Austurland


Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 23.08.1968, Blaðsíða 4
4 i AUSTURLAND Neskaupstað, 23. ágúst 1968. Hjörleifur Guttormsson: Téhhésfóvflkíð % lýMísþréui Viðleitni kommún'staleiðtoga í Tékkóslóvakíu til. að renna stoð- um undir aukið frjálsræði í land- inu hefur ekki aðeins aukið þeim fylgi og virðingu heima fyrir, heldur skapað fordæmi, sem ekki verður afmáð með vopnum frem- ur en fúkyrðum eða tilvitnunum í marxísk fræði. Þetta fordæmi á án efa eftir að verða afdrifaríkt fyrir framvindu mála í ríkjum Austur-Evrópu fyrr en varir, því að engum dettur í hug, að fanta- skapurinn gegn Tékkóslóvakíu nú hafi orðið ofan á átakalaust 1 for- ustu kommúnistaflokka þeirra landa, sem lögðu til innrásar- sveitirnar sl. miðvikudag. Krafan um sósíalískt lýðræði á sér ríkan hljómgrunn meðal al- mennings í ríkjum Austur-Evr- ópu, og þróun í þá átt er fyrir löngu orðin knýjandi nauðsyn, ekki aðeins af mannúðlegum ástæðum heldur engu síður til að kostir sósíalískrar hagskipunar á sviði efnahagsmála fái notið sín. Eðiilega er spurt, hvað átt sé við, þegar talað er um sósíalískt lýð- ræði og í hverju það eigi að vera frábrugðið því borgaralega lýð- ræði, sem við þekkjum víða í Vestur-Evrópu ? Algilt svar ligg- ur þar að sjálfsögðu ekki fyrir, en fylgjendur lýðræðisskipunar í sósíalísku löndunum munu yfir- leitt hafa í huga stjórnskipan, þar sem þjóðnýting stærstu fram- leiðslutækja sé ekki aðeins lög- fest heldur einnig bundin í stjórn- arskrá og félags- og samvinnu- rekstur hið ríkjandi form í at- vinnuvegunum. Hinsvegar sé ó- skert tjáningafrelsi og frjáls skoðanamyndun tryggð og leyfð stofnun flokka og félagasamtaka, a. m. k. þeirra, sem virða vilja hinn sósíalíska grundvöll efna- hagslífsins. Full tuttugu ár eru nú liðin frá því að kommúnistar í Tekkósló- vakíu tóku óskoruð völd í land- inu í sínar hendur með aðstoð nokkurra flokksbrota. Flokkurinn átti mjög miklu fylgi að fagna í landinu við lok heimsstyrjaldar- innar, fékk m. a. um 40% greiddra atkvæða við kosningarnar 1946, og hafði allt frá árinu áður lyk- ilaðstöðu í ríkisstjórninni. Fjöldagrundvöllur flokksins var slíkur, að það er margra mat, að honum hefði reynzt auðvelt að knýja fram róttækar sósíalískar breytingar í efnahagsmálum með lýðræðislegum aðferðum þegar eftir stríð, en sovézk yfirvöld héldu aftur af forustumönnum flokksins. Það sem hugsanlega hefði mátt fá fram eftir lýðræð- islegum leiðum og með virkri þátttöku almennings í landinu kom hinsvegar fram sem „býlt- ing að ofan“ eftir áreksturinn og uppgjörið 1948 milli kommúnista- flokksins og borgaralegra sam- starfsflokka hans í ríkisstjórn. í framhaldi af þeim atburðum var horfið frá lýðræðislegum stjórn- arháttum, fjöldagrundvöllur og styrkur flokksins innan verka- lýðshreyfingarinnar ekki nýttur, en við tók embættismannaveldi, sem hvarf í flestu að sovézkum fyrirmyndum í efnahags- og menningarmálum. Tékkóslóvakía var orðið þróað iðnaðarríki þegar fyrir strío þótt mjög væri sú þróun misjafnt á veg komin eftir landshlutum. Menningarlíf stóð þar í blóma og byggði á ríkulegri þjóðlegri arf- leifð. Róttækir rithöfundar höfðu þar mikil ítök og áhrif meðal þjóðarinnar. Sovézk eftiröpun gat skilað og skilaði umtalsverð- um árangri á sviði efnahagsmála í ýmsum vanþróuðum ríkjum Austur-Evrópu, sem renndu stoð- um undir iðnað sinn með ærnum fórnum svipað og í Sovétríkjun- um. 1 Tékkóslóvakíu horfði allt öðru vísi við. Að vísu var þunga- iðnaður efldur verulega og efna- hagsleg aðstaða Slóvaka bætt. En á ýmsum öðrum sviðum efna- hagslífsins ríkti stöðnun og sums staðar var um afturför að ræða. Enn afdrifaríkari varð útkoman á sviði menningarmáia, þar sem upp var tekin sú alkunna íhalds- og forskriftarstefna, sem enn lif- ir góðu lífi í Sovétríkjunum. Við þetta sat allt til ársins 1962, en þá reyndi hin íhalds- sama flokksforusta með Novotny sem oddvita að berja í brestina með því að gera tilslakanir í menningarmálum og draga úr miðstjórnarvaldi yfir efnahags- lífinu. Frá þeim tíma hefur verið mikil gróska í rékknesku menn- ingarlífi, ekki sízt á sviði bók- mennta og lista, og rithöfundar haft meiri áhrif á skoðanamynd- un almennings en þekkt mun annars staðar frá, nema þá helzt hér á Islandi á dögum Rauðra penna. Þó hljóp veruleg snurða á þráðinn í viðskiptum valdhafa og rithöfunda sl. sumar, er reynt var að þagga niður í þeim síðar- nefndu og málgagn þeirra, Liter- ární Noviny, af þeim tekið. — Sá árekstur átti án efa nokkurn þátt í þeirri ókyrrð, sem varð undanfari stefnubreytingarinnar og breytinga á forustu kommún- istaflokksins sl. vetur. Þó mun ágreiningur um stefnuna í efna- hagsmálum hafa átt ríkari þátt í því að efla andspyrnuna gegn Antonin Novotny og fylgismönn- um hans, unz Dubcek, Cernik og félagar þeirra, sem borið hafa uppi hina nýju i'orustu í landinu undanfarið, unnu meirihluta mið- stjórnar kommúnistaflokksins á sitt band og Novotny varð að víkja úr embætti aðalritara í jan- úar sl. og hverfa úr forsetastóli í marz. Kommúnistaflokkurinn undir forustu Dubceks hefur lagt á- herzlu á, að tryggja einstökum fyrirtækjum aukið svigrúm um framleiðslu sína um leið og þau taka á sig fjárhagslega áhættu. Þannig er ætlazt til, að framleið- endur iðnvarnings taki meira til- lit til þarfa markaðarins en áður var, og lýðræðisleg þátttaka al- mennings í stjórnun fyrirtækj- anna vaxi. En við þetta eitt var ekki látið sitja. Ducek og félagar munu hafa gert sér ljóst, að til að tryggja árangur af hinni nýju stefnu í efnahagsmálum og eðli- lega þátttöku og aðhald at hálfu almennings, yrði að auka þjóðfé- lagslegt lýðræði í landinu. Þessir þættir yrðu að haldast í hendur til að alhliða framfarir gætu orð- ið í landinu. Hér var farið út á ótroðna braut, sem þjóðin virtist einhuga um að ganga. Brautryðj- endastarfi fylgja hættur, mistök- in hljóta að verða einhver, stór og smá. En íbúar Tékkóslóvakíu höfðu allan rétt á að spreyta sig og þeir voru kappsfullir og stolt- ir af því hlutverki, sem þeir höfðu kosið sér. Hernámið nú í vikunni bindur sáran enda á við- leitni þeirra. Lánlausir forustu- menn Sovétþjóðanna hafa valið þann kost, sem sízt skyidi og heimskulegastur var, um leið og þeir brennimerkja sig sem and- stæðinga lýðræðislegrar þróunar í sósíalísku hagstjórnarkerfi og þar með andstæðinga við þann málstað og hugsjón, sem þeir Aðalfundur S.S.A. Aðalfundur Sambands sveitar- félaga í Austurlandskjördæmi verður haldinn að Hallormsstað dagana 7. og 8. sept. Auk venjulegra aðalfundar- starfa verður á fundinum fjallað um eftirtalin mál: 1. Frumvörp að nýjum lögum og fundarsköpum fyrir samband- ið, samin af milliþinganefnd. 2. Álit menntamálanefndar, sem er milliþinganefnd, sem kosin var á þingi sambandsins í fyrra. 3. Framkvæmdaáætlun fyrir Aust urland 1969—1972. Tekur hún til eftirtalinna málaflokka: vega, hafna, flugvalla, pósts og síma, sjónvarps og raf- magnsmála. hrópa mest um á torgum og telja sig hafa eitthvert einkaleyfi á til að segja til um, hversu gera skuli að veruleika. Gegn slíkum aðferðum rísa ekki aðeins tékkneskir kommúnistar og þeir, sem að baki þeim standa. Gegn því rísa allir sæmilegir sósí- alistar og stuðningsmenn þeirra hvarvetna. Og gegn freklegri misbeitingu ríkisvalds stórveldis gagnvart smáríki undir yfirskini einhvers konar björgunarstarfs í nafni sósíalisma munu rísa fyrr en síðar upplýst öfl í Sovétríkj- unum sjálfum, sem taka upp það merki sósíalískrar lýðræðisbar- áttu, sem fellt var í Prag nú á dögunum. — Við eigum eflaust eftir að horfa á dapurlega þróun í Tékkóslóvakíu um hríð, niður- lægingu einstakra forustumanna og liðhlaupa, sem alltaf finnast, þá erlendur her býðst til að tylla þeim á valdastóla. En Tékkar og Slóvakar hafa reynslu frá ýmsum öldum, þol- gæði, sem því miður reynir á einu sinni enn. Góði dátinn Schwejk lifir þar enn góðu lífi. H. G. Austuriandsmét Austurlandsmót í handknatt- leik var haldið á Eskifirði 21. júlí sl. Aðeins þrjú félög tóku þátt í mótinu, Leiknir, Austri og Þróttur. 1 öðrum flokki kvenna voru aðeins tvö lið, frá Leikni og Þrótti og sigraði Leiknir eft- ir tviframlengdan leik með 6 mörkum gegn 5. 1 meistaraflokki karla fóru leikar þannig: Leiknir — Austri 12:9. Þróttur — Leiknir 14:10. Þróttur — Austri 28:1. Þróttarpiltarnir urðu nú Aust- urlandsmeistarar í þriðja sinn í röð og unnu til eignar bikar, sem gefinn er af Pólarsíld hf., Fá- skrúðsfirði. Keppnin í meistarafl. kvenna var mjög jöfn, en Þróttarstúlk- unum vegnaði bezt og unnu Austurlandsmeistaratitilinn í fjórða sinn í röð. I meistaraflokki kvenna fóru leikar þannig: Þróttur — Leiknir 9:7 Austri — Leiknir 6:5 Þróttur Austri 9:5 í meistaraflokki kvenna var keppt í fyrsta skipti um styttu, sem gefin er af Söltunarstöðinni Sæsilfur hf., Neskaupstað. Að lokinni keppni sátu kepp- endur kaffiboð í Hótel Öskju og fór þar einnig fram afhending verðlauna. íþróttafélagið Austri á Eski- firði sá um framkvæmd mótsins, sem var til fyrirmyndar. Ákveðið hefur verið að Hrað- keppnismót Austurlands í kvenna- flokkum verði 14. sept. nk., sennilega í Ncskaupstað. E. G. Frainh. á 2. siðu.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.