Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 Haukar – Stjarnan 68:89 Gangur leiksins: 2:5, 11:11, 13:20, 18:24, 22:33, 24:40, 30:42, 35:47, 39:55, 44:63, 46:64, 48:73, 52:74, 60:83, 66:87, 68:89. Haukar: Jovanni Shuler 22/11 fráköst/7 stoðs./5 stolnir, Steinar Aronsson 10, Örn Sigurðarson 8, Sævar Ingi Haraldsson 8, Davíð Páll Hermannsson 6, Emil Barja 6/7 fráköst, Óskar Magnússon 3, Haukur Ósk- arsson 3, Helgi B. Einarsson 2/6 fráköst. Fráköst: 23 í vörn, 10 í sókn. Stjarnan: Keith Cothran 26/4 fráköst, Jov- an Zdravevski 20/8 fráköst, Justin Shouse 13/4 fráköst/11 stoðs., Marvin Valdimars- son 12/5 fráköst, Fannar Freyr Helgason 6/ 10 fráköst, Sigurjón Örn Lárusson 6/9 frá- köst, Guðjón Lárusson 4, Dagur Kár Jóns- son 2/4 fráköst. Fráköst: 32 í vörn, 14 í sókn. Dómarar: Björgvin Rúnarsson, Ágúst Jensson. KR – Njarðvík 85:74 Gangur leiksins: 9:4, 13:8, 24:18, 27:22, 31:27, 35:31, 37:33, 41:41, 48:46, 57:48, 63:54, 66:60, 68:63, 75:65, 78:72, 85:74. KR: David Tairu 23, Hreggviður Magnús- son 20/9 fráköst, Finnur Atli Magnusson 17/7 fráköst/5 stoðs., Emil Þór Jóhannsson 11/5 fráköst/5 stoðs., Björn Kristjánsson 5/7 fráköst/6 stoðs., Jón Orri Kristjánsson 3/8 fráköst, Martin Hermannsson 2, Krist- ófer Acox 2/10 fráköst, Skarphéðinn Inga- son 2/4 fráköst. Fráköst: 37 í vörn, 15 í sókn. Njarðvík: Travis Holmes 20/10 fráköst/5 stoðs., Cameron Echols 18/15 fráköst, Ólaf- ur Helgi Jónsson 13/7 fráköst, Hjörtur Ein- arsson 10, Elvar Friðriksson 7/7 stoðs., Rúnar Erlingsson 4, Maciej Baginski 2. Fráköst: 25 í vörn, 13 í sókn. Dómarar: Georg Andersen, Einar Þór Skarphéðinsson. Þór Þ. – Snæfell 85:83 Gangur leiksins: 2:2, 13:5, 16:11, 18:14, 21:21, 27:27, 37:37, 41:41, 47:47, 51:52, 57:60, 64:68, 70:74, 76:79, 78:81, 85:83. Þór: Darrin Govens 27/4 fráköst/5 stoð- sendingar, Guðmundur Jónsson 16/5 frá- köst, Darri Hilmarsson 13, Michael Ring- gold 11/11 fráköst, Marko Latinovic 10/7 fráköst, Grétar Ingi Erlendsson 6/7 frá- köst, Baldur Þór Ragnarsson 2. Fráköst: 22 í vörn, 15 í sókn. Snæfell: Brandon Cotton 35, Palmi Freyr Sigurgeirsson 13, Jón Ólafur Jónsson 9/9 fráköst, Quincy Hankins-Cole 8/14 fráköst, Hafþór Ingi Gunnarsson 7, Egill Egilsson 7, Ólafur Torfason 2/6 fráköst, Sveinn Arn- ar Davíðsson 2/4 fráköst. Fráköst: 28 í vörn, 14 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herbertsson, Rögnvaldur Hreiðarsson. Staðan: Stjarnan 3 3 0 290:237 6 Grindavík 3 3 0 268:229 6 KR 3 2 1 275:274 4 Snæfell 3 2 1 292:274 4 Þór Þorl. 3 2 1 270:265 4 Keflavík 3 2 1 277:244 4 Njarðvík 3 2 1 273:239 4 ÍR 3 1 2 274:289 2 Fjölnir 3 1 2 274:293 2 Tindastóll 3 0 3 258:289 0 Haukar 3 0 3 248:289 0 Valur 3 0 3 221:298 0 1. deild karla Ármann – Þór Ak. .................................86:84 ÍA – ÍG................................................... 98:75 FSu – KFÍ............................................. 73:78 Hamar – Höttur.................................... 73:76 „Þetta var eins mikil dramatík og getur orðið. Marko var í svo miklu dauðafæri að hann var næstum búinn að klúðra því,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari nýliða Þórs í Þorláks- höfn, sem unnu ævintýralegan sigur á Snæfelli, 85:83, frammi fyrir 500 háværum áhorfendum í Þorlákshöfn í gærkvöld. Snæfell var yfir, 83:78, þegar tvær mínútur voru eftir en þá skipti Benedikt yfir í svæðisvörn og heimamenn skoruðu síðustu sjö stigin. Sig- urkörfuna gerði Marko Latinovic upp úr inn- kasti við endalínu en 1,2 sekúndur voru eftir þegar það var tekið. „Þetta eru skemmtilegustu sigrarnir, ekki síst fyrir framan alla þessa frábæru áhorfendur. Það má síðan deila um hvort við áttum þetta skilið eftir að hafa verið undir nær allan tímann. Ég get ekki gefið mínum mönnu háa einkunn fyrir spilamennskuna, þá skorti rétta ákvarðanatöku í sókninni og einbeitingu í vörninni. En þá skorti ekki karakter og stemningu og það færði okkur þennan sigur,“ sagði Benedikt við Morg- unblaðið. Þór er með fjögur stig eftir þrjár um- ferðir en þjálfarinn er rólegur. „Við horfum ekki lengra en á næsta leik. Þetta er svo jöfn deild að það getur allt gerst en við höfum sýnt að við eig- um fullt erindi í hana.“ vs@mbl.is „Skorti ekki karakter og stemningu“ Í VESTURBÆNUM Ólafur Már Þórisson omt@mbl.is KR náði aftur á beinu brautina í Iceland Express-deild karla í körfuknattleik eftir sigur á Njarðvík í nokkuð spennandi leik í gær 85:74. Staðan í hálfleik var jöfn en þó voru það gestirnir sem oftast voru í eltingaleik. Hraður leikur í fyrri hálfleik kom e.t.v. aðeins niður á gæðunum í þeim síðari en þrátt fyrir manneklu hjá KR stóðust þeir prófið gegn ungum, sprækum og fljótum Njarðvíkingum. Hreggviður Magnússon fór fyrir heimamönnum en hann var með 20 stig og fína skotnýtingu í teignum eða um 75 prósent. Þá tók hann einnig níu fráköst. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR-inga, sagði það aðeins hafa hrjáð liðið í ákvarðanatöku að það vantaði nokkra reynda leikmenn. „Við erum að reyna okkur með nýja og unga menn. Eins mikið og ég lét vissa hluti fara í taugarnar á mér í spilamennsku okkar þá var þetta súrrealískt á köflum. Það er yndislegt að horfa á fullt af strákum sem ég var að dæma hjá í drengjaflokki í fyrra og það í báðum liðum. Það þótti mér jákvætt og ég held að áhorfendum hafi þótt vænt um það líka.“ Hrafn er bjartsýnn á framhaldið eftir þessa þrjá fyrstu leiki liðsins. „Ég er bjartur, þetta er mikil áskorun. Við erum ekki í leikfræðilegu jafnvægi ef svo má segja. Það hafa orðið gríðarlega miklar breytingar á þessum kjarna sem skilaði titlinum í fyrra. Það er á bæði erfitt og gefandi.“ Njarðvík er með virkilega skemmtilegt lið sem verð- ur afar forvitnilegt að fylgjast með í vetur. Fólk ætti að leggja nafnið Elvar Már Friðriksson á minnið en hann átti fínan leik í gær og greinilegt að mikið býr í strákn- um sem er fljótur og áræðinn. Spádómar um að Njarð- vík muni falla rætast ekki ef þeir byggja ofan á góða leikkafla í gær og góða byrjun. Hvort Njarðvík geti tekið „Hraðlestar“-viðurnefnið af Keflavík kemur svo í ljós. Hraðlestin staðnæmd- ist í Vestur- bænum Morgunblaðið/Golli Góðir Hreggviður Magnússon býr sig undir að skjóta að körfu Njarðvíkinga og hinn ungi Ólafur Helgi Jónsson fylgist með honum. Þeir áttu báðir fínan leik með liðum sínum í gærkvöld.  Leggið Elvar Má Friðriksson á minnið Á ÁSVÖLLUM Kristinn Friðriksson sport@mbl.is Bláklæddir Stjörnumenn sóttu Haukamenn heim að Ásvöllum í gærkveldi og leituðu að þriðja sigri sínum í deildinni á meðan heimamenn vildu koma auga á sinn fyrsta. Jafntefli er bless- unarlega ekki valkostur í þessari íþrótt og því verður annað liðið að halda áfram leit sinni. Í þetta sinn urðu Haukar að lúta í parket fyrir töluvert sterkari liði Stjörnu- manna, lokatölur 89:68 og Stjarn- an á toppi deildarinnar ásamt Grindavík. Bæði liðin byrjuðu leikinn ágæt- lega; spiluðu stífa líkamlega vörn og sóttu að körfunni. Keith Cot- hran og fráköst gestanna voru munurinn á liðinum eftir fyrsta leikhluta, en Cothran skoraði 10 stig og rændi Hauka þrisvar sinn- um, og staðan 18:24. Eftir rúma mínútu í öðrum leik- hluta var staðan orðin 18:31 og virtust Stjörnumenn vera að gera út um leikinn. Haukamennirnir Sævar Haraldsson og Emil Barja, sem höfðu verið góðir í fyrsta leik- hluta lentu í villuvandræðum og þurftu að sitja þennan leikhluta, eitthvað sem Haukar máttu alls ekki við. Ekki hjálpaði það Hauk- um að skotprósentan tók slæma dýfu; þeir virtust ekki geta hitt hliðina á stórri hlöðu. Gestirnir spiluðu hinsvegar eins og sá sem valdið hefur; þeir hittu vel, spiluðu hratt, köstuðu vel frá og héldu Haukum í 17 stigum í leikhlut- anum með fínni vörn. Pétur þjálf- ari setur á svæðisvörn sem virkaði ágætlega á köflum en heimamenn þurftu að skora líka, og þrátt fyrir góð og opin skot þá var þetta ekki þeirra dagur. Staðan í hálfleik 35:47 og Jovan Zdravevski og Cot- hran með 33 stig af stigum gest- anna. Fundu svar við svæðisvörninni Fyrstu mínútur seinni hálfleiks voru rothöggið sem Stjarnan þurfti til þess að loka þessum leik. Þeir fundu svarið við svæðisvörn- inni og juku muninn í 19 stig fyrstu 5 mínúturnar. Barja og Sævar fengu sínar fjórðu villur og þrátt fyrir dug og kraftmiklar dauðateygjur flugu Stjörnumenn einfaldlega í allt öðru farrými á öllum vígstöðvum tölfræðinnar; Stjörnumenn voru með fleiri tap- aða bolta en allt annað var þeim í vil. Niðurstaðan 68:89 og sigur Stjörnunnar aldrei í hættu. Stjarnan sýndi mikla yfirburði og þrátt fyrir að sýna ekki sinn besta leik var þægilegum sigri landað. Allir skiluðu góðum mín- útum; Fannar Helgason, Sigurjón Lárusson, Marvin Valdimarsson og Justin Shouse mjög góðir, Jov- an og Cothran enn betri og með góðum sóknarleik þeirra í fyrri hálfleik náðu gestirnir að byggja „sigurgrunninn“. Hittni Haukanna sorgleg Haukarnir spiluðu á móti ofur- efli og áttu alltaf undir högg að sækja. Þeir hættu hinsvegar aldr- ei, gáfust aldrei upp en þeir lentu greinilega í „einum af þessum dög- um“. Hittnin var sorgleg, og oft úr opnum skotum, sendingarnar voru undarlegar á köflum og villuvand- ræði lykilmanna var ekki að hjálpa þeim. Emil og Sævar spiluðu vel, Helgi Einarsson og Örn Sigurð- arson voru fínir og Jovanni Shuler skoraði og kastaði ágætlega frá. Steinar Aronsson kom sterkur inn á í seinni hálfleik og skilaði 10 stigum. Haukarnir fundu sig ein- faldlega aldrei í þessum leik; hittni þeirra á líklega ekki eftir að verða mikið verri í vetur en á móti liði eins og Stjörnunni þurfa Hauk- arnir að eiga einn af sínum topp- leikjum til að eiga raunhæfan möguleika. Dómararnir stjórnuðu ekki leiknum nægilega vel; hörð vörn og mikið af villum sem ekki voru dæmdar. Slepptu augljósri óíþróttamannslegri villu en dæmdu eina slíka sem var undarleg í alla staði. En höfðu aldrei áhrif á úrslit leiksins; eins og það á að vera. Stjarnan var á allt öðru farrými  Þægilegur sigur Garðbæinga á Ásvöllum, 89:68  Með sex stig á toppnum en Haukar án sigurs KÖRFUBOLTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.