Austurland


Austurland - 05.01.1979, Blaðsíða 2

Austurland - 05.01.1979, Blaðsíða 2
Föstudagur 5. jandar 1979 ___________ÆUSTURLAND________________________ Málgagn Alþýðubandalagsins á Austurlandi Blaðnefnd: Ágúst Jónsson, Árni Þormóðsson, Bjarni Þórðar son, Guðmundur Bjarnason og Kristinn V. Jóhannsson. Ritstjóri: Ólöf Þorvaldsdóttir s. 7571 — h. s. 7374. Auglýsingar og dreifing: Stefanfa Aradóttir s. 7571 og 7698. Pósthólf 31 — 740 Neskaupstað. Ritstjórn, afgrciðsla, auglýsingar: Egilsbraut 11, Neskaupstað sími 7571. Prcntun: Nesprent. Útgefandi kjördæmisráð Alþýðubandalagsins Þáttur Bjarna er stór Nú er að hefjast 29. árgangur Austurlands. f 28 ár hefur blaðið haldið uppi merki sósíalisma og lagt af mörkum mikilvægan pátt í baráttu íslenskrar alþýðu. Ailan þennan tíma hefur Bjami Þórðarson verið ritstjóri blaðsins og borið hitann og þungann af útgáfunni. Með hugsjón sósíalismans að markmiði hefur hann sýnt fádæma elju og þrautsegju og haldið uppi reglulegri útgáfu vikublaðs, lengur en nokkur annar á Austurlandi, sem á vafa- laust drjúgan j?átt í pví, að Alpýðubandalagið er nú stærsti stjómmálaflokkurinn á Austurlandi. Um þessi áramót urðu |>au tímamót í sögu biaðsins, að Bjarni lét af ritstjórn og um leið voru gerðar nokkrar breyting- ar á blaðinu, svo sem greint hefur verið frá. Áfram verður haldið í }>á átt í von um að blaðið geti betur sinnt hlutverki sínu. Þessar breytingar verða töluvert átak sem einungis nær árangri með samstillingu þeirra krafta sem • vinna vilja að velferð blaðsins. Þakklæti til Bjama Þórðarsonar fyrir hans mikla starf, sýna flokksmeim best með pví að taka hvatningu hans í kveðjuorð- um hans til blaðsins, „að flokksmenn hvarvetna í kjördæminu sinni blaðinu meir hér eftir en hingað til svo j>að verði sem bitrastur brandur í sókn Alþýðubandalagsins, alþýðuhreyfing- arinnar, kjördæmisins og landsins í heild“. Einn spari, annar eyði f útvarpsþætti í vetur var fyrrverandi forsætisráðherra spurður álits á jöfnun raforkuverðs. Hann svaraði }>ví til, að hann óttaðist að ef verðjöfnun yrði komið á myndi ]>að draga úr spamaði. Mörgum leikur vafalaust forvitni á að vita við hvað stuðst er í slíku svari. Samkvæmt upplýsingum Orkustofnunar frá 17. nóvember sl. greiðir meðalfjölskylda í Reykjavík 59 þúsund kr. á ári fyrir rafmagn til heimilisnotkunar. Meðalfjölskylda á orkusvæði Rarik greiðir hins vegar 112 þúsund kr. fyrir sömu notkun. Verkamaður á Seyðisfirði j>arf j>ví að vinna viku lengur en verkamaður í Reykjavík einungis fyrir kostnaði við rafmagn til heimilisnotkunar og J>á eru ótaldir aðrir liðir sem hærri em s. s. sími, húsahitun, matvæli o. fl. Af j>essu er ljóst hverjir J>að em sem fyrr j>urfa að spara. Sú skoðun Geirs Hallgrímssonar, að einn eigi að spara handa öðrum að eyða, kemur að sjálfsögðu ekki á óvart, slík hefur stefna flokks hans ætíð verið. Öllu undarlegra er, að landssamtök launamanna skuli hafa látið slíkt viðgangast og ekki beitt sér í j>essu jafnréttismáli. Iðnaðarráðherra hefur sagt sinn vilja vera verðjöfnun raf- orku í samræmi við stefnu Alj>ýðubandalagsins. Ef Landssamtök launamanna eru meira en nafnið eitt, ber }>eim að styðja tillögur hans, sem fela eingöngu í sér leiðrétt- ingu á misrétti. Jólamót Hattar í frjálsum íþróttum 1978 Laugardaginn 16. desember var haldið jólamót í frjálsum íprótt- um innanhúss í Valaskjálf á Egils- stöðum. Þetta var opið mót og pví öllum félögum boðin pátttaka. Því miður sáu sér ekki fært að mæta aðrir en Þróttur frá Neskaupstað sem kom með f jölmennt lið. Þökk- um við peim kærlega fyrir kom- una. Á mótinu voru sett mörg Aust- urlandsmet og sýnir pað, að okk- ar unga frjálsípróttafólk er í stöð- ugri framför. Helstu úrslit eru pessi: S-telpur 10 ára og yngri Hástökk með atrennu: 1. Katrín Einarsdóttir, Hetti 1,20 m 2. Helga Haraldsdóttir, Hetti 1,10 m 3. Þórey Haraldsdóttir, Þrótti 1,05 m Langstökk án atrennu: 1. Helga Magnúsdóttir, Hetti 2,11 m 2. Katrín Einarsdóttir, Hetti 2,06 m 3. Þórey Haraldsdóttir, Þrótti 1,96 m Strákar 10 ára og yngri Hástökk með atrennu: 1. Magnús Þórhallsson, Hetti 1,10 m 2. Þorsteinn Steinpórsson, Hetti 1,05 m 3. Þorsteinn Halldórsson, Þrótti 1,05 m Langstökk án atrennu. 1. Guttormur Brynjólfsson, Hetti 1,87 m 2. Þorsteinn Einarsson Hetti 1,76 m 3. Jón Kristinsson, Hetti 1,71 m Stelpur 11—12 ára Hástökk með atrennu: 1. Anna María Arnfinnsdóttir, Hetti (Austurl.met) 1,40 m 2. Inga Birna Hákonardóttir, Hetti 1,25 m 3. Vigdís Hrafnkelsdóttir, Hetti 1,25 m Langstökk án atrennu: 1. Guðrún Smáradóttir, Þrótti (Austurl.met) 2,22 m 2. Vigdís Hrafnkelsdóttir, Hetti 2,21 m 3. Jónína Róbertsdóttir, Þrótti 2,18 m Strákar H—12 ára Hástökk með atrennu: 1. Magnús Steinpórsson, Hetti (Austurl.met) 1,45 m 2. Sigfinnur Viggósson, Þrótti (Austurl.met) 1,45 m 3. Símon Hermannsson, Þrótti 1,25 m Langstökk án atrennu: 1. Símon Hermannsson, Þrótti (Austurl.met) 2,27 m 2. Sigfinnur Viggósson, Þrótti 2,11 m 3. Magnús Steinpórsson, Hetti 2,11 m Telpur 13—14 ára Hástökk með atrennu: 1. Arney Magnúsdóttir, Hetti (Austurl.met) 1,50 m 2. Þórdís Hrafnkelsdóttir, Hetti 1,30 m 3. Ása J óhannsdóttir, Hetti 1,30 m Langstökk án atrennu: 1. Arney Magnúsdóttir, Hetti 2,40 m 2. Sigríður Ó. Halldórsdóttir, Þrótti 2,23 m 3. Þórdís Hrafnkelsdóttir, Hetti 2,20 m Piltar 13—14 ára Hástökk með atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti 2,40 m 2. —3. Sveinn Ásgeirsson, Eysteinn Kristinsson, Þrótti 1,35 m Langstökk án atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti 2,53 m 2. Eysteinn Kristinsson, Þrótti 2,36 m 3. Friðrik Ottósson, Þrótti 2,26 m Þrístökk án atrennu: 1. Ármann Einarsson, Hetti (Austurl.met) 7,62 m 2. Eysteinn Kristinsson, Þrótti 6,95 m 3. Sveinn Ásgeirsson, Þrótti 6,67 m Karlar Hástökk með atrennu: 1. Stefán Friðleifsson, (Austurlandsmet) 1,90 m Hástökk án atrennu: 1. Stefán Friðleifsson, 1,45 m Frjálsípróttaróð Hattar SKÁK Taflfélag Norðfjarðar Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá Taflfélagi Norðfjarðar pað sem af er pessu starfstímabili. Áð- ur hefur verið sagt frá Skákkeppni stofnana og nú sér fyrir endann á Skákmóti T. N. 1978. Því móti átti reyndar að ljúka fyrir jól en vegna veikinda hefur pað dregist á Ianginn. Þegar einni skák er ólokið stendur Páll Baldursson best að vígi með 7 v. af 8 mögu- legum, en Heimir Guðmundsson getur orðið jafn honum vinni hann pessa einu skák sem eftir er. Fari svo munu peir tefla einvígi um fyrsta sæti. f 3. sæti varð Einar G. Bjömsson með 6 v. og í 4. sæti Frímann Sveinsson, hlaut 5 v. Keppendur voru 9. Jólahraðskákmót T. N. fór fram 29. desember sl. Keppendur voru 12 og helstu úrslit urðu pessi: 1. Eiríkur Karlsson 11 v., 2. Ómar Geirsson 10 v., 3. Páll Baldursson 9 v„ 4. Gísli Sighvatsson 8 v. Aðalfundur T. N. verður hald- inn í Gagnfræðaskólanum fimmtu- dagskvöldið 11. janúar nk. og hefst kl. 20. Austfirðingar í 1. deild Skáksveit Skáksambands Aust- urlands teflir nú í I. deild eftir sigur í II. deild á síðasta keppnis- tímabili. Keppni í I, deild hófst helgina7.—8. október sl. I Mun- aðarnesi í Borgarfirði en par mættu allar 8 sveitir deildarinnar og tefldu fyrstu prjár umferðirn- ar. Mikil forföll voru í austfirsku sveitinni og má segja að hún hafi mætt vængbrotin til leiks enda beið hún lægri hlut í öllum um- ferðunum prem. Eftir miklar hrak- farir í 1. umferð, par sem glímu- skjálfti hrjáði Austfirðinga mjög, sóttu peir stöðugt í sig veðrið og mega vel við sinn hlut una prátt fyrir allt. í 1. umferð tapaði sveit- in fyrir Mjölni, Rvík. 1:7 í 2. umferð fyrir Akureyringum 3 : 5 og í 3. umf. fyrir Keflvíkingum 3H : 4M- Að loknum pessum umferðum var austfirska sveitin í neðsta sæti ásamt Hreyfli í Rvi'k., með IVi v. Ljóst er að fallbaráttan stendur á milli pessara sveita. í 4. umf. sem tefld var 26. nóv. sl., átti Hreyfill að mæta Austfirðingum hér eystra en fékk keppninni frestað til mars eða apríl. Það dró til tfðinda í pessari umferð pegar sveit Kópa- vogs lagði sveit Taflfélags Rvíkur að velli : 3% en slíkt hefur ekki skeð í nokkur ár. Keppnin í ár er mun tvísýnni en áður hefur verið. T. R. hefur reyndar náð nokkru forskoti en ekki eins ótví- ræðu og undanfarin ár og mega vara sig. Um 2. sæti er baráttan ákaflega tvfsýn. Annars er staðan í I. deild pessi pegar allar sveitir hafa lokið 4 umferðum nema Hreyfill og Austfirðingar: ____________________________________ 1. Taflf. Rvíkur 22 v., 2. Hafn- _ . ,, M , . * arfjörður 17M v„ 3.-4. Kópa- Bæjarmálaráöið i Neskaupstað: yogur og Mjölnir 17 v > 5. Akur. Fundur kl. 8 á hverju miðvikudagskvöldi. eyri \6Y2 v„ 6. Keflavfk 15 v. 7.—8. Austfirðingar og Hreyfill ^______^_. iy2 v. — E. K,

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.