Austurland


Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 17.05.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 17. maí 1968. Hvaö er í fréttum? Fró Egilsstöðum Egilsstöðum, 15. maí — SG/HG Skipiulag Egilsstaðakauptúas Fyrsti aðdragandinn að stofnun þéttbýlis á Egilsstöðum var áskor- un Fjórðungsþings Austfirðinga í ágúst 1943 til félagsmálaráðherra um að athugað yrði um stað á miðju Fljótsdalshéraði fyrir þétt- býiiskjarna. Jafnframt var skorað á ríkísstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því, að ríkið keypti nægjanlegt land og skipulegði kauptún, þar sem haganlegt þætti. Fyrsta mæling vegna kauptúnsins var gerð 1944 og þá fyrstu húsin byggð. Frumdráttur að skipulagi byggðar var gerður í júní 1945, önnur skipulagstillaga 1948 og sú þriðja 1949. Fjórða útgáfa all- mikið aukin og endurbætt var gerð 1957 og sú fimmta 1959 og hún breytt og aukin ári síðar. Ár- ið 1962 var send tillaga að skipu- lagi, sem hlaut formlegt sam- þykki alllra aðila, og sá uppdrátt- ur með smá breytingum staðfest- ur af ráðuneytinu í maí 1964. Þótt síðan séu aðeins liðin fjög- ur ár, hefur þróun byggðar verið það ör, að óhjákvæmilegt þótti að auka verulega við hið skipulagða svæði, og taka jafnframt upp- dráttinn í heild til endurskoðun- ar. Mæling landsins hefur farið fram, svo og útfærsla skipulags- ins og gerður tillöguuppdráttur að aðalskipulagi. Miðast það við að fullnægja byggð t’l ársins 1988. Þá er áætiað að íbúarnir verði um 1500 manns, og er þá miðað við 5,5% árlegan vöxt frá 1967 til 1988. Á árunum 1951—61 var fjölgun íbúa á ári 5.5% en á ár- unum 1961—67 hinsvegar 15.7%. Frá 1963 hefur vöxtur verið jafn eða 11.7%. Nýja skipulagi'ð 1 hinu nýja aðalskipulagi er gert ráð fyrir rúmgóðum svæðum fyrir iðnað og viðskiptaþjónustu. Af opinberum stofnunum og fleira, sem gert er þarna ráð fyr- ir, má meðal annars nefna lækna- miðstöð fyrir Héraðið allt og Borgarfjörð, elliheimili, væntan- lega fyrir flest byggðarlög á Aust- urlandi, kirkju, sundlaug, íþrótta- hús og íþróttavöll, safnhús fyrir bæjarfélagið og sveitir á Héraði, og hótel, sem staðsett yrði í tengslum við félagsheimilið Vala- skjálf. — Þá hefur verið skipu- lagt hverfi fyrir framhaldsskóla, meðal annars tilvonandi Mennta- skóla Austurlands. í nýskipulögð- um íbúðahverfum er m. a. gert ráð fyrir 183 einbýlishúsum auk raðhúsa og fjölbýhshúsa. Megnið úf J>essu nýjá Skirulagða svæði er frá núverandi kauptúni norður að Eyvindará. Röksemdir Hringvegur um landið og þjóð- veganet Austfjarða tengist á Eg- ilsstöðum. Þar er og aðalflugvöll- ur Austurlands, og vegna legu kauptúnsins og umferðaræða virð- ist eðlilegt, að Egilsstaðir séu dreifimiðstöð fyrir Austfjarða- byggðir og þar séu staðsettar þær stofnanir, sem snerta Austurlands- svæðið í heild. Vorharðindin Fréttaritari átti í dag tal við Örn Þorleifsson, búnaðarráðunaut. Taldi hann bændur hafa fóður- birgðir til næstu mánaðamóta, en þá verður víðast mjög á þær gengið, ef svo fer sem horfir. Enginn fóðurbætir er nú til á Austfjarðahöfnum, og ef skip komast ekki inn á hafnir með fóðurkorn mjög fljótlega, má bú- ast við mjög alvarlegu ástandi, þar sem sauðburður er líka að hefjast næstu daga og fóðurnotk- un þá mjög mikil. Bændur hafa keypt mjög mikið af fóðurbæti í vetur, og greiðslugeta þeirra til áburðarkaupa er því trúlega orð- in lítil. Á Upp-Héraði er nú snjólítið, en þó nokkuð um skafla eftir hret um síðustu helgi; á Út-Héraði er hinsvegar mun meiri snjór. Frá Neskaupstað Neskaupstað, 17. maí — HG Vertíðarlok Til Neskaupstaðar bárust á vetrarvertíðinni af miðunum fyrir sunnan land samtals um 3100 lest- ir af bolfiski, og er það óvenju mikið magn og raunar það lang mesta frá því á dögum togaranna hér fyrrum. Til samanburðar skal þess getið, að árið 1967 bárust hingað á sama tíma um 400 lest- ir, 1966 um 600 lestir, 1965 var aflinn sáralítill en 1964 fluttu bátar hingað um 1400 lestir, en þá var Nesútgerðin starfandi. Af aflanum í ár hafa um 1060 lestir farið í salt, en 1900 í frystingu, langmestur hlutinn verkaður hjá Fiskvinnslustöð SÚN, en Frysti- hús kaupfélagsins þó einnig tek- ið við nokkru. Aflinn, sem hér var landað, skiptist á 8 báta, sem alLir eru gerðir út héðan, en um 4/5 eru frá eftirtöldum 4 bátum, talið í lestum: Löndun Barði Bjartur Magnús lestir), Glaður (tæpum 100), Gló- faxi (30) og Sæfaxi (165), en tölur yfir landanir þeirra annars staðar höfum við ekki. Þá ber að geta Norðfjarðarbátanna Barkar og Birtings, en þeir stunduðu all fjölþættar veiðar, voru fyrst á loðnu, síðan stuttan tíma með þorsknót, en nú síðast með troll og stunda það enn. Sveinn Svein- björnsson er aflahæstur Aust- fjarðabáta og í hópi þeirra afla- hæstu á landinu á þessari vertíð. Þessi vetrarútgerð hefur breytt viðhorfum í atvinnulífinu hér rnjög til hins betra miðað við und- anfarna vetur, og hefur þó hafís- inn gert talsvert strik í reikning- inn, hvað varðar landanir hér heima, svo ekki sé rætt um erfið- leika fiskkaupenda, sem losna ekki við afurðirnar meðan sá hvíti heldur sig við landsteina. Skólaslit Nesk. UtanNk Alls 701 91 792 570 155 725 454 316 770 Framh. af 1. síðu. 5. Friðrik Pétur Sigurjónss. 8.48 6. Ragna Halldórsdóttir 8.35 7. Karl Rögnvaldsson 8.31 8. Árni Þorsteinsson 8.20 9. Heimir Ásgeirsson 8.19 10. Þorleifur Stefánsson 8.15 Meðaleinkunn árgangs 7.62. Bókaverðlaun hlutu þessir nem- endur: Harpa Sigríður Höskuldsdóttir fyrir hæstu einkunn á barna- prófi. Friðrik Pétur Sigurjónsson fyr- ir framfarir í 6. bekk og Magnús Magnússon og Þórarinn V. Gunn- arsson fyrir mestar framfarir í 5. bekk. Tveir nemendur fengu 10 í staf- setningu, þau Harpa Sigríður Höskuldsdóttir og Einar Gunnars- son. Þrír nemendur fengu yfir 9 í reikningi, Harpa fékk 9.6 og þeir Magnús Magnússon í 5. bekk og Trausti Traustason 4. bekk með 9.2. I , —o— Eyþór Þórðarson, sem verið hefur kennari við skólann síðan 1933 lætur nú af kennslu að eig- in ósk. Hann hóf kennsluferil sinn í Norðfjarðarhreppi haustið 1925, svo segja má, að hann hafi verið kennari Norðfirðinga samfleitt í 43 ár. Bæði skólastjóri og formaður fiæðsluráðs Neskaupstaðar þökk- uðu Eyþóri langt og farsælt kenn- arastarf og árnuðu honum heilla. Þá afhenti formaður fræðsluráðs honum Ferðabækur Þorvalds Thoroddsen að gjöf frá fræðslu- ráði, sem þakklætis- og virðing- arvott. Var Eyþór ákaft hylltur af nemendum og öllum viðstöddum. Mælti hann að lokum nokkur þakkarorð. Árnaði skólanum og nemendum sínum, eldri og yngri, allra heilla og farsældar. Ur bœnum Borghildur Hínriksdóttir, hús- móðir, Skólavegi 9, varð 60 ára 9. maí. Hún fæddist hér í bæ og hef- ur jafnan átt hér heima. Afmæli Guðrún Friðbjörnsdóttir, hús- móðir, Hlíðargötu 4, varð 75 ára 11. maí. Hún fæddist að Þingmúla í Skriðdal, en hefur átt hér heima síðan 1917. Byggingaleyfi Nýlega hefur Magnús Her- mannsson fengið leyfi til að reisa íbúðarhús úr steinsteypu á lóð- inni nr. 14 við Miðgarð. Flatar- mál íbúðarhæðar verður 125.6 fer- metrar og kjallara 74.7 fermetrar. Þá hefur Helgu Vilhjálmsdótt- ur verið leyft að byggja 65 fer- metra hús úr steinsteypu á lóð- inni nr. 36 við Blómsturvelli. 872 á kjörskrá Á kjörskrá þeirri, sem gildir fyrir Neskaupstað við forseta- kosningarnar 30. júní, eru nöfn 872ja manna með atkvæðisrétti á kjördegi. Við Alþingiskosningarn- ar 11. júní í fyrra voru á kjör- skrá 816 menn með atkvæðisrétti. Fjölgun kjósenda stafar sumpart af hærri íbúatölu og sumpart af því, að kosningaaldur hefur ver- ið færður niður um eitt ár. Á kjörskrá eru nú 35 manns, sem hafa kosningarétt vegna lækkun- ar kosningaaldurs. Til sölia Ford Cortina 1967 til sölu. Upplýsingar í síma 125. lUSTURLAND Ritst jóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Sv. Sveinbj. 917 143 1060 2642 705 3347 Auk þessara báta lönduðu hér nokkrum afla bátarnir Björg (57 Skákkeppni milli Eskfirðinga og Norðfirðinga fer fram nk. sunnudag og hefst kl. 2 e. h. í sjómannastofunni. Taílfélag Norðfjarðar.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.