Teningur - 01.01.1989, Qupperneq 14

Teningur - 01.01.1989, Qupperneq 14
kjölurinn. Paö er kjörviður. En það er eftirað höggva hann til. Eitt erað bera þunga grein og vaxa í hundrað ár hinumegin við hafið. Eitt er að vera fetlt til jarðar og fljóta niður ár. Eitt er að vera flutt hingað norður í frost og grjót. En það er annað að skifta um mynd og það er annað að skipta um lund. Það er allt annað. Því hvað er eitt tré sem stendur uppí loftið? Svo sem ekki neitt. Og hvað er aflimaður trjábolur ef út í það er farið? Svo sem ekki mikið. Það liggur allur gæfumun- urinn á milli trésins sem hefur verið hoggið niður og þess trés sem hefur verið hoggið til. Kjölurinn. Það er hryggjarsúlan. Hann heldur öllu saman. Hann er beinið í nefinu. Hann er fjaðurstafur- inn. Og það sem leggst á hann þvers líkt og mörg stór V-öffog hvöss hérna fremst en víkka í U þegar aftar kemur eins og fingur bendi upp I loftið og allt þetta timburvirki líkist risagreip sem ætlar að grípa eitthvað útúr tóminu, það heitir röng. Getur það verið þetta sem kapitan Morgan er að hugsa? Eða er hann kannski að hugsa um endurbæturnar sem hann ætlar að gera á Viðeyjar- landinu? Er hann að bræða með sér hvenær er best að byrja að smíba? Það getur vel verið. Þvi hvað getur maður annað gert þegar maður stendur klumsa frammi fyrir óskiljan- legum spurningum? Hvað getur maður gert nema beygt sig niður og tekið handfylli sína af leir? Það eina sem manni getur hlotnast er að fá að handfjatla leir jarðarinnar meðan óljósar myndir snúast á bak við augun einsog I rykaðri kviksjá. Og maður kreistir þennan bláa og þunga stein I lófanum þangað til drýpur úr honum safinn. Er þetta satt? Hann Morgan stendur við hring- stigann. Hann stendur undir þessu háreista brimklifi. Það eru mótaðar í það margvíslegar ásjónur og lyfta auglitum sínum yfir fjöruna. í berg- veggnum er fugladrit og mosi og blóðberg á stöllum, í skorum gleym- mér-ei. Annars ekki neitt og það heyrist ekki neitt nema hversdagslegt kvabb mávanna á sinnulitlu renniflugi fram og aftur yfir endalausu hamra- belti og undirsláttur öldunnar í fjör- unni. Hún bifast og brotnar hvít á hleinum og dæsir stundum þungt eins og hafið sé orðið hundleitt á sjálfu sér og þessu endalausa og innantóma bárugjálfri. Og hann Morgan stendur á klöppinni og horfir út í bláinn. Loksins horfir hann á mann aftur. Hann bítur í neðri vörina á sér og kjálkinn færist upp og niður. Hann kjammsar hljóðlaust. Það kemur ekki orð uppúr honum. Hvað á sá maður að segja sem stendur á hversdagslegu grjóti niðrí Vatna- görðum og er spurður um gull og smygl? Hverju á hann að svara, Getur nokkur fengið verri spurningu að glíma við í guanolykt og ómi af loft- dælugangi þarna í fjörunni undirgeð- veikrahælinu þar sem öll skip íslend- inga virðast hafa strandað heldur en þá spurningu sem varðar gull og smygl? Er það satt? Viltu segja mér satt. Kapitan Morgan kippist við einsog galdramaður sem er klipinn með töng. Það hrökkva loksins uppúr honum orð. Það eru örfá orð sem eru í rauninni ekkert svar, en þó betri en þögnin. Það er dýr hver mínótan seglr hann undarlega loðnum málrómi einsog orðin komi neðan úr kverk- onum eða jafnvel úr maganum. Svo ganga þeir af stað inneftir. Þeir ganga um víkur og krækja fyrir gjögur og sundið blikar á aðra hlið en bergið á hina himinhátt með enni og augu og gapandi kjafta og ulla kröppum tungum, þær svigna einsog stein- bogabrýr út í sjó og það þarf að vaða í kringum þær á stígvélonum. Þeir ganga í fjörunni og stígvélin sökkva djúpt og skriðnar undan þeim mölin og koma djúp fótaför í fjöruna sem komin er undan flóðinu rétt einu sinni blaut og svört einsog frumfjara. Það er mjög erfitt að ganga hérna. Öll grjótin undir fótonum skella saman og verður samfellt glamur og hvellandi og smýgur inní hella og kemur út betur um hálfopna munnana hávært og óraunhæft einsog bergrisar mauli stein. Þeir ganga undir brimklifinu og vaða í þangi og ganga upp á þurrt og halda sífellt lengra inneftir og Morgan hreyfir munninn einsog hann sé að fara með þulu fyrir sjálfan sig. Ekki heyrist hann segja neitt. Hann horfir í bergið og bandar fingronum einsog sá sem er nýbúinn að læra að telja. Hann gengur jöfnum skrefum og taut- ar fyrir munni sér. Sjórinn bungar svartur í logninu og spryngur hvítur og hvæsir en sundið er slétt og fellt og grunsamlega yfirvegað einsog vitni sem bíður hins óhjákvæmilega. Hjartað berst og berst og skrýtið bragð i munninum, koparbragð og járnbragð. Þeir halda áfram í þessari þungu möl og útúr síðustu víkinni og útfyrir síðasta dranginn og horfa eftir breiðri fjöru sem tognar inn með vog- inum blá og þurr einsog endalaus valnadregill. Hún hreykir sér á malar- kambi langt í burtu og liggur fótbolta- völlur öðrumegin en hinumegin togarinn stafnhár og rauður, hann hallast í land, þeir eru komnir of langt. Þá snarsnýst Morgan á tá og hæl og gengur til baka jöfnum skrefum og bærir varirnar. Hann gengur og stansar og rýnir í steininn, snýr við, gengur, talar við sjálfan sig í hljóði. Hann stansar loksins alveg undir háum kletti sem er alveg eins og allir hinir. Hjartað berst og berst. Eins og veggur víður og grár. Hafið hefur verið að banka á þennan vegg högg eftir högg í árþúsundir og víða slútir bergið með þunga brún yfir göt og geilar. Svona götótt berg er einsog öndvegisviður sem hefur rekið í maðksjónum órofinn hring í það óendanlega. í hornréttri kverk milli klettsins og fjörunnar eru margir svartir munnar. Þrír eru stærstir og gapa sporöskjulagaðir einsog ungar tröllkonur þenji sig í söng. Þær keyra neðri kjálkana eins langt niður og þeir komast og þenja sig af alefli á loka- nótunni. Morgan lítur við og réttir vísifingur- inn beint upp í loft og leggur hann á varirnar og kreistir augað saman. Maður kinkar undireins kolli oft og mörgum sinnum. Þá tekur Morgan fingur af vörum og bendir með honum á munnann í miðjunni. Svo vippar hann fingrinum nokkrum sinnum fram og til baka og bendir manni að fylgja sér. 12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.