Austurland - 09.05.1975, Side 1
MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI
25. árgangur. Neskaupstað; 9. maí 1975. 21. tölublað.
Gerður G. Óskarsdáttir, skólastjóri:
lausnin er gjörbreytt Pfélog
Rœða flutt í Neskaupstað 1. maí
„Þögn er kvenna kostur“.
Þannig hljóðaði málshátturinn
sem sonur minn 8 ára fékk í
páskaegginu sínu nú um pásk-
ana 4 kvennaári. Víða leynast
uppeldisáhrifin. Þótt einhverjir
vilji gera þessi orð að sínum þá
er ekki þar með sagt að þær
konur úr verkalýðsstétt sem
ekki treystu sér til þess að á-
varpa félaga sína hér á baráttu-
degi verkalýðsins 1. maí, hafi
færst undan vegna þeirrar trúar
shinar að þögnin skyldi vera
þeirra hlutskipti. Þar lágu aðrar
ástæður að baki. Það þarf þvert
á móti að heyrast í miklu fleiri
konum, ekki síst þeim se'm vinna
við undirstöðuatvinnuvegina.
En mikið vinnuálag, hlé-
drægni og minnimáttarkennd
cía vanmat á eigin getu, sem
skapast hefur við aldalanga kúg-
un á hér sök að máli. Konum til
uppörvunar vil ég segja: Það er
ekki eins frábrugðið og 'margir
halda að hafa skoðun og láta
hana í ljósi í litlum hópi og að
flytja skoðun sína fyrir stænri
hópi_
Hjá verkakonum sem öðru
verkafólki skipta 2 stundir í
eftirvinnu sköpum um lífsaf-
komuna og að auki tvöfaldast
vinnuálagið á konum við heim-
ilsstörfin, sem litið er á sem
sjálfsagðan hlut að þær vinni
nær einar. Með því að sam-
þykkja og horfa aðgerðarlausir á
það að konurnar vinni þjónustu
störfin á heimilinu einar, lýsa
karlar vanmati á konum og
störfum þeirra. Húsbóndahug-
myndina þarf að uppræta. Kon-
ur eru fyrirvinnur sjálfra sín
og bama sinna jafnt sem karlar.
Sameiginlega sjá hjónin heimil-
inu fyrir nauðsynlegum þörfum.
Verkalýður gegn atvinnu-
rekendum
Kúgun kvenna er aðeins hluti
þeirrar undirokunar seín allt
verkafólk býr við í okkar þjóð-
félagi. Tvö andstæð öfl togast
á, verkalýðurinn og atvinnu-
rekendurnir. Orðið verkalýður
leyfi ég mér að nota um alla þá
sem selja vinnu sína: þá sem
Gerður G. Óskarsdóttir
vinna við framleiðsluna á sjó
eða landi, verslunar- og skrif-
stofufóik, fólk í öðrum þjónustu-
greinum og opnbei'a starfsmenn.
Opinberir starfsmenn hafa fast-
ráðninguna fram yfir lausráðið
verkafólk. en þessir aðilar hafa
það nú sameiginlegt að ekki
verður lifað af dagvinnunni
einni.
Allir þessir aðilar þurfa nú að
taka höndum saman í baráttunni
og gjörbreyta baráttuaðferðun-
um frá því sem nú er. Skipu-
lagsbreyting þarf að verða á
verkalýðsfélögunu’m og aðildar-
félögum BSRB.
Það þarf að hleypa af stað um-
ræðum, láta fólkið sjálft takast
á um vandamálin, leyfa and-
stæðunum að koma upp á yfir-
borðið, því það gefur auga leið
að það er langt frá því að allir
séu á einni skoðun innan verka-
lýðsfélaganna. í verkalýðshreyf-
ingunni er fólk með ólíkar
stjórnmálaskoðanir, Það er talað
um að halda verkalýðshreyfing-
unni saman, en það er ekki enda-
laust hægt að halda henni sam-
an á kostnað hvers sem er, sam-
staða samstöðunnar vegna er
einskis virði — þá er farið að slá
af cg slíkur afsláttur kostar allt-
af eitthvað. Það verður að
varast að líta á hann setn sjálf-
sagðan hlut. Þag þarf að stofna
til funda og það tíðra funda í
,að þess að fólk kemur nú sam-
an tvisvar í kringum hverja
samningagerð, til þess að segja
upp samningum og til þess að
samþykkja samninga. Ráð er að
færa eitthvað af starfseminni út
á vinnustaðina, mynda nokkurs
konar starfshópa á hverjum
vinnustað og slá saman fól'ki
af smærri vinnustöðum. Þannig
virkjast fólk fræðist u’m mál-
efni sín, þjálfast og venst á að
tjá sig um þau, kemst í tengsl
við forystuna og finnur sig vera
áhiifaríkt afl í sinni eigin bar-
áttut í stað þess að samþykkja
árlega uppstillta fámenna for-
ystu, sem annast alla samninga-
gerð, pukrar að valdboði sátta-
semjara á bak við læstar dyr og
tekur á herðar sér ábyrgð á
atvinnuvegunum eftir að hafa
látið troða í sig meira og minna
upplognum tölum, sbr. 9 manna
karlanefndina. Það er ekki verk-
efni verkalýðsins að bjarga af-
kömu atvinnuveganna, afkoma
heimilanna skiptir hann höfuð-
máli. Stjórnmálaspekúlantar og
opinberir embættismenn hafa
það hlutverk að stjórna efna-
hagslífinu. Samvinna verkalýðs
við atvinnurekendur getiuir
aldrei verið í þágu nema annars
aðilans.
Önnur starfsemi innan verka-
lýðsfélaganna liggur einnig niðri
þar á ég við fræðslu- og menn-
ingarstarfsemi. Starfsemina sér
maður í launuðum starfsmanni
og skrifstofu sem aðeins er opin
á almennu’m vinnutíma. Tengsia
leysi og almennt áhugaleysi
Framhald á 3. síðu
Sorgnrflíondur
om ntjolkurmdl
í fyrrakvöld var haldinn í
Neskaupstað borgarafundur um
mjólkurmál. Forgöngumaður
fundarins og framsögumaður
var Sigurjón Ingvarsson.
Sú var ástæðan fyrir íundar-
boðuninni, að það hefur þótt við
brenna. að mjólk frá ’mjólkur-
stöðinni hér væri gölluð, hvort
sem um er að kenna ófullkomn-
um vélbúnaði, vankunnáttu eða
vanrækslu.
Fundurinn var afbragðsvel
sóttur og umræður fjörugar. Til
máls tóku tíu manns, auk frum-
mælanda.
I lok fundarins var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Almennur fundur mjólkur-
neytenda í Neskaupstað haldinn
6. maí 1975 telur ástandið í
mjólkurmálum bæjarins algjör-
lega óviðunandi og að ekki verði
lengur komist hjá að gera þar
á verulegar úrbætur.
Fundurinn beinir þeim ein-
dregnu tilmælum til heilbrigðis-
nefndar og heilbrigðisfulltrúa
a? þessir aðilar hlutist nú þegar
til um það að rannsakað verði
ástand tækja og búnaðar mjólk-
urstöðvarinnar svo og hæfni og
kunnáttu þeirra, sem við mjólk-
urstöðina vinna“.
Krakkar - athugið
Það vantar duglega sölumenn
til að selja Austurland. Hafið
samband við Guðmund Bjarnas.
eftir helgi.
Leiðrétting
Austurland sem út ko’m 2. maí
átti að vera 20. tbl. en ekki 19.
eins og á því stóð.
ÚR BÆNUM
Afmæli
Ólöf Stefánsdóttir, afgreiðslu-
stúlka, Miðstræti 7 varð 60 ára
6. maí. Hún fæddist hér í bæ
og hefur jafnan átt hér heima. ■
WWWVWWVWVWVW/VWVWWVWWWWWVW>
Minningarkort
Sjálfsbjargar
fást j Apótekinu og Bókabúðinni
vwwwwwwwvwwvwvwwvwwvwwvww