Austurland


Austurland - 29.03.1968, Page 3

Austurland - 29.03.1968, Page 3
Neskaupstað, 29. marz 1968. AUSTURLAND' r 3 Von ó oieirí loðnu! Alllangt er nú síðan loðna hef- ur borizt til Austfjarðahafna og eltu bátarnir hana suður fyrir land, en minna varð úr veiði en vænzt var, vegna þrálátra illviðra. Fréttir hafa borizt um loðnu- torfur í Meðallands- og Mýrabugt og eru einhverjir bátar komnir á vettvang, en ekki hefur enn frétzt af veiði. Fáist loðna á þessum slóðum, má vænta frekari löndunar á Austfjarðahöfnum. NÝTT HLUTAFÉLAG: Friðþjófur hf. í Lögbirtingablaðinu, sem út kom 2. marz, er tilkynnt um stofnun nýs hlutafélags á Eski- firði. Heitir það Friðþjófur hf. „Tilgangur félagsins er að reka útgerð og fiskverkun". Stofnend- ur eru Árni Halldórsson, Kristinn Karlsson, Bjarni Stefánsson, Unn- ar Björgólfsson, Ragnhildur Krist- jánsdóttir, Bára Hólm, Bára Haf- steinsdóttir og Jónína Jónsdóttir, öll til heimilis á Eskifirði. Hlutafé er kr. 500.000.00, Hœtt að ryðja I fyrradag var byrjað að ryðja snjó af Oddsskarðsvegi, sem ver- ið hefur ófær um skeið. í gær var verkið stöðvað vegna veðurútlits. Norðfjarðarmegin var þá búið að ryðja upp í Blóðbrekkur. Allmik- ill snjór mun á veginum. Ur bœnum Afmæli Jóhann S. Eyjólfsson, verka- maður, Hafnarbraut 32, er sjö- tugur í dag — 29. marz. Hann fæddist í Sandvík í Norðfjarðar- hreppi, en fluttist hingað 1919. Andlát. Björn Einarsson, vélstjóri, Hlíð- argötu 5A, andaðist á sjúkrahús- inu hér í bænum 23. marz. Hann fæddist. að Ormsstaðastekk í Norðfjarðarhreppi, en hafði átt hér heima lengi. Hjónaband Þann 25. marz voru gefin sam- an í hjónaband í Stortford í Eng- landi ungfrú Brenda Isajbella Mitchell, flugfreyja og Lúðvík S. Sigurðsson, flugmaður frá Nes- kaupstað. ....... ■»—nrB|-~7 j Egilsbúð \ OFAN FRÁ SOHO Sýnd föstudag kl. 8. — Bönnuð börnum innan 14 ára. — j Síðasta sinn. STRIPLINGAR Á STRÖNDINNI j Sýnd sunnudag kl. 3. — Allra síðasta sinn. RÚSSAR OG BANDARÍKJAMENN Á TUNGI INU með Jerry Lewis. — Sýnd sunnudag kl. 5. — Síðasta sinn. THE OSCAR Heimsfræg amerísk litmynd er fjallar um meinleg örlög í heimi frægra leikara og umboðsmanna þeirra. — Aðalhlut- verk: Stephen Boyd, Tony Bennett, Elke Sommer. — Sýnd sunnudag kl. 9. — íslenzkur texti. »^*AAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA*AAAAAAOA*AAAAAAAAAAAAAA«W>AAAAAAAA**A«..-|-rtvwvw|AnJ KRAFTLAKK — GRÁTT ------------------- -|nj-Lru-U1.->|-m<-L- ALLABÚÐ RJÓMAKÖKUR Á SUNNUDAG BAKARÍIÐ. ÚRVAIS FYRIR DRENGI: Reiðhjól margar gerðir Ferðaritvélar í tösku Skrifborðsstólar Bifhjól N.S.U. og Tempo FYRIR STÚLKUR: Reiðhjól margar gerðir Ferðaritvélar í tösku Hárþurrkur margar gerðir Saumavélar (Necchi) Sendi í póstkröfu. — Pantið tímanlega. FÁKUR, sími 20«. frj- • Neskaupstað. Aðalfundur Iðnaðarmannafélags Norðfjarðar verður haldinn þriðjudaginn 2. apríl 1968 kl. 8.30 síðdegis í Egilsbúð. DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Styrktarsjóður. i 3. Önnur mál. Stjórnin.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.