Austurland


Austurland - 06.08.1976, Page 1

Austurland - 06.08.1976, Page 1
ÆJSTURLAND MALGAGN ALÞÝÐUBANDALAGSINS A AUSTURLANDI 26. irgangur. Neskaupstað, 6. ágúst 1976. 28. tölublað. Halbihun í Heskaupstað Malbik lagt á 2 km vegar Fyrir um pað bil tveim vikum lauk í>eim malbikunarframkvæmd- um, sem ákveðnar höfðu verið í Neskaupstað á J>essu sumri. Alls var lagt malbik á vegi, sem eru um 2 km að lengd. Vegir pessir eru: Strandgata, Hafnarbraut, Eg- ilsbraut og vestasti hluti Nesgötu. Gamlir, brottfluttir Norðfirðingar átta sig líklega betur, ef sagt er, að malbik hafi verið lagt á veginn inn- an frá Gúanó og út fyrir Sigfúsar- hús. Malbikið var lagt ofan á ónýta olíumöl og steinsteypu. Undirbygg- ingar þurfti pví engrar við né held- ur lagna. Kostnaður varð Jm miklu minni, en ella hefði orðið og varð hann pó ærinn, sem síðar verður greint. Er mikill munur að aka Jjennan vegarspotta nú samanborið við p&ð, sem var í vor, en J>á varð veginum helst jafnað við slæman torf'æruveg. Lofsvert framtak fyrirtækja Auk malbikunarframkvæmda bæjarsjóðs, hafa fyrirtæki í bænum gert verulegt átak í J>essum efnum. Sildarvinnslan hefur látið malbika mestan hluta lóðar fiskvinnslu- stöðvarinnar. Kaupfélagið Fram lét malbika svæðið sunnan og austan við mjólkurstöðina og einnig plan- ið sunnan gamla frystihússins, par sem nú er fiskbúð og matvæla- geymsla. Einnig lét p&ð malbika norðan nýja frystihússins, J>ar sem nú er brauðgerð og vöruafgreiðsla. Hafnarsjóður lét malbika á hafnar- uppfyllingunni ofan við steyptu þekjuna og er nú vegur ofan á upp- fyllinguna par sem áður stóð Nýi- Kastali. Dráttarbrautin lét malbika akbraut meðfram véla- og bifreiða- verkstæðinu. Loks var lagt malbik á handboltavöll. Sums staðar hefur verið lagður grassvörður á litla geira og mun p&ð verða til mikillar prýði, J>egar hann nær að gróa, ef hann fær að vera í friði fyrir mönnum og vélum. 40 milljónir Alls munu malbikunarfram- kvæmdimar kosta um 40 millj. kr. Þar af koma um 33 millj. í hlut bæjarins en um 7 millj. í hlut ann- arra aðila. Hafa ber í huga, að und- irbyggingu og lögnum var lokið áður. Mestur hluti af fé J>ví, sem bær- inn hefur varið til framkvæmdanna, er fenginn að láni, en nokkuð með gatnagerðargjöldum og beinu fram- lagi úr bæjarsjóði. Mikill þrifnaðarauki Það er ekki aðeins að malbikun- arframkvæmdirnar séu mikil sam- göngubót, heldur hafa pær og í för með sér stóraukinn )>rifnað og hljóta að bæta vellíðan manna. Nú í purrkunum að undanfömu hefur ekkert borið á moldrykinu, sem svo mjög hefur angrað menn til J>essa og sjálfsagt verða menn Doníel ó förum Daníel Daníelsson, sem verið hef- ur yfirlæknir við Fjórðungssjúkra- húsið í Neskaupstað nokkur ár, hefur sagt starfi sínu lausu frá 1. okt. nk. Starfið hefur verið auglýst laust til umsóknar og er umsóknarfrest- ur til 20. ágúst. Nýr prestur í Norð- fjarðarprestakalli Nýr prestur hefur verið settur í Norðfjarðarprestakall. Heitir sá Svavar Stefánsson og hefur hann J>egar hafið embættisstörf í hinu nýja brauði. Séra Svavar er fæddur í Reykja- vík 14. mars 1949. Hann lauk stúd- entsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1969 og embættisprófi í guðfræði frá Háskóla íslands 1975. 14. sept. 1975 vígðist Svavar til Hjarðarholtsprestakalls í Dalasýslu og gegndi hann J>ví embætti J>ar til hann var settur í Norðfjarðarpresta- kall. Kona séra Svavars er Auður B. Kristinsdóttir sérkennari og mun hún kenna við Bama- og Gagn- fræðaskólann í vetur. S. G. líka lausir við forina J>egar bregður til votviðra. Og varðandi J>rifnaðinn er J>að afar }>ýðingarmikið, að næsta um- hverfi allra matvælaframleiðslu- stöðva, hefur nú verið lagt varan- legu slitlagi. Bærinn er ekki samur og áður eftir framkvæmdirnar í sumar. Óþrjótandi verkefni En J>ótt mikið hafi verið að gert í sumar, er hitt J>ó miklu meira sem eftir er. Olíumölin, sem lögð var á íbúðagöturnar fyrir tveim árum, stendur sig all vel. Má J>ví ætla, að J>egar haldið verður áfram að leggja varanlegt shtlag, verði J>að fyrst og fremst olíumöl. Þó er ekki um ann- að að ræða .en malbik á Nausta- hvamminn. Þá götu J>arf raunar að færa talsvert til norðurs. Það verð- ur dýr framkvæmd, en ekki víst að hún kosti mikið meira en að skipta um jarðveg í núverandi vegarstæði, en hann er allur mold. Bærinn hefur bundið sér all)>unga bagga með framkvæmdunum í sum- ar. Þar af leiðandi J>arf á næstu ár- um að verja allmiklu fé til afborg- ana og vaxta og skerðist við J>að sú fjárhæð, sem hægt er að nota til fjárfestingar. Þar á móti kemur svo )>að, að viðhald vega ætti að verða nokkru léttbærara. En hvað um J>að, vonandi verð- ur J>ess ekki langt að bíða að hægt verði að halda áfram. Affarasælast mun verða að undirbyggja nokkum kafla á ári hverju og koma J>ar fyr- ir nýjum lögnum eftir J>ví sem með )>arf og leggja svo varanlegt slitlag J>egar tækifæri býðst. Verði efni fá- anlegt hér eystra mætti hugsa sér, að slitlag yrði lagt á nokkum kafla ár hvert. ÚR BÆNUM Frá Alþýðubandalaginu Bœjarmálaráð, fundir 11. og 25. ágúst, miðvikudaga kl. 20. Skrifstofan að Egilsbraut 11 opin mánudaga kl. 17—19, sími 7571. ItðiM - Kolmanni Segja má að nú í sumar hafi ver- ið brotið blað í atvinnusögu Nes- kaupstaðar. Vinnsla hefur verið hafin á loðnu og kolmunna. En slíkt hefur ekki tíðkast áður að sumri til, ef frá er tahð örlítið magn af kolmunna sem brætt var hér fyr- ir nokkrum árum. Til Neskaupstaðar hafa borist um 5000 lestir af loðnu. Loðnan er veidd langt norður í hafi og er um sólarhringssigling af miðunum til Neskaupstaðar. Nokkrir erfiðleikar voru í fyrstu við að bræða loðnuna en nú gengur vinnslan orðið vel. Togarinn Runólfur hefur nú í sumar stundað tilraunaveiðar á kol- munna í flot- og botnvörpu fyrir Austurlandi, og hefur skipið aflað mjög vel og fengið aht upp í 50 tonn í togi. Aflanum hefur skipið landað að mestu leyti hér í Nes- kaupstað en auk J>ess hefur verið landað á Höfn og í Þorlákshöfn. Hjá Síldarvinnslunni hf. í Nes- kaupstað hafa verið frystir um 800 kassar af kolmunnamamingi og 15 tonn hafa verið fryst í beitu. Mam- ingurinn fer á Bandaríkjamarkað. Einnig hafa verið um 20 tonn punduð í skreið, sem fer á Nígeríu- markað. Nokkrir byrjunarörðugleikar voru við vinnsluna en nú hefur tek- ist að komast fyrir J>á flesta, og gengur vinnslan J>ví vel. Takist að vinna markaði fyrir kolmunnaaf- urðir er ekki að efa að hér er um mjög mikilvæga framleiðslumögu- leika að ræða, sem koma sér mjög vel vegna ört minnkandi J>orskafla. G. B. Aumt hjó trillukörlum Það J>urfa sko engir að öfunda norðfirska trihukarla af kaupinu sem J>eir hafa í sumar. Afh á hand- færi hefur verið með eindæmum lé- legur. Og ekki nóg með J>að, heldur ]>urfa menn að sækja langt út í hafsauga til að slíta upp j>á fáu fiska sem fást. Menn muna varla annað eins fiskileysissumar á hand- færi. Afh á línu hefur verið nokkuð góður upp á síðkastið en langt er að sækja, allt norður að Glettinga- nesi. Beitan sem nú er notuð er pólskur smokkfiskur. Einnig hefur verið beitt kolmutma og fiskaðist lika vel á hann. Menn eru orðnir mjög langeygir á að úr rætist með færafisk, en ekki er öll von úti enn J>ví ágúst er nú bara rétt byrjaður. Gefi sá guli sig ekki nú á næstunni er úthtið vissu- lega slæmt. G. B.

x

Austurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.