Austurland


Austurland - 05.01.1979, Side 1

Austurland - 05.01.1979, Side 1
29. árgangur Föstudagur 5. janúar 1979 1. tölublað Neskaupstaður s 50 óra ^ Afmœliskaffi fyrir alla bœjarbúa eftir hátíðarfundinn Hátíðarhöld afmælisársins hefjast með hátíðar- fundi bæjarstjórnar í Egilsbúð kl. 2 hinn 7. janú- ar, og er fólk hvatt til að koma á fundinn. Að ioknum fundi er öllum Norðfirðingum, úr bæ og sveit, boðið til afmæliskaffis og er opið hús í Egilsbúð frá 3—7 e. h. Neshreppur — Neskaupstaður Með lögum nr. 48/1928 fékk Neshreppur í Norðfirði kaupstað- arréttindi frá 1. janúar 1929 að telja. Var hinum nýja kaupstað gefið nafnið Neskaupstaður. Átti hann pví 50 ára afmæli 1. janúar s. 1. Strax daginn eftir, eða 2. janúar fóru fyrstu kosningar til bæjar- stjórnar fram og nýkjörin bæjar- stjórn hélt sinn fyrsta fund hinn 7. janúar. Fatahreinsun og þvottahás á Egilsstöðum 1. janúar tók til starfa á Egils- stöðum nýtt þjónustufyrirtæki, Fatahreinsun og þvottahús sf., að Selási 20. Fyrirtækið eiga og reka bræð- urnir Björn og Einar Pálssynir. Öll tæki eru ný, þar á meðal þurr- hreinsivél og gufupressa. Áformað er að veita öllum fjórðungnum þjónustu í tengslum við áætlunarferðir á landi og í lofti og fyrst um sinn verður opið frá 9—12 og 13—17 virka daga. —S. Á. Fæðingarheimilið Höfn: Nýtt Afmælisár Árið 1979 er því afmælisár og verður 50 ára afmælis kaupstaðar- réttindanna minnst á ýmsan hátt á árinu. Bæjarsljórn Neskaupstaðar hef- ur samþykkt að afmælisárið hefjist með sérstökum hátíðarfundi í aðalsalnum í Egilsbúð kl. 14 (2 e. h.) 7. janúar, en þá eru nákvæm- lega 50 ár liðin frá fyrsta bæjar- stjórnarfundi í Neskaupstað. Fundurinn stendur í tæpa klukku- stund og frá 3—7 er svo opið hús í Egilsbúð og er öllum íbúum bæjarins og nágrannahreppanna boðið í afmæliskaffi. Þess er vænst að fólk fjölmenni á fundinn, en dagskrá hans er aug- lýst annars staðar í blaðinu. Allir bæjarfulltrúar standa sam- eiginlega að þeim tillögum, sem fluttar verða, en forsetar bæjar- stjórnar fylgja þeim úr hlaði. Það ætti að auka á hátíðarbrag fundar- ins, að hið gamla skeifulaga fund- arborð bæjarstjórnar hefur nú verið gert upþ og verður tekið í notkun á nýjan leik. Vonandi verða veðurguðirnir okkur hliðhollir á sunnudaginn og það væri ánægjulegt, ef sem flestir gæfu sér tíma til að skreppa í afmæliskaffi. Þama gefst kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna að fara út saman og reyndar er æski- legt að ung börn séu ekki ein síns liðs. heldur í fylgd með foreldr- um. Það er töluvert fyrirtæki að út- búa kaffi fyrir 800—1000 manns og undanfarna daga hafa félags- samtök í bænum með kvenfélögin í fararbroddi lagt ómetanlegan skerf til afmælisins, án þeirra sjálf- boðaliðastarfs væri þetta ógern- ingur. Þakklæti okkar til þeirra sýnum við best með því að fjöl- menna og gera veitingum þeirra góð skil. Árið 1979 á allt að vera afmæl- isár. Innan skamms munu liggja fyrir drög að dagskrá ársins. En við eigum ekki að láta okkur nægja að nota þetta afmælisár til að minnast fortíðarinnar. Við skulum líka nota það til að efla enn og treysta samvinnu og sam- stöðu allra bæjarbúa um málefni byggðarlagsins, heill þess og hag. Byrjum árið vel og hittumst öll í Egilsbúð á sunnudaginn. — Krjóh. Nýja pípuorgelið: Munur á að hlýða Veðrátta hefur verið góð á Egilsstöðum um hátíðarnar þó að allmikill snjór sé hér um miðbik Héraðs. Þann- 14. des. hélt Tónkórinn jólatónleika í Egilsstaðakirkju. Fjöldi nemenda kom þar fram auk kennara og flutt var tónlist að mestu helguð jólunum. Kirkjan var þéttsetin og allur ágóði af tónleikum þessum rann í orgelsjóð kirkjunnar. Á aðfangadag messaði sóknar- presturinn sr. Vigfús Ingvar Ing- varsson tvisvar í Egilsstaðakirkju. Nýtt og fullkomið pípuorgel kom í kirkjuna í desember og er mikill munur á að hlýða. Kvenfélagið hélt barnaskemmt- un milli jóla og nýárs og á gaml- árskvöld var fjölmennur dansleik- ur í Valaskjálf. Skemmti fólk sér vel eftir einstaklega lélegt ára- mótaskaup í sjónvarpi. Áramótagleðin fór vel fram og er mér ekki kunnugt um nein óhöpp. Hér voru 2 brennur og töluvert um flugelda. — S. Á. húsnæði Um miðjan desember var tekið í notkun nýtt húsnæði fyrir Fæð- ingarheimilið á Höfn. Það er í viðbyggingu við Elli- og hjúkrun- arheimilið, sem er í tveimur Við- lagasjóðshúsum. Gamla Fæðingar- heimilið var þar í einu herbergi áður. Við þetta tækifæri afhentu Lionsmenn á staðnum Elli- og hjúkrunarheimilinu nýtt litsjón- varp að gjöf. — H. Þ. G. Frá Hornafirði Þakkir til Bjarna Þórðarsonar Um þessar mundir lætur Bjarni Þórðarson af ritstjórn Austurlands eftir langt og árangursríkt starf í áraraðir. 1 tilefni af þessum tímamótum vildi ég fyrir hönd kjördæmisráðs færa honum þakkir stjórnar og allra liðsmanna. Austuriand er eina blaðið sem komið hefur reglulega út hér í fjórðungnum árum saman og reyndar eitt af örfáum blöðum af þessu tagi yfir allt landið, sem státað getur af reglulegri útgáfu í áraraðir. Ég var einmitt með jóla- blaðið á milli handanna rétt í þessu og það var 52. tbl. þessa árgangs. Segir það sína sögu, í það minnsta þetta árið. En ekki tók ég mér penna í hönd tii að þakka Bjarna fyrir fjölda tölublaða, heldur fyrir þau efnis- gæði sem þar hefur einatt mátt finna. Er mér þá efst í huga fjöl- margar forystugreinar á liðnum árum, að öðru efni ólöstuðu. 1 aldaraðir hefur penninn verið vopn, sem íslenskum baráttumönn- um hefur dugað best í stjórnmála- baráttunni. Svo mun einnig vera um Bjarna. Reyndar hefur hið tal- aða orð reynst honum geysi notadrjúgt en líklega ekki orðið eins langdrægt því að forystugrein- arnar hafa hljómað um alla lands- byggðina flesta mánudaga og stundum hrist hinar voldugustu valdastofnanir óþyrmilega. Mér er vel kunnugt, að í ætt Bjarna eru margar góðar skyttur. Ekki þekki ég hversu vel Bjarni hittir í mark með venjulegum riffli, en sé hann jafn hittinn með því vopni og pennanum hefði hann allt eins geta orðið landsþekktur afreksmaður fyrir að útrýma lág- fótu. Þrátt fyrir þau tfmamót sem nú verða í ritstjórn Austurlands er ég þess fullviss, að Bjarni á eftir að verða blaðinu og málstað þess drjúg hjálparhella með tímabund- inni „blóðgjöf“, þegar og þar sem hann teiur, að sitt eldrauða blóð gagni málstaðnum best. Um leið og ég kveð Bjarna Þórðarson sem ritstjóra Austur- lands býð ég velkomna í starfið Ólöfu Þorvaldsdóttur. Ég er þess fullviss, að Austur- land á eftir að reynast málstað Alþýðubandalagsins ómissandi hér eftir sem hingað til. F. h. stjórnar kjördæmisráðs Hcimir Þór Gislason Hcrnafjörður: Gáttaþefur og Álafoss koma oí> fara Öfugt við flest önnur kauptún austanlands hefur fólki heldur fækkað hér um jól en fjölgað. Þó að margt skólafólk komi heim þá er aðkomuverkafólk það sem fer öllu fleira. Það aðkomuverkafólk sem hér hefur unnið er nálægt því að vera jafnmargt verkafólkinu sem hefur lögheimili hér á Höfn. Strandið á Álafossi í ósnum hérna hefur vakið öðru fremur athygli hér yfir jólin. Skipið kom þann dag sem þjóð- sagan segir, að Gáttaþefur komi til byggða og fór daginn sem hann er sagður fara aftur til fjalla. Á skipinu var m. a. ungur náms- maður sem réði sig á skipið í jólaleyfinu og átti að sigla til út- landa. Hann kom á skipið hér og sigldi með því þessa stuttu leið og var svo á skipinu í ósnum allan tímann í stað þess að sigla og flaug heim aftur þegar skipið losnaði. Annars hafa Hornfirðingar áhyggjur vegna þróunar þeirrar sem virðist vera á ósnum. Það eru tvö mikil lón sitt hvoru megin við Höfn sem flæðir í og fjarar úr um ós. Það er mál manna nú, að annað þetta lón þ. e. vestan við Höfn sé óðum að grynnka og fyllast vegna fram- burðar jökulvatnanna. Það raskar þessu jafnvægi sem verið hefur í ósnum og veldur því, að eyrarnar sem straumurinn myndar breytast. Svo er önnur staðreynd sem all- ir Austfirðingar þekkja, að það er talsvert landris hér á Austfjörðum og þar á meðal hér á Hornafirði. Því til sönnunar væri rétt að benda á, að klaþpir sem aldrei komu upp úr sjó á dögum eldri manna koma greinilega upp á fjöru nú. — H. Þ. G.

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.