Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 22.10.2011, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. OKTÓBER 2011 VIÐHORF Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Er ekki hægt að hafa meiri reisn yfir uppske- ruhátíð knattspyrnufólks en boðið var upp á í höfuðstöðvum Knattspyrnusambands Íslands í fyrradag? Lítill hluti þeirra leikmanna sem þóttu skara fram úr á tímabilinu var mættur og undarlegt að það skyldi haldið á sama tíma og „stelpurnar okkar“ í landsliðinu eru staddar í Ungverjalandi. Sex leikmenn úr 11 manna úrvalsliði Pepsi-deildar karla mættu til að taka á móti viðurkenningum sínum en aðeins tveir leikmenn úr Pepsi-deild kvenna. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, besti leik- maður í kvennaflokki, var ekki á staðnum, enda í Ungverjalandi, né heldur tveir af markahæstu leikmönnum Pepsi-deildar karla og Þorlákur Árnason, þjálfari ársins í Pepsi-deild kvenna. Svona mæti telja áfram. Fyrir vikið var uppskeruhátíðin rýr í roðinu, stemningslaus með öllu og bestu leik- mönnum deildanna í ár sýnd hálfgerð óvirð- ing. Eftir tímabilið 2008 breytti KSÍ út af venj- unni og það er kannski í anda kreppunnar. Bíósalur í Háskólabíói á mánudagseft- irmiðdegi varð fyrir valinu haustið 2009 í stað hefðbundins glæsilegs lokahófs á Hótel Íslandi. Undirritaður ritaði smá pistil í Morgunblaðið eftir það „hóf“ þar sem fyrirsögnin var á þessa leið: „Staddur á lélegri bíómynd“. Von mín var sú að menn hefðu þar dregið sinn lærdóm en miðað við það sem boðið var upp á í fyrradag hefur svo ekki verið. Verðlaunaafhendingu í lok tímabils, þar sem útnefndir eru bestu og efnileg- ustu leikmenn Íslandsmótsins, þjálfarar ársins og dómarar ársins, á skapa betri umgjörð en raun ber vitni og henni á að sýna meiri virðingu en gert hefur verið undanfarin ár af hálfu þeirra sem stjórna málum hjá Knattspyrnusambandinu. Uppskeruhátíðin var frekar rýr í roðinu Bestar Svona var úrvalsliði Pepsi-deildar kvenna stillt upp á uppskeruhátíðinni. Tveir leikmenn af ellefu voru mættir. Er þetta hægt? Morgunblaðið/Árni Sæberg Jakob JóhannSveinsson, Íslandsmethafi í sundi úr Sund- félaginu Ægi, hefur æft með norska landslið- inu í sundi síð- ustu vikuna en það er í æf- ingabúðum í Sierra Nevada á Suð- ur-Spáni. Hann verður með hópn- um þar í tvær vikur til víðbótar.    Kvennalið HK í handknattleikleikur báða leiki sína við franska liðið Fleury Loiret Hand- ball í Orleans í Frakklandi í 3. um- ferð Áskorendakeppni Evrópu. Leikirnir fara fram 5. og 6. nóv- ember.    Gunnar Valur Gunnarsson, semhefur verið fyrirliði knatt- spyrnuliðs Fjölnis undanfarin ár, gekk í gær til liðs við 1. deildar lið KA og samdi við félagið til tveggja ára. Gunnar Valur er 29 ára gamall Akureyringur og KA-maður í yngri flokkum en spilaði aldrei með meistaraflokki félagsins. Hann gekk til liðs við Fjölni og hefur spil- að með Grafarvogsfélaginu frá árinu 2003. Þar á hann að baki 188 leiki, og þar af lék hann 41 af 44 leikjum Fjölnis í úrvalsdeildinni 2008 og 2009, auk þess að spila með liðinu í úrslitaleikjum bikarkeppn- innar 2007 og 2008.    Golfklúbbur Reykjavíkur er í 18.sæti af 29 liðum í Evr- ópukeppni félagsliða í golfi eftir annan keppnisdaginn af þremur í Antalya í Tyrklandi. GR var í 22. sæti eftir fyrsta daginn en hækkaði sig um fjögur sæti með betri spila- mennsku í gær. Haraldur Franklín Magnús var aftur bestur GR- manna og lék á tveimur höggum yf- ir pari. Guðmundur Ágúst Krist- jánsson var á 6 höggum yfir og Arnar Snær Hákonarson á 7 högg- um yfir pari. Tveir betri keppendurnir eru reiknaðir með hverju sinni. Ísland var því á 8 höggum yfir pari í gær og er samtals á 22 höggum yfir pari. Franska liðið Lyon er efst á 3 höggum undir pari.    Jón Vilhelm Ákason, knatt-spyrnumaður frá Akranesi, samdi í gær við Skagamenn til tveggja ára og snýr því aftur til þeirra eftir að hafa leikið með Valsmönnum undanfarin tvö ár. Jón Vilhelm verður 25 ára í næsta mánuði og lék með ÍA til ársins 2009 og á að baki 67 leiki með liðinu í efstu deild. Hann spilaði með Skaga- mönnum í 1. deildinni 2009 en síðan með Val síðustu tvö árin. Í ár lék Jón 19 leiki með Val í úrvalsdeild- inni og skoraði 4 mörk. Fólk sport@mbl.is Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það hefur verið um fátt annað talað í Manchester- borg síðustu dagana en viðureign Manchester United og Manchester City sem mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Old Traf- ford í hádeginu á morgun. Þetta er slagur tveggja efstu liðanna í deildinni en hið rándýra City-lið hef- ur tveggja stiga forskot á Englandsmeistarana og er þremur stigum á undan Chelsea en tvö síðast nefndu liðin hafa skipt Englandsmeistaratitlinum á milli sín allar götur frá 2004. Nú telja margir að ljósbláu drengirnir úr Man- chester City geti skákað United og Chelsea enda hefur miklu verið kostað til hjá félaginu undir stjórn vellauðugra kaupsýslumanna. Sir Alex Ferguson, stjóri United, segir að við- ureignin við City sé líklega sú stærsta frá því hann settist í stjórastólinn hjá félaginu árið 1986. Ferguson: Búum okkur undir erfiðan leik „Manchester City hefur staðið sig frábærlega vel og ef það hefði ekki misst niður tveggja marka for- skot á móti Fulham þá væri liðið með 100% árang- ur. Þetta gæti orðið svakalegur leikur og ég er full- ur tilhlökkunar. Stundum geta grannaslagir valdið vonbrigðum. Um síðustu helgi á móti Liverpool gerðist fátt fyrsta klukkutímann. En þegar markið kom í leikinn þá varð leikurinn frábær. City-liðið býr yfir mikilli reynslu og í því eru margir reynslu- miklir leikmenn svo við búum okkur undir erfiðan leik,“ sagði Ferguson við fréttamenn í gær. Mancini: Nógu sterkir til að fara alla leið Byrjun City er sú besta hjá félaginu í efstu deild frá árinu 1897 en undir stjórn Ítalans Roberto Mancini tókst liðinu að vinna sinn fyrsta stóra titil í 35 ár á síðustu leiktíð þegar liðið varð bikarmeist- ari. Mancini segir að lið sitt geti vel unnið Man- chester United á Old Trafford og geti einnig hamp- að meistaratitlinum. „Við getum unnið United en bara ef við spilum vel. Ég tel að lið mitt og leikmennirnir séu nógu sterkir til fara alla leið og vinna titilinn. Reynslan og getan er til staðar. Það var mikilvægt að byrja tímabilið svona vel en markmið okkar fyrir tímabil- ið var að gera betur en í fyrra og ég tel að við eigum góða möguleika á að gera það,“ sagði Mancini. Verður að taka City alvarlega „City er komið upp fyrir United á stigatöflunni og það sýnir að það verður að taka liðið alvarlega í baráttunni um titilinn í ár. Þetta gæti orðið stærri leikur fyrir United heldur en leikurinn á móti Liv- erpool,“ sagði Gary Pallister, fyrrum fyrirliði Man- chester United, við BBC. „United tapaði aðeins tveimur stigum á heima- velli á síðustu leiktíð og á þessu tímabili hefur liðið unnið Tottenham, Arsenal og Chelsea á Old Traf- ford. Þetta er ótrúlegur árangur og með þann stuðning sem United verður með þá er það sig- urstranglegra en ég held að það ráði miklu hvernig City mun nálgast leikinn. Vonandi verður City áfram í sóknarhug „City hefur í gegnum árin ekki spilað upp á að vinna titilinn. Markmiðið hjá liðinu hefur bara verið að vinna grannana. En núna hefur þetta gjörbreyst og þegar þau mætast núna er City í toppsætinu. Ég vona bara að City-liðið spili eins og það hefur gert á tímabilinu. Það hefur verið í sóknarhug og ég teldi það best fyrir liðið að halda því áfram þó svo að leikurinn sé á Old Trafford. Það eru frábærir sókn- armenn í Manchester City og ég held að Mancini komi þeim skilaboðum til sinna manna að óttast ekki lið United heldur spila sinn leik,“ sagði Andy Hinchcliffe, fyrrum leikmaður City, við BBC. Gæti orðið svakalegur leikur Reuters Gestir Sergio Agüero og Roberto Mancini mæta með Man. City á Old Trafford á morgun.  Stærsti grannaslagurinn í 25 ár, segir Sir Alex  Topplið City í heimsókn á Old Trafford Toppslagur » Manchester City er efst í deildinni fyrir leikinn á morgun með 22 stig af 24 mögu- legum úr fyrstu 8 umferðunum. » Manchester United er í öðru sæti, er líka taplaust og með 20 stig. Þar á eftir koma Chelsea með 19, Newcastle með 16 og Liver- pool með 14 stig. » Leikurinn á Old Trafford hefst klukkan 12.30 að íslenskum tíma. UNDANKEPPNI EM Ívar Benediktsson iben@mbl.is Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna tekur á morgun kl. 16 á móti landsliði Úkraínu í Laugardalshöll- inni. Um er ræða annan leik beggja liða í 7. riðli undankeppni Evr- ópumótsins og fyrsta heimaleik Ís- lands í keppninni. Á fimmtudaginn tapaði Ísland fyrir Spáni ytra, 27:22, en daginn áður lagði lið Úkraínu liðs- menn Sviss, 31:20, á heimavelli. Fjórar þjóðir eru í riðlinum og leika þær hver við aðra í tvígang. Að riðlakeppninni lokinni fara tvær efstu þjóðirnar áfram í lokakeppnina sem fram fer í Hollandi í desember á næsta ári. Fyrirfram er talið að Spánn sé með besta liðið í riðlinum og Sviss það lak- asta. Þar með er reiknað með að bar- áttan um annað sætið í riðlinum standi á milli Íslands og Úkraínu. Leikmenn íslenska landsliðsins og þjálfari þess, Ágúst Jóhannsson, hafa sett stefnuna á annað af tveimur efstu sætunum og tryggja sér þar með sæti í þriðja stór- mótinu í röð. Ísland var með á EM í Danmörku í fyrra og fer á heimsmeistaramótið sem haldið verður í Brasilíu í byrjun desember. Íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt á HM þegar það lagði Úkraínu í tveimur leikjum í vor og nú mæta þær úkra- ínsku til Íslands á nýjan leik. Í vor vann ís- lenska liðið auð- veldan sigur, 37:18, á heimavelli en ytra skildu þjóðirnar jafnar, 24:24. Eflaust hafa úrkaínsku kon- urnar vanmetið þær íslensku í fyrri leiknum í vor og þegar við bættist ákveðinn og góður leikur heimaliðsins var niðurstaðan 19 marka sigur Íslands. Úkraínska liðið lærði örugglega sína lexíu í vor og mætir örugglega ein- beittara til leiks í Laugardalshöllinni á morgun. Ekki hafa orðið miklar breyt- ingar á liðinu frá því í vor. Tíu af sex- tán liðsmönnum úkraínska landsliðs- ins sem spiluðu gegn Íslandi í vor tóku þátt í sigurleiknum við Sviss á mið- vikudagskvöldið. Íslenska landsliðið er nær óbreytt frá leikjunum í vor. Ætli íslenska landsliðið að láta draum sinn rætast um þátttöku í þriðja stórmótinu í röð verður það að vinna heimaleikina, a.m.k. gegn Úkra- ínu og Sviss. „Við þurfum góðan leik til þess að vinna Úkraínu,“ segir Ágúst landsliðs- þjálfari. „Með stuðningi áhorfenda eru okkur nær allir vegir færir,“ segir Ágúst sem skorar á landsmenn að fjöl- menna í Laugardalshöll kl. 16 á morg- un. „Við þurfum góðan leik“  Íslenska landsliðið í handknattleik óskar eftir stuðningi gegn Úkraínu  Keppnin stendur um sæti á EM  Nær óbreytt lið frá leikjunum í vor Ágúst Jóhannsson og eð ann- uka- með j- ert ði 9 2 0 0 9 9 8 7 5 4 4 3 3 1 0 0 9 9 9 9 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.