Austurland


Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 4

Austurland - 31.12.1968, Blaðsíða 4
4 AUSTURLAND Neskaupstað, 31. desember 1968. Málfundafélagið Ausiri Framhald úr jólablaði. Landhelgismál Landbelgismál var á dagskrá Auslra 22. marz 1919. Framsögu- maður var Sigdór Vilhjálmsson. Skýrði bmn frá því, að Færey- ingar hefðu leitað eftir því víð dönsku stjóinina, að koma þvi inn á friðarfundinn, sem þá var hald- inn í Frakklandi, að breytt yrði ákvæðum alþjóðalaga um land- helgi þannig, að landhelgislínan væri færð úr 3 sjómílum í 10. Var fátt um málið rætt, 'því all- ir voru þessu sammála. En svo- hljcðandi tillaga var samþykkt: „Málfundafélagið Austri leyfir srir að fara fram á það við for- seta fjórðungsþings Fiskifélaga íslands fyrir Austfirðingafjórð- ung, að hann skori nú þegár á Fiskifélag Islands, að gera allt hvað hægt er til þess, að koma im á friðarþing það, sem nú er hald ð í Frakklandi, tillögu um útfærslu landhelgislínunnar úr 3 í 10 kvarímílur“. Ekki veit ég hvað gert var í þessu máli, en eins og kunnugt er, náði það ekki fram að ganga -— þvi miður. Bæjarréttindi „Sjálfstæðismál Norðfjarðar" voru á dags'krá 20. des. 1924. Helgi Pá'sson hafði framsögu af hálfu „málefnisnefndar", en slík- ar nefndir voru jafnun skipaðar í lok hvers fundar til að undir- búa mál hins næsta. Auk Helga vtoru i nefndinni að þessu sinni þeir Níels Ingvarsson og Sigurður Eiríksson. Helgi ræddi um bæjar- réttindi handa þorpinu, en ekki veit ég hvort það var í fyi'sta sinn, sem málinu var hreyft. Máli Helga var vel tekið og „ræðumen.n vildu fegnir fá bæj- arréttindi". Málefnisnefnd lagði fram eftir- farandi til'.ögu, sem samþykkt var einrcma: „Fundurinn álítur núgildandi sveitars'jórnarlög úrelt og með Merk sjóðsstofnun Þann 6. desember sl. staðfesti forseti ís'ands skipulagsskrá fyr- ir Menningarsjcð prófastshjón- a.nna á Hofi, séra Einars Jóns- scnar og frú Kristínar Jakobs- dcttur. Stofndagur sjóðsiras er talinn 7. des. en þo.nn dag fæddist séra Einar prcfastur fyrir 115 árum. Til sjóðs þessa er upphaflega stofnað með gjafabréfi Bsnedikts Gíslasonar, fræðimanns frá Hof- teigi, dags. 29. ágúst 1965. Með gjafabréfinu afhendir Benedikt Eiðaskóla, skulda og kvaðalaust, allar óseldar birgðir af ritsafni.nu Ættir Austfirðinga, sem séra Einar hafði samið en Benedikt séð um útgáfu á að eigin frumkvæði og ábyrgð, en undir nafni Austfirðingafélagsins í Reykjavík. Undir gjafabréf þetta rituðu ásamt honum, eftir- lifandi börn sr. Einai’s.þau Jakob Einarsson, fyrrv. prófastur og Ingigerður Einarsdóttir ásamt -mökum þeirra. Ennfremur eftir- lifandi kona Vigfúsar ráðuneytis- stjóra frá Hofi Einarssonar. Andvirði hinna óseldu bóka skyldi ganga til sjóðsstofnunar til minningar um próf-asfshjón- in frá Hofi, séra Ein-ar og frú Kristínu. Má ætla að með nú- verandi verðlagi muni sú upp- hæð nálgast eina milljón króna þegar allt upplagið er selt. Tilgangur þessa menningar- sjóðs er, samkvæml iskipulagss- skránni,- að styrkja- bókasafn Eiðaskóla og stuðla að söfnun og útgáfu á 'hvers konar austfifzk- um sagna og ættarfróðleik. St.jórn sjóðsins er í höndum skólastjóra Eiðaskóla og tveggja fulltrúa frá Mú’asýslum, síns frá iivorri. Á síðasta hausti kom út ní- unda og síðasta bindi þessa mikla safns, nafnaskráin, samantekinaf syni séra Einars, Jakobi prófasti frá Hofi. í nafnaskránni eru um 15 þús. nöfn, auk leiðréttinga og efnis- yfirlits yfir öll bindin. Ættir Austfirðinga ná yfir nokkurra alda skeið og í því má finna margvíslegan sagna- fróðleik og litríkar upplýsingar um austfirzka persónusögu. Það má vera öllum Austfirð- ingum fagnaðarefni, að nú skuli hið mikla og merka ritverk „Ætt- ir Austfirðinga,“ allt komið út með nafnaskrá. Nafnaskráin ger- ir verkið aðgengilegt , en án hennar var næstum ógjörningur að nota verkið sem uppsláttarrit. Benedikt frá Hofteigi hefur með útgáfu sinni á riti þessu, u.nnið þarft verk og sýnt með því fádæma elju og fórnfýsi. Er ekki gott að segja hversu lengi ritið hefði enn legið óprentað og óað- gongilegt, öillum lalmenningi ,'ef 'framtákssemi hans og dugnaðar hefði ekki við notið. Seint verður þetta starf Benedikts í þágu austfirzkra fræða fullþakkað. Má nú ætla að sala ritsins aukist ei' það er allt komið út og ekki líklegt að það verði lengi fáanlegt i heild. Er því rétf fyrii' ménn að draga ékki úr hófi að verða sér úti um það. Sigdcr Vilhjálmsson Brekkan. öllu cfullnægjandi í svo stóru þorpi sem Neskauptfln er. Álítur hann því brýna nauðsyn til að kauptíin þcttu fái sem fyirst bæj- arréttindi. Fyrir því vill fundurinn hér með skora á háftvirta lirepps- nefnd Neshrepps, að boða til al- menns borgarafundar, áður en þingmenn kjördæmisins fara til þings, er taki mál þetta til msð- ferðar og taki afstöðu til Jtess. VæiTi æskilegt að þingmönnum kjördæmisins yrði boðið á fund- inn“. Ekki kom mál þetta aftur fyrir Austiafund, enda tók hrepps- nefndin það upp og fékk það skjctan framgang. Hreppsnefndin fjallaði um á- skorun Austra á fundi sínum 15. jan. 1925, og jafnframt erindi sama efnis frá verklýðsfélaginu cg stúkunni, svo einhver samtök sýnast hafa verið um málið. Sundlaug Á fundinum 22. febrúar 1919 tók Jón Sveinsson til meðferðar sundkennslu og benti jafnframt á þörfina á því að menn lærðu eund. I þessu sambandi minntist hann á sundtjörn, sem ungmenna- félagið einu sinni hafði látið gera, e.n þó aldrei lokið við. Páll Guttormsson tók undir með Jóni, en leist ekki á sundtjörn ung- mennafélagsins, en vildi koma upp sundtjörn annarsstaðar með tilstyrk ungra ma.nna. Vildi hann að Austri tæki málið að sér. Vert er að geta Jiess, að Valdi- mar Valvesson vildi að IJirótta- félagið tæki málið að sér. Bendir þetta til, að til hafi verið hér íþróttafélag á undan Þrótli, sem ekki var stofnaður fyrr en vorið 1923. Væri fróðlegl. að fá ein- hverjar heimildir um það. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt á fundinum í einu hljóði: „Félagið samþykkir að gang- ast fyrir byggingu sundlaugar og kýs þriggja manna nefnd til að gora tillögur um fratakvæmdir (£tl 11 to UO flOVOCl Ó- 61 málsins og leggja fyrir næsta reglulegan fund félagsins.“ Málið var aftur á dagskrá 22. marz og þá einung's frá því sagt, að ekkert. hefði verið aðhaftet vegna þess, að formaður nefnd- arinr.ar, Lúðvík Sigurðsson, hefði farið til Djúpavogs í allt öðrum erindagjörðum. Var þá öðrum falin meðferð málsins. Enn 'kom málið fyrir 5. apríl og lagði Sigdór Vilhjálmsson fram nefndarálit það, sem hér fer á sftir: „Fundurinn kýs 3ja manna nefnd til þess að sjá út sund- laugarstæði, gera kostnaðaráætl- un og ieitast síðan fyrir um áhuga þorpsbúa og hreppsnefnd- ar á að lioma bygg'.ngu sund- laugarinnar í framkvæmd." Þetta náði fram að ganga og var sundpollur gerður út og upp af bænum og notuð unz sund- laugin var fullgerð nokkru eftir 1940. Lærðu þar margir sund, en e'kki mundi það nú þykja þrif- legur sundstaður, þar sem dsila mátti um hvort í pollinum var vatn eða leðja. Framhald. Fjóror trrennur Fjcrar áramótabrennur verða hér í bænum í kvöld. Vegleg brenna verður inni á Sandi og þrjár miklar brennur verða of- an við bæinn. Gott jóliveður Um jólin hefur verið afbragðs veður hsr á Austurlandi og raun- ar um land allt . Flestir fjallveg- ir hafa verið færir, Þar á meðal Odasskarð lil þessa. Frá blaðinu Lsngi hefur verð Austurlands og auglýsingaverð verið óbreytt, þótt önnur 'blöð ihafi á sama (ima hækkað í verði marg oft. En nú er svo komið, að ekki verður lengur dregið að hækka söluverð Austurlands og auglýs- ingaverð. Frá byrjun næsta árs hefur verðið verið ákveðið sem hér seg- ir: Lausasala kr. 7.00 eintakið. Áskriftaverð kr. 250.00 árg. Auglýsingar kr. 65.00 dálk- sentimeterinn. Útgefandi. JlUSTURLAND Ritst jóri: ' Bjarni Þórðarson. NESPRENT

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.