Austurland


Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 03.05.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 3. maí 1968. AUSTURLAND 1 3 Frá Umferðaröryggisnefnd Eailsbúð S VEFN G EN GILLINN Amerísk mynd með Rob'ert Tay’.or og Barböru Stanwyek í aðalhlutverkum. — Islenzkur texti. — Sýnd föstudag kl. 9. — Bönnuð börnum innan 16 ára. FURÐUFU GLINN Bráðskemmtileg brezk mynd með hinum óviðjafnanlega Nor- man Wisdom. — Sýnd laugardag kl. 5 og á barnasýningu á sunnudag kl. 3. LEIKSÝNING sunnudagskvöld kl. 9. DANSLfíKUR verður laugardag kl. 10. Hljómsveitin Laxar frá Akureyri ásamt söngkonunni Sæbjörgu Jónsdóttur sjá um fjörið. KRAFTLAKK — GULT ALLABÚÐ ‘^•**-**‘***,%^%- -----mn—nruuu—i~i.rinj 1 n nj Aivinna Vantar 3 bílstjóra og 1 verkamann. STEYPUSALAN HF. Gylfi' Gunnarsson. BANANAR KAUPFÉLAGIÐ FRAM Bæjarstjórn Neskaupstaðar og lögreglustjóri hafa ákveðið, að bráðlega taki gildi nokkrar breyt- ingar á umferðarregium í bænum. Meginbreytingin er sú, að fleiri Boðsbréf Vegna þess að alltaf er verið að skora á mig að gefa út lausa- vísur mínar, hef ég nú ákveðið að gefa mönnum kost á ca. 120 bls. bók, ef nógu margir áskrif- endur fást. Bókin verður aðeins gefin út handa áskrifendum, og þurfa áskriftir að hafa borizt mér fyrir júnílok nk. Þá verður endanleg ákvörðun tekin um út- gáfuna. Þetta verður ekki úrval vísna minna — enda sýnist jafn- an sitt hverjum þar um. Geta má þess, að pappír verður fullnýttur í bókinni, að öðru leyti er ekkert hægt að segja að svo stöddu. Reynt verður að hafa bókina eins ódýra og hægt verður. Æski- legt er að menn taki fram hvort þeir vilja fá hana í bandi eða hefta. Áskriftalista sendi ég enga, — en reyni að fá menn til að taka við áskriftum, þar sem mest von er um þátttöku. Sendist annars beint til mín. Þorsteinn Eiríksson, Ásgeirsstöðum, Eiðaþinghá. Þessir taka á móti áskriftum að vísnabók Þorsteins Eiríksson- ar: Á Eskifirði: Jóna K. Halldórs- dóttir, Sunnuhól. Á Reyðarfirði: Þormóður Eiríks son, Gistihúsi KHB. í Neskaupstað: Bjarni Þórðar- son. Goðafoss seldur Ms. Goðafoss, sem er elzta skip Eimskipafélagsins, byggt hjá skipasmíðastöð Burmeister og Wain í Kaupmannahöfn 1948, hef- ur verið á sölulista um nokkurt skeið. Hafa nú tekizt samningar um sölu á skipinu til skipafélags- ins Cape Horn Shipping Develop- ment Corporation í Monrovia í Líberíu. Verður skipið væntanlega afhent kaupendum í síðari hluta júnímánaðar. Félagið hefur nú í undirbúningi smíði tveggja nýrra frystiskipa og eins skips til almennra vöruflutn- inga. Er gert ráð fyrir, að bygg- ingu þeirra megi ljúka á árunum 1970 og 1971. Skipin munu verða útbúin öllum nýtízku tækjum, sjálfvirkni í vélarúmi og verða lestar og lestaútbúnaður gerður með það fyrir -augum að tryggja fljéta fermirigu cg affermingu. götur en áður fá aðalbrautarrétt. Auk þess eru á prjónunum fleiri áætlanir, sem væntanlega verða til bóta og draga ættu úr hættu af sívaxandi umferð vélknúinna ökutækja. Má þar til nefna upp- setning hindrana fyrir framan húsdyr, sem opnast beint út á fjölfarnar götur. Umferðaröryggisnefnd hefur í undirbúningi útgáfu korts af gatna kerfi bæjarins, og væntir hún þess, að slíkt kort auðveldi fólki að átta sig á hinum nýju reglum. Svo sem öllum ætti að vera ljóst styttist nú mjög tíminn til H-dags. Vill nefndin vekja athygli á því, að um miðjan þennan mánuð kemur hingað erindreki hægri um- ferðar. Mun hann halda almenn- an fund í Egilsbúð og ræða þá fyrst og fremst þau vandamál, sem skapast við gildistöku hægri umferðar. Þá mun hann og svara fyrirspurnum, er til hans kann að verða beint. Norðfirðinga alla, hvort sem þeir búa í bæ eða sveit, hvetur nefndin til að sækja þennan fund, en hann verður að sjálfsögðu nán- ar auglýstur siðar. J. L. B. Nokkrar stökur eftir Þorstein Eiríksson Minkarækt Þjóðar grynnkar gáfnastig glæðist hugarveira. Menn því jafnan minnka sig við minkarækt og fleira. Fræðiinaður Líkast vantar mig lagið á lífeðlis fræði grein. Fræjum ég sáði í flagið, þó finnst ekki spíra nein. -—o— 1 Börðin klæðir mela mjúk mjöllin hóla beizlar. Skörðin hæða fela fjúk fjöllin sólin geislar. Gengistap viðreisnarinnar Arðrán hlífir öngum auðvald saman tvinnar, því veltir stjórnin vöngum og velferð þjóðarinnar. Vorið 1967 Vorið oss vonleysi ól — vetur ei burt mátti þvo. Svarti maí gaf okkur sól síðustu dagana tvo. Kvennadeild Slysavarnarfél. minnir konur á, að skila munum á hlutaveltuna i dag. Hvoð er í /réttum? Framh. af 4. síðu. ir forstöðukona frá skólastarfinu. Úr skólanum brautskráðust 13 stúlkur. Hæstu einkunn þeirra hlaut Bjarney Benediktsdóttir frá Mýrum í Hornafirði, fékk 9,31 í aðaleinkunn. í Yngri deild var hæst Þórey Axelsdóttir frá Bessastöðum í Fljótsdal með 9,25 í aðaleinkunn. Allur kostnaður stúlkna í eldri deild varð kr. 21.307,00 yfir veturinn, en í yngri deild kr. 16.964,00. Vorkoman Ekki verður annað sagt, en vel hafi vorað á Upphéraði en síð- ustu dagana hefur þó kólnað mik;ð, þótt veður sé gott. Snjór vetrarins er allur farinn, en ný- snævi gerir hlíðarnar hvítar. Is- inn losnaði af Lagarfljóti síðasta vetrardag og braut mjög upp á fyrsta sumardag. í vetur komst þykkt issins í 50 cm og hefur sjaldan orðið þýkkri. Klaki í jörð er ekki meiri hér á Hallormsstað en í venjulegum vetrum, því að nokkurt snjólag hlífði jörð nær allan tímann sem frostin stóðu í vetur. Undir mosa- lagi í birkiskóginum varð frost mest 30 cm á þykkt, en í opnum reit í gróðrarstöðinni varð klaka- þykktin mest 60 cm. Hins vegar fór frost niður fyrir 100 cm í malarjörð sums staðar og fraus vatn víða í vatnsleiðslum hér um sveitir. Áður en frostin komu nú með sumarkomunni var þítt lag orðið 22 cm í opnum reit í gróðr- arstöðinni. Skógarþrösturinn er kominn til okkar í skóginn og hvar sem mað- ur hefur gengið um skóginn síð- ustu daga, heyrist þrusk í grasi, þar sem þrösturinn er að safna stráum í hreiðrin. lUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.