Austurland - 25.10.1975, Blaðsíða 4
4
AUSTURLAND
Neskaupstað, 25. október 1975.
RfÉtefno um hersetuna 09
sjdlfstái íslonds
Dagana 11. og 12. okt., var
haldin ráðstefna um hersetuna,
og sjálfstæði íslands í félags-
heimilinu Stapa í Njarðvíkum.
Fundarboðendur voru 54 ein-
staiklingar, en alls sátu hátt á
þriðja hundrað manns ráðstefn-
una.
Fyrri daginn voru flutt fjög-
ur framsöguerindi: Gils Guð-
mundsson um sögu hersetunnar
á íslandi og baráttuna gegn
henni, Magnús Torfi Ólafsson
um hersetuna 1 ljósi nýrra við-
horfa á alþjóðavettvangi, Ólafur
Ragnar Grímsson um áihrif her-
setunnar á íslenskt atvinnu- og
efnahagslíf og Ragnar Arnalds
um verkefnin framundan.
Fyrir hádegi á sunnudag störf-
uðu þr.'r starfshópar og fjallaði
hver um sitt framsöguerindi.
Síðdegis voru almennar umræð-
ur um verkefnin framundan.
Voru menn sammála um, að
brýnasta verkefnið væri að örva
sem mest frumkvæði áhuga-
samra einstaklinga, sem taka að
sér að vinna í starfshópum að
tilteknum verkefnum. Kosin var
12 manna miðnefnd, sem skal
hafa yfirsýn yfir starfsemi her-
stöðvaandstæðinga, annast út-
gáfustarfsemi á vegum þeirra,
gera starfáætlun fyrir næsta ár,
stuðla að myndun sjálfstæðra
starfshópa og afla fjár til nauð-
synlegra útgjalda. Miðnefnd er
ekki ætlað að senda frá sér álykt-
anir í nafni herstöðvaandstæð-
inga um afstöðu þeirra í tiltekn-
um rnálum, heldur verði hlut-
verk hennar fyrst og fræmst að
vera tengiliður milli starfshópa
innbyrðis, milli þeirra og ann-
arra herstöðvaandstæðinga og
WWVWWWWWVWWVV WVW VVWVWV V VWWWVWWVWVWW VAW W WWWWWWW WVWAWV V V W
Skrifstofustarf
Laust er til umsóknar starf við bókhaldsvél hjá bæjar-
sjóði Neskaupstaðar. Umsækjandi gæti hafið starf 1. nóv.
1975.
Laun samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Nes- 2
| kaupstaðar. |
| Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri. |
| Bœjarstjórinn í Neskaupstað. |
VVW'WAWWWWWWW/VWVWVWVWWWVWVAWWWWVAWWWAWVWWWAVVWWWWVWAWWW
AAWAWW VWVWWVW WWVWVVWWWWVW WAAWAAWAAAWWAWV WWVVVWV WV W VW W VV VV W V\
Orðsending
til atvinnurekenda ó Austuriandi
Atvinnurekendur, sem gera eiga skil á iðgjöldum til
Lífeyrissjóðs Austurlands eru hér með áminntir um að
skil þurfa að hafa borist sjóðnum fyrir 10. dag hvers mán-
aðar.
Þeir atvinnurekendur, sem ekki hafa gert skil í 2 mán-
uði eða meira mega búast við að innheimt verði hjá þeim
án frekari fyrirvara.
milli þeirra og f jölmiðla, og get-
ur hún gert samþykktir er að
þessu lúta. Miðnefnd ber að
halda, eigi sjaldnar en einu sinni
í mánuði, fundi með fulltrúum
starfshópanna. Miðnefnd er
einnig ætlað að standa fyrir
fjöldaaðgerðum gegn hersetunni
og getur boðað til funda, þar sem
samþykktir eru gerðar, enda
séu þeir opnir öllum andstæðing-
um hersetunnar. í síðasta lagi
að ári liðnu á miðnefnd, í sam-
ráði við fulltrúa starfshópanna,
að boða til nýrrar ráðstefnu her-
stöðvaandstæðinga til að skipu-
leggja starfsemina og taka á-
kvörðun um stofnun samtaka
herstöðvaandstæðinga. Skili mið-
nefnd þar af sér störfum.
Aðrar hugmyndir um verk-
efni á komandi vetri voru:
1. Kanna stöðu málsins hjá
þjóðinni og gera sér grein fyrir,
hvaða sjónarmið ráða mestu um
skoðanamyndun fólks í þessu
máli. I — G. G. Ó.
lAWWVWWVWWWWWWVWVWWWWVWWVVWVWAWVWWVVWWWWVWWWWWAWWWWW VA
3. Rannsaka áhrif hersetunnar
á íslenskt þjóðlíf og kanna nú-
verandi hagsmunatengsl ís-
lenskra aðila við herinn og her-
stöðina.
3. Kanna hernaðarlega hlið
málsins, einkum hernaðargildi
stöðvarinnar og eðli við breyttar
aðstæður.
4. Afla upplýsinga um vænt-
anlega þróun Keflavíkurflug-
vallar sem alþjóðlegs flugum-
ferðarsvæðis.
5. Vinna að áætlun um brott-
för hersins.
Mikilvægt er að herstöðva-
andstæðingar noti næsta ár til
að efla tengsl sín með ýmsum
hætti og komi baráttunni fyrir
trottför hersins sem mest á dag-
skrá í ýmsum félögum og sam-
tökum og þá ekki síst launþega-
samtökum.
Samþykkt var ályktun þess
efnis að brottför hersins og úr-
sögn úr Nato væri forsenda fyrir
fullu og óskoruðu sjálfstæði
landsins og að herstöðvaand-
stæðingar leggi áherslu á alþjóð-
legt samhengi herstöðvarmáls-
ins og þá staðreynd að baráttan
gegn herstöðvum á Íslandi er
liður í örlagaríkri viðureign
smáþjóða viða um heim, sem
heyja baráttu gegn yfirgangi og
sífelldri ásælni stórvelda.
Peysudeildin auglýsir
Danskir Trevírabolir m/rúllukraga ......... Kr. 2.000
Danskir Silkibolir m/rúllukraga ........... — 2.000
Danskir Frottébolir m/rúllukraga .......... — 3.500
Röndóttir rúllukragabolir í mörgurn litum .... — 1.500
Grófprjónaðar hetturúllukragapeysur, m. litir — 3.800
Grófprjónaðir ullarjakkar m/stórum kraga ...... 4.200
Danskar hettupeysur m/kengúruvasa ............. 4.700
Einlitar jerseyblússur í stærðum 42—48 .... — 1.900
Mikið úrval af rúllukragapeysum úr ull og
acryl. Verð frá ........................... — 1.400
Peysudeildin er sérverslun með peysur, blússur, boli og
mussur.
Sendum í póstkröfu.
Tekið er á móti skilum í öllum bönkum og sparisjóðum
á Austurlandi.
Lífeyrissjóður Austurlands
Peysudeildin Aðalstræti 9 — Reykjavík
Sími 10756
WWWWVWWWWWWWVVWWVWWWWWWVVVWVWVWWWVYWVVVVVWWAWWVVVYWWVVWAV'
vAWWWWVWWAVWWWAWVVV V VVAAVVWV WAWWWVAVVWVVVWvW V W VW VVVWVWWVWAVVWAAV