Austurland


Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 31.05.1968, Blaðsíða 2
2 ' AUSTUELAND Neskaupstað, 31. maí 1968. Staða n hlutverh Egilsstaðahauptúns i í 20. tölublaði Austurlands birt- ist sem oft áður ágætur frétta- pistill frá Egdsstöðum. Þar er komizt að þeirri niðurstöðu, að ,,vegna legu kauptúnsins virðist eðlilegt, að Egilsstaðir séu dreifi- miðstöð fyrir Austfjarðabyggðir og þar séu staðsettar þær stofn- anir, sem snerta Austurlandssvæð- ið í heild“. Egilsstaðamenn hafa verið iðn- ir við að halda þessari skoðun að mönnum. Þeim til liðs hafa komið Héraðsmenn almennt, ýmsir brott- fluttir Austfirðingar, sem í þéss- um efnum láta meir stjórnast af átthagarómantík en rökvísþ og loks ýmsir misvitrir skrifstofu- spekingar í Reykjavík. Fyrir hug- arsjónum þessara manna blasir glæsileg borg á Héraði, borg, sem ber ægishjálm yfir aðrar byggðir Austurlands. Þar sætu allar helztu stofnanir fjórðungsins og segðu fiskiþorpunum á ströndinni fyrir verkum. Af hálfu þeirra manna, sem ekki eru sama sinnis, hefur fátt heyrzt opinberlega. En það er kominn tími til þess, að hafnar séu umræður um framtíð Egils- staðaþorps og það hlutverk, sem eðlilegt er að það gegni. Til þessa máls taka engir pólitíska afstöðu — málið er ekki þess eðlis. Aust urland vill gjarnan verða vett- vangur slíkra umræðna, þótt smæð þess útiloki langhundaskrif. 1 þessari grein vil ég í stuttu máli gera grein fyrir helztu þátt- unum í skoðun minni á framtíð Egilsstaðaþorps og hlutverki þess í hinu daglega amstri okkar Austfirðinga. Það er rétt, sem í fréttapistlin- um segir, að lega Egilsstaða er slík, að þorpið er sjálfkjörið til ýmissar þjónustustarfsemi. Þarna eru mikil vegamót. Þorpið hlýtur því að vera og verða mikil sam- göngumiðstöð. Eðlilega verður þar í framtíðinni fjölbreytt ferða- mannaþjónusta, hótel, verzlanir o. fl. í því sambandi Þá eru Eg- ilsstaðir kjörin miðstöð fyrir margvíslega þjónustu við ná- grannabyggðirnar, s. s. verzlunar- þjónustu, heilbrigðisþjónustu og margvíslega viðgerðarþjónustu. Þetta er þó því skilyrði bundið, að byggðrn í sveitunum dragist ekki mikið saman, en á undan- förnum árum hafa mörg býli á Héraði farið í eyði og langoftast mun fólkið hafa flutt sig t'l Eg- ilsstaða. Vöxtur þorpsins á kostn- að byggðarmnar í svejtunum er þorpinu sjálfu mjög hættulegur. Það er því mikið hagsmunamál fyrir Egilsstaðamenn, að byggð á Héraði eyðist ekki frekar en orð- ið er. Vöxtur byggðar í sveitum mundi verða ný lyftistöng fyrir þorpið. Þetta er forráðamönnum Ugilsstaðakauptúns án efa ljóst. Þá eru Egilsstaðir að sjálf- sögðu sjálfkjörinn staður til vinnslu og dreifingar hverskonar landbúnaðarvara, sem framleiddar eru í héraðinu. Þar á að vinna úr mjólkinni og kjötinu. Þar eiga að koma verksmiðjur, sem fullvinna gærur og húðir og svona mætti lengi telja. Enn er þess að geta, að margs- konar byggingarþjónusta fyrir Héraðsmenn er vel sett á Egils- stöðum. Loks eru Egilsstaðir mjög vel settir sem menningarmiðstöð fyr- ir Héraðið og eru þegar orðnir það. Þar er samkomuhús vel sett, minjasafn, bókasafn o. fl. af því tagi. . i l i Allt það, sem hér er talið, verð- ur ekki gert, nema allmargt fólk sé fyrir hendi og ef Egilsstaðir eiga að geta rækt þetta hlutverk að fullu þarf fólki þar enn að fjölga. En sú fjölgun ætti ekki að verða á kostnað sveitabyggð- arinnar sem þegar hefur orðið fyrir ærinni blóðtöku, enda mundi áframhaldandi þróun í þá átt verða þorpinu að fótkefli. Aðrir atvinnuvegir, sem Egils- staðamenn gætu byggt framtíð sína á og sem ekki eru í beinum tengslum við þörf Héraðsins fyr- ir þjónustu og framleiðslu, eru margvíslegur iðnaður til sölu ann- ars staðar á landinu eða jafnvel til útflutnings. En þar standa Eg- ilsstaðir engu betur að vígi en önnur þorp og að ýmsu leyti verr. Þar yrði því um samkeppni að ræða. Við höfum þess mörg dæmi í okkar þjóðfélagi, að þegar ein- hver dettur ofan á að framleiða eitthvað, sem skilar arði, rjúka margir upp t’l handa og fóta til að framleiða það sama með þeim árangri, að allir fara á hausinn, nema kannski einn eða tveir. Þetta er lögmál villimennskunnar, lögmál samkeppnisþjóðfélagsins, sem mælir svo fyrir, að sá sterk- asti skuli lifa, en þeir, sem minna mega sín, drepnir og étnir. Egilsstaðakauptún á án efa enn fyrir sér að vaxa til muna, en fyrir því eru náttúrleg takmörk og ofvöxtur er hættulegur og leið- ir til hrörmmar. Og jafnframt því sem þorpið vex, verður að tryggja efnahagslega afkomu íbúanna með því að treysta sem bezt atvinnu- grundvöllinn, sem allt veltur á. Eins og er virðist mér þessi grundvöllur svo ótraustur (það á nú reyndar, því miður, víðar við), að hann brysti ef kreppuástand yrði hlutskipti okkar um skeið. Þá skulum við víkja að afstöðu Egilsstaðakauptúns gagnvart fiskibæjunum og annarri aust- firzkri byggð almennt. Ég hef oft orðið þess var, að Egilsstaðamenn hafa þær hug- myndip um kauptúnið, að J>að eigi að verða höfuðstaður Austurlands. Þangað eigi allir Austfirðingar að sækja það, sem þeir nú sækja til Reykjavíkur. Á Egilsstöðum telja ýmsir þessara manna, að vera eigi verzlunarmiðstöð fyrir allt Austurland, þangað eigi að flytja neðan af fjörðum ýmsan varning og síðan eigi fjarðamenn að sækja hann aftur upp að Egilsstöðum. Þessi fráleita skoðun er varia al- menn í efra, en ég hef orðið hennar var. Þá er þeirri skoðun mjög á lofti haldið, að Egilsstaðir eigi að verða mikið menntasetur, þar eigi að rísa ýmsar menntastofnanir og þá fyrst og fremst menntaskóli Austurlands. Um þær hugmyndir ætla ég ekki að ræða að sinni þótt gefið hafi verið tilefni til þess. Ég tel vafasaman ávinning að því að hefja opinberar umræður um málið á meðan nefndir á vegum Austfirðinga hafa það til með- ferðar, m. a. staðarvalið. En vilji einhver fara að rífast um það, þá er ég tilbúinn. Annars er ekki víst, að við Austfirðingar verðum neitt um það spurðir eða fáum nokkru um það ráðið hvar vænt- anlegur menntaskóli Austurlands rís. Egilsstaðamenn — og á ég þá ekki einungis við þá, sem búsett- ir eru í þorpinu — gæla við þær hugmyndir, að til Egilsstaða verði fluttir ýmsir þættir í starfsemi ríkisins, sem nú eru í Reykjavík. Þá dreymir um að Egilsstaðir verði „byggðakjarni" fyrir megin- hluta Austurlands, og af hálfu skrifstofuspekinga í Reykjavík hefur verið alið mjög á þessari vitleysu. Ég man, að fyrir fáum árum flutti einn þessara spekinga erindi um byggðakjarna á fundi fulltrúaráðs Sambands íslenzkra sveitarfélaga og sýndi haglega gerðar teikningar máli sínu til skýringar. Á Egilsstöðum hafði hann stungið niður hringfara og síðan dregið stóran hring og sagði, að Egilsstaðir skyldu vera „byggðakjarni“ fyrir þetta svæði. Enda þótt innan hringsins væru mest fjöll og firnindi, náði hann þó til allra helztu sjávarþorpanna. Eins og allir vita, byggist at- vinnulíf Austfirðinga fyrst og fremst á sjávarútvegi. Það er í mínum augum furðuleg hugdetta, og engum raunsæum manni sam- boðin, að Egilsstaðir geti orðið höfuðstaður eða „byggðakjarni" hins þróttmikla sjávarútvegs Austfirðinga eða að honum verði þaðan stjórnað. Ég tel, að ýmsar stofnanir, sem vera eiga sameiginlegar fyrir kjördæmið, séu betur settar ann- ars staðar en á Egilsstöðum. Starfsmaður Sambands sveitarfé- laga í Austurlandskjördæmi er að mínu mati mun betur í sveit sett- ur á Reyðarfirði, þar sem hann nú er, heldur en á Egilsstöðum, þar sem hann ætlar sér að vera. Við dreifbýlismenn höfum lengi barizt fyrir því, en með litlum árangri til þessa, að valdi því, sem safnazt hefur fyrir í Reykja- vík, yrði dreift og hlnum ýmsu byggðum fengið aukið sjálfsfor- ræði og fjárráð. En það hefur aldrei vakað fyrir okkur almennt, að safna þessu valdi fyrir á einn stað í landshluta hverjum, heldur að dreifa því. Og þrátt fyrir allt skrafið um hinar fullkomnu sam- göngur við Egilsstaði, er a. m. k. enn sem konrð er margfalt auð- veldara fyrir fjölmennasta byggð- arlag kjördæmisins og hálft ann- að sýslufélag innan þess að auki, að sækja margvíslega þjónustu til Reykjavíkur en til Egilsstaða. Ég vona, að þeir sem haldnir eru höfuðborgaráráttu í röðum okkar Austfirðinga, læknist skjótt af þeim hvimleiða kvilla. Það sem okkur er minnst áríðandi er að hefja eitt sveitarfélag til vegs og gera það að drottnara yfir öðrum sveitarfélögum. Það sem okkur er mest áríðandi er að öðlast víðsýni til að berjast fyrir framtíðarheill fjórðungsins alls, en láta af skæklatogi og ríg. Við þurfum að knýja fram þær úrbætur í sam- göngumálum, að þær dugi til að eðlileg samskipti geti tekizt með öllum austfirzkum sveitarfélögum þeim öllum til heilla. Til lítils höfum við barizt, ef árangurinn verður sá einn, að mestur hluti kjördæmisins lendi í sömu afstöðunni gagnvart einu sveitarfélagi innan þess og landið allt hefur nú gagnvart Reykja- vík. Bjarni Þórðarson. Bíll til sölu Bifreiðin N-38, Opel-Record 4 dyra, smíðaár 1964 er til sölu. Nánari upplýsingar gefur Kriist- ján Lundberg, sími 79 eða 158. Vörubíll Vil selja Merchedes Benz vöru- bíl, árg. 1966, 10 tonna. Jón Finnsson, sími 62 Neskaupstað. | iUSTURLAND Ritstjóri: < Bjarni Þórðarson. I NESPRENT l

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.