Austurland - 05.01.1979, Qupperneq 4
lUSTURLAND
Föstudagur 5. janúar 1979
Auglýsið í Austurlandi
Símar 7571 og 7698
Gerist áskrifendur
Það er lán að skipta við sparisjóðinn.
SPARISJÓÐUR NORÐFJ ARÐAR
Hvers vegna hafa Sameinuðu
þjóðirnar ákveðið að á þessu ný-
byrjaða ári 1979 skuli velferð
barna sett í brennidepil um allan
heim?
Umræða í þjóðfélaginu mótast
mjög af þeim áróðri sem hafður
er í frammi í fjölmiðlum, sé til-
teknu málefni öðru fremur haldið
að fólki í ákveðinn tíma, verður
það óneitanlega til þess að skapa
umræðu og athuganir. Alla þá um-
ræðu sem varð um stöðu konunn-
ar á kvennaári skyldi síst vanmeta.
Kvennaárið varð a. m. k. til þess
að bæði karlar og konur viður-
kenndu að kynin nytu ekki jafn-
réttis. Skilningur og viðurkenning
á vandamáli er skilyrði þess að
unnið verði að úrbótum. Vonandi
verður sama reynsla af barnaári,
þótt erfitt sé við útdeilingu fjár-
muna í þjóðfélagi gróðahyggju og
einkaneyslu að beina augum ráð-
andi afla að undirmálshópum eins
og börn reyndar eru.
Engum dylst neyð barna í þró-
unarlöndunum, þar sem áætlað er,
að þriðjungur barna sem fæðist
deyi undir 5 ára aldri og um 350
milljónir æskufólks skorti mat og
njóti ekki lágmarks þjónustu á
svið heilsugæslu eða fræðslu. Augu
manna munu að sjálfsögðu bein-
ast í þær áttir á bamaári. En í
velferðarþjóðfélögum hins svo-
nefnda siðmenntaða heims mun
athyglin beinast að annars konar
neyð barna. Þar er félagsleg og
tilfinningaleg örbirgð meiri en
margan grunar. Það er ekki víst
að aukin velferð þýði alltaf betra
líf barna.
Ábyrgð foreldra
Ábyrgð okkar sem erum foreldr-
ar er mikil. Okkur finnst heimur-
inn oft napur og kaldur. Við vilj-
um bæta þjóðfélagið, en það get-
um við ekki nema við ölum upp
betri einstaklinga, fólk sem er bet-
ur undir það búið að axla byrðar
nútímaþjóðfélags og getur mótað
það og stjórnað betur en við ger-
um. Hvernig rækjum við þetta
verkefni, hve miklum tíma og
kröftum eyðum við fyrir börn
okkar? Ef við skoðum grannt, þá
sjáum við að fjölda barna og ung-
linga líður alls ekki vel, þau eru
neikvæð, sljó, svartsýn og afskipta-
laus. Mörg sjá ekki nokkurn til-
gang í einu eða neinu sem þau
fást við, nema þá helst þeirri
vinnu sem greidd er með pening-
um. Sumum finnst þau hvergi
eiga samastað, ekkert sé „gert fyr-
ir þau“ og vilja helst vera ein-
hvers 'staðar allt annars staðar en
þau eru. Árin sem fara ættu í
undirbúning undir lífið, nýtast ekki
sem skyldi. Unglingavandamálin
eru menningarbundin en ekki líf-
fræðileg.
Við hverja er að sakast aðra
en okkur foreldra? Er ekki lífs-
gæðakapphlaupið og krafan um
hámarksframleiðni atvinnuveg-
anna að eyðileggja möguleika
fólks á að hafa tækifæri til að
lifa lífinu með börnum sínum og
ala þau upp. Sum börn og ung-
lingar tala vart við fullorðna nema
með stuttum svörum við tilskipun-
um og nöldurblöndnum spuming-
um. Til þess að fjölskyldu líði vel
saman þarf hún að gefa sér tíma
til að tala saman, vera vinir og
ekki síst gera eitthvað skemmtilegt
í sameiningu.
A
Skuldinni skellt á
mæðurnar
Mörgum er reyndar hið upp-
eldislega mein fullljóst og sumir
hafa í seinni tíð gripið til þess
Neskaupstaður opnar
Diskótek ísjómanna-
stofunni
Hvar eiga unglingarnir að
vera?
Hvað eiga unglingarnir að gera?
Svör við þessum spurningum
hafa ekki legið á lausu í nútíma
þjóðfélagi, og jafnvel þótt litið sé
lii fortíðarinnar virðast hugtök
eins og „kynslóðabil" og „ung-
lingavandamál" hafa skotið upp
kollinum aftur í grárri forneskju,
jafnvel fylgt mannkyninu alla tíð.
Hér í Neskaupstað hafa ungling-
ar ekki átt margra kosta völ í
tómstundaiðkunum nú á síðustu
tímum og margir hafa haft orð á
þeim skorti á aðstöðu til tóm-
stundaiðkana, sem unga fólkið
býr við. En föstudaginn 29. des.
sl. gerðist það, að Æskulýðsráð
opnaði Sjómannastofuna aftur fyr-
ir tómstundaiðkun unglinga. í til-
efni af því sneri blaðið sér til Þóris
Sigurbjörnssonar kennara, sem er
formaður Æskulýðsráðs og kom
eftirfarandi fram í samtali við
hann.
Æskulýðsráð leitaði eftir áliti
unglinga varðandi þá starfsemi,
sem æskilegust væri í Sjómanna-
stofunni og koma fram mjög ein-
dreginn vilji þeirra til að hafa
„diskótek" þar. Þegar ákvörðun
hafði verið tekin um þetta hófust
unglingarnir handa um að lagfæra
og standsetja og mála. Ákveðið
hefur verið að allur daglegur rekst-
ur verði í höndum unga fólksins
sjálfs og verða seldar veitingar,
gos, sælgæti og þvíumlíkt. í ráði
er að skipta unglingunum í tvo
aldurshópa. Ætlunin er að alltaf
verði einhver fullorðinn á diskó-
kvöldum lil aðstoðar ef einhver
vandamál koma uppá eða truflanir
verða. Mikill áhugi er meðal ung-
iinganna á þessari starfsemi og
t. d. voru 80 mættir til leiks fyrsta
kvö'dið af þeim 130, sem í þess-
um aldurshópum eru. Einnig var
mættur bæjarstjóri, Eogi Kristj-
ánsson, form. æskul.ráðs, Þórir
SUurbjörnsson og framkv.stj.
ær.kul.ráðs, Valur Þórarinsson.
Þórir Sigurbjörnsson, jonn œskulýflsriiðs t. v. og Valnr
Þórarinsson œskulýðsjulltrúi.
Þess má að lokum geta, að önn-
ur hefðbundin æskulýðsstarfsemi
o<' tómstundaiðkun mun að ein-
hverju leyti fara fram í skólunum,
en í því sambandi má minna á,
að alltaf hefur skortur á leiðbein-
endum í hinum ýmsu greinum
tómstundaiðkana verið vandamál
og er enn. —Á. J.
ráðs að kenna mæðrunum um allt
saman. Það er alið á sektarkennd
kvenna, sem farið hafa út í at-
vinnulífið og taka nú þátt í rekstri
þess við hlið karlanna, hvort sem
þær hafa stigið það spor af neyð,
kröfu atvinnulífsins eða af þörf
á að finna sér dýpri tilgang með
lífinu. En sökina er ekki að finna
hér, hún er alls samfélagsins.
Fyrsta sporið í átt til skilnings og
viðurkenningar á tilverurétti bama
og þörfum þeirra á félagslegu og
tilfinningalegu uppeldi verður
stigið, þegar feðurnir fara í raun
að deila með mæðrum jafnt þeirri
ábyrgð sem fylgir því að geta barn,
ala það upp og búa það undir að
taka við þjóðfélaginu. Þá fyrst
verður hægt að vænta þess að at-
vinnulífið taki tillit til foreldra-
hlutverks karla og kvenna og um-
hverfi okkar verði skipulagt og
mótað með tilliti til þess að fjórð-
ungur íbúanna er börn og ungling-
ar. Þannig sjáum við sósíalistar í
hyllingum þjóðfélag félagshyggju
og samneyslu.
„Gefum börnunum
foreldra sína aftur“,
segir í áskorun frá fræðsluráði
Austurlands í tilefni barnaársins.
Gerum þau orð að okkar. Ég beini
orðum mínum jafnt til barna sem
fullorðinna, karla og kvenna, lít-
um í eigin barm, til fjölskyldu
okkar, félags eða sveitarstjómar
og byrjum að vinna að því á ár-
inu 1979 að kanna líf barna og
reyna jafnframt að skapa þeim
betri uppeldisskilyrði og þroska-
vænlegra menningarumhverfi, þá
fyrst er von til þess að heimurinn
verði manneskjulegri og þar með
lífvænlegri. Gerður G. Óskarsdóttir
Básarnir vortt þröngt setnir.
Plötusnúiarnir Níels Einarsson t .v. og Kristján Högnason.
Sumir dansa, aðrir sitja og hlusta á tónlistina eða spjalla.