Austurland - 16.01.1976, Blaðsíða 1
MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANOI
26. árgangur.
Neskaupstað, 16. janúar 1976.
3. tölublað.
Helgi Seljim:
Uid trygginpmdl og jleiro
Þegar frumvarp til f járlaga
var lagt fram í haust var til-
kynnt um tveggja milljarða nið-
urskurð á almannatryggingaliðn
um, án allrar skilgreiningar á
því, hvað skyldi skorið. Ein-
hverjum datt í hug sparnaður.t.
d. hjá þeirri fjölmennu Trygg-
ingastofnun okkar, en það kom
víst aldrei til tals. Eftir rnikið
st'mabrak og basl og fjölmarg-
ar niðurskurðarhugmyndir, kom
í Ijós, að hver þeirra sem farin
yrði, mundi reynast stjórninni
þung í skauti, svo ekki sé meira
sagt. Svo heppilega vildi þó til,
að þegar reikningsskekkjur í
fjáriagafrumvarpinu — upp á
hundruð milljóna — jafnvel
milljarða — höfðu verið leiðrétt-
a:, kom í ljós, að ekki þurfti
nema um 1700 milljónir, svo
skrautblóm fjármálaráðherra
þyrftu ekki að fölna.
Og nú voru góð ráð dýr. í
ráðþrotinu og fálminu var til
þess gripið að iáta sveitarfélögin
gerast innheimtuaðila fyrir ríkið
vegna sjúkratrygginganna upp á
nær 1200 milljónir, auðvitað án
þess að láta svo lítið að tala við
L íu um málið.
Og ríkisálögurnar lækkuðu
nm 1200 millj. með þeirri ein-
földu aðferð að láta sveitarfé-
lögin leggja 10% viðbótarútsvar
á gjaldendur sína. En af hverju
þessi talnaleikur? Einhvern við-
bótartilgang hlaut hann að hafa.
Jú, með þessu móti komst at-
vinnureksturinn í landinu með
öilu hjá þvi að greiða þessa upp-
hæð eða minnsta hluta hennar
og launafólk hlaut hér að bera
þyngstar byrðar.
En þetta snjallræði nægði ekki
til. Nú varð að velja sérstaklega
úr þá, sem best væru til þess
fallnir að taka á sig þessar 500
millj. sem enn vantaði upp á.
Og þá reyndist auðvellt að
finna. Þeir, sem sérstaklega
þurfa á lyf jum að halda að ?ækn-
isráði, þeir sem sérfræðiþjónustu
og rannsókna þarfnast. Hér var
um að ræða útgjöld, sem nema á
þriðja þúsund á hvert manns-
barn í landinu, nálægt 12 þúsund
á meðalfj ölskyldu, svo allir mega
sjá, að hér er um drjúga upphæð
að ræða hjá þeim, sem hér þurfa
óistaklega á að halda.
Þar verða elli- og örorkuþegar
harðast úti og er það í góðu sam-
ræmi við stjórnarstefnuna í
heild.
Þegar vinstri stjórnin var að
lyfta kjörum þessa fólks á mann-
sæmandi stig, þótti þeim sjálf-
stæðismönnum síst nóg að gert,
enda í andstöðu þá.
Nú eru þeir hins vegar í að-
stöðu til að sýna hug sinn og
fúsir feta þeir framsóknarmenn
í slóðina niður á við í þessu sem
öðru.
Vissulega ber að gleðjast yíir
því, að beinn áformaður niður-
skurður trygginganna lækkaði
niður í 14 þess, sem áætlað var.
En eftirtektarverðar eru leiðirn-
ar, sem valdar eru og hér hafa
verið raktar. Utsvarsleiðin ein
út af fyrir sig er dæmigerð um
ráðlaust fálm, þó með þeirri
áráttu að hiifa skuli atvinnu-
rekstri í þessu efni sem öðrum.
Og umhyggjan fyrir sveitar-
félögin er lýsandi þegar þessu
er nú á þau bætt á sama tíma og
verið er að gefa þeim vilyrði
um að losna við útgjöld til
sjúkratrygginganna að fullu.
Eftir er svo að ræða um önnur
atriði f járlaganna nú, stórminnk-
andi framkvæmdir um land allt í
Ijósi þeirra talna, sem fjárlögin
gera ráð fyrir á meðan öllu er
haldið á fullri ferð í rekstri og
eyðslu og jafnvel tekin erlend
eyðslulán til þess eins, að hið
dýrðlega viðskiptafrelsi fái að
blómstra áfram.
Og framsókn hefur ekki við að
hneigja sig í vinnumennskunni.
Að því mun vikið síðar.
Darðskjdlftar valda tjóni
Kelduhverfi og á Kópaskc
Rétt fyrir jólin byrjaði gos í
Leirhnjúk skammt frá Mývatns-
sveit, en einmitt þar brunnu
Mývatnseldar fyrir hálfri þriðju
öld. Þeir eldar geysuðu í 4—5
ár og ollu miklu tjóni og óttuð-
ust menn, að nú sem stundum
áður mundi sagan endurtaka sig.
En gosið hefur farið sér hægt og
er nú næstum ekkert. Ástæða
kann þó að vera til að óttast að
það sæki aftur f sig veðrið eða
að eldur komi upp annarsstaðar
á þessu svæði, því jarðhræringar
eru miklar.
Jarðhræringar hafa einkum
r tnað á Kelduhverfingum og
Kópaskersbúum og hafa valdið
m klum óþægindum og tjóni.
Einkum urðu íbúar Kópaskers
hart úti á þriðjudaginn. Þá varð
mikill jarðskjálfti um 5,5 stig á
Richter-mælikvarða. Átti kipp-
urinn upptök sín 12 krn suðvest-
ur af Kópaskeri í sjó fram. Urðu
þá miklar ske'mmdir á húsum og
öðrum mannvirkjum á Kópa-
skeri og eru sum íbúðarhúsin
óíbúðarhæf. Flestir íbúar stað-
arins voru þegar fluttir á brott,
en manntjón varð ekki. Veruleg-
ar skemmdir urðu einnig á brúm
og vegum.
Jarðskjálftinn fannst víða um
land, m. a. um alla Austfirði frá
Breiðdal til Vopnafjarðar. Er
mjög fátítt, ef ekki dæmalaust,
að jarðskjálfta verði vart á Aust-
urlandi. Þó hafði fyrir nokkru
fundist jarðskjálfti á Seyðisfirði
og Egilsstöðum.
Virkjunin, sem nú er unnið
að við Kröflu, er í næsta ná-
grenni við gosstöðvamar og hafa
menn óttast nokkuð um afdrif
Framhald á 3. síðu
Frá lngflTlárneínd
Nefnd sú, er vinnur á vegum
austfirsku átthagafélaganna að
því, að Inga T. Lárussyni tón-
skáidi, verði reistur minnisvarði,
svokölluð IngaTLárnefnd, hefur
opnað gíróreikning nr. 19760,
sem þeir geta greitt inn á, sem
styðja vilja þessa fyrirætlun.
Reikningsnúmerið 19760 er
ártalið í ár að viðbættu einu
núlli, en í ár er ætlað að varðinn
rísi í fæðingarbæ tónskáldsins,
Seyðisfirði. Ingi lést árið 1946
svo að á þessu ári eru liðin 30
ár frá andláti hins ástsæla lista-
manns.
áshorun
Fundur í Alþýðubandalags-
félagi Fljótsdalshéraðs haldinn
13. janúar 1976, lýsir fullri sam-
stöðu með aðgerðum sjómanna
gegn Nató-herstöðvunum. Fund-
urinn lítur „mjög alvarlegum
augum“ heimóttarskap ríkis-
stjórnarinnar í 'landhelgismálinu
og krefst tafarlausra stjórnmála-
slita við bretia og úrsagnar úr
Nató.
Ftr vel of stoð
Fyrsta erindi í fyrirlestraröð
þeirri, sem Aiþýðubandalagið í
Neskaupstað hefur skipulagt og
frá var greint í síðasta blaði,
var flutt síðastliðinn sunnudag.
Ræddi þar Helgi Seljan, alþing-
ismaður um flutning ríkisstofn-
ana og dreifingu valds. Var er-
indið einkar fróðlegt og urðu
talsverðar umræður að því
íluttu.
Fundurinn var vel sóttur og
gefur góð fyrirheit um árangur
þessarar fræðslustarfsemi.
Næsta erindi flytur Lúðvík
Jósepsson, alþingismaður klukk-
an fjögur á sunnudaginn kem-
ur. Fjallar hann um landhelgis-
'i ið og er öllum heimill að-
gangur og þátttaka í umræðum.
Sjflldséðir gestir
Dagana 24. og 25. jan. n. k. fá
austfirskir körfuknattleiksmenn
heimsókn alla leið vestan af
fjörðum.
Lið Harðar á Patreksfirði kem-
ur þá og leikur tvo leiki við
sambandslið U. í. A. á Eskifirði.
Úrslit þessara leikja eiga að
skera úr um hvort liðið kemst í
úrslit 3. deildar íslandsmótsins í
vetur.
Það er von undirritaðs að vel
takist til með móttöku þessara
sjaidséðu gesta, og er því skorað
á aila unnendur körfufcnattleiks
(og helst miklu fleiri) að mæta
í íþróttahúsinu á Eskifirði til að
sjá þessa viðureign austfirðinga
og vestfirðinga. — SB