Morgunblaðið - 24.10.2011, Síða 11

Morgunblaðið - 24.10.2011, Síða 11
Glænýjar Kartöflur úr garðinum má nota á ýmsa vegu í matargerð. Eldamennska Kraumandi og ferskt góðgæti á pönnunni. er sett þannig fram að hægt er að kaupa allt hráefni í uppskriftirnar úti í næstu búð en einnig er hægt að búa til frá grunni eða afla sjálfur megnsins af þeim hráefnum sem eru í uppskriftunum – lesandans er val- ið.“ Að rækta garðinn sinn Í bókinni eru leiðbeiningar um ræktun en uppistaðan í ræktuninni hjá Ingu Elsu og Gísla Agli er kryddjurtir, margskonar salatteg- undir, grænmeti og kartöflur. „Á hverju sumri prófum við eitthvað nýtt og í sumar ræktuðum við t.d. sjö mismunandi yrki af tómötum í litla gróðurhúsinu okkar og það gekk bara vel þrátt fyrir kalt vor. Við erum núna að gera tilraunir með jerúsalemætiþistla, epli og plómur. Í garðinum erum við með margskonar berjarunna og tré, s.s. stikilsber, rifsber, sólber, hindber, brómber og kirsuber,“ segir Inga. „Gaman væri að sjá gróður- skála við skóla og leikskóla og jafn- vel öldrunarheimili. Það er í raun og veru furðulegt að það skuli ekki vera meira af slíku. Ræktunin gefur manni sterka tengingu við náttúr- una og hefur góð uppeldisáhrif,“ bætir Gísli Egill við. Útivist og matargerð Þau Gísli Egill og Inga Elsa leggja áherslu á tengslin við náttúr- una og þá hugsun að samþætta tóm- stundir, útivist og matargerð. Þau segjast ekki vera að innleiða nýtt eldhús heldur að gefa lesendum góð- ar hugmyndir og innblástur til að prófa sig áfram og nýta ýmiss konar góðgæti í næsta nágrenni eins og t.d. sveppi, villijurtir, fisk og villibráð. „Ef fólk er með opin augun má finna sannkölluð lífsgæði á hverju strái allt í kringum okkur. Árstíðabundin matargerð er ríkur þáttur í heim- ilislífinu hjá okkur. Dætur okkar taka fullan þátt í þessu. Haustið er hátindurinn en þá er uppskerutím- inn og afraksturinn er borinn heim í hús. Við tínum og þurrkum krydd- og villijurtir til vetrarins og svo er sultað og saftað. Síðan er silung- urinn eða laxinn reyktur sem var veiddur fyrr um sumarið. Seinna tekur við spennandi tími þar sem villibráðin kemur til sögunnar en þá er farið er til veiða á hreindýri, gæs og rjúpu. Árshringurinn heldur áfram því strax um áramótin byrjum við að skipuleggja ræktun næsta sumars. Við sáum fyrstu fræjunum í kringum febrúar eða mars, á þessu byggjum við upp bókina,“ segir Gísli Egill. Í bókinni Góður matur – gott líf í takt við árstíðirnar, eru árstíðir tengdar saman með uppskriftum, síðan má finna leiðbeiningar um eld- unaraðferðir, s.s reykingu á kjöti og fiski. Einnig er bent á góð hráefni til matargerðar og sagt frá hvernig á að búa til sitt eigið súrdeig, fjallað almennt um brauðbakstur, ostagerð, pylsugerð og hvernig hægt er, með einföldum hætti, að rækta krydd- og matjurtir o.fl. Daglegt líf Inga Elsa er grafískur hönn- uður á Fabrikunni auglýsingastofu og Gísli Egill er sjálfstætt starfandi ljósmyndari. „Ég hef tekið myndir í um 20 matreiðslubækur og við Inga höfum unnið mikið saman að matar- tengdum verkefnum en þetta er fyrsta bókin sem við komum fram með undir eigin nafni. Þetta er mjög persónuleg bók og er í raun og veru innlit í okkar daglega líf þar sem fjölskyldumyndir eru í bland við matarmyndir úr eldhúsinu heima og síðan eru það náttúrustemningar frá okkar uppáhaldsstöðum víðsvegar um landið,“ segir Gísli Egill. Hollusta Gulrætur ættu flestir að eiga auðvelt með að rækta. Sveppir Í bókinni er að finna fjölda girnilegra uppskrifta. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 Á hverjum fimmtudegi nú í október og nóvember standa Bíó Paradís og Töfralampinn ehf. í samstarfi við Reykjavíkurborg fyrir sérstökum bíó- sýningum í Bíó Paradís fyrir börn og unglinga. Sýningarnar eru haldnar á fimmtudögum og er tilgangur þeirra kvikmyndafræðsla fyrir börn og ung- linga í grunnskólum landsins. Með sýningunum fá börn og ung- lingar möguleika á að kynnast kvik- myndum sem hafa alþjóðlega gæða- stimpla, eru ýmist klassískar perlur frá öllum skeiðum kvikmyndasög- unnar eða lykilkvikmyndir sem hafa skapað sér sess innan kvikmyndasög- unnar. Þá verður leitast við að skoða margvísleg þemu í bíómyndunum eins og unglingsárin, félagsleg tengsl og einelti svo fátt eitt sé nefnt. Kvikmyndirnar eru frá öllum heimsins hornum og á undan hverri sýningu er haldinn fyrirlestur til að greina kvikmyndina ásamt hug- myndum að ritgerðum þar sem börn- in tjá sig um kvikmyndirnar. Verkefn- isstjóri er Oddný Sen kvikmynda- fræðingur en næst á dagskrá er fyrsta vampírumynd allra tíma, Nosferatu - Eine Symphonie des Grauens (Hrollvekjusinfónían) frá árinu 1922. Bíó fyrir börn og unglinga Hrollvekja Vampírurnar í Twilight hafa verið vinsælar hjá unglingunum. Fyrsta vampírumynd allra tíma sýnd í kvikmyndafræðslu Eftirfarandi uppskrift er að finna í bók þeirra Ingu Elsu Bergþórs- dóttur og Gísla Egils Hrafnssonar, Góður matur, gott líf, gott líf í takt við árstíðirnar. 150 g heilhveitikex 45 g smjör, brætt 4 matarlímsblöð 200 g hvítt súkkulaði 100 ml rjómi 500 g hreint skyr 200 g sýrður rjómi, 18% 250 g bláber eða önnur fersk ber þeyttur rjómi Aðferð Myljið kexið, setjið það í mat- vinnsluvél ásamt smjörinu og lát- ið vélina ganga þar til það er orð- ið að mylsnu. Klæðið bökuform, u.þ.b. 22 cm í þvermál, með heim- ilisplasti ef ekki á að bera kökuna fram í mótinu og þrýstið mulda kexinu vel niður á botninn. Kælið. Leggið matarlímið í bleyti í kalt vatn í smástund. Brjótið súkku- laðið í bita og bræðið gætilega í helmingnum af rjómanum. Bræð- ið matarlímið í afganginum af rjómanum og hrærið því saman við. Hrærið síðan blöndunni sam- an við skyrið og blandið að lokum sýrða rjómanum saman við. Hell- ið fyllingunni yfir kexbotninn og kælið í nokkrar klukkustundir, eða þar til tertan hefur stífnað. Skreytið með þeyttum rjóma, blá- berjum eða öðrum ferskum berj- um. Skyrterta með hvítu súkkulaði og bláberjum UPPSKRIFT –– Meira fyrir lesendur MEÐAL EFNIS: Jólahlaðborð á veitingahúsum. Jólahlaðborð heima. Girnilegar uppskriftir. Fallega skreytt jólahlaðborð. Tónleikar og aðrar uppákomur. Ásamt full af spennandi efni. Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um jólahlaðborð, tónleika og uppákomur í nóvember og desember föstudaginn 28. október 2011 PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 24. október. Jólahlaðborð NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is Sími: 569-1105 SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.