Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 2
2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Maður hefur oft tekið þátt í jöfnum leikjum og með árunum lærist manni að engin ástæða er til að fara á taugum þótt ein sókn bregðist. Málið snýst um þolinmæði og að finna betra færi í næstu sókn,“ segir Freyr Brynjarsson, hinn leikreyndi hornamaður úr Hauk- um, sem er leikmaður 5. umferðar N1- deildar karla í handknattleik. Freyr lék stórt hlutverk þegar Hauk- ar unnu Aftureldingu í Mosfellsbæ í fyrrakvöld. Hann fór hamförum í síðari hálfleik eftir að hafa setið á vara- mannabekknum nær allan fyrri hálfleik og skoraði sigurmarkið sem skildi liðin að þegar upp var staðið, 22:21. „Á sama tíma vilja þeir yngri oft láta kappið hlaupa með sig í gönur og vilja freista þess að skora tvö mörk í hverri sókn til að bjarga því sem fór miður í síðustu sókn. Við þeir eldri þekkjum oft betur okkar takmörk. Ég er í íþróttum til að vinna og þess vegna reyni ég að leggja eins mikið af mörkum og ég get,“ segir Freyr sem er annálaður keppnismaður og þekktur fyrir að gefast aldrei upp. Byrjaði sem varamaður „Ég byrjaði leikinn gegn Aftureld- ingu á varamannabekknum og var ekk- ert sáttur við það. Þegar tækifæri gafst og mér var skipt inn á reyndi ég bara að nýta möguleikann sem best. Það mega ungir leikmenn hafa í huga að láta ekki hugfallast þótt þeir séu á meðal vara- manna heldur vera klárir í slaginn þeg- ar að þeim kemur og nýta möguleikann þegar hann gefst. Keppnisskapið hefur skilað mér langt. Þegar reynslan bætist við keppnisskapið þá er hægt að gera ótrúlegustu hluti,“ segir Freyr sem er ánægður með hvernig Haukaliðið hefur farið af stað á keppnistímabilinu. Hauk- ar hafa unnið fjóra leiki af fimm sem er betra en á síðustu leiktíð þegar margt gekk Haukum í mót. „Ég er ánægður með liðið. Um er að ræða samheldinn hóp. Þeir yngri eru farnir að taka meiri ábyrgð en áður. Ég, Birkir Ívar og Gylfi erum þeir einu sem eru komnir yfir þrítugt. Aðrir eru yngri og margir þeirra halda að þeir séu bestir og taka misvel við ábendingum frá okkur sem eldri erum, en þannig er það bara.“ Haukaliðið virðist hafa tekið stakka- skiptum frá síðustu leiktíð þótt það virki ekkert sterkara en þá á papp- írunum. „Fyrst og fremst er aginn miklu meiri undir stjórn Arons en margra annarra. Agi við æfingar, í leikjum og í samskiptum manna á milli. Hann skip- ar mönnum í hlutverk sem þeir eiga að sinna og alls ekki að skipta sér af öðru. Þá er Aron einnig mjög „taktískur“ þjálfari og les andstæðinginn mjög vel. Hann er á allan hátt framúrskarandi þjálfari,“ segir Freyr sem leikið hefur í meistaraflokki í hálfan annan áratug og ýmsum þjálfurum kynnst á þeim tíma. Var í handboltaskóla Einars Freyr, sem er 34 ára gamall, hóf handboltaferilinn við æfingar í hand- boltaskóla Einars Þorvarðarsonar hjá HK í Kópavogi en staldraði stutt við í HK og skipti yfir í Val þegar hann var í þriðja flokki. „Einar mætti reyndar aldrei á æfingarnar í handboltaskól- anum heldur sá Eiríkur bróðir hans um kennsluna og stóð sig mjög vel,“ segir Freyr í gamansömum tón. „Sem barn var maður svo spenntur fyrir að hitta Einar en síðan birtist hann aldrei.“ Haustið 2004 gekk Freyr til liðs við Hauka og kom það mörgum á óvart. „Ég var samningslaus þá um haustið og lék einn leik með Val en þá höfðu Hauk- ar samband og ég skipti yfir í raðir þeirra í framhaldinu. Ég er mjög þakk- látur Haukum fyrir að taka móti mér og gefa mér tækifæri. Nú hef ég leikið fleiri meistaraflokksleiki með Haukum en Val þótt ótrúlegt megi virðast.“ Freyr ólst upp í Njarðvík og flutti þangað á nýjan leik fyrir fimm árum og vinnur sem íþróttakennari við grunn- skólann. Hann segir ekkert mál að fara á milli Njarðvíkur og Hafnarfjarðar til æfinga flesta daga. „Það tekur rúmlega 20 mínútur að keyra á milli og er bara afslappandi eftir leiki og æfingar.“ Í fótbolta á sumrin Freyr lætur handknattleikinn ekki duga því á sumrin æfir hann og leikur knattspyrnu með Þrótti í Vogum í 3. deildinni. „Í maí og júní og júlí þegar lítið er um að vera í handboltanum o frí frá æfingum þá æfi ég og leik me félögum mínum í Þrótti í Vogum. Þa ig held ég mér í formi yfir sumarið, hleyp í fótboltanum og lyfti síðan au lega með. Ég mæli svo sannarlega m þessu við menn,“ segir Freyr Brynj arsson. Morgunblaðið/Egge Skorar Freyr Brynjarsson hefur oft skorað sigurmark á úrslitastundu og gerð það enn og aftur fyrir Hauka gegn Aftureldingu á fimmtudaginn. „Er í íþrótt- um til að vinna“  Freyr leikmaður 5. umferðar  Keppnismaður sem gefst aldrei upp Undankeppni EM U19 karla Riðill á Kýpur: Lettland – Ísland...................................... 2:0 Kýpur – Noregur...................................... 3:3  Ísland leikur við Kýpur á morgun og við Noreg á miðvikudaginn.  Tvö efstu liðin í riðlinum fara í milliriðla, auk þess sem besta liðið af þeim 12 sem enda í þriðja sæti kemst líka áfram. Í milli- riðlunum sjö er síðan leikið um sjö sæti í lokakeppninni í Eistlandi sumarið 2012. Ítalía B-deild: Verona – Nocerina .................................. 1:1  Emil Hallfreðsson var í liði Verona og skoraði markið á 77. mínútu. Þýskaland A-deild: Augsburg – Werder Bremen .................. 1:1 B-deild: Karlsruhe – Bochum ............................... 0:0  Hólmar Örn Eyjólfsson var varamaður hjá Bochum og kom ekki við sögu. Noregur Stabæk – Molde........................................ 1:1  Pálmi Rafn Pálmason og Bjarni Ólafur Eiríksson léku allan leikinn með Stabæk. Staða efstu liða: Molde 27 16 6 5 48:33 54 Tromsö 26 13 6 7 46:31 45 Vålerenga 26 13 5 8 37:27 44 Rosenborg 25 12 7 6 59:30 43 Haugasund 26 12 4 10 47:39 40 Brann 26 11 6 9 41:43 39 Odd Grenland 26 11 6 9 37:40 39 Strömsgodset 26 10 8 8 36:34 38 Stabæk 26 11 5 10 43:44 38 Austurríki B-deild: LASK Linz – Austria Lustenau ............. 0:3  Helgi Kolviðsson þjálfar lið Austria sem er í 4. sæti deildarinnar. KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur – ÍR ....................................... 20:22 Víkingur: Jóhann Reynir Gunnlaugsson 5, Gestur Jónsson 4, Óttar Filipp Pétursson 4. ÍR: Guðni Már Kristinsson 7, Hreiðar Har- aldsson 5, Brynjar V. Steinarsson 4, Ólafur Sigurgeirsson 3. Fjölnir – Selfoss ................................... 19:26 Fjölnir: Aron Guðmundsson 4. Selfoss: Andri Már Sveinsson 8, Atli Krist- insson 6, Gunnar Ingi Jónsson 4. Staðan: ÍBV 3 3 0 0 89:70 6 ÍR 4 2 1 1 111:92 5 Víkingur R. 4 2 0 2 91:91 4 Stjarnan 3 2 0 1 88:71 4 Selfoss 4 1 1 2 100:112 3 Fjölnir 4 0 0 4 79:122 0 Svíþjóð Malmö – Guif ........................................ 27:32  Haukur Andrésson skoraði eitt mark fyrir Guif. Kristján Andrésson þjálfar liðið. Þýskaland B-deild: Rheinland – Neuheusen...................... 25:22  Björgvin Þór Hólmgeirsson skoraði 4 mörk fyrir Rheinland. HANDBOLTI Svíþjóð Sundsvall – Solna ................................ 98:80  Hlynur Bæringsson skoraði 16 stig fyrir Sundsvall, tók 8 fráköst og átti 5 stoðsend- ingar, Pavel Ermolinskij skoraði 15 og tók 10 fráköst og Jakob Örn Sigurðarson skor- aði 13.  Logi Gunnarsson var stigahæstur hjá Solna með 18 stig. 08 Stockholm – Borås ....................... 91:101  Helgi Már Magnússon skoraði 14 stig fyrir Stockholm. KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Undankeppni EM kvenna: Laugardalshöll: Ísland – Úkraína ......... S16 1. deild karla: Mýrin: Stjarnan – ÍBV ........................... S13 Bikarkeppni karla, Eimskipsbikarinn: Strandgata: Haukar 2 – Fram .......... S13.30 Húsavík: Völsungur – Grótta................. S14 Víkin: Víkingur 2 – Afturelding ............. S16 Mýrin: Stjarnan 2 – Fylkir..................... S17 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Egilshöll: Björninn – Jötnar............. L18.30 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, IEX-deildin: DHL-höllin: KR – Snæfell ................ S19.15 1. deild karla: Borgarnes: Skallagrímur – Þór Ak....... L15 Lengjubikar karla: Sauðárkr.: Tindastóll – Stjarnan...... S19.15 Ísafjörður: KFÍ – Grindavík ............. S19.15 Hveragerði: Hamar – Keflavík ......... S19.15 Í KVÖLD! Daníel FreyrAndrésson FH Sturla Ásgeirsson Val Bjarki Már Elísson HK Baldvin Þorsteinsson FH Böðvar Páll Ásgeirsson Aftureldingu Bjarni Fritzson Akureyri Hversu oft leikmaður hefur verið valinn í lið umferðarinnar 2 Hlynur Morthens Val 89 Hafþór Einarsson Aftureld. 75 Daníel Freyr Andrésson FH 72 Sveinbjörn Pétursson Akureyri 67 Birkir Ívar Guðmundss. Haukum 62 Magnús G. Erlendsson Fram 60 Lárus Helgi Ólafsson Gróttu 56 Björn Ingi Friðþjófsson HK 35 5. umferð í N1-deild karla 2011 - 2012 Lið umferðarinnarVarin skot Brottvísanir / rauð spjöld Markahæstir Vilhelm Gauti Bergsveinsson HK Freyr Brynjarsson Haukum Varnarmaður Afturelding 38 mín 1 Haukar 38 mín 0 Grótta 34 mín 2 Akureyri 32 mín 1 FH 30 mín 1 Valur 30 mín 1 HK 28 mín 0 Fram 16 mín 0 Bjarki Már Elísson HK 39 Bjarni Fritzson Akureyri 32 Ólafur Bjarki Ragnarss. HK 30 Sturla Ásgeirsson Val 30 Baldvin Þorsteinsson FH 29 Oddur Gretarsson Akureyri 29 Anton Rúnarsson Val 28 Atli Ævar Ingólfsson HK 27 Finnur Ingi Stefánsson Val 25 Ólafur Gústafsson FH 24 Stefán R. Sigurmannss. Haukum 24 Jóhann Gísli Jóhanness. Gróttu 23 Sigurður Eggertsson Fram 23 Árni Benedikt Árnason Gróttu 21 Nemanja Malovic Haukum 20 Örn Ingi Bjarkason FH 20 Einar Rafn Eiðsson Fram 19 Guðmundur H. Helgas. Akureyri 19 Hilmar Stefánsson Aftureld. 19 Róbert Aron Hostert Fram 19 Þorgrímur Smári Ólafss. Gróttu 18 2 3 2 2 3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.