Austurland


Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 16.08.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 16. ágúst 1968. Frjdlsíþróttamót Austurlands Frjálsíþróttamót Austurlands var haldið á Eiðum sunnudaginn 11. ágúst sl. Búizt hafði verið við góðri þátttöku í mótinu, þar sem áhugi á frjálsum íþróttum hefur greinilega vaxið hér í sumar eft- ir Landsmót UMFÍ á Eiðum í júlí sl. En því miður varð raunin önnur þegar til mótsins kom, því að þátttaka af Suðurfjörðum og Héraði brást nær alveg og vant- aði því nokkra af beztu frjáls- íþróttamönnunum hér eystra. Þrátt fyrir það náðist athyglis- verður árangur í ýmsum grein- um og yfirleitt var hann jafn betri en á undanförnum Austur- landsmótum. Ungt og efnilegt fólk kom fram á sjónarsviðið og ber einkum að nefna þá Magnús Pétursson, Inga Stefánsson, Stef- án Hallgrímsson og Örn Agnars- son (árangur hans ber að skoða í því Ijósi, að hann hafði enga samkeppni í sínum aðalgreinum) og Birnu Hilmarsdóttur, sem er aðeins 13 ára og óvenjumikið efni. Árangur Elmu Guðmunds- dóttur í spjótkasti er mjög at- hyglisverður og gleðileg var þátt- taka gömlu kempunnar Jóns Ól- afssonar, en hann sigraði ungu mennina léttilega í kringlukasti, og sýndi, að lengi lifir í gömlum glæðum. Frjálsíþróttaráð UÍA sá um mótið með góðri aðstoð Björns Magnússonar, Eiðum. Mótsstjóri var Páll Halldórsson. Helztu úrslit urðu: Stig félaga: 1. Iþróttafélagið Þróttur, Nes- kaupstað, 107 stig; 2. Umf. Austri, Eskifirði, 69 st. 3. Umf. Einherjar, Vopnafirði, 7 stig; 4. Umf. Borgarfjarðar 5 stig; 5. Umf. Höttur, Egilsst. 1 stig. KARLAR: 100 m hlaup: 1. Magnús Pétursson A 12.3 2. Hafþór Róbertsson Einh. 12.5 3. Þórólfur Þórlindsson A 12.9 400 m hlaup: 1. Magnús Pétursson A 56.3 2. Örn Agnarsson Þ 57.4 3. Sigurjón Einarsson A 59.8 1500 m hlaup: 1. Örn Agnarsson Þ 4:31.9 2. Sigurjón Einarsson A 5:03.1 3. Anton Pétursson A 5:06.7 3000 m hlaup: 1. Örn Agnarsson Þ 10:47.6 Langstökk: 1. Stefán Hallgrímsson Þ 6.17 2. Magnús Pétursson A 6.10 3. Ingi Stefánsson Þ 6.00 Þrístökk: 1. Ingi Stefánsson Þ 13.61 2. Stefán Hallgrimsson Þ 13.49 3. Hafhór Róbert^son Eiph. 12.88 Hástöklí: 1. Ingi Stefánsson Þ 1.70 2. Ægir Sigurðsson Þ 1.60 3. Þórólfur Þórlindsson A 1.50 Gestur mótsins Ársæll Guð- jónsson, UMSK 1.60 Stangarstökk: 1. Þórólfur Þórlindsson A 3.00 2. Sigurður Björnsson Þ 2.50 Gestur: Ársæll Guðjónssor l 2.70 Kúluvarp: 1. Þórólfur Þórlindsson A 10.76 2. Ingi Stefánsson Þ 9.76 3. Ægir Sigurðsson Þ 9.60 Kringlukast: 1. Jón Ólafsson A 37.4.) 2. Sigurður Björnsson Þ 30.60 3. Stefán Hallgrímsson Þ 23.20 Spjótkast: 1. Svavar Björnss. Umf.Bfj. 43.21 2. Þórólfur Þórlindsson A 42.r/4 3. Stefán Hallgrímsson Þ 41.17 4x100 m boðhlaup: 1. sveit Austra 50.0 2. sveit Þróttar 50.2 KONUR: 100 m hlaup: I 1. Hjálmfríður Jóhannsd. Þ 15.4 Klögumdlin gango d víicl Knattspyrnumót Austurlands, sem að þessu sinni er jafnframt einn af þremur riðlum III. deild- ar Knattspyrnumóts Islands, er nú komið á lokastig. Öllum leikj- um er lokið og standa stigin þannig: 1. Þróttur, Neskaupstað, 6 stig; 2. Austri, Eskifirði 5 stig; 3. Leiknir, Fáskrúðsfirði 4 stig; 4. Spyrnir, Héraði 3 stig og 5. Hrafnkell Freysgoði, Breiðdal 2 stig. En endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir vegna klögumáls Fá- skrúðsfirðinga á hendur Breið- dælingum, sem þeir telja að hafi notað ólöglega leikmenn gegn sér, en þann leik unnu Breið- dælingar. Nú hefur dómnefnd UÍA úrskurðað kæruna á rökum reista og fellur þar með sigurinn í umræddum leik Fáskrúðsfirðing- um í hendur, en það þýðir, að Fá- skrúðsfirðingar og Norðfirðingar eru jafnir að stigum og verða því að leika aukaleik um Austurlands- meistaratitilinn og réttinn til þátt- töku í úrslitakeppni III. deildar, sem fram á að fara á Akureyri síðar í sumar, en þar mætir aust- firzka liðið liðum Snæfellinga, Húsvíkinga og annað hvort Vík- inga frá Reykjavík eða ísfirð- inga í baráttu um sæti í II. deild næsta ár. En þrátt fyrir þennan austfirzka dómsúrskurð er málið ekki leyst, því Breiðdælingar hafa áfrýjað dómsúrskurðinum til æðri dómsvalda í höfuðstaðnum. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. 2. Jóna K. Aradóttir Þ 15.6 3. Alrún Kristmannsdóttir A 16.0 Langstökk: 1. Birna Hilmarsdóttir Þ 4.65 2. Hjálmfríður Jóhannsd. Þ 4.35 3. Elma Guðmundsdóttir Þ 3.95 Ilástökk: 1. Birna Hilmarsdóttir Þ 1.22 2. Katrín Guðnadóttir Þ 1.22 3. Hjálmfríður Jóhannsd. Þ 1.15 Kúluvarp: 1. Alrún Kristmannsd. A 7.81 2. Birna Hilmarsdóttir Þ 7.54 3. Sigurjóna Jóhannsd. Þ 6.91 Kringlukast: 1. Elma Guðmundsdóttir Þ 24.63 2. Agnes Sigurþórsdóttir A 21.00 3. Alrún Kristmannsd. A 20.51 Spjótkast: 1. Elma Guðmundsdóttir Þ 29.18 2. Rósa Hallgrímsdóttir A 21.50 3. Alrún Kristmannsd. A 18.23 Gestur mótsins: Arndís Björnsdóttir UMSK 31.91 4x100 m boðhlaup: 1. sveit Þróttar 67.8 Síðustu helgi ágústmánaðar fer fram á Hornafirði keppni í frjálsum íþróttum milli UlA og Ungmennasambandsins Úlfljóts i A-Skaftafellssýslu. Drengja- (17 og 18 ára) og sveinamót (14—16 ára) UlA er fyrirhugað síðar í sumar, en stað- ur og tími hefur ekki enn verið ákveðinn. Ndmskeið í solfi í Neshaupst. Á miðvikudaginn kom hingað á vegum Golfklúbbs Neskaupstaðar Þorvaldur Ásgeirsson, sem mun kenna áhugamönnum golf fram í næstu viku. Þorvaldur er einn af þekktustu golfleikurum hér á landi, hefur oftsinnis verið Islandsmeistari í golfleik — og raunar líka í bad- minton — en hefur ekki tekið þátt í keppni síðastliðinn áratug. Auk afreka sinna hér heima, hef- j ur Þorvaldur leikið mikið golf er- lendis og getið sér góðan orðstír í keppnum þar. Þar sem golf er stundað sem keppnisíþrótt, er leikurum ákveð- in forgjöf, „handicap", af þar til skipaðri dómnefnd. Er þá miðað við meðalafrek leikandans á heimavelii og þá tölu högga, sem lýtalausum golfleikara er ætlað í átján holu leik við góð skilyrði. Full stærð golfvallar er átján holur, og getur vegalengd frá byrjunarstað, ,,tee“, eða teig, að holu, verið frá 80 m allt upp í 550 metra og heildarlengd vall- arins venjulega milli 5 og 6 km. Meðal „par“ slíks vallar mundi oftast vera 70—72 högg (högga- fjöldi úrvalsleikara við góð skil- yrði). Slíkum leikara er ætlað að nota þrjú högg frá teig í holu sé vegalengdin undir 240 metrum, fjögur högg á 240—430 m, 5 högg sé vegalengdin meiri. Það þarf vissulega mikla leikni og ná- kvæmni til að ná slíkum árangri. Þorvaldur Ásgeirsson hafði lengi enga forgjöf, og eru áreiðanlega mjög fáir íslendingar, sem geta státað af slíku. Á fundi í Rótarýklúbbi Nes- kaupstaðar sl. miðvikudag sýndi ÞorvaMur kvikmynd af golfkeppui í Kanada árið 1966 og flutti skýr- ingar með henni. Vakti sýningin bæði athygli og áuægju, og að sjáifsögðu fyrst og fremst þeirra goifahugamanna, sem sátu fund- inn. Blaðið átti fctutt samtal við Þoivald, og fer þao hér á eftir. — Hefurðu lengi stundað golf og golfkennslu, Þorvaldur? — Ég byrjaði að spila golf sumarið 1936 og hef verið áhuga- samur golfleikari alla tíð síðan. Ég hef kennt golf öðru hvoru í langan tíma, en ekki að staðaldri fyrr en þá núna, en í sumar hef ég kennt í golfklúbbnum Keili, sem hefur nýjan og skemmtilegan völl á Hvaleyri, einnig á nýjum velli á Akranesi, og til tals hefur komið að ég fari að segja Húsvík- ingum til þegar ég fer héðan, en þeir eru með nýjan klúbb og að koma sér upp golfvelli. — Hvað eru margir golfklúbb- ar, og hvað heldurðu að margir stundi golf hér á landi? —- Golfklúbbar eru tveir í Reykjavík, Golfklúbbur Reykja- víkur og Golfklúbbur Ness, einn í Hafnarfirði, Kópavogi og Garða- hreppi sameiginlega, og einn klúbbur í hverjum eftirtalinna staða: Leiru á Suðurnesjum, Akranesi, Akureyri, Húsavík, Nes- kaupstað og Vestmannaeyjum. Ennfremur er nýr klúbbur í upp- siglingu á Ólafsfirði. Alls eru þetta tíu klúbbar og ég gæti trú- að, að félagatalan væri nálægt einu þúsundi samtals. Til saman- burðar má rétt geta þess, að í Bandaríkjunum munu 10—12 milljónir manna leika golf, svo að hlutfallslega leika 10—12 sinnum fleiri golf þar en á íslandi. — Stundum hefur golf verið talin hálfgerð ,,snobb“-íþrótt. — Fjarstæða. Nokkur stofn- kostnaður er að vísu óhjákvæmi- legur, þannig munu góð byrjenda- Framh. á 3. síðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.