Austurland


Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 1

Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 1
MALOAGN ALÞY S A AUSTURLANDI 18. árgangur. Neskaupstað, 13. september 1968. 37. tölublað. vrco slæmt li AusturWi Aðeins síldveíði getur sEiopoð nœga vinnu í nnust Að undanförnu hefur farið íram á vegum Alþýðusambandf íslands athugun um allt land á atvinnuástandi og atvinnuhorfum. Hér fyrir austan hefur Alþýðu- temband Austurlands haft þess'i prh-.igun með höndum og er grein þcssi byggð á þoim acbugun, en heimildarmenn ASA eru forustu- tnenn verklýðsfélagann.i. Rakkafjörður A Bakkafirði eru 26 menn í verklýðsfé!aginu. Helmingur verka manna er alveg atvinnulaus, en hinn helmingurinn hefur mjög litla vinnu. Atvinnan hefur eink- um byggzt á fiskverkun, en aðili á Bakkafirði hefur keypt fisk i sumar til söltunar. Frystihús er ekkert á staðnum. Þessi vinna hefur nú mjög dregizt saman. Fáar trillur eru gerðar út frá Bakkafirði og aðstaða til fisk- verkunar er mjög slæm. Atvinna í næstu framtíð er öll undir því komin, að síld berist að. Vopnaf jörður Á Vopnafirði eru 19 menn skráðir atvinnulausir, en félags- menn í verklýðsfélaginu eru 170. Talið er, að mun fleiri séu at- vinnulausir en skráðir eru og mun sanni næst, að um 100 manns hafi vinnu að einhverju leyti. Um 20. september mun slátrun hefjast. Þá munu allt að 60 manns fá vinnu í um mánaðar- tíma og má gera ráð fyrir, að ekki verði atvinnuleysi á staðn- um meðan á henni stendur. Stofnað hefur verið hlutafélag til fiskvinnslu (saltfiskverkun) og er von á salti á næstunni. Stofn- endur félagsins er almenningur í þorpinu, nokkur atvinnufyrirtæki og verklýðsfélagið. Mun ætlunin að Vopnafjarðartoátar, annar eða báðir, leggi upp fisk heima í vet- ur. Frá áramótum hafa verið greiddar um ein milljón króna í atvinnuleysisbætur til 60 einstak- linga. Atvinnuhorfur eru sagðar slæmar. Borgarfjörðúr Á Borgarfirði ur ekki teljandi atvinnuleysi. 1 verklýðsfélaginu eru 62 félagar og er enginn skráð- ur atvinnulaus. Róið er á nokkr- um trillum og er aflinn að lang- mestu leyti saltaður. Um tíma var hluti aflans heilfrystur fyrir inn- anlandsmarkað. Síðar í mánuðin- um hefst slátrun og verður slátr- að um 7000 fjár. Atvinnuhorfur eru ekki afleit- ar meðan hægt er að verka fisk í salt. [: ff Seyðlsfjörður Á Seyðisfirði eru yfir 20 manns skráðir atvinnulausir. S.R. sagði 11 mönnum upp um síðustu mán- aðamót, en einhverjir þeirra hafa fengið vinnu að nýju. Tveir smá- bátar róa og er tekið á móti fisk- inum í frystihúsinu, sem rekið er að nafninu til og eru 2—3 menn þar í fastri vinnu. Öll framtrðaratvinna byggist á því að síldin komi. Neskaupstaður 1 Neskaupstað er enginn skráð- ur atvinnulaus og almennt hafa. menn dagvinnu, en yfirvinna er lítil. Nokkurt atvinnuleysi var frá því í desember og þar til í febrúar. Voru þá greiddar um 40 þús. kr. í atvinnuleysisbætur. Eft- ir að kom fram í febrúar tók vertíðarafli að berast á land svo og loðna og var þá mikil vinna og einnig yfirvinna. I sumar hefur vinnan í frysti- húsunum eingöngu byggzt á smá- bátaútgerð, sem stendur með miklum blóma. Hefur mikill fisk- ur borizt á land á árinu. Til marks um það er, að Fiskvinnslu- stöð Sún mun aldrei hafa tekið á móti jafnmiklum fiskl og á þessu ári. Þá hefur í sumar verið drjúg atvinna við byggingar. Atvinna í haust og framan af vetri fer öll eftir því hvort síld veiðist eða ekki. Senn dregur úr smábátaútgerðinni og bætast þá þeir, sem á trillunum róa, í hóp þeirra, sem leita sér vinnu í landi. Eskifjörður Þar er enginn skráður atvinnu- laus, allir hafa dagvinnu. Frysti- núsið tekur á móti fiski og er þar nokkur vinna. Afli er fremur rýr og falla því oft úi dagar. Lítið er að gera hjá iðnaðar- mönnum og sýnilega lítið sem ekkert framundan hjá þeim í vetur. Öll atvinna í haust og í vetur byggist á því, að síld berist að. Reyðarfjörður Um 170 félagsmenn eru í verk- lýðsfélaginu á Reyðarfirði og eru 15—20 atvinnulitlir. Slátrun hefst 19. september og verður einhver vinna í sláturhúsinu í um það bil mánuð. Eftir það er mikil óvissa um vinnu. Frystihús KHB hefur ekki tekið á móti fiski um tíma og ekki vitað hvort það gerir það í náinni framtíð. Atvinnuhorfur eru slæmar, ef ekki kemur síld. Egilsstaðir Á Egilsstöðum er enginn at- vinnulaus eins og er og hefur verið næg vinna í sumar, einkum við byggingar. Utlit með vinnu i vetur er mjög ískyggilegt og má ganga út frá því sem vísu, að at- vinnuleysi verði. Fáskrúðsfjörður 1 verklýðsfélaginu á Fáskrúðs- firði eru um 200 félagsmenn og eru 25 skráðir atvinnulausir. Frystihúsið er starfrækt, en lítill fiskur berst að. I þessum mánuði hefst sauðfjárslátrun og verður slátrað um 4000 fjár. Fá þá 15 menn vinnu í einn mánuð. Engar opinberar framkvæmdir eru á staðnum. Algengt er, að verka- menn eigi inni laun þrjár vikur eða svo. Atvinna á næstu mánuð- um er undir því komin, að það verði síld. Stöðvarfjörður A Stöðvarfirði er mjög stopul vinna hjá flestum og má segja að menn hafi ekki nema hálfa at- vinnu. Tveir bátar hafa verið á trolli, en afli hefur verið fremur rýr. Atvinna er öli undir því komin, að síld berist að. Breiðdalsvík Á Breiðdalsvík er enginn at- vinnulaus og er að jafnaði unn- inn 10 stunda vinnudagur. At- vinnuhorfur næstu mánuðí eru all góðar, talsverð byggingavinna er, m. a. er verið að breyta gömlu skólahúsnæði. Tveir bátar, Hafdís ! Framh. á 3. síðu. Þróttur Austurlandsmeíst- ori í hnattspyrnu Loksins er Knattspyrnumóti Austurlands lokið. Afrýjun Breið- dælinga var ekki tekin til greina syðra og kom því til úrslitaleiks milli Leiknis, Fáskrúðsfirði og Þróttar, Neskaupstað. Sá leikur fór fram á Eskifirði og lauk með sigri Þróttar 9 mörk gegn 2. 1 hálfleik var staða 2:2. Varð Þróttur því Austurlandsmeistari í knattspyrnu,.1968 og jafnframt sigurvegari í Austfjarðariðli HI. deildar Knattspyrnumóts íslands. A lið Þróttar nú að mæta til úr- siitakeppni ásamt sigurvegurum í hinum tveimur riðlunum og neðsta liði II. deildar. Fer sú keppni fram í Reykjavík í næstu viku. Bikarkeppni UlA í knattspyrnu er einnig lokið. 6 lið voru skráð til keppninnar, en tvö þeirra hættu þátttöku á síðustu stundu. Leikir hafa farið þannig: Þrótt- ur A-lið — Austri: 3:2 og Þrótt- ur B-lið — Leiknir: 2:1. Til úr- slita í bikarkeppninni léku þvi Þróttur A og Þróttur B og sigr- aði A-liðið 5:0. Neshoupstaðar Leikfélag Neskaupstaðar hélt aðalfund sinn 9. sept. í stjórn voru kosin: Jóhann Jónsson, formaður Ægir Ármannsson, varaform. Soffía Björgúlfsdóttir, ritari Guðrún Jónsdóttir, gjaldkeri Álfhildur Sigurðardóttir, með- stjórnandi. Þetta er í annað skipti á árinu, sem félagið heldur aðalfund. Hinn fyrri var í marz. Lagabreyting, sem þá var gerð og gekk í þá átt, að miða starfsárið við leikár- ið í stað almanaksársins, gerði aðalfund nú nauðsynlegan. Á starfsárinu tók félagið ekk- ert leikrit til sýningar, utan hvað það annaðist Sögusýninguna á landsmóti ungmennafélaganna í sumar. Birgir Stefánsson var kosinn fulltrúi félagsins á aðalfundi Bandalags íslenzkra leikfélaga, sem haldinn verður á Blönduósi á morgun og sunnudag. Síldin á vesfurleið Síldargangan er nú komin á um það bil 71° n. br. og 8° au. 1. og gengur nú allhratt í vesturátt. Þegar hún var lengst í burtu var hún um 1000 mílur frá Langa- nesi, en nú er hún „aðeins" 600 mílur þaðan. ¦

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.