Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.2011, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 24. OKTÓBER 2011 TÓNLIST Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Breska sveitin Coldplay túraði einu sinni með okkar eigin Bellatrix í illa lyktandi rútum en er í dag ein vinsæl- asta hljómsveit heims. Aðgengilegt og áferðarfallegt popprokk hennar hefur náð að slá í takt við hjörtu millj- óna manna um heim allan. Chris Martin og félagar virðast búa yfir galdralykli sem laðar hæglega að hinn almenna tónlistaráhugamann en um leið hafa þeir passað upp á að hafa vigtina hæfilega, svo að pælarararnir – þessir sem standa fýldir aftast á öll- um tónleikum og nudda á sér hökuna – fái og eitthvað fyrir sinn snúð. Alltaf í ljúfri spennitreyju Eftir tvær skotheldar, markaðs- vænar plötur (Parachutes (2000) og A Rush of Blood to the Head (2002)) kom X&Y (2005) út en þar fóru þess- ar „dýptar“-þreifingar í gang. Þær fóru svo nokkurn veginn í yfirgír á síðustu plötu, Viva la Vida or Death and All His Friends (2008). Þráin eftir sannleikanum  Fimmta breiðskífa Coldplay, Mylo Xyloto, kemur út í dag  Brian Eno stýrði upptökum  Veggjakrot á meðal áhrifavalda  Tekin upp í yfirgefinni kirkju Brattir „… ef bönd ætluðu að halda áfram yrðu þau að reyna á sköpunarleg þolrif, ætíð og alltaf.“ Chris gamli Martin er með hjartað á réttum stað. „Þyngsta“ plata sveitarinnar til þessa án efa en gallsúr titillinn end- urspeglar þó ekki innihaldið. Martin er uppálagt að semja grípandi, mel- ódísk lög – hvort sem honum líkar það eður ei – og þrátt fyrir „utan- garðs“-tilburði náði sveitin ekki að stíga þangað að fullu. Enda vænt- anlega ekki tilgangurinn hvort eð er. Og vinsældir sveitarinnar dvínuðu ekkert við þennan krefjandi dans við listgyðjuna. Þessi einkennilega þrá Martins eft- ir því að vera „alvöru“ heldur okkur tónlistaráhugamönnunum alltaf í ljúfri spennitreyju. Hverju tekur hann upp á nú? Martin lýsti því reyndar yfir ein- hvern tíma að bönd ættu ekkert að vera að rembast neitt áfram eftir að meðlimir næðu 33 ára aldri en breytti síðar um taktík og sagði að það sem hann meinti væri að ef bönd ætluðu að halda áfram yrðu þau að reyna á sköpunarleg þolrif, ætíð og alltaf. Bassaleikarinn Guy Berryman dró svo félaga sinn lítið eitt niður úr skýj- unum og lýsti því yfir að sveitin þyrfti bara að „hittast, byrja að vinna og sjá hvað myndi gerast“. Til stóð að taka plötuna upp í yfir- gefnu bakaríi í Primrose Hill- hverfinu í Norður-London, en þar var Viva la Vida or Death and All His Friends tekin upp. Sveitin færði sig hins vegar yfir í yfirgefna kirkju þeg- ar á hólminn var komið, einnig í Norður-London, en plötuna unnu þeir í samstarfi við Brian Eno. Veggjakrot Mylo Xyloto er að sögn Martins „konsept“-plata; fjallar um elskend- urna Mylo og Xyloto sem alast upp við hamlandi aðstæður í gráum stór- borgarveruleika. Veggjakrot hafði víst líka áhrif á hugmyndafræði plöt- unnar eins og sjá má á umslagi og á kynningarmyndum af hljómsveit- inni. Platan kemur út á geisladiski og vínyl en einnig í sérstakri út- gáfu þar sem verður m.a. að finna afrit af glósum liðsmanna vegna plötunnar, veggspjald, bók og ýmislegt fleira. Platan hefur fengið nokkuð góðar viðtökur gagnrýnenda og fóru Rolling Stone og BBC m.a. fögrum orðum um hana. „Við reyndum að vera afslapp- aðir,“ segir Jonny Buckland gít- arleikari. „Háværari trommur og gítarar og skarpari andstæður. En svo langaði okkur líka að hafa mjög lágvær og einlæg augna- blik … en líka epískustu og stærstu augnablikin! Við reynd- um einfald- lega að koma eins mörgum áhugaverð- um hlutum og við gát- um inn í þessar 42 mín- útur.“ Allt og ekkert í gangi INNIHALDIÐ Kate Bush er kynlegur kvistur. Fyrr á þessu ári gaf hún út plötuna Director’s Cut þar sem heyra mátti endurunnin lög af plötunum The Sensual World (1989) og The Red Shoes (1993). Nú fyrir jólin kemur svo önnur plata, 50 Words For Snow. Hún er 65 mínútna löng en aðeins sjö laga. Lögin sem heita nöfnum á borð við „Snowed In At Wheeler Street“ og „Snowflake“ rúlla víst öll áfram með snjófallshljóð í bak- grunni – allan tímann. Heyrn er ábyggilega sögu ríkari í þessu til- felli! Það snjóar hjá Kate Bush Kynleg Kate Bush hefur alla tíð far- ið sínar eigin leiðir. Under the Mistletoe er heitið á ann- arri sólóplötu ofurstjörnunnar Just- in Bieber og er um jólaplötu að ræða eins og sjá má á titlinum. Syngur hann m.a. dúett með Mar- iuh Carey í laginu „All I Want for Christmas Is You“ og fyrsta smá- skífan „Mistletoe“ er þegar farin að óma um velli víða. Á plötunni verða jafnt frumsamin lög og sígild jóla- lög eins og „The Christmas Song (Chestnuts Roasting on an Open Fire)“, „Santa Claus Is Coming to Town“, „Drummer Boy“ (þar sem Busta Rhymes kemur við sögu) og „Silent Night“. Justin Bieber gefur út jólaplötu Jólastrákur Kynþokkafullur Bieber á plötu sinni Under the Mistletoe. - CHICAGO READER HHHH - NEW YORK TIMES HHHH - J.C. SSP HHHH HHH - K.I. -PRESSAN.IS ROWAN ATKINSON 10.000 MANNS Á AÐEINS SJÖ DÖGUM! - H.S.S., MBL HHHHH - EMPIRE HHHH MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS THE THREE MUSKETEERS kl. 5:40 - 8 - 10:20 3D 12 THE THREE MUSKETEERS kl. 8 - 10:20 2D VIP FOOTLOOSE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 10 BANGSÍMON kl. 6 2D L REAL STEEL kl. 5:30 - 8 2D 12 CONTAGON kl. 8 2D 12 CONTAGON kl. 5:50 2D VIP JOHNNY ENGLISH REBORN kl. 5:50 - 8 - 10:10 2D 7 DRIVE kl. 10:20 2D 16 CRAZY, STUPID, LOVE kl. 10:20 2D 7 / ÁLFABAKKA ÞÓR: HETJUR VALHALLAR kl. 3:40 - 5:50 3D L THE THREE MUSKETEERS kl. 3:40 - 5:30 - 8 - 10:30 3D 12 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 5:50 3D L FOOTLOOSE kl. 8 - 10:30 2D 10 BANGSÍMON kl. 3:40 2D L REAL STEEL kl. 8 - 10:20 2D 12 DRIVE kl. 8 - 10:40 2D 16 ALGJÖR SVEPPI kl. 3:40 - 5:50 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 10:20 3D 12 FOOTLOOSE kl. 8 2D 10 BORGRÍKI kl. 10:20 2D 14 KILLER ELITE kl. 8 2D 16 / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK NÆSTU SÝNINGAR Á ÞRIÐJUDAG / AKUREYRI / SELFOSSI THE THREE MUSKETEERS kl. 5:40 - 8 - 10:20 3D 12 FOOTLOOSE kl. 8 - 10:20 2D 10 THE SKIN I LIVE IN kl. 8 - 10:20 2D 16 KONUNGUR LJÓNANNA Ísl. tal kl. 6 3D L ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L THE THREE MUSKETEERS kl. 8 - 10:10 3D 12 BANGSÍMON kl. 6 2D L FOOTLOOSE kl. 8 2D 10 REAL STEEL kl. 10:10 2D 12 ALGJÖR SVEPPI kl. 6 2D L EINN FYRIR ALLA - ALLIR FYRIR EINN FRÁBÆ R TÓN LIST- MÖGN UÐ DANSA TRIÐI -ENTERTAINMENT WEEKLY HHHH NÝJASTA MEISTARAVERK FRÁ ÓSKARSVERÐLAUNA- LEIKSTJÓRANUM PEDRO ALMODÓVAR MYND SEM KEMUR STANSLAUST Á ÓVART NÝJASTA ÆVINTÝRIÐ UM BANGSANN SEM ALLIR ELSKA LADDI - EGILL ÓLAFSSON - ÖRN ÁRNASON TÖFRANDI FJÖLSKYLDUSTUND FRÁ DISNEY SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKI. EGILSHÖLL OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLLSÝND Í ÁLFABAKKA ÍSLENSKT TAL BYGGÐ Á EINU FRÆGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA HÖRKUSPENNANDI ÆVINTÝRAMYND SEM ALLIR ÆTTU AÐ HAFA GAMAN AF SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.