Austurland


Austurland - 25.11.1975, Blaðsíða 4

Austurland - 25.11.1975, Blaðsíða 4
4 AUST URLAND Neskaupstað, 25. nóvemfeer 1975. Hugleiðingar að loknu kvennafríi i. Viðurkenning á misrétti kynjanna 24. októfeer á lengi eítir að verða mönnum eftirminnilegur, þegar íslenskt atvinnuMf fór al- gerlega úr skorðum við það að konur um allt land lögðu niður vinnu til þess að leggja áherslu á mikiivægi staría sinna heima og heiman. Þessar aðgerðir sýna að öilum þessum konium er nú ljóst, að þær eru lægra settar en karlar í okkar þjóðfélagi. Al- mennur skilningur á misrétti kynjanna er nú fyrir hendi, en menn skulu varast að ætla að þar með sé tryggður einhver arangur. Baráttan fyrir jafnrétti kynj- anna er aðeins hluti af barátt- unni fyrir jöfnuði í þjóðfélaginu og menn verða að varast að s'líta nana úr tengslum við verka^ýðs- Daráctuna, en þvr er ekki að neita að allar konur eiga sam- eiginlegra hagsmuna að gæta að vissu marki. Við eigum langt í iand, sterk öfl í þjóðfélaginu munu berjast gegn konurn og neyta allra feragða til þess að draga úr þeirn mátt og kúga á sarna hátt og aðra undirokaða hópa, sem eru undirstaða auðæfa þeirra og valds. II. Kvennafrí í Neskaupstað Konur hér í Neskaupstað létu ekki sitt eftir liggja 24. október. Hér var nær aiger samstaða um að leggja niður störf þennan dag. Símaþjónusta lagðist alveg niður, kaupiélagið varð að loka verslunum sínum, skólahald fór úr skorðum (ball í bama- Sikólanum og smábarnaskari á kennarastofu gagnfræðaskól- ans), barnaheimilið var lokað, ekki var unnið í frystihúsinu, þeir sem daglega borða í mötu- neyti hótelsins urðu að elda of- an í sig sjálfir þennan dag (fengu lánuð áhöld á hótelinu, og á- kveðnir menn voru við matseld frá kl. hálf sex um morguninn og fram til kvölds), lítið var um að vera á bæjarskrifstofunum (á hurð bæjargjáldkera stóð ein- faldlega „kvennafrí 24. okt.“), sömu sögu er að segja af heimil- unum, það mátti m. a, sjá af börnunum sem þennan dag urðu að fylgja feðrum sínum til vinnu og gerðu þeim erfitt fyrir að sinna sínum störfum (sbr. að ekki fengum við „Austurland“ á tilsettum tíma). Fundur í Egilsbúð Konur komu saman í Egilsbúð þennan dag, voru á þriðja hundr- að manns þar, þegar mest var. hópur kvenna kom frá Eskifirði. Dagskrá ’hófs't kl. 10.30 og stóð allan daginn. Stúlknahópur lék Geröur G. Óskarsdóttir og söng baráttusöngva, lesnir voru kaflar úr bófcmenntum siiðasta áratugs, sem f jiölluðu um konur. Sú samantekt var gerð af íslenskufræðanemum í Háskóla íslands og fiutt í Norræna hús- inu á alþjóðedegi kvenna 8. mars sl., lesið var úr ævisögu Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og saga eftir Gísia J. Ástþórsson og flutt er- indi um misrétti í uppeldi. Á milli atriða ræddu konur saman í hópum. III. Baráttan framundan Nú þarf ekki lengur að eyða tíma í að korna mönnum í skiln- ng um, að misrétti kynjanna sé fyrir hendi jarðvegurinn hefur verið plægður, en við svo búið má ekki standa. Nú fyrst getur baráttan hafist fyrir alvöru, hver einasta kona þarf að leggja sitt af mörkum, en ekki að láta nægja að baráttan sé í höndum fámennra áhugahópa. Ekki er þar með sagt að allir þurfi að ganga í félagasamtök eða starfs- hópa. Hver og einn getur lagt til sinn skerf með þvj að vera athugull, koma auga á misréttið og vekja athygli á því með um- ræðum. Hvað geta konur gert í atvinnulífinu? í atvinnulífinu mega konur ekki láta bjóða sér að störf þeirra séu lægra metin tii launa en karlmanna, að þeim sé mein- aö um stöðuhækkun eða að þær séu látnar „þjóna“ körlum á vinnustað (t. d. hita kaffi og smyrja brauð). Konur verða að sýna kjaramálum áhuga, setja sig inn í samninga, taka ábyrgð á þeim og berjast fyrir bœttum kjörum við hlið karlanna. Hvað er til ráða á heimilunu Á heimilunum þarf allt heim- ilisfólkið að við-unkenna að efcki er réttl'átt að kona, sem vinnur úti fúll'an vinnudag, leggi ein á siig öll störf á heimilinu. Þar þurfa allir að leggja sitt af mörk- um, ekiki síst börn og unglingar, enþau þarf að búa undir að reka í framtíðinni heimili á jafnrétt- isgrundelli. Ef til vill er breytt uppeldi eitt aðalatriðið. Okfeur ber að vænta þess sama af stúlk- um og drengjum, búa bæði kyn- in undir það að verða foreldrar, makar, þáttta'kendur í atvinnu- i'finu og efcki síst sjálfstæðir einstaklinigar, í stað þess að leggja áherslu á tvo fyrrnefndu þættina í uppeldi stúlkna og þá tvo síðari 1 uppe'ldi drengja. Leikir barna eru undirbúning- ur undir lífið, við höfum áhrif á þau með þeim leikföngum, sem við gefum þeim, þar getum við lagt niður kyngreiningu. í tómstundunum getum við hvatt börn og unglinga til ýmissa hluta og þá megum við ekki setja fyrir okkur, þótt sumt hafi hingað til verið bundið við kyn- ferði. Stjórnmálin Konur mega efcki leyfa sér að láta stjórnmálin vera sérmál karlmanna. Þær verða að minn- ast þess að þeirra orð og álit er ekki minna virði en karlanna við hlið þeirra. Þær þurfa einnig að berjast gegn því að karlmann- legir eiginleikar séu meira virtir en kveniegir. Hvað geta karlmenn gert Framlag karlanna til jafnrétt- isbaráttu kynjanna er ekki síð- ur mikilvægt. Karlmenn verða að venja sig af því að láta kon- urnar þjóna sér, þeir verða að viðurkenna að þeirra störf og þær sjálfar eru jafnmikils virði og þeir, og þeir þunfa að átta sig á því, að grundvöllur að forrétt- indum kaHa er réttindaskerðing kvenna. Þeir mega heldur efcki gieyma því, að konurnar þurfa uppöxvun til þess að rdfa sig upp úr aldagamalli minnimáttar- kennd og undirokun. IV. Þáttur yfirvalda Á vegum Kópavogsbæjar og Garðalhrepps eru nú starfandi jafnréttisnefndir að norskri fyr- irrnynd. Nefndin í Kópavogi var skipuð í júlí í sumar. Verkefni hennar eru: 1) að vinna að skrá um óskir kvenna í bænum varð- adi stjórnun og rekstur bæjar- félagsins, 2) að gera úttekt á stöðu kvenna í bænum, 3) að beita sér fyrir því, að fræðsla um stöðu kynjanna verði liður í námsefni skólanna næsta vetur, 4) að hafa með höndum almenna fræðslu- og uppeldisstarfsemi meðal almennings um jafnréttis- mái. Fyrstu verkefni jafnréttis- nefndar í Kópavogi Nefndin fékfc 300.000 kr. í starfsfé fyrir eins árs starf. Fyrsta verkefni nefndarinnar er að kynna hugmyndir sínar fyrir kennurum og skólastjórum, fá kennsluefni erlendis frá og leggja til við fræðsluyfrvöld að verkleg ikennsla verði hin sama fyrir bæði kyn í grunnskóla, svo og íþróttakenns'la a. m. k. til 11—12 ára aldurs. Eftir áramót verður gerð könnun á stöðu kvenna í bænum og viðhorf þeirra til bæjarmála. Þáttur Reykjavíkur í Reykjavífc felidi borgar- stjórnaríhaldið tillögu fulltrúa Alþýðubandalagsins um stofnun siikrar nefndar. Þar láta gróða- hyggjumennirnir ekki höggva nærri sé að óþörfu. Œttum við að gera eitt- hvað? Að sjálfsögðu er þörf fyrir slíka nefnd í hverjum bæ í land- inu. Hjá okkur blasir misrétti kynjanna við eins og annars staðar, því væri efcki vanþörf á að eitthvað væri gert. Áhugi og vilji er undirstaða framkvæmda og árangurs. Gerður G. Óskarsdóttir. VVVVXAWVYWVVVVVVVYA/VVYAWVVYVVVVVVVVVVV'VVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVVV | Þökfcum auðsýnda samúð við andlát og útför Guðna Sveinssonar, Neskaupstað. Þuríður Sæmundsdóttir börn og aðrir vandamenn. vvwiwwvwvvwvvwiwwvvvvvvvvvvyvvyvvvvvyvvvwvvvwywyyyvvvyyyvvvyvvvvvwvvyvvyvyvyv

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.