Austurland


Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 4

Austurland - 11.01.1979, Blaðsíða 4
Austurland Fimmtudagur 11. janúar 1979 Auglýsið í Austurlandi Símar 7571 og 7698 Gerist áskrifendur ' Það cr lán að skipta við sparisjóðinn. SPARISJÓÐUR NORÐFJARÐAR Neskaupstaður: Hátíðarfundur og afmœliskaffi í tilefni 50 ára afmœlisins Svo sem kunnugt er átti Nes- kaupstaður 50 ára afmæli 1. janúar 1979. í tilefni þess hélt bæjarstjórn Neskaupstaðar hátíðarfund í Egils- búð þ. 7. janúar kl. 2, en þann dag fyrir réttum 50 árum hélt fyrsta bæjarstjórn Neskaupstaðar sinn fyrsta fund. Þetta var 843 fundur bæjarstjórnar og var haldinn í samkomusal Egilsbúðar, svo sem hæfði þessum tímamótum, að við- stöddu fjölmenni. Dagskrá hátíðarfundarins var svohljóðandi: 1. Fundur settur: Forseti bæjar- stjórnar Kristinn V. Jóhanns- son. 2. Umhverfismál: Framsögumað- ur: 1. varaforseti bæjarstjórnar Jóhann K. Sigurðsson. 3. Kaup á listaverki eftir Gerði Helgadóttur. 4. Félagsmál: Framsögumaður: 2. varaforseti bæjarstjórnar Sigrún Þormóðsdóttir. 5. Dagskrá afmælisársins kynnt. Fundi slitið. Kl. 2 var fjölmenni samankom- ið í Egilsbúð til að sitja hátíðar- fundinn. Bæjarstjórnin sat í miðj- um salarkynnum við hið gamla skeifulaga fundarborð, sem á ný hefur endurheimt sinn forna virðu- lega sess. Að hátíðarfundinum settum ávarpaði forseti bæjarstjórnar Kristinn V. Jóhannsson fundar- menn og hóf mál sitt með þessum orðum. „Bæjarfulltrúar, góðir fundar- gestir. í dag eru 50 ár liðin frá því að nýkjörin bæjarstjórn hins nýja kaupstaðar, Neskaupstaðar, hélt sinn fyrsta fund. Við minnumst þessara tímamóta í dag og því vil ég í upphafi þessa fundar líta aðeins til baka. Rifja upp forsöguna og aðdraganda kaupstaðarstofnunarinnar í fáum orðum og drepa á helstu viðfangs- efni bæjarstjórnar þessi 50 ár“. Síðan rakti forseti í stórum dráttum aðdraganda kaupstaðar- stofnunarinnar og kom fram m. a. í máli hans, að hin fyrstu bæj- arstjórri skipuðu eftirtaldir menn: Gísli Kristjánsson, Guðjón Hjör- leifsson, Tngvar Pálmason, Jón Sveinsson, Jónas Guðmundsson, Páll G Þormar, Stefán Guðmunds son, Þorvaldur Sigurðsson og bæj arstjórinn Kristinn Ólafsson, sen skipaður var af ráðherra. Var han sjálfkjörinn forseti bæjarstjórnai Þrír þessara rnanna eru enn lífi. Þeir eru: Gísli Kristjánssor Stefán Guðmundsson og Þorvalc ur Sigurðsson. Forseti rakti í stórum drátturr gang mála í atvinnumálum, upp byggingu og framkvæmdum hvers áratugs og lýsti þeirri stefnu, sem alla tíð hefur verið rfkjandi í þessum efnum í Neskaupstað. Þ. e. bæjarrekstur og forganga um stofn un fyrirtækja á félagslegum grund- velli. jafnframt því, sem einstak- Iingar hafa verið örvaðir til dáða með fjárhagsábyrgðum og stuðn- ingi. Á þessu 50 ára tfmabili hafa alls 114 manns setið fund í bæjar- stjórn. Sá bæjarfulltrúi, sem lengst hefur setið í bæjarstjórn er Bjarni Þórðarson, en hann var bæjarfull- trúi í 40 ár, þar af bæjarstjóri í 23 ár. Bæjarstjórar hafa verið 8 alls. Fyrstur Krist’nn Ólafsson f 1\A ár og síðast Logi Kristjánsson, sem nú hefur gegnt því starfi í 5 Vi ár. Starfi forseta bæjarstjórnar hafa gegnt 7 manns, lengst Jóhannes Stefánsson í rúm 17 ár. Ekki er rúm til að greina nán- ar frá ræðu Kristins, en hann lauk máli sínu með þessum orð- um: „Það er áreiðanlega sameiginleg ósk okkar allra, sem nú gegnum störfum bæjarfulltrúa, að áfram megi takast að treysta þann grund- völl atvinnulífs, sem bærinn okkar byggir á, jafnframt því sem bæjar- búum verði tryggður sem bestur aðbúnaður og fjölbreyttast líf“. Næst hafði Jóhann K. Sigurðs- son. 1. varaforseti, framsögu um eftirfarandi tillögu um umhverfis- Framh. á 2. síðu Bára, Berta, Jóhcmna og Inga meö nokkrar af tertunum 100. Bœjarstjórnin í Neskaupstað talið jrá vinstri: Gísli Sighvatsson, Haukur Ólafsson, Reynir Zoega, Hörður Stefánsson, Kristinn V. Jóhannsson, Logi Kristjánsson, Sigrún Þormóðsdóttir, Þórður Þórðarson og Jóhann K. Sigurðsson. NESKAUPSTAÐUR Aheyrendur voru fjölmargir á hátíðarfundinum sem haldinn var í samkomusal Egilsbúðar. Ljósmyndir: Einar Þórarinsson Hver er þeita? Bjarni og Logi. namm — namm

x

Austurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurland
https://timarit.is/publication/808

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.