Austurland


Austurland - 01.05.1975, Side 2

Austurland - 01.05.1975, Side 2
2 AUSTURLAND Neskaupstað 1. maí 1975. | ÍUSTURLAND I | Útgefandi: í I Kjördœmisráð Alþýðubandalagsins á Austurlandi ' I | Ritstjóri: Bjarni Þórðarson. | | NESPRENT | t\AAAA/\AA/VVVVV'V\AAAAAAAAAAAAAAA.\A./VAAAA. VWVVWW/WVWWWYVWYWVWYYWWW \ V V\WYVIVVWVV Upp úr öldudalnum Frá því 1. maj síðast var hátíðleguir haidinn hafa þau tíðindi gerst á landi hér, sem eru mjög alvarleg fyrir launþega. Frá völd- um fór ríkisstjórn^ sem verið hafði launþegum vinsamleg. Hún hafði treyst atvinnu'gtrundvöllinn og af ráðstöfunum hennar leiddi það, að kaupmáttur launa óx mikið, þrátt fyrir örann vöxt verð- bólgunnar. Við tók ríkisstjórn, setn gert hefur hverja stórárásina á fætur annarri á lífskj örin og henni hefur tekist að koma fram þeim vilja sínum að draga stórlega úr kaupmætti vinnulauna. Þetta er hennar aðferð til að reyna að jafna verslunarhallann og auka gróða kaupsýslu- og stóratvinnurekendastéttanna. Því miðuir hafa launastéttirnar ekki snúist gegn þessum að- förum á þann hátt, sem við hefði 'mátt búast. Þær héldu undan, höfðust lítið að og forðuðust átök. Að vásu mögluðu þær en létu ríkisstjórninni haldast uppi að rýra æ ofan í æ afkomu alþýðu- heimilanna. Verkalýðsstéttin beitti 'hvergi því öflugasta vopni, sem bún á í fórum sínum — samtökunum. Verkalýðsbaráttan nú á dögum er skrítið fyrirbæri. Fáeinir verkalýðsforingjar heyja þessa baráttu við siamningaborð þar Siem einkum er rökrætt um ’meira og minna upplognar sikýrslur um afkomu atvinnuveganna og þjóðarbúsins. Verkalýðurinn sjálfur er varla með í leiknum og farið er mjög leynt með það, sem gerist við samningaborðið. Forðast er að halda fundi 1 verkalýðsfélögun- um til að ræða ástandið og taka ákvarðanir um hvað skuli gera og hvernig baráttunni skuli hagað. Félagsfundir eru yfirleitt ekki haldnir, nema óhjákvæmilegt sé og þá einkum til að segja upp samningum og siamþykkja þá samninga, sem þófið hefur leitt til. Verkalýðshreyfingin hefur villst af leið. í stað þess að virkja fjöldann til átaka gerist nú allt bak við luktar dyr sáttasemjara og þeir, sem allt eiga undir því, sem þar gerist, fá ekki einu sinni að fylgjast með( hvað 'þá að ákvörðunin sé j þeirra höndum, nema að nafninu til. Hér á þarf að verða snögg breyting. Hætta á Maraþon-samn- ingafundum; en legga málin fyrir stéttarfélagsfundina til ákvörð- unartöku. En því rniður er ekkert, sem til breytinga bendir. Nýja samninga á að gera fyrir 1. júní. Ekkert bólar á því, að verkalýðsr félögin haldi fundi til undirbúnings þeim átökum, stím framundan eru. Sjálfsagt e.r þæft af kappi og ef að vanda lætur verður áfram þæft í marga mánuði eftir að samningar renna út og þá lotið að litlu. Niðurlæging launþegasamtakanna er mi'ki'l. Starfið er í algjöru lágmarki og þá sjaldan fundir eru haldnir e,r fundarsókn dræm. Þetta er bein afleiðing af þeirri starfsaðferð, sem ætlar verka- lýðsféliögunum það hlutverk helst, að samþykkja það; sem fáeinir foringjar hafa verið að bralla með atvinnurekendu’m og ríkis- valdi. í dag, á baráttudegi sínum, eiga launþegar að strengja þess heit, að hefja samtök sín úr þeim öldudal, sem þau svo lengi hafa verið í, gera þau að því vopni, sem þeim er ætlað að vera í vöm og sókn í kjarabaráttunni og sókninni til betra og fegurra mannlífs. VWAVAWWWVWVVVAWVWAWVWWWWWVAAAVWWWWWWWWVWVWVWAVAVWWVWVWAWWW/ Sendum félögum okkar og annarri alþýðu landsins baráttukveðjur 1. maí. FISKVINNSLUSTÖÐ SÍLDARVINNSLUNNAR HF. NETAGERÐ FRIÐRIKS VILHJÁLMSSONAR HF. KAUPFÉLAGIÐ FRAM VERSLUN BJÖRNS BJÖRNSSONAR HF. BIFREIÐAÞJÓNUSTAN NESKAUPSTAÐ SAMVINNUFÉLAG ÚTGERÐARMANNA OLÍUSAMLAG ÚTVEGSMANNA VIGGÓ HF. ÚTGERÐ HF. SÍLDARVINNSLUNNAR SKIPA- OG FLUGAFGREIÐSLA GUÐM. SIGFÚSSONAR STEYPUSALAN HF. BÆJARSJÓÐUR NESKAUPSTAÐAR BÓKAVERSLUN HÖSKULDAR STEFÁNSSONAR NESPRENT RAFTÆKJAVINNUSTOFA KRISTJÁNS LUNDBERG VERSLUN AÐALSTEINS HALLDÓRSSONAR SPARISJ ÓÐUR NORÐFJARÐAR EGILSBÚÐ NES—APÓTEK VERSLUN ÓSKARS JÓNSSONAR RAFBYLGJA HF. VERKALÝÐSFÉLAG VOPNFIRÐINGA i VERKAMANNAFÉLAGIÐ FRAM SEYÐISFIRÐI MÁLM- OG SKIPASMIÐAFÉLAG NORÐFJARÐAR VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÁRVAKUR, ESKIFIRÐI VERKALÝÐSFÉLAG REYÐARFJARÐARHREPPS VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG FÁSKRÚÐSFJ. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG STÖÐVARFJ. VERKALÝÐS- OG SJÓMANNAFÉLAG DJÚPAVOGS VERKALÝÐSFÉLAGIÐ JÖKULL, HORNAFIRÐI VERKALÝÐSFÉLAG FLJÓTSDALSHÉRAÐS VERKALÝÐSFÉLAG BREIÐDÆLINGA IÐNAÐARMANNAFÉLAG NORÐFJARÐAR wvwwwvwwwwwwvwwvwwvvwvvvvwvvvwvwvwwvwvwwwwwvwwwwvvwwwwv

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.