Austurland


Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 3

Austurland - 13.09.1968, Blaðsíða 3
Neskaupstað, 13. september 1968. AUSTURLAND Frá Tónskóla Neskaupstaðar Tónskóli Neskaupstaðar tekur til starfa 1. október og stend- ur í 8 mánuði. Kennt verður á píanó, harmonium (orgel), blásturshljóðfæri, mandólín og gítar, ennfremur tónfræði. Nemendagjald verður kr. 500.00 á mánuði og greiðist fyrir tvo mánuði í senn, fyrirfram, í fyrsta sinn við innritun. Séu fleiri en einn nemandi frá sama heimili verður veittur afslátt- ur. Innritun fer fram í Tónabæ laugardaginn 21. sept. kl. 1—4 sídegis. Neskaupstað, 12. sept. 1968 Skólanefnd. Atvinnodstond víða slœmt Framhald af 1. síðu. og Sigurður Jónsson, komu með um 1000 tunnur af sjósaltaðri síld í gær og verður einhver vinna við hana um tíma. Þá hefst slátrun um miðjan þennan mánuð og verður nokkur hópur manna við hana. Djúpavogur Á Djúpavogi er mjög lítil vinna eins og er og má segja, að fólk hafi um það bil hálfa at- vinnu. Á staðnum verður slátrað 11—12000 fjár og verður nóg at- vinna meðan á því stendur, eða í um mánuð. Frystihúsið hefur tek- ið á móti færafiski, en lítið hefur borizt af honum. Atvinna er öll undir því komin, að síld berist að. Hornafjö'rður Á Hornafirði má segja að at- vinna sé allmikil, yfirleitt unnin þar eftirvinna og jafnvel nætur- vinna. Útlit með atvinnu á næstu mánuðum er all gott. —o— Af þessu má ráða, að atvinnu- ástand er víða slæmt á Austur- landi og sums staðar greiddar atvinnuleysisbætur um hásumar- ið. Sums staðar er líka kvartað undan því, að-sjómenn eigi erfitt með að fá greiðslur fyrir afla sinn. Það gengur eins og rauður þráður í gegnum allar þessar skýrslur, að atvinna á næstu mánuðum byggist að mestu leyti á því hvort síld veiðist eða ekki. Bregðist hún verður ömurlegt ástand á Austfjörðum í haust og framan af vetri. Sem be.tur fer þokast síldin nú í áttina til Is- lands og innan fárra vikna er þess að vænta, að mikil síld ber- ist til söltunarstöðva og síldar- verksmiðja á Austfjörðum. Og þá færist nýtt fjör í atvinnulífið. Úr bœnum Vöruhappdrætti SÍBS. Þessi númer í umboðinu hér hlutu 1500.00 kr. hvert í 9. flokki: 2598 3591 13302 16416 52112 63143 AuglýsiB i Austurlandi lUSTURLAND Ritst jóri: | Bjarni Þórðarson. I NESPRENT { ' 3 ~ iniiii ... lÍiiiTi EiilsNð SMOKY Amerísk litkvikmynd. Aðalhlutverk: Fess Parker og Diana Hayland. — Sýnd föstudag kl. 9 og á barnasýningu á sunnu- dag kl. 5. HINIR FORDÆMDU Spennandi ensk-amerísk kvikmynd. — Aðalhlutverk: Mac- Dona’.d Carey, Chirley Nannfjeld. — Sýnd laugardag kl. 9. DOKTOR STRANGELOWE Æsispennandi amerísk stórmynd. — Islenzkur texti. Aðal- > hlutverk: Peter Selleirs. — Sýnd sunnudag kl. 9. | IrVXA/VA/N/N/N WS/\/\/VA/»/VNAA/V/\/\A/WAA/WV\/»A/V/VNAA/W> WAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAA/ ÞEL ALLABÚÐ APPELSÍNUR KAUPFÉDAGIÐ FRAM ÆSKULÝÐSFYLKINGIN í NESKAUPSTAÐ Áðalfundur verður haldinn fimmtudaginn 19. september kl. 20.30 í félags- heimilinu (austurdyr). DAGSKRÁ: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Starf ÆF. Ragnar Stefánsson, forseti ÆF. 3. Kosning fulltrúa á ÆF-þing. ! 4. Önnur mál. Félagar fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga. Stjórnin. Aialfundur íþróttafélagsins Þróttar verður haldinn í Egilsbúð mánudag- inn 16. sept. kl. 21. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Önnur mál. Stjórnin. Drenpjfl- oi sveinoinót U.Í.A. í frjálsum íþróttum fer fram á íþróttavellinum í Neskaupstað á sunnudaginn kemur og hefst kl. 14. Frjálsíþróttaráð U.Í.A.

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.