Austurland - 25.10.1975, Blaðsíða 1
lUSTURLAND
MALGAGM ALÞÝÐUBANDALAGSIHS ÁAUSTURLANDI
25. árgangur. Neskaupstað, 25. október 1975. 43. tölublað.
Viðtöl í tilefni hvennadrs
Miðvikudaginn 22. október.
Aðeins tveir dagar eru til hins
umtalaða kvennafrls. í tilefni af
iþví fóru tíðindamenn Austur-
lands á stúfana og tóku tali
nokkrar konur sem starfa í fyr-
irtækjum og stofnunum í Nes-
kaupstað. Einnig var rætt við
húsmóður.
Eftirfarandi spurningar voru
lagðar fyrir:
1. Tekur þú þér frí 24. október?
2. Hvers vegna?
3. Hvaða áhrif heldur þú að
kvennafríið hafi?
4. Hvaða kröfur eiga konur að
hafa á oddinum á þessurn bar-
áttudegi.
Erla Armannsdóttir, deild-
arstjóri í Kf. Fram.
1. Já, ég tek frí.
2. Eg tek frí til þess að sýna
samstöðu, samt finnst mér þetta
vera ákaflega tilgangslaust.
3. Ég tel að ekkert náist fram
með þessu.
4. Ég set engar kröfur fram.
Það er ekkei't troðið á mér.
Fanney Gunnarsdóttir,
verkamaður.
1. Já svo sannarlega.
2. Mér finnst sjálfsagt að
styðja þær konur sem komið
hafa þessu af stað og svo til að
minna á það að við gegnum mikil
vægum störfum í þjóðfélaginu.
3. Það kemst vonandi inn
í höfuðið á mönnum að konur
gegna mikilvægum störfum. M.
a. á að loka kaupfélaginu vegna
þess að konurnar þar ætla að
taka sér frí, svo það sést hvar
skórinn kreppir.
4. Jafnrétti fyrst og fremst.
Að fólk verði ráðið til starfa
eftir hæfni en kynferði ekki lát-
ið þar ráða.
Hlín Aðalsteinsdóttir,
meinatœknir.
1. Já ég ætla að taka þeirri
áskorun og vona að konur taki
sér almennt frí frá störfum 24.
október og sýni með því sam-
stöðu.
2: Með því að konur taki sér
frí á þessum degi, trúi ég að sýnt
verði svo um munar, vinnufram-
lag konunnar heima og heiman.
3. Ég vona að á þessum degi
sameinist konur í áframhaldandi
baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.
4. Baráttuna fyrir atvinnu- og
launajafnrétti í þjóðfélaginu.
Kristrún Helgadóttir for-
stöðumaður Hótel Egilsbúð-
ar.
1. Nei.
2. Að hafa 80 manns í mat og
hlaupa frá því, það get ég ekki.
Ég tel of mi'kla ábyrgð hvíla á
mér til þess að ég geti það. Auk
þess tel ég að þetta sé ekki rétt
baráttuaðferð. Konur eiga að
nota kosningadaginn til að ná
fram rétti sínum. Þá eiga þær að
bjóða fram sér lista og kjósa
hann. Þannig getum við helst
náð fram kröfum okfcar.
3. Það held ég ekki vegna þess
að ég tel að baráttuaðferðin sé
röng. Ég hef þekkt kvennrétt-
indabaráttu allt frá því að Bríet
Bjarnhéðinsdóttir var í fremstu
víglínu og lítið hefur miðað síð-
an þá, þannig að þetta frí skiptir
engum sköpum í baráttunni.
4. Almenn mannréttindi eiga
að vera helstu kröfurnar.
María Guðjónsdóttir,
húsmóðir.
1. Já.
2. Ég vil stuðla að því að karl-
menn geri sér ljóst hvað konur
gera sem „bara“ vinna heima.
3. Ég vona að það haíi mikil
áhrif, allavega fyrir konur sem
vinna úti á hinum almenna
vinnumarkaði. Sem dæmi um
það hvað pottur er víða brotinn
má nefna það að störf húsmóður
eru einskis metin á hinum al-
menna vinnumarkaði Ég t. d.
vann á dagheimilinu í fyrra, í
eldhúsi, og var þar á byrjunar-
taxta, þó svo að ég væri búin að
vera húsmóðir í þrjú ár.
4. Jaínrétti. Fólk sé ráðið í
störf eítir hæfni en ekki kyni.
Sigríður Vigfúsdóttir, starfs
maður á dagheimilinu.
1. Að sjálísögðu.
2. í tilefni kvennaársins. Til
að leggja áherslu á störf konunn-
ar í þjóðfélaginu.
3. Ég vonast til þess að það
leiði til þess að störf kvenna
verði meir metin en þau eru nú.
4. Að konur séu virtar jafnt
sem karlar, hvað varðar ráðn-
ingu 1 störf og kaup.
Ósk Ársœlsdóttir, skrifstofu-
maður.
1. Já.
2. Vegna þess að mér finnst
sjálfsagt að við konur stöndum
saman í jafnréttisbaráttunni.
3. Ég get ekki sagt mn það að
svo stöddu, en ég vona að það
hafi sem mest áhrif. Allavega
er ljóst að það stöðvast mörg
fyrirtæki og stofnanir svo aug-
ljóslega kemur í ljós hve þýð-
ingarmikil störf kvenna eru.
4. Jafnrétti á vinnumarkaði.
Sömu laun fyrir sömu vinnu og
konur fái tækifæri til að ganga
lWW'VVWWVVVWY\\A.\/V\ W\ WAAAWWWVVWVWVWV'WWWWW V\VW VW V V VWVVWWV V'WUVVVVVVL
Félagsfundur
Alþýðubandalagið í Neskaupstað heldur félagsfund í
Egilsbúð (fundarsal) miðvikudaginn 29. október kl. 20.30.
DAGSKRÁ:
1. Herstöðvamálið — Framsögumaður Gerður G.
Óskarsdóttir.
2. Flokksráðsfundur
fulltrúa.
3. Önnur mál.
— Undirbúningur og kjör
STJORNIN
VVVVVWVVWVVVVWVWVVWWWVVVVVVVWVVVWVVWVVWWWVWVVVWVWWWVVWVWWVWWWWW
wvvwvwvww wvwvvwwvwwwwvwvww*
Auglýsingasími
Austurlands er 7136.
vwwwwwwvvwvwwwvvwvwwvwvwww
Frá blaðinu
V egna kvennafrísins komst
Austurland ekki út fyrr en í
dag — laugardag.
að sömu störfum og karlar og
ráði þar hæfni umsækjenda en
ekki kynferði.
Kolbrún Ármannsdóttir,
varðstjóri hjá Pósti og síma.
1. Já.
2. Vegna þess að ég styð kyn-
systur mínar í baráttunni fyrir
jafnrétti.
3. Ég vona að það hafi sem
víðtækust áhrif. Sérstaklega þó
á hinum almenna vinnumarkaði
og þá einkum varðandi launa-
mál.
4. Fullt jafrétti kynjanna. Svo
og að störf kvenna verði meira
metin og þá sérstaklega starf
húsmóðurinnar.
Gerður G. Óskarsdóttir,
skólastjóri Gagnfrœða-
skólans.
1. Já að sjálfsögðu og mér
finnst það óneitanlega stór sigur
að þessi gamli draumur okkar
Rauðsokka, um að konur legðu
niður störf einn dag til þess að
sýna mikilvægi starfa sinna í
þjóðfélaginu, skuli nú vera að
rætast.
2. Eftir slíkar fjöldaaðgerðir
getur enginn haldið því fram
lengur að vinnustaður kvenna
skuli eingöngu vera á heimilun-
um og þeirra eina hlutverk sé að
sinna heimilsstörfum og barna-
uppeldi. Nú sjá menn hvernig
heilu fyrirtækin og stofnanirn-
ar lamast við það að konurnar
draga sig í hlé.
3. Það allra mikilvægasta við
þessar aðgerðir er að allar þess-
ar konur sem taka þátt í þeim
viðurkenna þar með að misrétti
sé milli kynjanna. Fyrsta skref-
ið í baráttu fyrir jafnrétti er að
gera sér ljósa grein fyrir ríkj-
andi ástandi. En konur verða
jafnframt að gera sér ljóst að
baráttan er rétt að hefjast og
hana verður að heyja í tengsl-
um við baráttuna fyrir breyttu
þjóðfélagi þar sem hagsmunum
einkagróðans er kastað fyrir
borð. Kúgun kvenna er aðeins
hluti þeirrar undirokunar sem
allt verkafólk býr við í okkar
þjóðfélagi. Fullnaðarlausn á mál
efnum okkar næst ekki fyrr en
við höfum byggt upp gjörbreytt
þjóðfélag, þar sem eignarhaldi á
framleiðslutækjunum hefur ver-
Framhald á 3. síðu