaupfélagsins margir gestir, m.a. kaupfélagsstjórar nágrannakaup- félaga. i í: l B Verzlunin var opnuð í aðal byggingunni, sem reist var 1938, og er stærð nýju búðarinnar 190 fermetrar. Breytinguin þessum stjórnaði Völundur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju KHB. Skipulagningu alla og ráð- gjafastörf annaðist fulltrúí frá norska samvinnusambandinu, Rönning, en teiknistofa SÍS sá um sumt af verkinu. Innrétting öll er af nýrri gerð, ein sú fyrsta hér- lendis, smíðuð hjá Norsystem í Osló og sett upp af þeim. Er hún öll hin glæsilegasta og mjög hag- kvæm. í kjörbúðinni verða seldar all- ar vörutegundir aðrar en bygg- ingavörur og járnvörur. Fram- kvæmdir hófust um miðjan janú- ar sl. Málningavinnu annaðist Gísli Sigurðsson, en raflagnir Guðjón Þórarinsson. I nýju búð- inni vinna fjórar stúlkur, en verzlunarstjóri er Marinó Sigur- björnsson. Er gestir höfðu skoðað sig um í nýju verzluninni, bauð Þorsteinn Sveinsson framkvæmdastjóri þeim til veizlu í Gistihúsi KHB. Voru þar fluttar margar ræður og árn- aðaróskir og framkvæmdastjóra þakkað þetta glæsilega framtak. Reyðfirðingar fagna að vonum þessum mikilvæga áfanga og bættum viðskiptaháttum. Le'.kfélagið æfir Hjá Leikfélagi Reyðarfjarðar eru nú hafnar æfingar á gaman- leiknum Þrír eiginmenn eftir franskan höfund, Garde Teach, í þýðingu Helga Hálfdánarsonar. Leikstjóri verður Jóhann Ög- mundsson frá Akureyri. Leikend- ur eru sex. Frá Verkalýðsfélaginu Hér var haldinn fjölmennur fundur í Verkalýðsfélagi Reyðar- fjarðarhrepps, er samþykkti samkomulag það, er 18 manna nefnd ASl og atvinnurekendur höfðu gert með sér. Var þar með lokið hálfsmánaðar verkfalli hér. Á fundinum kom fram hörð gagnrýni á framkomu þeirra verkalýðsfélaga á Austurlandi, er höfðu samið til bráðabirgða til að komast hjá óþægindum af verk- fallinu. fært ofan á firði vegna snjókomu, aðallega nóttina áður, en vegir á Héraði greiðfærir. Kom fjöldi fólks af Héraðinu og þó nokkrir af Reyðarfirði og Seyðisfirði, þeir síðarnefndu í snjóbílum. Samkoman fór mjög vel fram og var fjölbreytt, söngur margs konar, upplestur, leikþættir, upp- lestur smásögu og ljóða eftir nem- endur, fimleikasýningar stúlkna og pilta, handavinnusýning og að sjálfsögðu dans. Tvær danshljóm- sveitir eru í skólanum í vetur eða vel það, og margir danslagasöngv- arar, bæði stúlkur og piltar. Veðrið var gott fram eftir kvöldi, en spá ill, og hurfu því sumir gestanna heim, áður en samkomunni lauk, m. a. Reyðfirð- Breytingar d rehstri Veitingahúsið Hábær, sem tók til starfa í Reykjavík 6. apríl 1965, var frá upphafi með öðru sniði en tíðkazt hefur um veit- ingahús hér á landi. Var ástæð- an sú, að stofnendurnir — feðg- arnir Svavar Kristjánsson og Hreiðar Svavarsson — fitjuðu upp á þeirri nýjung að hafa þar allt í kínverskum stíl, bæði skreytingu húsakynna og þá rétti, sem staðurinn lagði áherzlu á. Nú er sú breyting á orðin, að Svavar er orðinn einn eigandi Há- bæjar og hefur gert á honum ingar. Um kvöldið fór að salla niður í logni, og upp úr miðnætti brast í byl. Níu stúlkur frá Hall- ormsstað urðu veðurtepptar, og allir gestir frá Seyðisfirði, en öðr- um mun hafa gengið allvel heim. Þó fréttist að Jökuldælingar, sem lengst áttu að, hefðu orðið að ganga af bílunum eftir nætur- langt baks í ófærð. Daginn eftir var kolvitlaust veður og allt ó- fært af snjó, en á mánudag birti til, og var þá rutt frá Egilsstöð- um hingað út eftir. Sú venja hefur verið nokkur undanfarin ár að fá einhvern fyrr- verandi Eiðanemanda til að flytja erindi á árshátíð skólans. I þetta sinn skyldi það vera Þórólfur Friðgeirsson, skólastjóri á Fá- skrúðsfirði, en hann komst ekki upp yfir, og féll því þessi liður niður í þetta sinn. gagngerar breytingar. Hefur hann þegar fengið ýmis ný tæki í eld- hús og á von á fleiri á næstunni, en auk þess hafa verið gerðar breytingar á stærri sal neðri hæð- ar. Skreytingar þær, sem þar voru fyrir gluggum, hafa verið teknar I niður, svo að salurinn er mun bjartari en áður. Sömu áhrif hef- ur sandblásin, kanadísk risafura, sem veggir hafa verið klæddir með. Hefur salurinn tekið mikl- um stakkaskiptum við þetta, en er þó enn með kínverskum svip, Framh. á 3. síöu. Hóbsjar í Reyhjavík Skíðamót Síðastliðnar tvær helga hafa skíðamót verið háð hér í Nes- kaupstað. Laugardaginn 10. marz fór Firmakeppni Þróttar fram við Kúahjalla. 18 fyrirtæki og stofn- anir tóku þátt í keppninni að þessu srnni. Helztu úrslit urðu þessi: 1. Dráttarbrautin, keppandi Jón Ævar Haraldsson, 23.6 sek. 2. SÚN, keppandi Jón Rúnar Árnason, 28.6 sek. 3. Múli, keppandi Kári Hilm- arsson, 29.1 sek. Sl. laugardag hófst Harðarmót- ið með keppni í svigi. Keppt var í tveimur flokkur, 14 ára og eldri og yngri en 14 ára. Keppendur voru alls 24 og urðu þessi helztu úrslitin: Eldri flokkur: 1. Jón R. Árnasoti 55,1 se.k 2. Ómar Björgólfsson 58.8 sek. 3. Þorleifur Ólafsson 64.5 sek. 4. Sigurður Sveinbj.son 66.3 sek. Yngri flokkur: 1. Árni Guðjónsson 58.2 sek. 2. Sigurður Birgisson 59.3 sek. 3. Þorleifur Stefánsson 59.5 sek. 4. Sigurbergur Kristj.s. 68.3 sek. Harðarmótinu lýkur nk. laug- ai’dug ine$ keppui j átórsvigi/ Fjárhagsáætlun Fjárhagsáætlun Reyðarfjarðar- hrepps fyrir árið 1968 var fyrir nokkru afgreidd. Niðurstöðutölur eru rúmar 6 milljónir. Helztu tekjulið'r eru: Útsvör 3 millj. 540 þús., aðstöðugjöld 1 millj. og 100 þús. og frá Jöfnunarsjóði 800 þús. Heiztu gjaldaliðir eru: Al- mannatryggingar og sjúkrasam- lag 976 þús., til menntamála 550 þús., afborganir og vextir 480 þús., vatnsveltan 400 þús., sveita- stjórnarkostnaður 350 þús. Er hér um að ræða mikla lækkun niður- stöðuta'na frá sl. ári. Meirihluta í hreppsnefnd Reyðarf jarðar- hrepps mynda annar armur Framsóknarflokksins og Sjálf- stæðismenn. Frá Eiðum Eiðum, 18. marz. — ÁH/HG Tíðarfar hefur verið með mikl- um ágætum hér á Héraði að und- ánförnu, skammdegisklaka og gadd leysti að mestu, og vötn blánuðu af krapaelg, góð jörð fyr- ir sauðfé. Nemendur Eiðaskóla héldu árs- hátíð sína núna um helgina, laug- ardaginn 16. marz og buðu vinum og vandafölki, Þá var- að vísu íil- Séð yfir Norðfjörð í vetur hefur lengst af verið snjólétt hér á Áusturlandi, en frosthörkur óvenju miklar allt fram á góu. Um síðustu helgi gerði hins vegar byl af norðri með ærinni fannkomu. Tepptust vegir um fjö.11 og í byggð. Myndin hér að ofan er tekin fyrir tæpu ári í fjaliinu inn af Neskaupstað. Sést kaupstaðurinn á strandlengjunni til vinstri, en Búlandið hinum megin. Handan flóans glittir í einstöku dökkan díl á Barðsnesi. —• Ljósm. H.G.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.