Austurland - 25.11.1975, Qupperneq 1
ÆJSTURLAND
MÁLGAGN ALÞYGUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI
25. árgangur.
Neskaupstað, 25. nóvember 1975.
48. tölublað.
Helgi Seljan:
Þegar ívagnar Arnalds flutti
hina merku ræðu sína á Alþingi
á dögunum um skattlausu fyrir-
tækin og þá milljarða, sem ríkið
yrði af vegna fáránlegra fyrning-
arreglna og annarrar hagræðing-
ar, fór svo sem vænta mátti, að
Aibert Guðmundsson þoldi ekki
mátið. í orði kveðnu kvaðst hann
ekki hafa neitt við tillöguna að
athuga þ. e. að hún yrði skoðuð.
En þegar hann fór svo að ræða
um þessi fyrirtæki þá kom í ljós,
að ekkert þótti honum sjálfsagð-
ara en þessi fyrirtæki slyppu við
þá sjálfsögðu skyldu að greiða
til samfélagsins.
Alveg sérstaklega þótti honum
hart aðgöngu, ef forstjórum
þeirra og eigendum yrði gert að
sýna lágmarkstekjur af vinnu
sinni, sem manni skildist á öðr-
um þingmanni sjálfstæðismanna
aðværi geysiieg, fyrirtækin nán-
ast byggð upp af vinnu þessara
eigenda eingöngu, en hreint ekki
af lánsfé, almannafé eða beinni
fíkisaðstoð.
Sá heitir Guðmundur H. Garð-
arsson, er svo talaði. Báðir kváðu
þeir fjarstæðu að verðleggja
þeSsa vinnu á sama hátt og aðrir
verða að gera. Báðum þótti
mesta fjarstæða að svo göfug
tegund vinnu væri skattlögð í
almannaþágu.
Að baki lá ósögð hugsun
beggja, tegund vinnunnar var of
göfug til að leggjast undir mæli-
stiku veraldlegrar skattlagning-
ar.
Ég hef sundum hugleitt það,
hvii'ík göfgi og hugsjón liggur
að baki hjá þessum atvinnurek-
endum, með tapið eitt í ágóða-
hiut ár eftir ár. Ég hef líka oft
hugsað með mér þvíHkt fegins-
efni það yrði þessum tapkóngum
ef ríkið — samfélagið létti nú
þessu hugsjónaoki af þeim og
þjóðnýtti allt saman, þar hefur
r áðið mannleg vorkunnsemi mín
með þessum vesæla og hrjáða
hugsjónalýð.
Ég neita því hins vegar ekki
að ólutokans ótugtarskapur og
ári ljótur grunur haía ætið sótt
nart að mér, þegar ég hefi litið
fátæikt þessara aðila á skatt-
skýrsiunum. Hún hefur nefni-
lega hvergi birst nema þar. Og
að öllu gamni slepptu þá veit öll
alþýða þessa lands, að ómældar
fjárhæðir renna frá henni beint
til þessara aðila og birtist síðan
í ljósi dýrustu húseigna, lúxus-
bíla og ótafinna utanlandsferða,
svo nokkuð sé nefnt.
En þetta sáu þessir þingmenn
ekki, annar sór jafnvel fyrir að
hann vissi nokkuð til shkra hluta
hjá skattleysingjunum alkunnu.
En verkamenn, sjómenn og
bændur, sem auk strits síns og
starfs leggja sinn mikla skerf
til samfélagsins hefðu gjarnan
mátt heyra þær nafngiftir, sem
Albert Guðmundsson gaf þess-
um skattleysingjum og verka-
lýðsieiðtoginn Guðmundur H.
Garðarsson lagði sina fullu bless-
un yfir. „Máttarstólpar þjóðfé-
lagsins“ skyldu þeir heita og
menn kannast svo sem við nafn-
giftina. En í ljósi framlagsins til
samfélagsins — hvaða þjóðfélag
er þá verið að meina — hvernig
má skilja orðið máttarstólpi.
Við vitum hvað við er átt —
þeir eru máttarstólpar þess þjóð-
félags einkagróðans, sem þessir
menn eru talsmenn fyrir og vilja
Sunnudaginn 16. 11. 1975 var
haldinn á Eskifirði stofnfundur
Félags iðnnema á Austurlandi.
Til fundarins var boðað að frum-
kvæði nema Iðnskóla Austur-
lands, Neskaupstað. Fundinn
sóttu iðnnemar hvaðanæva að af
Austurlandi. Einnig sátu fund-
inn þau Kristinn G. Hrólfsson
formaður I.N.S.Í. og Kristín Ás-
mundsdóttir meðstj. I.N.S.Í. Á
fundinum kom meðal annars
fram að allmikið er um það á
félagssvæðinu að ákvæði kjara-
samninga séu ekki virt, á það
einkum við um viðauka við kjara
gera enn meiri á kostnað launa-
fólks í landinu.
Betur var ekki hægt að lýsa
viðhorfi Sjálfstæðisflotoksins til
þjóðfélagsmála.
Það eru ekki framleiðslustétt-
irnar til sjávar og sveita, sem
eru máttarstólpar þjóðfélagsins
— þó þær leggi grunn að þjóð-
arauðnum með starfi sínu og
leggi auk þess til samfélagsins
margfaldan hlut á við hina
„máttarstólpana11.
Nei, að áliti þeirra sjálfstæð-
ismanna eru það braskararnir,
sem stela undan stórfúlgum,
millihðakóngarnir sem arðræna
almenning þeir og aðrir slíkir
eru máttarstólpar þjóðfélagsins.
Mætti ég biðja launafólk, sem
hefur glæpst til að trúa orðtak-
inu „stétt með stétt“ að hug-
leiða nú i fullri alvöru hvaða
samleið það eigi með þessum
m'áttarstólpum ibaldsins.
Kannski opnast augu þeirra
nú, þegar á launþega á að leggja
síauknar byrðar á sama tíma og
það er talin goðgá að snerta við
þessum skattlausu máttarstólp-
um. Einhverjir hljóta að sjá
gegnum blekkingavefinn og
þekkja um leið sinn vitjunar-
tíma.
Oft var þörf en nú er nauðsyn.
samninga iðnnema. Virðist svo
að í sumum tilfellum skorti tugi
þúsunda kr. á að nemi hafi feng-
ið greidd tilskilin laun. Væntir
stjórn félagsins þess að eiga góð
samskipti við viðkomandi iðn-
fyrirtæki og meistara til leiðrétt-
ingar þessara mála. Fundurinn
samþykkti uppsögn kjarasamn-
inga og að fela I.N.S.Í. gerð nýrra
fyrir hönd félagsins. Athafna-
svæði félagsins er Norður- og
Suður-Múlasýsla, Seyðisfjörður,
Neskaupstaður og Eskifjarðar-
kaupstaður. Stjóm félagsins
Framh. á 2. síðu.
„Gunna"
Leikfélag Neskaupstaðar frum
sýndi leikritið „Gunna“ sl föstu-
dagskvöld. Leikrit þetta er eftir
Asu Sólveigu, unga reykvíska
konu.
Verkið gerist nú á tímum í
Keykjavík og fjailar um hús-
næðisvandamál ungra hjóna.
Það kemur vel fram í sýning-
unni hver staða leigjandans er í
otokar þjóðfélagi. Hann er ofur-
seldur duttlungum húseigandans
og er ekki einu sinni frjáls til
þess að gera fátæklega ibúðina
örlitið persónulegri og viðkunn-
anlegri. Ungi maðurinn er erm
í iðnnámi sínu og þau hjónin lifa
við þröngan kost. Peningavand-
ræðin eru mikil og þó svo að leit-
að sé eftir nýrri íbúð daglega
fæst litið út úr því. Húseigendur
í hinu frjálsa þjóðfélagi sam-
keppninnar aumka sig ekki yfir
ungt efnalítið fólk, sem ef til vill
á þegar orðið börn, heldur
bjóða íbúðir siínar til leigu á ok-
urverði og lítið sem ekkert af
leigutekjunum má gefa upp til
skatts. Fyrirframgreiðslur þær,
sem krafist er, eru ósvífnar og
því er ungu fólki oft íyrinmunað
að lifa í mannsæmandi húsnæði.
Ef að slys henda svo fyrir-
vinnuna þá er kerfið þungt 1
vöfum og erfitt við að eiga, í
sambandi við útvegun húsnæðis.
Ekki bæta fordómarnir ástand
ið. Þó svo að full þörf sé á er
ekki talið æsikilegt að konan
vinni úti til þess að létta undir.
í þjóðfélagi karlmannsins er
konan oft algengasta húsdýrið.
að er hún, sem situr heima í
óvhtlegri íbúðinni.
Þótt undirtónninn í „Gunnu“
sé alvarlegs eðlis, þá er ekki þar
með sagt að leikritið sé þung-
lamalegt og dapurlegt. Mikið er
um skemmtileg tilsvör og fyndin
atvik í lífi þessa unga fólks.
Þetta leikrit þjónar í raun
tvennum tilgangi. Það er skörp
þjóðfélagsádeila, sem skilur
mikið eftir í huga áhorfandans,
en einnig nýtur hann ánægju-
legrar kvöldstundar — þvá ekki
fer á milli mála að leikritið er
stórskemmtilegt.
Leikendur j „Gunnu“ eru 7 og
allir skila þeir hlutverkum sín-
um með miklum sóma. Elísabet
Þorgeirsdóttir leikur Gunnu af
miklu öryggi og tilþrifum og oft
fer Grímur Magnússon á kostum
Framh. á 2. síðu.
Frá blaðinu.
Aifsilýsingamóttaha
Austurlands er á fimmtudögum
kl. 13—17 í síma 7571. Annars í
síma 7136.
Félag iðnnema ó Austurlandi