Austurland


Austurland - 28.06.1968, Side 1

Austurland - 28.06.1968, Side 1
TURLAND MÁLCAGN ALÞYÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 28. júní 1968. 27. tölublað. Nýtt viðhorf í forsetakosningunum iiii irípur til örþrifardi Reynir o5 setjo flohlispðlitíshan stimpil ó hosningarnor I baráttu þeirri, sem nú er háð um forsetaembættið, hafa stjórn- málaflokkarnir valið sér það hlutskipti, að láta kosningarnar afskiptalausar og hafa ekki, svo vitað sé, reynt að beina atkvæð- um flokksmanna í ákveðinn far- veg. Dagblöðin hafa fullkomlega virt þetta óformlega samkomulag flokkanna og birt jöfnum hönd- um fréttir og tilkynningar úr her- búðum beggja aðila. í þessu er fólgin viðurkenning á því, að kjósendur eigi að vera frjálsir og óbundnir af flokkssjónarmiðum, er þeir ganga að kjörborðinu. Skal þó játað, að um það má deila, hvort æskilegt sé, að stjórnmálaflokkarnir láti jafn þýðingarmikinn þjóðmálaatburð sem forsetakosningar eru, fram hjá sér fara án þess að látast af honum vita. Morgunblaðið Uiissir stjórn á sér Á sunnudaginn, þegar nákvæm- lega vika var til kosninga, gerð- ist svo það, að Morgunblaðið, að- almálgagn Sjálfstæðisflokksins, rauf þetta þegjandi samkomulag. í leiðara lýsir það yfir því, að það sé ekki lengur hlutlaust, heldur muni' það hér eftir veita Gunnari Thoroddsen allt það brautargengi sem það megi. Hefur Mogganum runnið blóðið til skyldunnar, því Gunnar hefur í áratugi verið einna fremstur í forustusveit Sjálfstæðisflokksins og gegnt fleiri trúnaðarstörfum á hans snærum en flestir aðrir. Hann hefur verið borgarfulltrúi flokks- ins, borgarstjóri, alþingismaður og ráðherra, og auk þess formað- ur æskulýðssamtaka flokksins, erindreki hans og loks varafor- maður. Hin breytta afstaða Morgunblaðsins kann að vera skiljanleg, en ekki er hún drengi- leg gagnvart þeim flokksmönnum, sem ekki styðja Gunnar. Um það hljóta að vera deildar meiningar að hvaða haldi hin nýja „taktik“ Mbl. kemur Gunn- ari, en trúlega hefur verið breytt um stefnu með fullri vitund hans og samþykki. En með þessari stefnubreyt- ingu blaðsins er kosningabarátt- an kom:n á nýtt stig. Það er orð- in yfirlýst stefna og keppikefli Morgunblaðsins að Gunnar Thor- oddsen verði næsti forseti lýð- veldisins. Endurmat naiuðsynlegt 1 síðasta Austurlandi var stuðningsmönnum Gunnars í allri vinsemd á það bent, að ekki væri ráðiegt að halda mjög á lofti stjórnmálaafskiptum hans, sér- staklega hinum nánu tengslum hans við Sjálfstæðisflokkinn, en á þessu skeri hafa þeir nú steytt. Erfitt er að meta hver álhrif stefnubreyting Morgunblaðsins hefur á kjörfylgi frambjóðenda, en ávinningur Gunnars er vafa- samur, svo ekki sé meira sagt. Nú, eftir að opinbert er orðið, að Gunnar Thoroddsen er studd- ur af stærsta stjórnmálablaði landsins, hljóta stuðningsmenn hans til þessa, að endurmeta af- stöðu sína til kjörs hans. Þeir menn, sem hafa litið svo á, að kosningarnar væru ópólitískar, hafa nú rekið sig harkalega á annað, að því er Gunnar varðar. Útbreiddasta stjórnmálabl. lands- ins, málgagn stærsta stjórnmála- flokksins hefur tekið eindregna afstöðu með honum. Þeir stuðningsmenn Gunnars, sem talið hafa framboð hans ó- pólitískt og viija hefja forseta- kosningarnar yfir dægurþrasið, hljóta að verða fyrir vonbrigðum með þessa stefnubreytingu. En eftir sem áður stendur framboð Kristjáns Eldjárns utan og ofan við öll pólitísk samtök. Veikkjkamerki Hin breytta afstaða Morgun- blaðsins er veikleikamerki. Hún er ljós vottur þess, að forráða- menn blaðsins telja Gunnar standa höllum fæti og reyna með þessu bragði að framkalla and- stæð viðbrögð hjá hinum dagblöð- unum. Yrðu þá kosningarnar fyr- ir alvöru orðnar að flokkspóli- i tísku uppgjöri og gæti þá ef til vill tekizt að fylkja meginstyrk Sjálfstæðisflokksins um Gunnar, og að beita h’nni vel smurðu kosmngamaskínu Gunnari til framdráttar. Hér er um fullkomið örþrifaráð að ræða, en þau ráð gefast sjaldn- ast vel. Og vel mætti Gunnar Thoroddsen minnast þess að hvaða haldi óhvikull stuðningur Morgunblaðsins kom séra Bjarna 1952. Opinber stuðningur Morgun- blaðsins við Gunnar Thoroddsen hlýtur að kalla fram snögg við- brögð hjá þeim mönnum, sem vilja að forsetakosningarnar séu hafnar yfir flokkadeilur og dæg- urþras og eru því andvígir, að einn stjórnmálaflokkur geti öðr- um fremur tdeinkað sér forsetann og þakkað sér kosningu hans. —o— Hopað á hæli Mér var dálítil forvitni á að kynnast vopnaburði Morgunblaðs- ins í hlutverki hins galvaska riddara og varð mér því úti um blaðið frá þriðjudegi og mið- v'kudegi þessarar viku. En ég varð talsvert undrandi. Blaðið hélt áfram að gæta hlutleysis. Það var sama hvernig ég rýndi í blaðið og fletti fram og aftur, hvergi fann ég hinn lofaða stuðn- ing v:ð Gunnar Thoroddsen. í þess stað gat að líta frásagnir og myndir af fundum beggja fram- bjóðenda og glefsur úr blöðum þeirra, eins hlutlaust og framast er hægt að vænta af Mbl. Hvað hafði komið fyrir? — Hvers vegna hafði Mbl. gengið á bak orða sinna? Þegar skýringa var leitað á fyrirbrigðinu, kom það í ljös, að eftir að blaðið hafði boðað fullan stuðning við Gunnar Thoroddsen, rigndi uppsögnum yfir blaðið og auk þess urðu ýmsir eigendur þess æfir. Mogginn sá því sitt ó- vænna og lagði niður skottið. Reyndist þetta hugsunarlaust frumhlaup, sem án efa hefur skaðað Gunnar Thoroddsen til muna í stað þess að verða honum ti! framdráttar. Fjiéttosíi Fundor í Auiturlfliidi Fundur stuðningsmanna Krist- jáns Eldjárns á Egilsstöðum á föstudagskvöldið heppnaðist sér- lega vel. Hin rúmgóðu salarkynni Valaskjálfar voru troðfull og töldu kunnugir, að um 1000 manns hefðu sótt fundinn og er það áreiðanlega mesta fundarsókn á Austurlandi til þessa, a. m. k. innanhúss. Ávörp og ræður voru fiutt, eins og fyrirfram hafði verið á- kveðið, nema hvað Ari Björnsson, verkstjóri í Egilsstaðakauptúni bættist í hóp ræðumanna. Var þeim öllum mjög vel tekið. Leikur Lúðrasveitar Neskaup- staðar undir stjórn Haralds Guð- mundssonar, og söngur Karlakórs Fljótsdalshéraðs, undir stjórn Svavars Björnssonar, settu mik- inn svip á fundinn. En mesta athygli vakti að sjálf- sögðu ræða forsetaefnisins, Krist- jáns Eldjárns. Voru þau Kristján og kona hans, sem einnig kom á fundinn, hyllt ákaft og af miklum innileik. Samtök hernámsandstæðinga gengust fyrir mótmælagöngu frá Keflavík til Reykjavíkur um síð- ustu helgi, og lyktaði henni með útifundi. Með göngu þessari var sem fyrr undirstrikuð andstaða samtakanna gegn hersetu Banda- ríkjamanna á Islandi, og auk þess mótmælt alveg sérstaklega ráð- herrafundi Nató, sem hófst í sjálfum Háskóla Islands degi síð- | ar. Er vikið að þeim fundi í grein hér í blaðinu í dag. Þátttaka í Keflavíkurgöngunni var góð að mati forráðamanna samtakanna. Ekki undir 250 manns fylgdu henni þegar fæst var, en göngumönnum fjölgaði stórlega eftir að nálgaðist Reykja- vík. Á leiðarenda í Lækjargötu var svo settur útifundur, sem Jónas Árnason, alþingismaður, stjórnaði, en ræður fluttur Heim- ir Pálsson, stud. mag. og Stefán Jónsson, dagskrárfulltrúi. Sóttu fundinn á fimmta þúsund manns. Þessar mótmælaaðgerðir Sam- taka hernámsandstæðinga fóru prýðilega fram af þeirra hálfu, en að útifundinum loknum háði uppæstur unglingaskríll við ís- lenzku lögregluna þann eftirleik, sem Morgunblaðið og fleiri höfðu boðað. Bókaútgáfan Fjölvís hefur gef- ið út kosningahandbók vegna for- setakosmnganna á sunnudaginn. t bókinni er mikill tölfræðileg- Framh. á 4. síðu.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.