Austurland


Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 2
2 f AUSTURLAND Neskaupstað, 3. maí 1968. Hugmyndín um einmenningskjördœmi skýtur aftur upp kollinum Það hefur lengi verið hugsjóna- mál Framsóknarflokksins að fá kjördæmaskipuninni breytt í það horf, að allir þingmenn verði kosnir í einmenningskjördæmum. Það sem að baki býr er sú trú, að með því fyrirkomulagi yrði hlutur Framsóknarflokksins stærri og miklu stærri en fylgi hans með þjóðinni gefur tilefni til. Þá gerir flokkurinn sér vonir um það, að slík kjördæmaskipun yrði til þess, að einungis tveir flokkar gætur þrifizt í landinu sem þingflokkar og að Framsókn- arflokkurinn yrði annar þeirra. Alþýðuflokkurinn og Alþýðu- bandalagið myndu hverfa úr þinginu. Slík kjördæmaskipun er eins ó- réttlát og verða má og í engu samræmi við skilning Islendinga á hugtakinu lýðræði. Hlutur minnihlutans yrði alltaf algjör- lega fyrir borð borinn. Þótt núverandi kjördæmaskip- Framhald af 1. síðu. hlýtur atvinnuleysi að verða hlut- skipti Seyðfirðinga. Það verkefni bíður Seyðfirð- inga, að ná til sín nokkrum stór- um bátum og tengja útgerð þeirra frystihúsinu. Verði það ekki gert, gæti svo farið, að kyrrstaða og afturför yrði á ný hlutskipti Seyðfirðinga. Þeir fáu bátar, sem Seyðfirð- ingar e;ga, leggja ekki vetrarafla á land á Seyðisfirði, enda i eng- um tengslum við fiskiðjuverið. Ekki er meiri vandkvæðum bundið að landa vetrarafla á Seyðisfirði en á Norðfirði. Vopnafjörður Hreppurinn á síldarverksmiðj- una á Vopnafirði. Gróði hennar hefur verið hagnýttur til marg- víslegra framkvæmda á staðnum. Síðast voru keyptir þangað, að verulegu leyti fyrir atbeina verk- smiðjunnar, tveir stórir bátar, sem höfðu mikið gildi fyrir verk- smiðjuna í fyrra. Telja verður, að Vopnfirðingar séu vei settir hvað atvinnutæki snertir. Vandinn er að beita bátunum til hráefnisöfl- unar fyrir staðinn að vetrinum. Fjarlægð Vopnafjarðar frá fiskimiðunum við Suðausturland er slík, að ekki verður til þess ætlazt, að þaðan verði fluttur fiskur til vinnslu þar. En oft hef- ur útgerð á togveiðar gefizt vel fyrir Norðurlandi. Auðvelt sýnist að sigla til Vopnafjarðar með fisk, sem veiddur er í troll fyrir jjovðún. Þ’c?c bsr bó að gæta, að un sé að vísu gölluö og ekki í sem fyllstu samræmi við leik- reglur lýðræðisins, er hún þó sú lýðræðislegasta, sem við höfum búið við, og jafnframt sú hag- felldasta fyrir kjördæmin. Eitt gott mundi þó sennilega leiða af breyttri kjördæmaskipun til samræmis við skilning Fram- sóknarforustunnar á lýðræðishug- takinu. Fólkið í Alþýðuflokknum og Alþýðubandalaginu mundi rísa upp til varnar og tryggja verklýðshreyfingunni að hún ætti áfram fulltrúa á þingi, með því að sameina flokkana án tillits til vilja þeirra leiðtoga sem kynnu að vilja spyrna gegn því. Gæti þá svo farið, að í tveggja flokka kerfi yrði sameinaður alþýðu- flokkur Framsóknarfiokknum yf- irsterkari. Frá sjónarmiði einstakra kjör- dæma yrði breyting til einmenn- ingskjördæma stórt spor aftur á bak. Einmitt núverandi kjördæma- í ísaárum getur þetta misheppn- azt. Á ríkið að eiga verk- smiðjurnar? Sú spurning hlýtur að vakna hvað verði um litlu verksmiðjurn- ar, ef þær verða gjaldþrota. Lík- legt er, að þá yrði Síldarverk- smiðjum ríkisins falið að reka þær og kunna ýmsir að telja, að þá væri málinu vel borgið. En frá sjónarmiði heimamanna yrði það ekki æskileg þróun. Forráðamenn ríkisverksmiðjanna mundu, þegar afli er tregur, láta stærri verk- smiðjurnar, sem líklegar eru til að skila gróða, ganga fyrir. Og yrði gróði á verksmiðjunum, yrði hann ekki hagnýttur til atvinnu- legrar uppbyggingar heima fyrir eða til að auka á fjölbreytni í út- gerð. Reksturinn er bezt kominn í höndum heimamanna. Ég hef hér á undan drepið laus- lega á mikið vandamál. Satt að segja er ég undrandi á því hve forráðamenn þeirra staða, sem verst eru settir, hafa látið lítið til sín heyra. Vonandi verða þess- ar línur til þess, að rjúfa þann þagnarmúr og vill Austurland gjarnan Ijá greinum um þetta efni rúm. Verði ekkert að gert, hlýtur illa að fara. Hvernig get- ur t. d. Borgarfjörður staðizt, ef þangað kemur engin síld og triilu- útgerðin verður ekki reist við? Líklega. er ástandið livergi elns alvarlegt og þai’. skipun hefur orðið til þess, að meiri samvinna hefur skapazt milli þingmanna einstakra kjör- dæma þótt af ýmsum flokkum séu. Þá hefur kjördæmabreyt- ingin átt mikinn þátt í því að smátt og smátt er að skapast aukin samvinna milli sveitarfé- laga hinna einstöku kjördæma. Þetta hvorutveggja er líklegt til þess að verða hinum einstöku kjördæmum til mikiila hagsbóta. Hætt er við, að þetta horfði eitthvað öðruvísi við, ef við í stað þess að tala um þingmenn Austur- landskjördæmis færum að tala um t. d. þingmann Fljótsdalshéraðs, Norðurljós Flugfélög eru hreint ekki svo lít'l gróðafyrirtæki. Má minna á SAS og Loftleiðir, sem víst er orðinn stærsti gjaldandi opin- berra gjalda hér á landi. Það er ekkert til sparað að efla gengi þeirra, auglýsingastarfsemi stór- kostleg og heilar ríkisstjórnir fara á annan endann ef lending- Norshur sMori... Framh. af 4. síðu. væri hann kallaður „Bamse“, gælunafni bjarnarins, og naut hann mikillar virðingar norskra selveiðimanna. Afli Ásbjörns var að mestu leyti kópar, þ. e. a. s. kópaskinn og spik, kjötið er ekki hirt, og um 1100 fullorðin dýr, sem eru skotin, en kóparnir eru rotaðir á ísnum þar sem þeir liggja fyrstu vikurnar eftir kæpinguna. Á þessu tímabili eru kóparnir mjög feitir, hljóta þeir þykkt spiklag í vöggu- gjöf, sem þykknar auk þess mjög fyrsta hálfa mánuðinn, en þann tíma nærast þeir á móðurmjólk- inni. Eftir það njóta þeir víst lít- illar umönnunar og verða þeir að lifa á þessu spiklagi þar til hungrið rekur þá út í sjóinn til að afla sér frekara lífsviðurværis. Þennan tíma var feldur kópanna mjög loðinn og eykur það sjálf- sagt verðgildi þeirra. Selveiðisvæði Norðmanna eru einkum þrjú, austurísinn, en það kalla þeir ísinn, sem liggur vest- an við Novaia Semlia vesturísinn á svæðinu austan og vestan við Jan Mayen og norður af Islandi og Nýfundnalandsísinn á svæðinu milli Grænlands og Nýfundna- lands, fara stærri selveiðiskipin einkum þangað. Ekki er mér kunnugt um, að Islendingar hafi nokkurn tíma stundað þessar Ishafsselveiðar, hvað>sem síðar kann að vérða. þ;ngmann Neskaupstaðar og Norðfjarðarhrepps o. s. frv. Einmenningskjördæmin, þetta mikla baráttumál Framsóknar- flokksins, hefur verið nokkuð á dagskrá að undanförnu vegna þess, að viss öfl innan Sjálfstæð- isflokksins hafa tekið undir með Framsóknarmönnum. Er nokkur hætta á því, að afturhaldsöfl beggja þessara flokka reyni að koma þessu máli fram í þeim til- gangi að útiloka aðra flokka frá áhrifum á stjórn landsins. Lýð- ræðishugsjónin á sér ekki djúpar rætur með þeim mönnum, sem nú vilja breyta kjördæmisskipun- inni í afturhaldsátt. I þeirra aug- um skiptir það meginmáli, að hlutur þeirra verði sem mestur hvað sem öllu lýðræði líður. til sölu arleyfi og fyrirgreiðsla er ekki veitt eins og hver vill. Eftir því sem fólki fjölgar og fleiri fást til að eyða peningum sínum, vænk- ast hagur þeirra. Hér á landi er rekinn mikill áróður fyrir auknum ferðamanna- straum, mikið talað og ritað, mest með en lítið á móti. Að sjálfsögðu er þar nokkur von um gjaldeyr- ishagnað, sérstaklega ef ekki er gert ráð fyrir að þjónustufólk og aðrir sem uppteknir væru af ferðafólki, dyfu hendinni í kalt vatn, að öðrum kosti. Einhver hefur haldið því fram, að íslend- ingum sé ekki lagið að beygja sig auðmjúklega í von um þjórfé, annað að slíkt uppeidi sé ekki æskilegt o. s. frv. Fyrir skömmu var í Stakstein- um Morgunblaðsins vikið nokkuð að auknum ferðamannastraum er- lendis frá. Þess var getið að á Norður- og Austurlandi væru margir fagrir staðir er útlendir ferðamenn gætu haft áhuga fyrir. Sem betur fer þá er nú svo komið, að við hér fyrir austan höfum einnig möguleika á að ferðast nokkuð um í fjórðungnum. Við af fjörðunum förum í ,,Hér- aðið“, sem algengt er. Þar njót- um við náttúrufegurðar, útsýnis og kyrrðar. Það er einmitt fá- mennið á þessum slóðum sem gef- ur þeim gildi. Er þess að vænta, að heimamenn falli ekki fyrir þeirri freistni að stuðla hér *að snöggum umskiptum. Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hef- ur. — J. K. Bátur til sölu 10 tonna bátur til sölu. Bátur- inn er í góðu lagi. Upplýsingar géfur ÓJi Ólafsson, Ne'skaupstað, sími 68. Vondamál austfirzhu sjdvarþorpanna

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.