Austurland


Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 2
2 ? 'V AUSTURLAND Neskaupstað, 17. maí 1968. Framtíð Austfirðingafjórðungs Mikill átakavetur er nú liðinn. Menn hafa átt í stríði við nátt- úruöflin, stórviðri,, flóð og hafís sem þessa fyrstu vordaga hefur lagzt enn fastar að landi og eng- inn sér fyrir um afleiðingar. Og hugur manna virðist hafa verið í fullu samræmi við hamfarir nátt- úrunnar, þeir hafa strítt hver við annan í ríkari mæli en venjulega. Utvegsmenn og frystihús hafa knúð fram nokkur hundruð millj- óna tekjuauka á þessu ári og launþegar gert tilraun til að verja stéttina áföllum með löngu og hörðu verkfalli. Um verkbönn og verkföll hefur mikið verið rætt og sýnist sitt hverjum sem vonlegt er. Það hefur mikið verið deilt um það hvort slík vopn séu úrelt í baráttunni. En að lausn á vandamálum útvegsins og frysti- húsa og deilunni um fulla vísitölu- uppbót á laun, var unnið í Reykja vík, — en ekki setzt að samninga- borði fyrr en á elleftu stundu. Þegar stöðvaður er atvinnurekst- ur eða vinnufús hönd, hvort held- ur er með verkbanni eða verkfalli, þá fer ótrúlega margt úr skorð- um, sem ekki aðeins deiluaðila varðar. Hér fyrir austan hafa orðið nokkur blaðaskrif varðandi lausn á vinnudeilunni í marz, á hinum ýmsu stöðum hér eystra. Aðr.ir hafa mér vitanlega ekki lagt dóm á þær tiltektir, utan Hannibal Valdimarsson forseti Alþýðusam- bands íslands, er sendi okkur kveðju í útvarpsþætti og var að vanda stórorður, — fyrst og fremst í garð Eskfirðinga. I Austra skrifar „Eskfirðingur" um málið, í Austurland Ölver Guðna- son og nú síðast starfsmaður Verklýðsfélags Norðfirðinga og Alþýðusamb. Austurlands. (Við- tal við Árna Þorm.). Hér er ekki ætlunin að elta ólar við þær að- finnslur er fram hafa komið og varða hreppsnefnd Eskifjarðar- hrepps. En Ölver segir í grein sinni: „Væntum við þess, að hreppsnefndarmenn geri grein fyrir gerðum sínum í þessu máli á opinberum vettvangi". Já, svo sannarlega. Ölver kærði þessa málsmeðferð fyrir Pélagsmála- ráðuneytinu og síðan var svo odd- viti „kallaður á kontórinn“ og gerði þar grein fyrir þessum gjörðum hreppsnefndar. Staða atvinnuveganna er mjög hæpin víða um land og hefur svo löngum verið. Hafa allmörg bæj- ar- og sveitarfélög lagt í áhættu- saman atvinnurekstur til að halda uppi nauðsynlegri atvinnu. Enn leggja bæjarsjóðir Akureyrar, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar fra-m milljónir árlega, til stuðn- ings togaraútgerð súini og þykir borga sig samt. Með ýmsu móti hafa Austfirð- ingar reynt að byggja upp sitt atvinnulíf þó einhæft sé. Má nú segja, að á suðurfjörðunum og miðsvæðinu frá Neskaupstað sé atvinnuástand þolanlegt árið um kring, séu atvinnutæki öll í gangi. Hinsvegar stendur þetta ekki traustari fótum en svo, að engu má muna. Það verða allir aðilar að hafa í huga, sveitarfélög, verk- lýðsfélög og atvinnurekendur. Svo var þetta erfitt fyrir útgerðinni upp úr áramótunum, að með harm- kvælum tókst að búa bátana á vertíð. Allir hugsandi menn sjá að það er full þörf á „breiðfylkingu" til að standa vörð um það líf okkar sem svona hangir á bláþræði. Ekki er þörf að lýsa nákvæmlega kringumstæðum er verkfall skall á í marz. Menn muna að útskip- un á saltsíld stóð sem hæst, þrær voru fullar af loðnu og bátar að afla vel. Tvennt var til: Annað hvort að leysa hnútinn eða að leggja atvinnuvegina í rúst. Þetta blasti við þeim mönnum sem þarna gátu ráðið úrslitum og það sjónarmið eitt réði úrslitum um lausn deilunnar, jafnt í Neskaup- stað sem hér á suðurfjörðunum, hvernig svo sem það er túlkað manna á milli og í blöðum. Það er í raun og sannleika ekkert hægt að gera upp á milli samn- inganna og lausn deilunnar í byggðarlögum þessum. Miðað við kringumstæður var slík lausn sjálfsögð og menn mega vel við una. Undirróðursmenn, sem af illkvittni túlka þessi mál á verri veg, munu eiga sér formælendur fáa. Atvinnuvegunum varð bjarg- að frá stórkostlegu tjóni og fólk- ið fékk sitt. Samstaða sveitarfélaga, verk- lýðsfélaga og atvinnurekenda hér í kjördæminu þarf að verða náin. Hún hefur þróazt nokkuð í rétta átt hin síðari ár og árið sem leið átti hið nýstofnaða Samband sveitarfélaga í Austurlandskjör- dæmi ríkan þátt í áframhaldi slíkrar þróunar. Þetta vil ég biðja Árna Þormóðsson í Neskaupstað, starfsmann Alþýðusambands Austurlands að hafa í huga. Hann er svo hógvær að kalla samningana hér á suðurfjörðun- um ,,slys“. — En hann veit, að við vorum að fyrirbyggja enn stærri „slys“ alveg eins og þeir í Neskaupstað gerðu með sínum sérsamningum og vil ég ekki hafa um það fleiri orð að sinni. Að því ber að stefna, eins og Árni segir, að samningar í fjórðungnum séu gerðir beinlínis á vegum ASA en jafnframt þurfa atvinnurekendur að losna úr of nánum tengslum við Vinnumálasamband samvinnu- félaga og Vinnuveitendasamband- ið. Þá fyrst skapast, möguleikar til eðlilegs samstarfs um lausn margvíslegra málefna sem fjórð- unginn varðar. Þar á samband sveitarfélaganna að koma að góðu liði. Þó manni finnist svo í fljótu bragði að málefnin séu óskyld, þá liggja þræðirnir víða saman. Mér sýnist að forráðamenn í byggðarlögunum hafi í marz sl. valið hina einu réttu leið. Það á jafnt við um sveitarstjórnir, verk- lýðsfélög sem og vinnuveitendur. Við erum vel á vegi með sóma- samlegt atvinnuöryggi, eftir ára- tuga þrotlausa baráttu, þar sem hvergi má gefa eftir, því enn er margt óunnið og alltaf skapast ný viðfangsefni. En við verðum að standa vörð um hvern þann á- fanga sem v;nnst. Að öðrum kosti tekst okkur ekki að gera fólki líf- vænlegt í kjördæminu. Að fólk geti treyst á góða og örugga at- vinnu — það er grundvöllur alls annars. Stórátök til framfara á ýmsum sviðum standa nú fyrir dyrum hér í kjördæminu. Allt mun þetta verða harðsótt, — hér eftir sem hingað til. Þeim mun meiri þörf er á svo almennri samstöðu sem kostur er, skilningi á því að við verðum að snúa bökum saman ef eitthvað á að verða ágengt. Þar gerum við ráð fyrir mestri for- ustu sveitarstjórnanna með ný- stofnað samband sitt í broddi fylkingar. Vinnuveitendur og verklýðsfélög hafa þarna miklu hlutverki að gegna. Samstaða þessara aðila getur ein lyft þeim Grett;stökum sem ráða úrslitum um framtíð fjórðungsins. Samstað- an þarf að verða sem víðtækust svo skilningur aðila vaxi á hvers annars þörfum. Hættan af áföll- um frá náttúrunnar hendi og af mannanna völdum verður þá í lágmarki. J. K. <WV/WW«VSA»WVWWVAA/WVWVSA»V»/VW»/V\/VVWW»Í\/WVV/WVWWV\/VWVWWW\/WVWVWVWWS/WWWW Aöalfundur Aðalfundur Skógræktarfélags Neskaupstaðar verður haldinn 23. maí. Nánar auglýst síðar. Stjórnin. k .WWWVWWWWWVWWV/VWNA/WVWVWWWWWWWVWWVWVWWNA/NA/VWWWNA/VAA/I/ Frá ritsímanum í Neskaupst. Þeir, sem ætla að senda fermingarskeyti, eru beðnir að koma þeim fyrir kl. 18 á laugardag til að tryggja útburð þeirra á fermingardaginn. Símstjóri. /WWWWWWW»/WAA^WAA/»AAA/WWWWV»WW»/WV»/VW»WWWWW>A/VWVVWVWW»/%/WA/ ibúð til sölu Fyrir dyrum standa eigendaskipti á íbúð að Víðimýri 18, sem byggð hefur verið á vegum Byggingafélags alþýðu, Neskaup- stað. Þeir félagar Byggingafélags alþýðu, sem vilja koma til greina við ráðstöfun íbúðarinnar sendi umsóknir þar um til formanns félagsins, Sigurðar Guðjónssonar, fyrir 17. júní nk. Byggingafélag alþýðu. Frá sjúkrasamlaginu Enn eru skuldugir samlagsmenn alvarlega áminntir að greiða iðgjöld sín hið fyrsta. Þeir, sem skuldugir eru, fá ekki endurgreiddan sinn hluta af lyfseðlum eða reikningum vegna læknishjálpar, sé þeim ekki framvísað fyrir 25. maí. Lokað vegna sumarleyfis 27. maí til 8. júní. f Gjaldkeri.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.