Austurland


Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 2
2 Neskaupstað, 16. ágúst 1968. AUSTURLAND lm% póst- tð sífnflhúsfl í Heshaupstað og d Egilsstöðum boðin ót Póst- og símamálastjórnin hef- ur nú óskað tilboða í byggingu og fullfrágang póst- og símahúsa í Neskaupstað og á Egilsstöðum, á Egilsstöðum þó aðeins í fyrsta áfanga —• vélahús. Tilboðin verða opnuð 22. ágúst og upp úr því má ætla að fram- kvæmdir hefjist. Pyrr í sumar hafði verið leitað tilboða í byggingu póst- og síma- húss á Hornafirð1'. Er gert ráð fyrir að húsin á Hornafirði og í Neskaupstað kosti hvort um sig 5—6 millj. kr. Er því sýnt, að ekki verður komizt langt áleiðis á þessu ári, því fjárveiting til framkvæmdanna var svo til alveg skorin niður í sparnaðaraðgerðun- um í vetur, er aðeins 1 millj. kr. til hvors húss. Er því allt á huldu um það hvenær lokið verð- ur við byggingarnar. Flestar sím- stöðvar hér fyrir austan eru í gömlum húsum og alls ófullnægj- andi og er það ekki nýtt fyrir okkur Austfirðinga, að verða síð- astir allra, þegar um opinberar framkvæmdir er að ræða. Það er búið að svíkja okkur á sjálfvirka Erfiðleikar . . . Framh. af 1. síðu. hagsaðstöðu sína. Hin óhagstæða verðþróun innanlands hefur síðan haldið áfram eftir að markaðs- verð tóku að lækka og þrátt fyrir aðgerðir af hálfu hins opinbera, sem miðuðust við að hér væri að- eins um tímabundna erfiðleika að ræða, er nú svo komið, að fjöldi fyrirtækja í þessum undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar eru kom- in í algjör greiðsluþrot“. Hér er réttilega lögð áherzla á það, að það er verðlagsþróunin innanlands, dýrtíðin og verðbólg- an, sem eru skilgetin afkvæmi viðreisnarinnar, sem á mjög mikla sök á því hvernig komið er fyrir frystiiðnaðinum. En það eru fleiri en freðfisk- framleiðendur, sem eru í vanda staddir. Svipuðu máli gegnir um saltfiskframleiðendur. Þeir eiga líka við að stríða vandamál of- framleiðslunnar. Saltfiskfram- leiðslan í ár er orðin miklu meiri en tekizt hefur að selja. Þjóðinni er vissulega mikill vandi á höndum í sambandi við markaðsmálin. Hún þarf trausta og örugga forustu í þeim málum sem öðrum. En því miður hefur sú forusta brugðizt. Ríkisstjórnin hefst ekki að. Hún er duglaus og vart mun sá maður finnanlegur, sem treystir henni til nokkufs í þeim efnum. Það þarf því að skipta um menn í valdastöðum, ef von á að vera um stefnubreyt- ingu. 1 stað sinnuleysis og deyfð- ar verður að koma vakandi áhugi og mai’kviss barátta. símanum í mörg ár og við verð- um sviknir á honum í mörg ár enn. Ekki svo mikið sem ein sjálfvirk stöð er til á Austurlandi, en alltaf öðru hvoru heyrast fregnir um að þetta eða hitt smá- þorpið í öðrum landshlutum hafi fengið sjáli'virkan síma. Líklega verður sjálfvirkur sími kominn í hvert byggðalag á Suður-, Vestur- og Norðurlandi áður en fyrsta sjálfvirka stöðin tekur til starfa hér eystra. Það er engu líkara en að máttarvöldin setji metnaö sinn í að svo verði. Til þess að sjálfvirkar símstöðv- ar geti risið upp þarf fyrst og fremst að byggja hús við hæfi. Nú fyrst er verið að byrja á bygg- ingu þeirra. En það þarf líka vél- búnað, en enginn vélbúnaður fyr- ir sjálfvirka stöð á Austurlandi hefur enn verið pantaður og er þó afgreiðslufrestur a. m. k. tvö ár. Okkur er ætlað að búa við óbreytt ástand í símamálum eitt- hvað fram á áttunda tug aldar- innar. Vatnsskortur Framhald af 1. síðu. ur komist ekki hjá því að viður- kenna að þær verða að beita hörðu, verður að telja, að hér sé nokkuð harkalega að farið, enda tapa rafveiturnar á öllu saman. Þær selja nú ekki rafmagn til götulýsingar og missa af mikilli orkusölu til vatnsveitunnar, ef til vill fyrir fullt og allt, því fleiri aðferðir eru til að knýja dælurn- ar. Skuld bæjarins er nú lægri en oftast áður, en greiðslugeta minni. Mun því ýmsum finnast þetta rík- isfyrirtæki ganga óþarflega hart að sveitarstjórninni í því sveitar- félagi, sem hafa mun meiri við- skipti við rafveiturnar en nokk- urt annað sveitarfélag á Austur- landi. Ein afleiðing vatnsleysisins er sú, að brunavarnir eru mjög ó- fullkomnar. Yrði eldur laus í efri hluta bæjarins, yrði litlum vörn- um við komið. Nú er unnið að framhaldsfram- kvæmdum við nýju vatnsveituna og að því stefnt að koma henni í gagnið fyrir veturinn. Það á að geta tekizt, nema ekki takist að jafna reikninginn við rafveiturn- ar og greiða 320 þús. kr. tengi- gjald. Þó koma aðrir orkugjafar til greina. Um nokkurt skeið liefur verið lokað fyrir vatnsrennsli til bæjar- ins að næturlagi til að safna birgðum og tryggja að allir geti fengið vatn einhvern hluta dags- ins. Mun þessu fram haldið með- an þörf gerist, en bæjarbúar eru hvattir til að fara eins spariega uieð vatnið og þeir framast geta. Bruni ni Kolmúla Um klukkan 3 e. h. 9. ágúst kom upp eldur í útihúsum að Kolmúla við Reyðarfjörð. Fóik var ekki heima við og varð ekki e’.dsins vart fyrr en hann var orðinn nokkuð magnaður. Hús'n sem brunnu, voru sam- b.vggð hlaða, fjós, fjárhús og geymsluhús. Talsvert hey var komið í hlöðuna og brann það, en flestu, sem var í geymslu og fjósi tókst að bjarga. Húsin eru gjörónýt. Slökkviliðið á Reyðarfirði var kvatt að Kolmúla þegar eldsins varð vart. Þangað er hálfrar klukkustundar akstur frá Reyð- arfirði og voru húsin, að mestu brunnin þegar slökkviliðið kom á vettvang. Á Kolmúla býr Guðjón Daníels- son. Bríifflrlflr ó Vopnfif. Á Vopnafirði er nú byrjað að gera 600 m langan brimvarnar- garð. Liggur hann nokkuð utan við kauptúnið út í svokallaðan Miðhólma og afmarkar miklu stærra hafnarsvæði en verið hef- ur. Að þessu sinni voru boðnir út 275 m af þessum fyrirhugaða garði og var tekið tilboði frá Norðurverk hf. á Akureyri. Var tilboðið upp á kr. 9.768.250.00 og er áætlað að þessum fyrri áfanga verksins ljúki fyrir 1. okt. í haust. Þegar þessum framkvæmdum er lokið, hafa hafnarskilyrði á Vopnafirði verið stórbætt. Síldarflutningar til Esfúfj. Lítil síldveiði Framh. af 1. síðu. við bætist, að veiði er mjög treg, þótt talið sé, að mikil síld sé á veiðislóðunum. En hún er mjög erfið viðureignar, stygg og held- ur sig á miklu dýpi. Jakob Jakobsson, fiskifræðing- ur, hefur látið hafa það eftir sér, að síldin muni halda af stað í átt til íslands fyrr en í fyrra, en þá hóf hún göngu sína þangað um 10. september. Síldaraflinn sem af er sumri, er margfalt minni en á sama tíma í fyrra og þótti hann þó ekki mikill þá. Nokkuð af aflan- um hefur verið saltað um borð í veiðiskipum og um borð i sér- stökum söltunarskipum og togar- inn Víkingur hefur komið með ís- varða sí'd til söltunar á Siglufirði. Annars hefur síldin faríð í bræðslu, mest af henni flutt í bræðslurnar með flutningaskip- um, en nokkuð hafa veiðiskipin flutt í land sjálf, þótt um óraveg sé að fara. Nokkur íslenzk skip eru að síldveiðum í Norðursjó og selja aflann ísvarinn í Þýzkalandi. Þótt veiði sé ekki mikil, hafa þessar veiðar þó gefið góða raun, því verðið er yfirleitt mjög hátt. Sér- staklega hefur Jón Kjartansson á Eskifirði aflað vel og verið hepp- inn með sölu, en hann hefur stundað þessar veiðar síðan í vor. Tveir aðrir Eskifjarðarbátar eru við þessar veiðar. Tveir Norðfjarðarbátar, Birt- ingur og Börkur, eru nú að veiðum í Norðursjó og hafa fengið gott verð fyrir afla sinn. JlUSTURLAND Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. NESPRENT Frá því hefur verið skýrt, að samningar hafi tekizt um bað, að tankskipið Dagstjarnan (áður Þyrill) annist flutninga á síld til Eskifjarðar til vinnslu í síldar- bræðslunni þar. Mun skipið halda á miðin strax og lokið er nokkr- um breyt'ngum, sem verið er að gera á dælukerfi skipsins. í ráði var, að hreppsfélagið kostaði þessa flutninga að nokkru leyti, en ekki veit blaðið hvort samningar hafa tekizt um það. En áformin um að hreppurinn kost- aði síldarflutningana áttu litlum vinsældum að fagna meðal for- stöðumanna annarra sveitarfé- laga, sem svipað eru sett og Eskifjörður. Úr bœnum Afmæli Sólveig Pálsilóttir, húsmóðiv, Nesgötu 20A, varð 50 ára 5. ágús'. Hún fæddist í Reykjavík, en hefur átt hér heima síðan 1948. Guðríður Guðmundsdóttir, hús- móoir, Miðstræti 8A, varð 65 ára 14. ágúst. Hún fæddist í Efri- Miðbæ, Norðfjarðarhreppi en heíur átt hér heima síðan 1933. Andlát Ásmundur Guðmundsson, fyrr- verandi sjómaður, Skuld, andað- ist í Reykjavík 8. ágúst. Hann fæddist á Kömbum í Stöðvar- hreppi 26. ágúst 1886, en fluttist hingað 1914. Nokkur síðustu ár- in var hann á Hrafnistu, dvalar- heimili aldraðra sjómanna. Helga Þorvaldsdóttir, húsmóð- ir, Strandgötu 40, andaðist að heimili sínu 12. ágúst. Hún fædd- ist á Eskifirði 7. des. 1885, en átti hér heima frá 1913. Auglýsift i Austurlandi

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.