Austurland


Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 2

Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 2
2 r AUSTURLAND Neskaupstað, 23. ágúst 1968. Slj órnarskipli í hausi? Það er nú fullur áratugur síðan núverandi stjórnarfiokkar tóku við völdum í landinu. Það var ekkert smáræði, sem sú stjórn ætlaði sér að vinna þjóðinni til blessunar á öllum sviðum efna- HernÉ Téhhóslóvahíu Framh. af 1. síðu. Tékkóslóvakíu kærkominn styrk- ur, að tvö sósíalísk ríki Austur- Evrópu hafa lýst yfir óskoruðu fylgi við málstað þeirra og for- dæmt innrásina, þ. e. Júgóslavía og Rúmenía. Kommúnistaflokkar Vestur-Evrópu hafa nær undan- tekningarlaust tekið sömu af- stöðu, þar á meðal hinir fjöl- mennu flokkar á Italíu og í Frakklandi. Hér á landi hafa all- ir stjórnmálaflokkar einhuga for- dæmt framferði Sovétmanna og fylgiríkja þeirra og staðið að fundum og samþykkt ályktanir til mótmæla. Þungi slíkra mót- mæla mun, að minnsta kosti áður en langt um líður, vega drjúgt á metaskálunum til stuðnings lög- mætri stjórn Tékkóslóvakíu og þeim málstað, sem hún var og er fulltrúi fyrir, það er viðleitni til frjálslegri stjórnarhátta með sósíalískt lýðræði að markmiði. Alveg sérstaklega eru skorinorð- ar yfirlýsingar til stuðnings þjóð- um Tékkóslóvakíu frá vinstri sinnuðum öflum um allan heim öðrum fremur líklegar til að hafa tilætluð áhrif og koma árásarað- ilunum í skilning um, að vald- beiting sem þessi í skiptum við sósíalískt grannriki sviptir þá þegar í stað ærunni í augum allra sæmilegra sósíalista og vinstri- manna, og því fyrr sem þeir axla sín skinn og leyfa kommúnistum í Tékkóslóvakíu að ráða sínum málum, þeim mun skárra fyrir , þá sjálfa, þótt skömm þeirra muni lengi í minnum höfð. Alþýðubandalagið hlýtur að fordæma harðlega griðrofið og árásina gegn Tékkóslóvakíu, eins og það hefur fordæmt hliðstæðar lögleysur og íhlutanir um málefni sjálfstæðra ríkja hvar sem er í heiminum. Eflaust verða þessir atburðir notaðir hér sem annars staðar af íhaldsöflunum til að reyna að koma höggi á samtök sósíalista. Slíkum vopnaburði vísa Alþýðubandalagsmenn frá sér af einurð, enda er hann ekki sprott- inn af heilindum við málstað Tékkóslóvakíu né annarra ríkja, sem um sárt eiga að binda eftir ágang stórvelda. í annarri grein hér í blaðinu er vikið að þróun mála í Tékkósló- vakíu að undanförnu og reynt að varpa nokkru ljósi yfir bakgrunn og þýðingu þeirra hörmulegu at- burða, sem þar hafa orðið. H. G. ^ T • 'Pf r,fj JT'' hagsmála og menningarmála. Og stefnu sína nefndi stjórnin við- reisn. Það er ekki smáræðis fyr- irheit fólgið í því orði. En margt fer öðru vísi en ætl- að er og svo fór hér. Smátt og smátt kom í ljós, að viðreisnar- stefnan var í rauninni til niður- dreps íslenzkum atvinnuvegum og árlega þurfti að gera æ víðtækari ráðstafanir, með alls konar styrkjum og niðurgreiðslum, sem stjórnin hafði fordæmt harðlega og lofað að afnema, til þess að halda atvinnuvegunum á floti. Og vert er að hafa það í huga, að þetta gerðist áður en verðfall það og markaðsörðugleikar, sem nú hrjá okkur, komu til sögunn- ar. Og nú er svo komið, að bók- staflega allt atvinnulífið gengur fyrir víðtæku uppbóta- og styrkja- kerfi. Að þessu sinni verður ekki far- ið frekar út í þessa sálma. En ljóst er, að viðreisnarstefn- an hefur gengið sér til húðar og að ekki verður lengur haldið áfram á sömu braut. Um alllangt skeið hefur verið á kreiki orðrómur um, að breyt- inga sé að vænta á ríkisstjórn- inni. Fæstir hafa tekið þennan orðróm alvarlega, enda hafa all- ar sögusagnir af þessu tagi ein- dregið verið bornar til baka af stjórnarinnar hálfu. Þó var öllum ljóst, að ríkisstjórnin átti í mikl- um erfiðleikum og hlaut að grípa til einhverra ráða og áttu þá fæstir von á góðu. En nú hefur það verið stað- Fird HmMóldnuni dó HdlMdð Miklar breytingar verða á starfsliði Húsmæðraskólans nú í haust. Frú Ingveldur Pálsdóttir, sem veitt hefur skólanum for- stöðu að undanförnu, sagði starf- inu lausu frá 1. september. Við skólastjórn tekur frú Guðrún Ás- geirsdóttir, en hún hefur áður stýrt skólanum um eins árs skeið í fjarveru þáverandi forstöðu- konu. Stöður matreiðslu- og handa- vinnukennara eru einnig lausar. Verður gengið frá ráðningu í þær innan skamms. Frú Þórný Friðriksdóttir hef- ur kennt vefnað við skólann í mörg ár. Vegna sjúkleika hefur hún nú einnig látið af störfum og staðan verið auglýst. (Hún er nú látin). Hallormsstaðaskólinn hefur starfað í tveim ársdeildum, skóla- tíminn 7 mánuðir hvort ár. Marg- ar umsóknir hafa borizt um skóla- vist á komandi vetri, en þó er ekki fullskipað, þegar þetta er ritað. fest opinberlega af sjálfum for- sætisráðherranum, að alvarlegar ráðagerðir séu uppi um að leita samstarfs við stjórnarandstöðuna og jafnvel að: gera hana að hlut- takanda í ríkisstjórninni. Það er víst, að þegar Bjarni Benediktsson vill leita samstarfs við Framsóknarmenn og „komm- únista“ — jafnvel bjóða þeim sæti í ríkisstjórninni — á hann ekki margra kosta völ. Þegar svo er komið sem komið er, virðist sjálfsagt eftir öllum leikreglum lýðræðisins, að stjórn- in geri þjóðinni grein fyrir ástand- inu og leggi málin undir dóm hennar í almennum kosningum. En það vak:r ekki fyrir forsætisráð- herranum. Hann stefnir sýnilega að myndun þjóðstjórnar með þátt- töku allra flokka. En þá vaknar spurningin: Hvernig eiga stjórnarandstöðu- flokkarnir að bregðast við þess- um bónorðstilbúrðum forsætisráð- herrans ? Ekkert er sjálfsagðara en að stjórnarandstöðuflokkarnir verði við tilmælum um viðræður um leiðir til að bjarga þjóðinni út úr þeim ógöngum, sem stjórnar- f.'okkarnir hafa leitt hana í. Og jafn sjálfsagt er, að þeir taki fullan þátt í björgunaraðgerðum, séu þær þess eðlis, að á þær verði fallizt sem líkleg úrræði þar sem ekki aðeins alþýðu manna sé ætl- að að taka á sig byrðarnar. En ég tel að vafasamt sé fyrir stjórnarandstöðuna að gerast að- ilar að ríkisstjórninni án þess að mál séu lögð undir þjóðardóm. En frumskilyrði fyrir því, að stjórnarþátttaka komi til greina, er að sjálfsögðu gjörbreytt stjórnarstefna. Þjóðstjórn, sem sett yrði á laggirnar í haust, mundi fyrst og fremst fá það verkefni, að bjarga því sem bjargað verður af skip- broti viðreisnarinnar. Og þótt all- ir leggíst á eitt -— skipbrots- mennirnir líka — verður það erf- itt verk og enginn öfundsverður af. B. Þ. ÁlyfctM frdifcvœmdanelnddr Sósídlistdflolilisins vegnd innrdsarinndr í Tékfcóslóvdliíu Hinir hörmulegustu atburðir hafa gerzt. Herir frá fimm aðild- arríkjum Varsjárbandalagsins hafa gert innrás í Tékkóslóvakíu. Með ofbeldi er löglegum stjórnar- völdum smárrar þjóðar vikið til hliðar. I þeirra stað skal erlend- ur her skipa fyrir verkum. Sósíal- istaflokkurinn fordæmir þessa of- beldisárás og lýsir fyllsta stuðn- ingi við þær grundvallarreglur, að sérhver þjóð eigi rétt til að skipa eigin málum sjálf án íhlut- unar erlendra aðila. Sérstaklega áréttar Sósíalistaflokkurinn þá stefnu sína, sem á undanförnum dögum og oft áður hefur verið túlkuð í Þjóðviljanum, að það sé réttur og þjóðleg skylda hvers sósíalísks flokks, að móta og berjast fyrir sósíalisma í eigin landi í samræmi við sögulegar aðstæður og hagsmuni eigin þjóð- ar. Flokkurinn telur, að innrásin ,í Tékkóslóvakíu sé hið alvarleg- asta brot á þessum grundvallar- reglum og lýsir eindregnum stuðningi sínum við þjóðir Tékkó- slóvakíu og forustumenn þeirra. Það er skoðun okkar. að stjórn- arvöld Tékkóslóvakíu hafi haft að baki sér yfirgnæfandi meiri- hluta landsmanna, og við efumst ekki um hollustu þeirra við hug- sjónir sósíalismans. Við vísum á bug þeirri kenningu, að með inn- rás erlendra herja sé verið að forða þjóðum Tékkóslóvakíu frá endurreisn auðvaldsþjóðfélags í landi þeirra. Við bendum á, að þessar hernaðaraðgerðir brjóta freklega í bág við yfirlýsingu Bratislavafundarins um virðingu fyrir fullveldi þjóða og sjálfs- ákvörðunarrétti þeirra. Sósíal- istaflokkurinn er þeirrar skoðun- ar, að fyrir okkur Islendinga, vopnlausa þjóð, sé sjálfsákvörð- unarréttur þjóðanna svo mikil- vægur, að frá honum megi ekki víkja. En þessi sjálfákvörðunar- réttur þjóðanna verður jafnan í hættu meðan hernaðarbandalög stórvelda og erlendar herstöðvar þeirra í öðrum löndum eru til. Þess vegna áréttum við enn einu sinni þá kröfu okkar, að við Is- lendingar skipum okkur í sveit þeirra fjölmörgu þjóða, sem standa utan hernaöarbandalaga og neita um erlendar herstöðvar í landi sínu. Með slíkri utanríkis- stefnu styrkjum við bezt málstað allra þeirra, sem búa við vald- beitingu erlendra aðila. Hugsjón- ir forustumanna Tékka og Sló- vaka um lýðræði og sósíalisma verða ekki bældar niður með vopnum og ofbeldi í Prag. Þær munu lifa og bera ríkulegan ávöxt í sögu sósíalismans með nýjum kynslóðum um allan heim. Aðalfundur Framh. af 4. síðu. 4. Samvinna um -tæknistörf. 5. Heilbrigðismál. 6. Atvinnumál. Þá er þess að geta, að Ásgeir Ólafsson, framkv.stj. Brunabóta- félags íslands, flytur á fundinum erindi um tryggingamál.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.