Austurland


Austurland - 24.05.1968, Síða 2

Austurland - 24.05.1968, Síða 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað, 24. maí 1968. Frd iiferðaröryððisiclid leskaupstaðar Eftir nokkra daga, eða nánar tiltekið 26. maí, breytist umferð á landi voru úr vinstri yfir í hægri. Það er harla ótrúlegt að í dag sé nokkur sá til, sem kominn er til vits og ára, sem ekki veit um þessa umferðarbreytingu og ekki hefur velt fyrir sér, hvað helzt beri að varast í umferðinni, á meðan verið er að venjast hinum breyttu aðstæðum. Þessi kort, sem hér birtast eru auðvitað eingöngu ætluð þeim, er í Neskaupstað búa eða þar dvelj- ast á meðan á umferðarbreyting- unni stendur. Á yfirlitskortinu eru aðalbrautir bæjarins litaðar svartar. Ástæða er til að vekja sérstaklega athygli bæjarbúa á því, að Mýrargata, Sverristún, Miðstræti og hluti af Melagötu verða aðalbrautir. Mynd- ast þannig hringur sá, er vel kemur fram á kortinu. Með þess- ari ráðstöfun hefur öryggi veg- farenda á þessum götum og hlið- argötum þe:rra verið stórlega bætt. | Myndirnar af gatnamótunum þarfnast ekki skýringa. Þær eru ekki neinar kenndlumyndir, held- ur miklu fremur ætlaðar til þess að vekja vegfarendur til umhugs- unar um það, hvermg þeir eigi að haga sér á þessum gatnamótum og öðrum eftir umferðarbreyting- una. Margt ber auðvitað að varast í hægri umferð óg þá sérstaklega fyrstu dagana. Erfitt er að gera sér grein fyrir því, hvað helzt geti valdið slysum. Eitt af því, sem hættulegt getur orðið í um- ferðinni er án efa gleymska veg- farenda. Hugsanlegt er, að öku- maður, sem sezt upp í bifreið sína og ekur af stað, sé búinn að gleyma breytingunni og hagi sér eins og í vinstri umferð. Nú eru til lítil H-merki, sem líma má á framrúðu eða bílhurð. Ef til vill geta þau hjálpað upp á minnið og fyrirbyggt svona mistök. Hér austanlands eru vegir flestir það mjóir, að að öilu jöfnu er ekið eftir þeim miðjum. Hafi ökumaður ekið þannig langtímum saman án þess að mæta öðru öku- tæki er mikil hætta á því, að hann bregð!st við samkvæmt vinstrl venjunni, sérstaklega ef umferð á móti birtist skyndilega. Fjölda áminningarmerkja um hægri um- ferð verður komið upp meðfram þjóðvegum landsins, og er þess að vænta, að hér á Austurlandi verði ekki lengra á milli þeirra en svo, að komi að gagni. Hættu- legar beygjur og blindhæðir verða væntanlega betur merktar en áð- ur.. I'’lestir munu sanimála um það, að einmitt þossir sta,3ip géu

x

Austurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.